Morgunblaðið - 29.04.2013, Side 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is
Varahlutir í bíla
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Dreymir þig nýtt eldhús!
Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús
og allar innréttingar sem hugurinn girnist.
Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði
alla leið inn á þitt heimili.
Seint á síðasta ári
var auglýst staða rekt-
ors við Listaháskóla
Íslands. Hjálmar H.
Ragnarsson hafði fyrr
um haustið gefið út yf-
irlýsingu um að hann
hygðist láta af störf-
um við lok þess skóla-
árs sem þá fór í hönd.
Hjálmar hafði þá stýrt
skólanum frá stofnun
árið 1999 og unnið gott uppbygg-
ingarstarf, svo sem skólinn ber
með sér.
Í auglýsingu um stöðuna kom
m.a. þetta fram um hæfniskröfur til
rektors:
Meistara- eða doktorspróf í list-
um og/eða listtengdum greinum.
Yfirgripsmikil reynsla af list-
sköpun og/eða akademísku starfi
getur verið metin jafngild ofan-
greindum menntunarkröfum.
Umtalsverð reynsla af starfi í
listsköpun og/eða af akademísku
starfi ásamt stjórnunarreynslu.
Leiðtogahæfni, innsæi og lipurð í
samskiptum.
Þá kemur einnig fram í auglýs-
ingunni að skólinn starfi skv. lögum
um háskóla. Í lögunum sem eru frá
2006 og með viðbót frá 2012 stend-
ur m.a. þetta í 15. grein: Rektor
skal uppfylla kröfur 1. mgr. 18. gr.
sem háskólakennari á einu eða
fleiri viðurkenndum fræðasviðum
viðkomandi háskóla. Í 18. greininni
má svo lesa þetta: Háskólar skulu
setja á fót dómnefnd til að meta
hæfi prófessora, dósenta, lektora
og sérfræðinga. Þeir skulu jafn-
framt hafa sýnt þann árangur í
starfi að þeir njóti viðurkenningar
á viðkomandi sérsviði.
Umsóknarfrestur um stöðuna
rann út snemma í janúar á þessu
ári og nokkru eftir jafndægur var
tilkynnt hver yrði næsti rektor
skólans, en í millitíðinni hafði hinn
kaþólski heimur misst sinn páfa og
kosið sér nýjan á nokkrum dögum.
Fríða Björk Ingvarsdóttir varð fyr-
ir valinu úr 15 manna umsækj-
endahópi. Í fréttatilkynningu frá
stjórn skólans er Fríða Björk
kynnt svona: Fríða Björk er með
MA gráðu frá University of East
Anglia í Norwich, í 19. og 20. aldar
skáldsagnagerð en námið var sam-
tvinnað deild skólans í ritlist.
Veigamikill þáttur í náminu var
menningarfræðileg greining á
skapandi listum og samhengi þeirra
við umhverfið. Fríða Björk er með
BA gráðu frá Háskóla Íslands í al-
mennri bókmenntafræði og stund-
aði einnig nám til BA prófs í
Centre Universitaire de Lux-
embourg.
Þá er nokkuð fjallað um störf
hennar sem bókmennta- og menn-
ingarrýnir, rithöf-
undur, blaðamaður og
þýðandi og greint frá
störfum hennar við
RÚV og þá eru tíund-
uð nefndarstörf.
Áður en lengra er
haldið er líklega best
að geta þess að ég er
ágætlega kunnugur
skólanum. Ég sat í
stjórn hans í um tíu ár
og mótaði meðal ann-
ars helstu reglur hans
um akademíska starfs-
hætti, val á starfsmönnum og dóm-
nefndarstörf og fleira sem að þann-
ig málum snýr. Einnig ber mér að
geta þess að ég þekki Fríðu Björk
ágætlega og hef átt við hana sam-
starf og kunningsskap í fjölda ára.
Þegar ég settist í stjórn LHÍ ár-
ið 1998, fyrst sem undirbúnings-
stjórn og síðar sem formlega stjórn
skólans, var það eitt af fyrstu verk-
um stjórnarinnar að fella hann að
gildandi háskólareglum, móta sjálf-
stæði hans innan þeirra og semja
honum starfsmannastefnu. Í sem
allra stystu máli var það álit stjórn-
armanna að afar mikilvægt væri að
í stöðu rektors veldist listamaður
með afgerandi vægi á sínu sviði og
hefði styrk til að berjast á opinber-
um vettvangi fyrir framgangi mála.
Bæði skilyrðin náðust með ráðn-
ingu Hjálmars og um það þarf ekki
að fjölyrða frekar. Sama regla hef-
ur verið notuð við ráðningu í allar
helstu stjórnunarstöður við skól-
ann, enda stendur hann faglega vel
á sínum sviðum.
