Morgunblaðið - 29.04.2013, Síða 20
FRÉTTASKÝRING
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Á
Alþingi Íslendinga
munu 27 nýir þingmenn
taka sæti í kjölfar al-
þingiskosninganna á
laugardaginn var eða
sem nemur tæpum 43%. Munar þar
mest um tólf nýja þingmenn Fram-
sóknarflokksins og átta nýja þing-
menn Sjálfstæðisflokks. Samfylk-
ingin er eini flokkurinn þar sem
engin nýliðun varð í þingliðinu. Í
kosningunum 2009 náðu einnig 27 ný-
ir þingmenn kjöri. Af þeim náðu fjór-
tán endurkjöri nú. 65% núverandi
þingmanna hafa því verið kjörin í
kosningum sem haldnar voru eftir
bankahrunið 2008.
Steingrímur J. í sérflokki
Þegar rýnt er í þingreynslu ein-
stakra þingmanna sést að Stein-
grímur J. Sigfússon, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, er í algjörum sérflokki en
hann var fyrst kjörinn á þing í kosn-
ingunum árið 1983 og hefur því setið í
þrjátíu ár á þingi. Hann hefur átta
ára forskot sem aldursforseti þings-
ins á næstu tvo þingmenn en þeir
Einar K. Guðfinnsson og Össur
Skarphéðinsson voru báðir fyrst
kjörnir á þing árið 1991. Tveir af nú-
verandi þingmönnum voru ekki
fæddir þegar Steingrímur J. náði
fyrst kjöri og sá þriðji, Björt Ólafs-
dóttir hjá Bjartri framtíð, var nokk-
urra vikna gömul þegar kosning-
arnar 1983 fóru fram. Innan VG er
Ögmundur Jónasson sá sem hefur
setið næstlengst, en hann fór fyrst á
þing fyrir Alþýðubandalagið og
óháða árið 1995. Bjarkey Gunn-
arsdóttir kemur nú ný inn fyrir VG í
Norðausturkjördæmi en hún var
varaþingmaður á síðasta kjör-
tímabili.
Eini þingmaðurinn sem getur
sagst hafa verið á þingi á undan
Steingrími J. er Sigrún Magnús-
dóttir, þingmaður Framsóknar-
flokks, en hún tók tvisvar sæti sem
varaþingmaður Ólafs Jóhannessonar,
fyrst árið 1980 og svo árið 1982. Þó að
Sigrún hafi nú fyrst náð kjöri sem
þingmaður er óhætt að segja að hún
sé enginn nýgræðingur en hún sat í
borgarstjórn Reykjavíkur frá 1986 til
2002, fyrst fyrir Framsóknarflokkinn
og svo fyrir R-listann. Sigrún er ekki
eini nýliðinn sem tekur með sér
reynslu úr sveitarstjórn inn á þing,
því að Hanna Birna Kristjánsdóttir,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
hefur setið sem borgarfulltrúi frá
2002 og gegndi embætti borgarstjóra
frá 2008 til 2010, svo eitt dæmi sé
nefnt. Þá má einnig geta þess að tveir
af sex þingmönnum Bjartrar fram-
tíðar, þeir Óttarr Proppé og Páll Val-
ur Björnsson, tóku báðir sæti í sveit-
arstjórnum í kosningunum 2010.
Framsókn með mesta nýliðun
Þingflokkur framsóknarmanna er
áberandi yngstur þegar horft er til
starfsaldurs á þingi fyrir hefðbundnu
flokkana fjóra. Aldursforseti þeirra á
þingi er Höskuldur Þórhallsson,
þingmaður Norðausturkjördæmis,
en hann fór fyrst á þing í kosning-
unum 2007. Eygló Harðardóttir kem-
ur þar næst en hún tók sæti sem
varamaður Guðna Ágústssonar þeg-
ar hann sagði af sér þingmennsku
haustið 2008. Fimm þingmenn
flokksins bættust við í þingliðið 2009
en hinir tólf eru allir nýliðar á þingi.
