Morgunblaðið - 29.04.2013, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013
✝ FinnbogiHaukur Sig-
urjónsson málari
fæddist á Krums-
hólum í Borg-
arhreppi í Mýra-
sýslu, 6. október
1922. Hann lést í
Reykjavík 16. apríl
2013.
Foreldrar hans
voru Sigurjón
Kristjánsson, bú-
fræðingur og bóndi, f. 25.8.
1878, d. 5.6. 1951, og kona
hans Lára Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. 2.8. 1876, d. 9.3.
1946. Systkini Finnboga Hauks,
sammæðra, eru, Steinþór Sig-
tryggur Guðmannsson, f. 10.3.
1903, d. 22.3. 1954, og Kristján
Guðmannsson, f. 11.8. 1905, d.
24.12. 1908. Alsystkini Finn-
boga Hauks eru, Sigurbjörn, f.
7.4. 1909, d. 20.5. 1964, Guð-
mundur Friðrik, f. 18.5. 1911,
d. 16.2. 1928, Kristján, f. 24.9.
1913, d. 11.5. 1975, og Guðlaug,
f. 12.4. 1918, d. 31.5. 2007.
Finnbogi Haukur giftist hinn
6.10. 1951 Sigríði Ingimund-
ardóttur, verkakonu og hús-
dulson, f. 16.5. 2008. 3) Lárus,
f. 27.9. 1959, maki Hulda Rós
Rúriksdóttir, f. 2.3. 1964, synir
þeirra eru, a) Lárus Sindri, f.
28.2. 1992 og b) Arnar Heimir,
f. 26.3. 1994.
Uppeldisdóttir Finnboga
Hauks og dóttir Sigríðar er 4)
Bára, f. 26.2. 1948, eiginmaður
hennar er Reynir Eggertsson,
f. 28.2. 1951, dóttir þeirra er a)
Sigríður Þóra, f. 2.7. 1975.
Finnbogi Haukur hóf nám í
málaraiðn í Reykjavík 1944,
lauk sveinsprófi 1948 og fékk
meistarabréf í greininni 1951.
Hann fór einnig í framhalds-
nám í einn vetur við Det Tekn-
iske Selskabs Skole í Kaup-
mannahöfn. Framan af
starfsævinni vann hann mikið
við skiltagerð og málun skreyt-
inga, en starfaði alla tíð við
húsamálun, ýmist hjá öðrum
eða á eigin vegum og síðustu
starfsárin vann hann sem mál-
ari hjá Ríkisspítölunum. Hann
hafði mikinn áhuga á fé-
lagsmálum. Starfaði mikið inn-
an Málarafélags Reykjavíkur,
vann að hagsmunamálum íbúa í
Selás- og Árbæjarhverfum auk
þess að vera virkur þátttakandi
í starfi vinstrihreyfinga, eink-
um framan af ævi.
Finnbogi Haukur verður
jarðsunginn frá Seljakirkju í
Reykjavík í dag, 29. apríl 2013,
og hefst athöfnin kl. 15.
móður, f. 5.10.
1923, d. 14.2. 2008.
Synir þeirra eru:
1) Bragi, f. 18.8.
1952, maki Guðný
Stefanía Guðgeirs-
dóttir, f. 30.8.
1952, dætur þeirra
eru a) Halldóra, f.
8.3. 1978, börn
hennar og Halls
Jónassonar, f. 24.5.
1978, eru Embla
Líf, f. 21.2. 2001, og Viktor
Adam, f. 20.7. 2004, b) Sigrún,
f. 7.8. 1981, sambýlismaður
Kristinn Már Magnússon, f.
30.4. 1982, börn þeirra eru Re-
bekka Lind, f. 27.11. 2007, og
Brynjar Már, f. 23.10. 2010. 2)
Birgir, f. 2.10. 1954, maki Mar-
grét Ásgeirsdóttir, f. 15.6.
1956, synir þeirra eru a) Ás-
geir Rafn, f. 25.2. 1981, b)
Finnbogi Haukur, f. 26.5. 1986,
dóttir Margrétar og uppeld-
isdóttir Birgis er, c) Björg Rós
Guðjónsdóttir, f. 1.5. 1976,
maki Abdul Rastagar, f. 9.1.
