Morgunblaðið - 29.04.2013, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.04.2013, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013 TF-GNA, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, var á laugardagskvöld flutt með flutningabifreið frá Kvískerj- um til Reykjavíkur og kom hún í flugskýli Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Þyrl- an TF-SYN flutti mannskap og búnað að Kvískerjum til að und- irbúa GNA fyrir flutninginn og gekk framkvæmdin í alla staði mjög vel, að því er fram kemur í frétt frá Gæslunni. Fyrir helgi stóð til að þyrlan yrði flutt á mánudag en þar sem spáð var stormi á sunnudag var ákveðið að klára verkið strax. Sérstakt hífingarbeisli þurfti til að flytja þyrluna á flutningapallinn og var það fengið að láni hjá Bristow- þyrlufyrirtækinu í Aberdeen. Ákveðið var að framlengja gæslu- flug TF-SIF sem farið var um suð- austur- og austurmið til að sækja búnaðinn og lenti SIF á Horna- fjarðarflugvelli um það leyti sem SYN kom austur. Hefði annars þurft að bíða eftir búnaðinum fram yfir helgi og var álitið að of mikil áhætta fælist í að bíða svo lengi. Flutningi þyrlunnar flýtt vegna veðurspár Ljósmynd/Landhelgisgæslan Á pallinn Þyrlan var hífð upp á flutningavagn með sérstökum búnaði sem fenginn var að láni. FÍLD, Félag Ís- lenskra listdans- ara, mun halda Alþjóðlega dans- daginn hátíðleg- an á Dansverk- stæðinu, heimili sjálfstæða dans- geirans mánu- daginn 29. apríl. Dans-æði mun hertaka Dans- verkstæðið við Skúlagötu með fjöl- breyttri dagskrá frá 10:00 – 16:00. Dans Æði er lifandi safn um dans fyrir börn á aldrinum 4-12 ára. Í safninu verður hægt að hitta dans- ara, vera dansari, sjá dans og jafn- vel skapa dans á veggjunum. Höf- undur og listrænn stjórnandi er Aude Busson. Milli 12:00 og 13:00 verður dans- partí í boði Choreography Reykja- vík. Plötusnúðurinn verður dans- höfundurinn, dansarinn, plötusnúðurinn og formaður FÍLD, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir. Dansæði í boði á al- þjóðlegum dansdegi Vegna bilunar TF-GNA hefur Landhelgisgæslan aðeins eina þyrlu tiltæka. Danska herskipið Triton kom til hafnar í Reykjavík á föstudag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar fóru um borð til viðræðna við skip- herra skipsins til að athuga hver staðan væri með Lynx-þyrlu sem er um borð og flogið er af flug- mönnum danska flughersins. Þar kom í ljós að þyrlan er klár til útkalls en til stóð að annar flug- manna hennar færi til Danmerkur á laugardagsmorgun. Skipherra Triton, Lars Jensen, féllst á að halda flugmanninum um borð í skipinu þar til að danska herskipið Vædderen kemur til Reykjavíkur en það var væntanlegt til hafnar kl. 23 í gærkvöldi. Þá mun þyrla Vædderen taka við viðbragðsstöðu af þyrlu Tritons. Fyrirhugað er að herskipið Vædderen verði í Reykja- vík fram á miðvikudag og mun Landhelgisgæslan njóta aðstoðar danska sjóhersins vegna viðbragðs þyrlna þangað til. Lynx-þyrlurnar hafa 150 sjómílna drægi og geta því komið til aðstoðar á haf út fyrir TF- SYN sem því nemur. Samstarf Landhgæslunnar og danska sjó- hersins byggist á áratuga góðri samvinnu sem meðal annars felst í samæfingum, starfsmannaskiptum og samstarfi við leit og björgun í Norður-Atlantshafi. Danskar þyrlur verða til taks ef Gæslan þarf Ljósmynd/Gassi Tekur eldsneyti Lynx-þyrlur danska sjó- hersins hafa 150 sjómílna drægi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.