Með ráðningu Fríðu Bjarkar hef-
ur verið farið af þessari leið. Fríða
er menntaður bókmenntafræðingur
og hefur starfað á því sviði með eft-
irtektarverðum hætti. Hún hefur
markað sér stöðu sem gagnrýnandi
og blaðamaður, en aldrei unnið á
fræðasviðum skólans. Hún væri
þ.a.l. ekki gjaldgeng sem kennari
eða prófessor við skólann og við
það geri ég alvarlegar athugasemd-
ir. Og ef rýnt er í lagabókstafinn
hér að ofan má vel spyrja hvort
farið hafi verið að lögum með þess-
um gerningi. Ný stjórn hefur ekki
aðeins vikið af þeirri leið að ráða
listamann í stöðu rektors, heldur
hefur hún einnig slegið af akadem-
ískum kröfum. Fagleg dómnefnd
getur ekki komist að þeirri nið-
urstöðu að mastersgráða í bók-
menntum sé skólanum samboðin og
hærra metin en sambærileg gráða í
listum og listrænn ferill þar á ofan.
Það sem vekur sérstaka athygli
mína í auglýsingunni um rekt-
orsstarfið er þetta og/eða sem
hnýtt er aftan við listrænar kröfur
til væntanlegs rektors. Þar eru list-
tengdar greinar og önnur almenn
akademísk störf og reynsla metin
til jafns við yfirgripsmikla og um-
talsverða reynslu af listsköpun. Það
er engu líkara en strax þarna hafi
verið ákveðið að listamaður ætti
ekki að leiða listrænt starf við skól-
ann. Og að teknu tilliti til þessarar
viðbótar, þá spyr ég hvort Fríða
Björk hafi nauðsynlega reynslu af
akademísku starfi. Í ítarlegri kynn-
ingu á henni á heimasíðu LHÍ er
hvergi getið um önnur akademísk
störf en almenna háskólakennslu
víð HÍ.
Ég sat einn kynningarfund með
stjórnarmönnum LHÍ um auglýs-
ingu á rektorsstarfinu, en á honum
var stjórn LHÍ að kynna sér sjón-
armið stjórnarmanna í Félagi um
LHÍ. Á þeim fundi lagði ég þunga
áherslu á að ráðinn yrði listamaður
með áðurnefnda hæfileika. Kolbrún
Halldórsdóttir, formaður stjórnar
LHÍ, gerði á þeim fundi ekki grein
fyrir stefnubreytingu hjá stjórn
skólans. Ég hinsvegar trúði því og
treysti að manneskja í hennar
stöðu, og forseti BÍL í ofanálag,
hefði þetta sjónarmið líka og berð-
ist fyrir því að listamenn gegndu
svona stöðum. Á fundinum kynnti
ég líka hugmynd mína um opnara
ráðningarferli sem ég taldi að væri
mikilvægt fyrir umsækjendurna,
starfsmenn skólans og ekki síður
nemendur og almenna umræðu um
málefni skólans. Ekkert þessara at-
riða var haft til hliðsjónar í þessu
ferli.
Mér er ekki kunnugt um hvernig
þessi niðurstaða var fengin, en mér
er hinsvegar kunnugt um að meðal
umsækjenda voru vel hæfir lista-
menn sem þekkja innviði skólans
mjög vel og hafa gegnt þar ábyrgð-
arstöðum og eflaust aðrir sem
starfað hafa utan skólans. Nú er
það auðvitað svo að starfsmenn við
skólann eiga engan rétt til að vera
ráðnir sem rektor skólans, en þeir
hafa a.m.k. verið metnir hæfir til að
kenna þar eða gegna öðrum stjórn-
unarstöðum og ættu þar af leiðandi
að vera gjaldgengir kandídatar.
Þeirra listræni ferill, menntun og
hugmyndir um starfsemi skólans
hafa verið vegin og metin í sam-
bærilegu umsóknarferli og hér um
ræðir.
Það eru mér mikil vonbrigði að
skólinn hafi ekki listamann í
fremstu fylkingu. Listaháskóli
verður að hafa sterka listræna sýn
og hana verður listamaður að leiða.
Ég óska Fríðu Björk velfarnaðar
í starfi og vil taka fram að þessi
skrif eru ekki henni til höfuðs. Það
er hinsvegar von mín að stjórn
skólans taki mark á þessum skrif-
um og svari því sem að ráðningunni
snýr og efni til umræðu um málefni
skólans, ekki síst þá hlið sem hér
var gerð að umtalsefni – og/eða fari
yfir málið með lögfræðina að leið-
arljósi, þó það sé að jafnaði öllu
leiðinlegri umræða en sú listræna.
og/eða um ráðningu rektors
við Listaháskóla Íslands
Eftir Kristin E.
Hrafnsson »Ný stjórn hefur
ekki aðeins vikið
af þeirri leið að ráða
listamann í stöðu
rektors, heldur hefur
hún einnig slegið af
akademískum kröfum.
Kristinn E. Hrafnsson
Höfundur er myndlistarmaður
og fyrrverandi stjórnarmaður
í Listaháskóla Íslands.