1976, synir þeirra eru Isaac
Rastagar Abdulson, f. 5.5.
2006, og Aaron Rastagar Ab-
Nú þegar hann pabbi hefur
lokið sinni lífsgöngu vil ég
kveðja með nokkrum orðum.
Pabbi og mamma hófu sinn
búskap árið 1951. Árið 1954
fluttu þau í Selásinn, byggð sem
var að þróast úr sveit í úthverfi
borgar. Á þeim tíma var hús-
næðisskortur í Reykjavík. Í
sumarbústöðum í Selási og Ár-
bæjarblettum bjó fólk allt árið,
auk þess sem byggð voru ný
hús. Erfiðlega gekk að fá
Reykjavíkurborg til að sinna
grunnþjónustu fyrir hverfin.
Íbúarnir stofnuðu „Framfara-
félag Seláss og Árbæjarbletta“,
til að berjast fyrir vatnsveitu,
strætisvagnaferðum, síma og
skóla fyrir hverfin. Pabbi var
einn af forystumönnum í þeirri
baráttu. Í Selási 13 vorum við
systkinin alin upp í frelsi dreif-
býlisins til ársins 1972. Þá flutt-
um við á Ránargötu 30, í gamalt
steinhús sem þarfnaðist mikilla
lagfæringa. Á fáum árum var
húsið lagfært og lóðinni breytt
úr órækt í fallegan garð. Árið
1995 fluttu pabbi og mamma í
Árskóga 8. Vegna veikinda
mömmu auðnaðist þeim ekki að
búa þar saman nema örfá ár.
Mamma lést í Seljahlíð 14. febr-
úar 2008.
Pabbi starfaði allan sinn
starfsaldur sem málari. Hann
var virkur í félagsstarfi fyrir
Málarafélagið í mörg ár. Hann
hafði mikinn metnað fyrir sínu
fagi og lagði sig alltaf fram um
að skila góðu verki. Þannig vildi
hann líka sjá aðra vinna og ól
börn sín upp með það að leið-
arljósi.
Í Selásnum voru ræktaðar
kartöflur og ýmislegt annað
grænmeti. Eftir að við fluttumst
á Ránargötuna var fengið garð-
land á Korpúlfsstöðum sem fjöl-
skyldan hafði í nokkur ár. Þá
höfðu nokkur barnabörn bæst í
fjölskylduna. Við minnumst fjöl-
skylduboðanna á Ránargötunni,
á jólum, 17. júní o.fl., ekki má
gleyma sláturgerðinni. Það var
alltaf tilhlökkunarefni, sérstak-
lega hjá barnabörnunum, að
hittast hjá ömmu og afa á Rán-
argötunni.
Pabbi hafði mikið yndi af
hestum, átti hesthús í Víðidal í
ríflega 20 ár. Hluti barnanna og
afabarnanna höfðu þetta sama
áhugamál og áttu margar
ánægjustundir með honum í
hestamennskunni.
Heilsan fór smám saman
versnandi hjá pabba síðustu ár-
in. Þá fékk hann heimaþjónustu
sem var aukin eftir því sem þörf-
in krafði. Haustið 2011 fluttist
hann á Hjúkrunarheimilið Eir.
Pabbi barðist í sínum veik-
indum af sömu seiglu og hann
hafði gert í gegnum alla lífsbar-
áttuna. Sem dæmi um baráttu-
viljann má nefna að á Eir var
hann settur í herbergi með öðr-
um manni. Þeir áttu ekki vel
saman. Lítið virtist hlustað á
umkvartanir hans, synirnir voru
margbúnir að óska eftir úrbót-
um. Það endaði með því að gamli
maðurinn greip til sinna ráða,
pantaði leigubíl með sína blindu,
parkinson og göngugrind og fór
heim í Árskóga. Daginn eftir
fékk hann sig fluttan í skárra
pláss.
Það var ekki hans stíll að
biðja um hjálp við það sem hann
gat mögulega gert sjálfur. En
hann var þakklátur öllum þeim
sem hjálpuðu honum, í heima-
hlynningu og á hjúkrunarheim-
ilinu Eir. Þar vinnur fólk oft erf-
ið störf undir miklu álagi. Ég vil
þakka öllu því góða fólki sér-
staklega fyrir umönnunina.
