Morgunblaðið - 29.04.2013, Page 24

Morgunblaðið - 29.04.2013, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013 HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUMHÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! LifunHeimili og hönnun Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 10. maí Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir heimilin. Skoðuð verða húsgögn í stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar bæði í eldhús og bað. SÉRBLAÐ Heimili & hönnun –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16mánudaginn 6. maí. Það er um hálf öld liðin síðan hún Stína, þá ung sveitastúlka frá Vestfjörðum, fór í sína fyrstu borg- arferð. Sagan væri vart í frásögur fær- andi nema fyrir það að í þessari borg- arferð fór hún á dans- leik og hitti hann Stjána, ungan borg- arpilt. Eins og í öllum góðum æv- intýrum litu þau hvort annað hýru auga, felldu hugi saman og fóru að skipuleggja framtíðina. Þau sátu tímunum saman og létu sig dreyma um að kaupa hús, flytja saman og eignast börn og lifa hamingjusöm alla sína ævi- daga … „Happy ending“! Stína og Stjáni létu drauminn rætast, keyptu hús, fluttu saman, eignuðust börn og … Já, kannski er það hér sem sag- an byrjar? Stína, sem var alin upp í sveit, fékk uppeldi í samræmi við það. Ákveðnar reglur voru um hvað mátti og mátti ekki í sveit- inni og gildi hennar mótuðust af reglum foreldranna og því um- hverfi sem hún bjó í. Þegar hún nú eignast sín eigin börn og komið er að henni að ala þau upp í góð- um siðum og guðstrú hefur hún eigin gildi að leiðarljósi. Þar sem maður hennar, hann Stjáni, er alinn upp í borginni og hjá öðrum foreldrum þar sem aðr- ar reglur og gildi eru ráðandi kemur hann inn með aðrar hug- myndir um barnauppeldi. Vegna þess að Stína og Stjáni eru skynsamir einstaklingar finna þau lausn og gera málamiðlun. Þau setjast niður, og ræða saman um það sem er mikilvægt fyrir þau hvort fyrir sig og hvernig þau geta sameinað þessi ólíku gildi sem þau koma með inn í sam- bandið. Vegna þess að þau bera virðingu fyrir ólíkum uppruna gildanna tekst þeim að sameina það sem er mikilvæg- ast og gera það að nýjum gildum sem þau í sameiningu fylgja í uppeldi barna sinna. Börn þeirra komast þannig til manns með eitt sett af nýjum gildum, þeg- ar þau flytja að heim- an. Stína og Stjáni eru nú komin að nýj- um kafla í lífi sínu! Dag einn þegar þau, nú miðaldra, sitja tvö ein við mat- arborðið uppgötva þau að vinnan, börnin og barnauppeldi hafa tekið allan hug þeirra og tíma síðustu árin. Þau vita ekki lengur hvað þau eiga að tala um, þau horfa hvort á annað og velta fyrir sér hver þessi manneskja er sem situr þarna við hinn enda borðsins, hver það er sem liggur í hinum helm- ingi rúmsins! Stína og Stjáni eru enn skyn- samar manneskjur og komast að því að þau eiga hugsanlega eftir 30 eða jafnvel 50 ár saman. Þau horfa hvort á annað og finna út að nú sé tími til kominn að kanna verðgildin á ný, hvað er mikilvægt og hvert þau vilja stefna. Þau byrja að vinna í gildunum sínum, endurskoða og raða upp á nýtt. Leggja drög að nýrri stefnu- mótun þar sem áhersla er nú lögð á þau tvö, líf þeirra og langanir … og vinna í að gera gott samband enn betra og „að ganga í takt“. Verðgildi og sannfæringar hvetja okkur til að gera eða gera ekki á hvaða sviði lífsins sem er. Á þessu þrepi skapast einnig ágrein- ingur og ósætti, því þegar verð- gildum okkar er ógnað förum við í varnarstöðu, verjum þau og berj- umst fyrir því að aðrir skilji sýn okkar á heiminn, sem byggist á sannfæringum okkar og gildum. Þegar ósætti eða ágreiningur kemur upp í samböndum getum við verið nokkuð viss um að það eru verðgildi okkar sem verða fyr- ir ógnun eða væntingar okkar ekki uppfylltar. Það er því góð regla að gefa sér tíma fyrir sambandið og endur- skoða verðgildin og það sem er mikilvægt fyrir mig, fyrir þig og fyrir okkur.  Hvenær tókuð þið síðast til í verðgildunum ykkar?  Hvaða merkingu hafa gildin; öryggi, samstarf, frelsi, ást, kynlíf, vinur?  Ert þú viss um að þið leggið sömu merkingu í þessi orð?  Hvað er gott samband fyrir þig? Líklega lætur þú fagmenn skoða og gera við bílinn þinn, en hver sér um viðhald sambandsins? Hver sér um viðhald og viðgerðir á samskiptum þínum? Er ekki undarlegt að við oft á tíðum gleymum að viðhalda og endurskoða það sem virkilega skiptir máli í lífi okkar, okkar eig- in gildi. Bíllinn, tölvan og húsið … þessu viðhöldum við, því við vitum að ella bila þessir hlutir og verða ónothæfir á endanum. Hversu margir eru það ekki á ári hverju sem „bila“, veikjast og eru „útbrenndir“, falla brott af vinnumarkaði eða slíta samvistir vegna þess að þeir gleyma að halda sjálfum sér við, skoða gildi sín og það sem virkilega skiptir máli í lífinu og gefur vinnulífs- gleði. Kannski er kominn tími á að uppfæra fullkomnustu tölvu í heimi – heilann? Lætur þú skoða bílinn reglu- lega … og hjónabandið þitt? Eftir Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur » Líklega lætur þú fagmenn skoða og gera við bílinn þinn, en hver sér um viðhald á hjónaband- inu eða viðhald og viðgerðir á sam- skiptum þínum? Hrefna Birgitta Bjarnadóttir Höfundur er NLP-kennari, HR-coach, mannauðs- og starfsþróunarþjálfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.