Morgunblaðið - 29.04.2013, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
Skó hlíð 18 í i 595 1000 www.heimsferdir.is
eimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
getur breyst án fyrirvara.
gar • s m •
Birt með fyrirvara um prentvillu. H
Ath. að verð
Costa del Sol
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð
á Hotel Tropicana þann 9. maí í 11 nætur.
Frá kr. 129.900 með hálfu fæði
11 nátta ferð - ótrúleg kjör!
Hotel Tropicana 129.900
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í herbergi með hálfu fæði.
Ath. Flogið er til Íslands með viðkomu í Kaupmannahöfn.
9. maí
Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum var
ánægð með niðurstöður kosninganna
en flokkurinn fékk þrjá þingmenn
kjörna. Hún telur hugmyndafræðina
eiga eftir að vaxa í vitund almenn-
ings á næstu árum. „Þetta verður
mjög óvenjulegt þing. Ég get ímynd-
að mér að það muni taka langan tíma
að mynda ríkisstjórn því ljóst er að
sumir þurfa að gefa mikið eftir af
sínum áherslum,“ segir Birgitta.
Hún segist munu nýta sér þá
reynslu sem hún hafi aflað sér á
þingi og miðla til þeirra frambjóð-
enda flokksins sem fengu þingsæti.
Auk hennar komust þeir Jón Þór
Ólafsson og Helgi Hrafn Gunnarsson
inn á þing fyrir flokkinn.
Birgitta segist stefna að því að
upplýsa almenning um vinnubrögð
Alþingis og hvernig fólk geti tekið
þátt í ákvarðanatöku. „Við viljum
meðal annars vera aðhald við þingið.
Það gerum við t.a.m. með því að upp-
lýsa hvernig þingmenn kjósa í
ákveðnum málum og hvort þeir séu
viðstaddir atkvæðagreiðslur eða
nefndarstörf. Með þessu viljum við
draga tjöldin frá störfum þingsins,“
segir Birgitta.
Píratar eru alþjóðleg hreyfing en
þetta er í fyrsta skipti sem hún
kemst að á þjóðþingi. Að sögn Birg-
ittu tók flokkurinn nýlega formlega
upp tengsl við hreyfinguna. „Við höf-
um verið að vinna saman í því að
miðla þekkingu og reynslu á milli
landa. Hreyfingin hefur vaxið hratt
og á næstu tíu árum verður hún af-
gerandi afl um allan heim. Við erum
pólitískur armur upplýsingabylting-
arinnar hinnar nýrri,“ segir Birgitta.
Píratar vilja draga tjöldin
frá störfum þingsins
Pólitískur armur upplýsingabyltingar
Morgunblaðið/Eggert
Í kjörklefa Birgitta Jónsdóttir á
kjördag eftir að hafa greitt atkvæði.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég er á því að við eigum að byrja á að klára
snjóhengjuvandann, afnám hafta og auðvitað
skuldaleiðréttinguna. Í framhaldi af því verð-
um við í stakk búin að taka ákvarðanir um önn-
ur mál,“ sagði Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Framsóknarflokksins, um
fyrstu verkefnin sem hann telur að ný rík-
isstjórn eigi að takast á við, eigi Framsókn-
arflokkurinn aðild að henni.
„Við erum ákaflega ánægð með niðurstöð-
una og þessa miklu fylgisaukningu,“ sagði Sig-
mundur Davíð um kosningasigur Framsókn-
arflokksins. Hann sagði að í hinum mikla
stuðningi sem flokkurinn varð aðnjótandi í al-
þingiskosningunum fælist skýr krafa stórs
hluta þjóðarinnar um að forgangsraðað yrði í
samræmi við málflutning framsóknarmanna í
kosningabaráttunni. „Sem betur fer þá veitir
þetta okkur sterka stöðu til þess að knýja á um
að sú verði raunin,“ sagði Sigmundur Davíð.
Hann kvaðst vera bjartsýnn á að það tækist
að ná samstöðu um baráttumálin. Þótt póli-
tískir andstæðingar hefðu gagnrýnt Fram-
sóknarflokkinn í aðdraganda kosninganna,
sérstaklega eftir að fylgi flokksins fór að
aukast, hefði umræðunni miðað töluvert
áfram.