Ég kveð með söknuði kæran
föður og trúi að nú taki við betri
tímar hjá honum.
Bragi Finnbogason.
„Drottinn, vertu oss nálægur á þessari
alvörustundu og öllum ævistundum
vorum. Láttu ylgeisla föðurelsku þinn-
ar streyma inn í sálir vorar, svo að
aldrei geti læðst þangað inn efi um
það að þú ert sá eini sem aldrei getur
brugðist oss.
Algóði faðir, opnaðu augu vor, svo að
við sjáum að það er almættishönd þín
sem ávallt leiðir oss og einnig þá er
oss virðist að erfiðleikar lífsins ætli að
verða ofurefli vorum veiku kröftum.
Vér þökkum þér góði Guð fyrir ævi-
starf hins framliðna manns sem nú
hefur fengið hvíld eftir langa lífsbar-
áttu. Sérstaklega þökkum við allt það
góða sem hann vann fyrir vandamenn
sína, þökkum öll hans þróttmiklu
handtök í báráttunni fyrir lífi þeirra
meðan þeir vour ósjálfbjarga og höfðu
enga eða litla hugmynd um hvað fyrir
þá var gert.
Láttu sál hins framliðna finna sælan
frið á æðri sviðum tilverunnar og
vertu honum og oss öllum miskunn-
samur faðir, í Jesú nafni – Amen.“
Þessa bæn samdi föðurafi
minn Sigurjón Kristjánsson og
fór með við kistulagningu föður
síns. Ég læt hana fylgja í kveðju
til föður míns sem ég minnist
með kærleika og þakklæti.
Birgir Finnbogason.
Í dag er tengdafaðir minn,
Finnbogi Haukur Sigurjónsson,
borinn til grafar. Hann var að
mörgu leyti mjög einstakur mað-
ur.
Haukur kom til Reykjavíkur
ungur maður. Hann lærði mál-
araiðn hér og fór svo til Dan-
merkur til að læra skiltamálun
og vann við það á meðan það
tíðkaðist að mála skilti en vann
síðar sem húsamálari. Haukur
var mikill nákvæmismaður í sínu
fagi og eftir hann liggur ótrúlega
fallegt handbragð í skrautmálun
kistla og húsgagna.
Haukur var róttækur á sínum
yngri árum. Hann eltist ekki við
það lífsgæðakapphlaup sem
flestir Íslendingar gerðu. Þegar
hann keypti fyrsta bílinn fyrir
fjölskylduna voru börn hans orð-
in fullorðin. Hann keypti bíla frá
austantjaldslöndunum á meðan
það var hægt, allt þar til hann
neyddist til að kaupa bílana sína
frá öðrum löndum því að ekki
fengust lengur slíkir bílar. Á
meðan hann gat keyrt hafði
hann mikla ánægju af því að
keyra upp í Borgarfjörð á sínar
heimaslóðir og heimsækja vini
sína þar.
Haukur átti ávallt sín áhuga-
mál. Þau sneru að bókum og
hestum en hvorttveggja gaf hon-
um mikið.
Haukur hafði miklar skoðanir
á öllu. Á meðan hann hafði fulla
heilsu kom það ósjaldan fyrir að
hann ryki upp yfir umræðuefn-
um sem voru til umfjöllunar við
kaffiborð hjá þeim hjónum þegar
þau bjuggu á Ránargötu 30.
Hann var ekki maður sem hægt
var að tala til og fá á sína skoð-
un. Hann myndaði sér sína eigin
skoðun og henni varð ekki hagg-
að.
Haukur var mikill fjölskyldu-
maður. Hann gerði allt fyrir Sig-
ríði eiginkonu sína, sem hann
gat. Hann var mjög ánægður
með fjölskyldu sína, börn og af-
komendur þeirra. Hann fylgdist
vel með því hvað þau gerðu og
hvernig þeim vegnaði, þó að
hann hafi kannski ekki viljað sí-
fellt hafa þau í kringum sig.