Það má segja að í síðustu þrennum
kosningum hafi orðið mikil nýliðun á
þingi því að í kosningunum 2007 náðu
24 nýir þingmenn kjöri. Hins vegar
sitja einungis tíu þeirra enn á þingi,
þar af fimm í Sjálfstæðisflokknum.
Um 85% þingheims hafa því sest á
þing á síðustu sex árum.
Mikil endurnýjun
á þingi eftir hrunið
Morgunblaðið/Ómar
Setning Alþingis Í kosningunum á laugardag náðu 27 nýir þingmenn kjöri.
20
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kosn-ingaúrsliteru ekki
alltaf skýr. En ekki
þarf að kvarta yfir
því að þau séu
þokukennd núna. Eftir að hafa
haft forystu fyrir ríkisstjórn í
aðeins fjögur ár hrökklast Sam-
fylkingin frá völdum með hrak-
smánarlegum hætti. Vinstri
grænir skreppa mjög saman.
Þeir síðartöldu fengu 14 þing-
menn í kosningunum 2009, en
aðeins sjö þingmenn nú. Helm-
ingur þinghópsins er hrokkinn
fyrir borð. Sumir þoldu illa of-
ríki og sviksemi Steingríms J.
Sigfússonar og höfðu yfirgefið
þingflokkinn á kjörtímabilinu.
En samanburðurinn á milli
kosninganna tvennra stendur,
hvað sem því líður, og hann sýn-
ir að helmingur fylgisins er
horfinn.
Stjórnarflokkarnir sem byrj-
uðu kjörtímabilið með 34 þing-
menn hafa aðeins 16 þingmenn
nú! Það er næstum því svo að
orð eins og „afhroð“ nái ekki til
slíkra úrslita. Það er ekki nóg
með það að stjórnarandstaðan
sé orðin stærri en stjórnarliðið.
Það eitt hefði jú verið næg tíð-
indi. En þannig fór að hvor
stjórnarandstöðuflokkurinn um
sig hefur þrjá þingmenn um-
fram stjórnarflokkana sam-
anlagt! Það eru mikil ólík-
indaúrslit.
Árni Páll Árnason hafði ber-
sýnilega ekki áttað sig til fulls á
því hvað hafði gerst í kosning-
unum fyrsta sólarhringinn á eft-
ir og talaði í umræðuþáttum eins
og Samfylkingin væri ennþá
turn, þótt hann væri að vísu ekki
mikill á hæðina: „Flokkur getur
verið stór þótt hann hafi lítið
fylgi,“ sagði formaðurinn.
„Hann er stór ef hann hugsar
stórt.“
Það er eins og einhver úr
áfallahjálparteymi hafi reynt að
hugga hann með þessu. Á þenn-
an mælikvarða mælt er flokkur
Þorvaldar Gylfasonar vakt-
stjóra enn mjög stór, þrátt fyrir
uppgefin úrslit. Vaktstjórinn
talaði jafnan í nafni þjóðarinnar,
sem eins konar sjálfskipaður
umboðsmaður hennar, og hafði í
hótunum við alla þá sem ekki
færu að vilja þjóðarinnar, eins
og Þorvaldur einn túlkaði hann.
Árni Páll Árnason talar enn
um Samfylkinguna 12 prósent
sem einslags handhafa sálar
sérhvers vinstrimanns á Íslandi.
Hann lætur eins og engin kosn-
ing hafi farið fram um helgina,
en aldrei í sögunni hafði verið
lýst öðru eins frati á einn stjórn-
málaflokk og gert var þá.
„Mesta tap stjórnmálaflokks í
Vestur-Evrópu frá stríðs-
lokum,“ sagði fræðimaðurinn.
Árið 1991 var mynduð vel-
heppnuð Viðeyjarstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks.