„Mér heyrist menn almennt vera orðnir
sammála um að þetta svigrúm sem við höfum
talað um sé til staðar. Þá er eftir spurningin
um hvort rétt sé að nýta það, að minnsta kosti
að hluta, í þágu skuldsettra heimila. Ég held
að það sé víðtækur stuðningur við það innan
margra annarra flokka, þó að forysta þeirra
hafi ekki beinlínis viljað taka undir það í kosn-
ingabaráttunni.“
Forseti Íslands hefur boðað Sigmund Davíð
á sinn fund eftir hádegi í dag. Mun Sigmundur
Davíð óska eftir umboði til stjórnarmyndunar?
„Ég geri ráð fyrir að forsetinn taki ákvörð-
un um það hverjum hann felur stjórn-
armyndun, ég bíð bara eftir því,“ sagði Sig-
mundur Davíð.
Stjórnarmyndun ekki enn hafin
– En eru ekki hafnar þreifingar um stjórn-
armyndun, formlegar eða óformlegar?
„Nei, það hefur í rauninni ekki verið neitt
svigrúm til slíks frá því á kosninganótt. Ég
lagði mig aðeins en hef svo verið í viðtölum og
sjónvarpsútsendingum. Erlendir fjölmiðlar
virðast líka vera mjög áhugasamir um þessar
kosningar. Auðvitað hafa formennirnir hist í
sjónvarpi og við höfum mikið verið á sömu
stöðum og vinsamlegt á milli formannanna
allra. En við höfum ekki hafið stjórnarmynd-
unarviðræður,“ sagði Sigmundur Davíð. Með
hverjum vill hann helst vinna í ríkisstjórn?
„Við munum vinna með þeim sem treysta
sér til að fara í þessi verkefni með okkur sem
við teljum vera mjög brýn. Það þarf að leysa
þau, sama hvaða flokkar verða í ríkisstjórn.
Við teljum að það sé skynsamlegast að gera
það á þann hátt sem við höfum talað fyrir,“
sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði aðspurður
að Framsóknarflokkurinn mundi setja það
sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku að tekið
yrði á málefnum skuldsettra heimila. En hvað
með verðtryggingu og skattamál?
„Verðtryggingin tengist þessu og það að
breyta fjármálakerfinu á þann hátt að leiðrétt-
ing núna brenni ekki upp eða þurrkist út. Þetta
er allt í samhengi. Hvað skattamálin varðar þá
höfum við lagt áherslu á að einfalda skattkerfið
og innleiða aftur jákvæða hvata í staðinn fyrir
þá neikvæðu. Mér heyrist vera skilningur á því
víða að það sé þörf fyrir það,“ sagði Sigmundur
Davíð.
– Hvenær vilja framsóknarmenn taka
ákvörðun um aðildarviðræðurnar við Evrópu-
sambandið? „Ég hef verið opinn hvað dagsetn-
ingar varðar og hef ekki neglt niður neina dag-
setningu varðandi framhald málsins.“
Sigmundur Davíð sagði stór mál krefjast úr-
lausnar og því gætu stjórnarmyndunarvið-
ræður tekið einhvern tíma, þótt svo hann
þyrfti ekki að vera mjög langur. „Það er mik-
ilvægt að ný ríkisstjórn hafi skýra sýn á hvern-
ig leyst verður úr þeim stóru málum sem bíða.“
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Við gleðjumst yfir því að njóta mests stuðn-
ings kjósenda í landinu. Það er ekki annað
hægt og við erum þakklát fyrir það. Þetta eru
um margt mjög sérstakar aðstæður sem þess-
ar kosningar fara fram í, meðal annars vegna
fjölda framboða og fylgi flokka hefur verið á
milli ferð. Við náðum að rétta mjög verulega
úr kútnum á lokasprettinum og erum ánægð
með það,“ segir Bjarni Benediktsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, um útkomu flokksins
í alþingiskosningunum á laugardag.
Í þeim bætti flokkurinn við sig þremur pró-
sentum og jafnmörgum þingmönnum. Hann
er nú stærsti flokkurinn á þingi ásamt Fram-
sóknarflokknum með nítján þingmenn.