Hann var einstaklega ánægður
alltaf þegar kom að laufa-
brauðsgerð fjölskyldunnar í
byrjun aðventu á hverju ári. Þar
var verkaskipting ávallt skýr.
Allir skáru saman í byrjun en
þegar leið á fóru hann og synir
hans saman afsíðis til að steikja.
Í síðasta desembermánuði var
hann með í steikingu þó að hann
gæti ekki lengur staðið yfir pott-
unum með drengjunum sínum.
Heilsa Hauks var orðin af-
skaplega bágborin síðustu miss-
erin. Hann var illa haldinn af
parkinsons og var nánast blind-
ur. Þá greindist hann með
krabbamein fyrir u.þ.b. tveimur
árum. Allt fram til síðasta dags
hlustaði hann þó á upplesnar
bækur af geisladiskum og hafði
mikla ánægju af því. Hann
fylgdist með öllum fréttum og
vissi líklega mun betur en við
hin sem höfum fulla heilsu, hvað
kom fram í útvarpi. Hann gat
leiðrétt aðra í fjölskyldunni, sem
ekki tóku nógu vel eftir í kring-
um sig.
Haukur fór á hjúkrunarheim-
ilið Eir fyrir u.þ.b. einu og hálfu
ári. Þar var vel hugsað um hann.
Haukur áttaði sig fyllilega á því
þegar leiðarlok hans nálguðust.
Hann var sáttur við að ljúka sínu
lífi. Lífsgæði hans voru ekki orð-
in mikil undir það síðasta. Nú
leggst hann til hvílu við hlið lífs-
förunautar síns, Sigríðar Ingi-
mundardóttur, og ég veit að
hann er mjög sáttur við það.
Hulda Rós Rúriksdóttir.
Elsku afi, nú er kominn tími
til að kveðja og er það alltaf erf-
itt. Þegar okkur verður hugsað
til þín eru hestarnir það fyrsta
sem kemur upp í hugann. Við
munum alltaf eftir því að heim-
sækja þig í hesthúsið í Víðidaln-
um þegar við vorum pínulitlir og
kíkja á hestana og var Gosi alltaf
í miklu uppáhaldi. Það að fá að
kíkja í hesthúsið til þín, finna
hestalyktina og klappa hestun-
um voru okkar fyrstu kynni af
hestum og má segja að þú og
hestarnir þínir hafi haft mikil
áhrif á okkur bræður þar sem að
í dag þá kemst ekkert annað að
hjá okkur heldur en hestar. Svo
seldirðu hestana og hesthúsið og
þá voru aldrei aftur neinar heim-
sóknir í hesthúsið. En þegar við
kíktum í heimsókn höfðum við
þó alltaf hestana að tala um og
þegar við spjölluðum saman þá
þraut aldrei hjá okkur umræðu-
efnið. Við gleymum því heldur
aldrei þegar þú gafst okkur
bræðrum tvær bækur sem heita
Horfnir góðhestar og innihalda
þær sögur af hinum ýmsu gæð-
ingum sem uppi hafa verið hér-
lendis. Þessar bækur höfum við
lesið alveg út í gegn og eru þetta
fyrstu bækurnar sem við bræður
höfum lesið af virkilegum áhuga.
Við ræddum svo sögurnar úr
bókunum við þig og alltaf hlust-
aðirðu á það sem við höfðum að
segja og alltaf gastu sagt okkur
eitthvað meira um hestana sem
við höfðum lesið um.
Kæri afi, það voru forréttindi
að fá að kynnast þér og við mun-
um aldrei gleyma þér, hvíldu í
friði og skilaðu kveðju frá okkur
til Sigríðar ömmu.
Lárus og Arnar.
Finnbogi Haukur
Sigurjónsson
✝ Ólafur Guð-mundsson
fæddist í Reykjavík
30. desember 1928.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
17. apríl 2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Sess-
elja Einarsdóttir
frá Einarsstöðum í
Biskupstungum, f.
26.11. 1904, d.
31.5. 2000, og Guðmundur
Ólafsson frá Hólum í Dýrafirði,
f. 26.12. 1893, d. 5.12. 1989.
Systkini Ólafs: Gylfi, f. 3.4.
1936, d. 22.1. 2010, Ramón, f.
