Morgunblaðið - 29.04.2013, Side 10

Morgunblaðið - 29.04.2013, Side 10
Gæðastund Jenný og Hjörtur maður hennar skoða bók með ömmu- og afabarninu sínu, Hrefnu. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef bæði skrifað ogteiknað alla mína hundsog kattar tíð. Ég er víð-frægt skúffuskáld, en ég er að koma út úr skápnum með þetta allt saman núna. Ég fór á námskeið í skapandi skrifum hjá Þorvaldi heitn- um Þorsteinssyni fyrir fimm árum og hann gaf mér leyfi til að vera ég, að skrifa á minn máta. Ég fór á tvö námskeið hjá honum, það seinna var eina framhaldsnámskeiðið sem hann hélt. Á þessum námskeiðum kynnt- ist ég fjölmörgu góðu fólki og við er- um fimm konur sem höldum enn hópinn. Við köllum okkur Blekbytt- urnar og við hittumst mánaðarlega, lesum hver fyrir aðra og reynum að benda á hvað mætti betur fara í skrifunum, en það er illmögulegt þegar í hlut á einhver sem manni bæði þykir vænt um og ber virðingu fyrir. Við erum því orðnar ansi færar í að gagnrýna á uppbyggilegan og fallegan máta. Við höfum skrifað eft- ir orðum, setningum, litum og til- finningum og það hefur verið áskor- un í hverjum mánuði sem hefur gert okkur gott og fengið okkur til að takast á við söguformið og rísa hærra. Við höfum í raun verið í fimm ára námi hjá sjálfum okkur. En þetta hefur haldið okkur við efnið og við ætlum að gefa út bók núna í maí, sem inniheldur tuttugu og fimm smásögur eftir okkur,“ segir Jenný Kolsöe og bætir við að Silja Að- alsteinsdóttir og Hlín Agnarsdóttir hafi lesið yfir og gefið þeim góð ráð. Styrkir Regnbogabörn Smásögur Blekbyttanna eru fullorðinssögur en Jenný hefur mest skrifað fyrir börn og hún mynd- skreytti bókina Halla hrekkjusvín. „Fimm strákar í Verslunarskólanum stóðu að þeirri útgáfu og allur ágóði af sölunni rennur til styrktar Regn- bogasamtökunum. Einn þessara drengja er frændi minn, en mamma hans og litla systir sömdu saman söguna. Þessi litla systir hans, Eva Lynn, lést í bílslysi í ágúst 2011, en hún var afskaplega ljúf og vildi öll- um vel. Hún var hæg og feimin og hún vildi ekki að fólki liði illa, svo þær mæðgurnar fundu upp þá að- ferð að segja bara „sóóó“ ef einhver er að stríða manni. Og það virkar mjög vel, ég hef heyrt skemmtilegar sögur um það í leikskólum þar sem þetta hefur verið tekið fyrir.“ Bók á þremur tungumálum Jenný segir að eftir útkomu bókarinnar um Halla hrekkjusvín hafi hún farið á flug með teikningar. „Ég ætla að halda þessu áfram og ég er með þrjár barnabækur tilbúnar sem ég bæði skrifa og myndskreyti. Ég ætla að gefa þær út á rafrænu formi á vefsíðunni emma.is.“ Bæk- urnar heita Ljótapadda, sem ætluð er yngstu börnunum 1-4 ára, Kanka Ég er víðfrægt skúffuskáld Hún segir Þorvaldi heitnum Þorsteinssyni að þakka að hún kom út úr skápnum með skrif sín og teikningar. Jenný Kolsöe ætlar að gefa út þrjár barnabækur á net- inu sem hún hefur bæði skrifað og myndskreytt. Hún er með óbilandi víkinga- áhuga og á leiðinni er bók frá henni um landnámsbörn. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013 Íslenski alpaklúbburinn í samstarfi við Bíó Paradís, Íslenska fjallaleið- sögumenn og 66° Norður kynnir hina árlegu BANFF-fjallakvikmyndahátíð. Þann 1. og 2. maí verður hátíðin haldin í Bíó Paradís. Hægt er að kaupa miða á midi.is en til að fá betra verð á bæði kvöldin er mælt sterk- lega með því að mæta í miðasöluna á Hverfisgötu til að tryggja sér miða. Á hátíðinni verða sýndar klifur- myndir, skíðamyndir, hjólamyndir og kajakmyndir svo eitthvað sé nefnt. Mikil keyrsla og húmor hafa fylgt þessum sýningum í gegnum árin og má segja að í boði séu um 4 klukku- stundir af fjöri á hátíð sem sameinar iðkendur og aðdáendur jaðarsports á Íslandi. Nánar á bioparadis.is. Vefsíðan www.bioparadis.is Morgunblaðið/Ómar Kajakróður Margvíslegar kvikmyndir verða á hátíðinni, m.a. kajakmyndir. Fjörug fjallakvikmyndahátíð Á morgun, þriðjudag 30. apríl, verður spilaður djass út um allan heim að undirlagi UNESCO, menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta er eini alþjóðlegi dagur UNESCO sem tengist beint tónlist og var hann í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur á síð- asta ári, og í ár verður Ísland með svo um munar. Íslenska UNESCO-nefndin í samvinnu við ýmsa aðila er búin að setja upp tónleika og málþing í Hörpu og auk þess verða viðburðir út um all- an bæ og bein útsending á RÚV. Í hádeginu kl. 12-13 spilar á Jóm- frúnni Reykjavik Swing Syndicate, með þeim Hauki Gröndal á saxófón, Gunnari Hilmarssyni á gítar, Jóhanni Guðmundssyni á gítar og Gunnari Hrafnssyni á bassa. Á Café Rosenberg kl 20:30 fagnar Jazzhátíð Reykjavíkur hinum alþjóð- lega degi djassins með mikilli djass- veislu. Meðal þátttakenda verða Hilm- ar Jensson, Haukur Gröndal, Hans Andersson, Matthías Hemstock, Pétur Grétarsson, Óskar Guðjónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. Á Kex hosteli kl. 20:30 kemur Flosa- son/Lauritsen-kvartett fram á útgáfu- tónleikum undir nafninu Nightfall. Meðlimir eru Sigurður Flosason á saxófón, Kjeld Lauritsen á hammond- orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gít- ar og Erik Qvick á trommur. Ókeypis aðgangur er á alla atburði. Í Kaldalóni Hörpu kl. 17-18.30 verð- ur málþing og tónlist undir yfirskrift- inni: Hvað er djass? Þar munu flytja erindi Vernharður Linnet, djass- gagnrýnandi og formaður Jazzvakn- ingar, Tómas R. Einarsson, tónlistar- maður og sagnfræðingur, Sigurður Flosason, tónlistarmaður og yfirmað- ur djassdeildar Tónlistarskóla FÍH, Eg- ill B. Hreinsson, prófessor og tón- listarmaður, Lana Kolbrún Eddudóttir, dagskrárgerðarmaður á RÚV, og Pétur Grétarsson, tónlistarmaður og fram- kvæmdastjóri Jazzhátíðar Reykjavík- ur. Hljómsveit frá Tónlistarskóla FÍH flytur Gaukshreiðrið í Kaldalóni. Margt um að vera á Íslandi Alþjóðlegi djassdagurinn Morgunblaðið/Einar Falur Snillingur Sigurður Flosason spilar og flytur erindi á djasshátíðinni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Heildsöludreifing: Oddi Höfðabakka 7, S: 515 5000 m ag gi @ 12 og 3. is 21 .8 52 /0 1. 13 sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni Lífrænir maíspokar Pokarnir henta vel við flokkun á lífrænum eldhúsúrgangi sem fer til jarðgerðar. Þeir eru fram- leiddir úr maíssterkju og samlagast moltunni við jarðgerðina á nokkrum vikum. Þessir pokar eru allt öðru vísi en hefðbundnir plastpokar sem eyðast afar hægt og geta verið skaðlegir náttúrunni. Fást í öllum helstu verslunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.