Að mati Bjarna er mikilvægasta markmiðið
nú að mynda sterka ríkisstjórn með skýra
efnahagsáætlun til að hefjast strax handa við
að bæta lífskjör og auka ráðstöfunartekjur
fólks. Eðlilegast sé að láta reyna á tveggja
flokka stjórn en það sé þó ekki sjálfgefið að
hægt sé að mynda slíka stjórn. Menn verði að
ná málefnalegri samstöðu til að það gangi.
„Aðalatriðið er að það verði lagt af stað
með skýra efnahagsáætlun sem leggur grunn
að stöðugleika og vexti. Ég ætla að leyfa mér
að vera bjartsýnn á að það verði hægt.“
Aðeins Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur hafa samanlagðan þingstyrk til þess
að mynda tveggja flokka stjórn. Bjarni segir
að sér finnist eðlilegt að flokkarnir ræði sam-
an. „Við erum ekki búin að setjast niður en ég
sé fyrir mér að við gerum það. Það verður
ekki í beinni útsendingu en það verður mjög
fljótlega,“ segir hann.
Vill ekki lofa tiltekinni fjárhæð
Bjarni segist ekki vilja nálgast viðræður við
aðra flokka með því hugarfari að setja ein-
hver ófrávíkjanleg skilyrði fyrir stjórn-
armyndun heldur muni flokkurinn leggja
áherslu á öll sín helstu stefnumál. Eðli máls-
ins samkvæmt þurfi menn svo að ná saman
jafnvel þó að þeir séu ekki sammála í öllum
aðalatriðum.
„Að grípa strax til aðgerða til að létta undir
með fólki finnst mér mikilvægast.“
Framsóknarflokkurinn hefur teflt fram
mjög ákveðinni stefnu í því að færa niður
verðtryggð lán um allt að 20% sem yrði fjár-
magnað með fé frá erlendum kröfuhöfum
föllnu bankanna. Sjálfstæðismenn hafa hins
vegar margir lýst efasemdum sínum um þá
leið. Því má spyrja hvort flokkarnir tveir geti
náð saman í þessum málaflokki, sem var eitt
helst kosningamálið að þessu sinni.
„Það er eitt af okkar helstu stefnumálum
að koma betur til móts við skuldsett heimili.
Við höfum lagt til að nýta skattaafslátt til að
aðstoða fólk við að lækka skuldir. Ég á eftir
að heyra nánar hvaða nálgun Framsókn-
arflokkurinn vill hafa. Hafi ég tekið rétt eftir
hafa þeir líka talað fyrir skattaafslætti.“
Bjarni segist þó ekki enn hafa áttað sig á til
fulls hvað það sé sem framsóknarmenn leggi
til í þessum efnum.
„Ég er ekki tilbúinn til þess að lofa tiltek-
inni fjárhæð og ráðstöfun hennar vegna af-
léttingar haftanna. Það verður hins vegar
enginn skortur á því að við munum gæta ýtr-
ustu hagsmuna Íslendinga vegna uppgjörs á
þrotabúunum og afnáms haftanna, sem er eitt
mikilvægasta og stærsta viðfangsefni næstu
ríkisstjórnar,“ segir Bjarni.
Ekki krafa um einstök ráðuneyti
Það er aukaatriði að dómi Bjarna hvernig
ráðherraembættum verður skipt á milli flokk-
anna í viðræðum um stjórnarmyndun í sam-
anburði við stefnu næstu ríkisstjórnar.
„Það vantar ekkert upp á það að ég er
tilbúinn að leiða næstu ríkisstjórn ef hægt
verður að koma málefnasamningi á. Það er
bara ótímabært að úttala sig um þetta.“
Þá vill Bjarni lítið tjá sig um formaður
hvors flokksins eigi að fá stjórnarmyndunar-
umboð. Hlutverk forsetans sé afar takmarkað
þegar tveir flokkar sem hafa yfirgnæfandi
meirihluta á þingi hafi vilja til að ná saman.
Stór mál bíða
nýrrar stjórnar
Lausn á málefnum skuldsettra heimila er skil-
yrði fyrir stjórnarþátttöku Framsóknarflokksins
Morgunblaðið/Kristinn
Stjórnmálaleiðtogar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, og Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, þykja líklegir til að starfa saman í næstu ríkisstjórn.
Tilbúinn að leiða
næstu ríkisstjórn
Á von á viðræðum við Framsókn á næstunni
Tafarlausar aðgerðir til að létta undir með fólki