6.10. 1934, d. 20.5. 1935, Einar
Örn, f. 31.5. 1938, d. 17.1. 1943,
Hrafnhildur, f. 9.7. 1943, búsett
í Þorlákshöfn, Klara Kolbrún, f.
13.1. 1947, búsett á Kjalarnesi.
Hálfbróðir samfeðra er Erling-
ur, f. 8.11. 1924, búsettur í Dan-
mörku.
Eiginkona Ólafs var Unnur
Ágústsdóttir, f. 7.1. 1927, d. 5.9.
2012. Þau giftu sig 10.11. 1951.
Börn þeirra eru: 1) Erling, f.
28.9. 1949, maki Margrét Sig-
urgeirsdóttir, f. 23.7. 1957,
börn þeirra Þröstur, f. 1978,
Gígja, f. 1984 og Víðir, f. 1989.
2) Ingibjörg Svala, f. 25.6. 1953,
maki Björgvin Björgvinsson, f.
12.7. 1955, börn þeirra Unnur
Ósk, f. 1973, Eva Dís, f. 1980,
Heiðrún, f. 1986, Elísa Björg, f.
1991 og Björgvin Guðmundur,
f. 1992. 3) Guðmundur, f. 21.1.
1955, d. 20.7. 1992, dætur hans
Lísabet, f. 1979, móðir hennar
Þórunn Kristín Sverrisdóttir, f.
1961, og Þórunn, f. 1980, móðir
hennar Steingerður Matthías-
dóttir, f. 1958. 4) Örn, f. 1.6.
1956, maki Kristín Jensdóttir, f.
29.8. 1954, börn þeirra Ólöf
Erna, f. 1974, Örn, f. 1981 og
Erla, f. 1990. 5)
Friðrik Ágúst, f.
24.12. 1958, maki
Erna Snævar Óm-
arsdóttir, f. 22.10.
1962, börn þeirra
Ómar Snævar, f.
1980, Sindri Snæv-
ar, f. 1988 og
Berglind, f. 1991.
6) Kolbrún, f. 4.10.
1962, maki Hilmar
Halldórsson, f.
29.6. 1962, börn þeirra Ester, f.
1980, Ólafur, f. 1984, Helga, f.
1988 og Daníel, f. 1994. Barna-
barnabörnin eru 27 talsins.
Ólafur ólst mestmegnis upp í
Reykjavík, en öll sín búskap-
arár bjó hann í Hafnarfirði,
lengstum á Vesturbraut 20,
deildi húsinu með tengdafor-
eldrum þar til þeirra naut ekki
lengur við, og bjó þar síðan
áfram til 1987. Fluttist þá að
Miðvangi 14 í Hafnarfirði og
bjó þar þangað til hann fluttist
á Dvalarheimilið Hrafnistu í
Hafnarfirði í febrúar 2010.
Ólafur nam bifvélavirkjun við
Iðnskólann í Reykjavík og
starfaði lengi við málefni tengd
bílum, á viðgerðaverkstæðum,
þjónustubifreiðum FÍB og við
tjónamat hjá Hagtryggingu.
Hann starfaði um árabil sem
lögregluþjónn í Reykjavík. Sjó-
mennska við fiskveiðar og
fraktflutninga var einnig stund-
uð langtímum, svo og fisk-
vinnsla í landi. Auk þessa vann
Ólafur við fjölbreytileg störf á
ýmsum öðrum vígvöllum,
gjarnan í aukavinnu. Ólafur var
um langt skeið einn fremsti
sundmaður landsins og segja
má að líf hans hafi alla tíð snú-
ist um sundíþróttina.
Kveðjuathöfn hefur farið
fram í kyrrþey.
Faðir okkar kom víða við á
lífsleiðinni og skulu hér nefnd-
ar nokkrar vegstikur.
Hann ólst upp hjá foreldrum
í Reykjavík, elstur sex alsystk-
ina. Frakkastígur 15 var kjöl-
festan. Átti ættir að rekja í
Dýrafjörð og Biskupstungur.
Missti bróður fimm ára gam-
all og aftur fjórtán ára gamall.
Þau sár fjölskyldunnar greru
aldrei um heilt. Yngri bróðir (d.