Menn höfðu í upphafi nokkrar
áhyggjur af miklum stærðar-
mun stjórnarflokkanna tveggja,
því að Alþýðuflokk-
urinn hafði einungis
10 þingmenn. Sam-
starfið gekk þó
lengst af mjög vel
og býsna góður ár-
angur náðist. En þegar leið á
kjörtímabilið sprengdi Jóhanna
Sigurðardóttir sig út úr Alþýðu-
flokknum og myndaði Þjóðvaka
og réttlætti það m.a. með of
miklum áhuga Jóns Baldvins og
félaga á inngöngu í ESB! Þessi
klofningur varð með öðru til
þess að Alþýðuflokkurinn kom
laskaður frá kosningunum og
hafði ekki burði til áframhald-
andi stjórnarsetu.
Í framhaldinu hófust tilraunir
til sameiningar vinstrimanna í
eina hreyfingu og tókst að koma
Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi
og Kvennalista í hinn sameinaða
flokk. Þetta flokkabandalag fór
ekki illa af stað. Nú, aðeins hálf-
um öðrum áratug síðar, er Sam-
fylkingin sú orðin minni en Al-
þýðuflokkurinn einn var árið
1991, og þótti þá ekki stór. Sam-
fylkingin er nú aðeins með níu
þingmenn, jafnmarga og Al-
þýðubandalagið eitt hafði fyrir
sameiningu flokkanna þriggja í
breiðfylkinguna.
Þótt þingflokkur VG minnki
úr 14 þingmönnum í sjö má þó
benda á að fylgi hans er áþekkt
því sem það var að jafnaði þar til
„búsáhaldabyltingin“ skilaði
þeim illa fenginni fylgisaukn-
ingu. Lítill vafi er á að for-
mannsskipti á síðustu metr-
unum fyrir kosningar björguðu
því sem mátti fyrir VG.
Það fælist mikil ögrun í því, ef
hinum stórlöskuðu stjórnar-
flokkum yrði ætlað sæti við rík-
isstjórnarborð núna. Það væri
einnig áfall fyrir stjórnar-
andstöðuflokkana tvo ef þeir
svöruðu ekki kalli kosninganna
fljótt og af festu. Úrslitin verða
ekki án útúrsnúnings túlkuð
nema á einn veg.
Ekki er líklegt að forystu-
menn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks muni gera ein-
falt mál flókið. Í umræðunni er
mjög mænt til forystusætisins í
hugsanlegri ríkisstjórn þessara
tveggja flokka. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur náð því að
verða á ný stærsti flokkur þjóð-
arinnar þegar horft er til at-
kvæða. Framsóknarflokkurinn
fékk glimrandi góða kosningu.
Þingflokkar beggja eru jafn-
stórir. Báðir formennirnir hafa
alla burði til að valda embætti
forsætisráðherra.
Ef góð sátt, byggð á gagn-
kvæmri tillitssemi við stefnu
flokkanna, næst um öflugan
málefnagrundvöll er engin
ástæða til að ætla að annað
kæmi í veg fyrir stjórn í sam-
ræmi við niðurstöðu kosning-
anna. Ef forsætisráðherrastóll
stendur út af, eftir að málefna-
grundvöllur er kominn, og finn-
ist ekki betri aðferð mætti þess
vegna „henda upp á það“ hvor
fengi sætið við enda borðsins.
Það gefur aldrei
góða raun að gera
einföld mál flókin}
Afgerandi úrslit
K
osningaúrslitin liggja fyrir og
ljóst er að kjósendur hafa hafn-
að þeirri vinstripólitík sem frá-
farandi ríkisstjórn hefur lagt
áherzlu á undanfarin ár sem
hefur ekki sízt einkennzt af gegndarlausum
skattahækkunum og aðgerðum sem grafið
hafa undan atvinnulífinu og þannig hægt veru-
lega á endurreisn landsins. En það er ljóst að
kjósendur hafa hafnað fleiru og þar á meðal
því stefnumáli Samfylkingarinnar að halda
áfram umsókninni um inngöngu í Evrópusam-
bandið en flokkurinn lagði sem kunnugt er
höfuðáherzlu á það mál í kosningabaráttunni.
Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll
Árnason, ítrekaði allt fram á kjördag að eina
leiðin til þess að hægt yrði að halda umsókn-
inni um inngöngu til streitu væri að flokkur
hans fengi nógu góða kosningu. Hann var þannig nánast
einn um það að minnast á Evrópumálin í leiðtogaumræð-
unni í Ríkissjónvarpinu síðastliðið föstudagskvöld.
Nokkuð sem hann gerði við hvert tækifæri. Það breytti
þó ekki því að Samfylkingin varð fyrir mesta fylgistapi í
sögu íslenzkra stjórnmála.
Þessi áherzla á Evrópusambandið hefur vafalítið skað-
að flokkinn mikið í kosningabaráttunni enda augljóslega
ekki kosningamál og ekki það sem kjósendur voru með
hugann við. Samfylkingunni til varnar má þó segja að
hún hafi verið sjálfri sér samkvæm með þessari fram-
göngu. Flokkurinn lagði jú áherzlu á inngöngu í Evrópu-
sambandið fyrir þingkosningarnar 2009 og
hefur gert það allt kjörtímabilið. En mikill
meirihluti þjóðarinnar vill hins vegar ekki í
sambandið eins og allar skoðanakannanir
undanfarin nær fjögur ár hafa borið með sér.
Skoðanakannanir um það hvort halda eigi
umsóknarferlinu áfram hafa í bezta falli verið
misvísandi og andstæðingar inngöngu í Evr-
ópusambandið sem vilja ljúka viðræðunum
vilja væntanlega aðeins fá samning á borðið
til þess að hafna honum.
Við þær aðstæður er vitanlega tilgangs-
laust að halda áfram og hreinlegast að hætta
umsóknarferlinu eins og bæði Sjálfstæð-
isflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa á
stefnuskrá sinni en almennt er talið líklegast
að þessir tveir flokkar myndi næstu rík-
isstjórn svo framarlega sem samkomulag ná-
ist á milli þeirra. Aðrir mögulegir kostir bjóða upp á rík-
isstjórnarsamstarf þriggja flokka sem verður að teljast
mun lakari niðurstaða.
En það má nefna fleira til sögunnar sem hafnað var í
nýafstöðnum kosningum. Flokkar sem lögðu meg-
ináherzlu á nýja stjórnarskrá byggða á drögum stjórn-
lagaráðs riðu ekki feitum hesti frá þeim þrátt fyrir að
hafa gjarnan talið sig hafa umboð til þess að tjá sig fyrir
hönd þjóðarinnar. Það er hins vegar ekki að sjá að þjóðin
sé þeim sammála en úrslit kosninganna verða vart túlkuð
öðruvísi en svo að þessum sjálfskipuðu talsmönnum hafi
verið sagt upp störfum. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
„Fulltrúar þjóðarinnar“ reknir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Þegar horft er yfir þá þing-
menn sem mynda þingflokka
Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks er eftirtektarvert
að einungis sjálfstæðismenn-
irnir, Einar K. Guðfinnsson og
Guðlaugur Þór Þórðarson, hafa
reynslu af ráðherradómi. Báðir
sátu þeir í öðru ráðuneyti
Geirs H. Haarde, ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Samfylk-
ingar, Einar sem sjávarútvegs-
ráðherra og Guðlaugur Þór
sem heilbrigðisráðherra. Í frá-
farandi stjórnarflokkum hafa
tíu af sextán gegnt ráðherra-
embætti.
Einungis
tveir af 38
RÁÐHERRAREYNSLA
Einar Kristinn
Guðfinnsson
Guðlaugur Þór
Þórðarson