Morgunblaðið - 29.04.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.04.2013, Qupperneq 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2013 Framsóknarsigur í kosningum, meistaratitill Man. Utd. oghelstu tíðindi í bæjarlífinu eru þau umræðuefni sem ÓlafurÁsgeirsson, fv. aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, ætlar að brydda upp á í heita pottinum í kvöld. „Ég fer daglega í sund, ekki síst til þess að hitta fólk. Þá tek ég þátt í margvíslegu fé- lagsstarfi, er í KA, skátunum, frímúrarareglunni og Framsókn- arflokknum. Já, áhugamálin eru mörg, ég sýsla í ýmsu og læt mér ekki leiðast,“ segir Ólafur. Átján ára gekk Ólafur í lögreglulið á Akureyri og stóð vaktina í 47 ár. Lét af störfum fyrir þremur árum. „Starfið var lærdómsríkt og á margan hátt gefandi. Mér telst svo til að á mínum ferli hafi ég starfað með þremur kynslóðum bæjarbúa og þannig sá ég oft að mannlegur breyskleiki fylgir sumum fjölskyldum í nokkra liði. Það var og er dapurlegt,“ segir Ólafur sem er kvæntur Bente Lie Ás- geirsson. Þau eiga þrjú uppkomin börn. „Konan mín er norsk og eftir að ég hætti að vinna höfum við tals- vert verið í Noregi. Þar bjuggum við raunar um skeið fyrir fjörutíu árum og þá vann ég á Möllersgate 19, í frægu og alræmdu fangelsi. Kynntist þar helstu krimmum Noregs, sem voru allt öðruvísi en ís- lenskar fyllibyttur. En með tímanum breyttist þetta og þegar kom fram undir 1990 voru norskir glæpir orðnir íslenskur veru- leiki,“segir Ólafur Ásgeirsson. sbs@mbl.is Ólafur Ásgeirsson er 68 ára í dag Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lögga Mér telst svo til að á mínum ferli hafi ég starfað með þremur kynslóðum bæjarbúa, segir Akureyringurinn Ólafur Ásgeirsson. Framsókn og fótbolti í pottinum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Dagný Alva fæddist 6. maí kl. 16.39. Hún vó 3.410 g og var 52 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Anna Heiður Eydísardóttir og Eliths Freyr Heim- isson. Nýr borgari M agnús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Austurbæjarskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar, stundaði nám við MR en hætti í 5. bekk og hóf þá nám við Akademíuna í Kaupmannahöfn og út- skrifaðist þaðan eftir sex ára nám. Magnús var lengi búsettur í Reykjavík en festi kaup á jörðinni Ökrum III á Mýrum, við ósa Hítarár, 1988 og hefur verið þar búsettur að mestu frá því um 2000. Magnús hannaði ný og frumleg leiktæki fyrir Reykjavíkurborg á átt- unda áratugnum, einkum í Vest- urbænum og kom auk þess að hönnun skólalóða í samvinnu við Ingimund Sveinsson arkitekt. Hann hannaði auk þess leikmyndir fyrir RÚV - Sjónvarp og Þjóðleikhúsið og Leikfélag Ak- ureyrar. Magnús starfaði með SÚMurum fyrstu árin, vann með Torfusamtök- unum að friðun eldri húsa og blandaði litina á Bernhöftstorfuna er húsin þar voru máluð af áhugafólki, vorið 1973. Hann hefur að öðru leyti látið fé- lagsstörf lönd og leið enda segist hann vera skelfilegur félagsskítur. Einkasýningar Magnúsar Magnús hefur tekið þátt í fjölda samsýninga um dagana en helstu einkasýningar hans eru Bogasalur Þjóðminjasafnsins, Reykjavík, 1962; Bogasalur Þjóð- minjasafn, Reykjavík, 1965; Gallerí SÚM, Reykjavík, 1969; Gallerí SÚM, Reykjavík, 1977; Kjarvalsstaðir, Reykjavík, Smámunir/Objects, 1978; Bernhöftshús, Torfunni, Reykjavík, 1979; Kjarvalsstaðir, Reykjavík, Sýni- ljóð ll /Visual Poetry ll & Skulptur, Magnús Tómasson myndlistarmaður 70 ára Morgunblaðið/RAX Þotuhreiðrið Eitt þekktasta verk Magnúsar og glæsilegur inngangur að íslenskri list fyrir erlenda ferðamenn. Skondinn og frumlegur Morgunblaðið/Frikki Afmælisbarnið Magnús er ekki bara frumlegur, heldur afar skemmtilega frumlegur myndlistarmaður. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 TEKA BLÖNDUNARTÆKI ÓTRÚLEGT VERÐ!! gildir á meðan birgðir endast. Teka MT-plus handlaugartæki Verð kr. 11.633.- Tilboð kr. 8.100,- Teka INDIC sturtutæki Verð kr. 23.266.- Tilboð kr. 13.990,- Teka INDIC bað-og sturtutæki Verð kr. 33.503.- Tilboð kr. 19.990,- Teka SP eldhúsblöndunartæki Verð kr. 20.884.- Tilboð kr. 12.500,- Teka ARK eldhúsblöndunartæki Verð kr. 46.741.- Tilboð kr. 27.900,- Teka SPIRIT handlaugartæki Verð kr. 13.506.- Tilboð kr. 9.450,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.