2010) og tvær systur uxu upp
með honum á Frakkastígnum.
Hann var einn fremsti af-
reksmaður landsins í sundlaug-
unum. Braut var þar mörkuð
fjölskyldunni til að fylgja. Uppi
stendur ein mesta sundfjöl-
skylda landsins. ÍR, Haukar,
SH. Ólafur á sundspretti, þjálf-
ari, á bakkanum með flautu og
startbyssu, á Sundsambands-
fundum, að taka skóflustungu
fyrir nýrri sundlaug í Hafnar-
firði, heiðraður. Þetta á sinn
stað í sundsögunni.
Bifvélavirkinn Ólafur. Bíla-
verkstæðin í Hafnarfirði. Bílar
voru aldrei langt undan. Við-
gerðarþjónusta FÍB á þjóðveg-
um. Áberandi Landrover-jepp-
ar á sumrin. Gjarnan sat
eitthvert barna í farþegasæti.
Mörgum var bjargað úr vand-
ræðum. Skipt um kúplingsdisk
um hánótt við Hreðavatnsskála.
Og fleira tengt bílum. Hag-
trygging. Tjónamat.
Bílnúmerið G-548 einkenndi
prívatbílana þar til númeraplöt-
um var breytt. Þá tók við
KR-141. Það tók tíma að sætta
sig við KR. KR hafði hýst
skæða keppinauta á árum áður!
Ökuskírteinið, hlaðið stimplum,
staðfesting á því að allir vegir
væru færir. Að lokum lagðist
ljón á veginn og ekki varð leng-
ur ökufært.
Starfaði um skeið hjá setulið-
inu á Keflavíkurflugvelli, ef til
vill í óþökk móður. Það var al-
ist upp við andúð á Könum,
andúð sem átti sárar skýringar.
Sjómennskan var löngum
skammt undan. Fiskirí. Síðu-
togararnir í Hafnarfirði. Far-
skipin ýmis. Skeiðsfoss varð
kjölfesta. Það var góður tími
var sagt. Ekki voru þó allar
stundir góðar. Hryggbrot með
afleiðingum sem kvöldu til hins
hinsta. Stundum fylgdi frúin
með í siglingum.
Lögregluþjónninn Ólafur bar
einkennisbúning lögreglunnar
einkar vel enda íþróttamanns-
lega vaxinn. Mótorfákarnir.
Fjölskyldan. Vesturbraut 20.
Þetta tvennt var samofið. Verð-
andi tengdafaðir á Vesturbraut
20 gætti yngstu dóttur, Unnar,
dyggilega fyrir heimsóknum.
Samt fæddist frumburður 1949.
Hjónaband 10. nóvember 1951.
Alls urðu börnin á þröngu
heimilinu sex, fjórir synir, tvær
dætur. Vesturbraut 20 varð
áfram vettvangur fjölskyldunn-
ar eftir að tengdaforeldrar lét-
ust.
Hugur hjónanna tók að leita
út fyrir landsteina þegar skyld-
ur við barnahópinn voru að
baki. Víða var komið við í lönd-
um nær og löndum fjær, sólar-
strendur, borgir, framandi
menningarheimar.
Árið 1987 var flust í blokk-
aríbúð á Miðvangi 14. Þar
bjuggu þau hjónin á meðan
stætt var. Veikindi í höfði tóku
að hreiðra um sig og ágerast.
Afleiðingarnar urðu föður okk-
ar fjötur um fót. Í febrúar 2010
fluttist hann á Hrafnistu í
Hafnarfirði og dvaldi þar við
góða umönnun til dánardags.
Sonarmissir 1992, Guðmundur
deyr af völdum hvítblæðis. Eig-
inkonan deyr í september 2012.
Minningu föður, afa, langafa
verður á lofti haldið um ókomin
ár.
Erling, Ingibjörg Svala,
Örn, Friðrik Ágúst
og Kolbrún.
Ólafur
Guðmundsson
Ástkær faðir okkar,
JÚLÍUS AGNARSSON
upptökustjóri,
lést á heimili sínu, Grettisgötu 13b,
síðastliðinn föstudag.
Eiríkur, Agnar og Björn Júlíussynir,
og fjölskylda.