Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Síða 13
Stórmót ÍR er verðmætasti viðburður frjálsíþróttadeild- arinnar. Það var fyrst haldið í janúar 1997, í tilefni 90 ára af- mælis ÍR og hefur farið fram árlega síðan. Stórmótið var boðsmót þar sem stór- stjörnur mættu til leiks, en frá árinu 2000 greiða erlendir keppendur sjálfir ferðir og uppihald og meira að segja þátttökugjald. Á síðasta móti tók 71 útlendingur þátt og sumir hafa komið ár eftir ár. „Við lítum ekki á við- burðina okkar fyrst og fremst sem fjáröflun heldur erum við að skapa fólki tækifæri til að reyna sig við aðra og svo vilj- um við halda keflinu á lofti sem aðrir hafa gert á undan okkur. Gamlárshlaup ÍR og Víðavangshlaup ÍR sumardag- inn fyrsta voru, svo dæmi sé tekið, lengi vel ein af fáum hlaupum sem haldin voru hér. Víðavangshlaup ÍR er sá við- burður sem lengst hefur verið haldinn samfleytt í íþrótta- sögu landsins og verður þreytt í 98. sinn í vor. ÍR-ingar eru mjög stoltur af sögunni og mega vera það,“ segir Mar- grét formaður. Skemmtilegt dæmi er Silfur- leikar ÍR. Mótið var upp- haflega kallað Haustleikar en 2006 var nafninu breytt í til- efni þess að 50 ár voru liðin frá því Vilhjálmur Einarsson hlaut silfurverðlaun á Ólymp- íuleikunum. Þegar tíu ár voru liðin frá því að Vala Flosadótt- ir nældi í bronsverðlaun á ÓL árið 2000, fór deildin að halda árlega Bronsleika fyrir 10 ára og yngri. „Fyrst var mótið haldið fyrir krakka sem voru fæddir eftir að Vala fékk bronsið og höfum haldið okk- ur við það að halda mótið fyr- ir 10 ára og yngri, enda vant- aði viðfangsefni fyrir þann aldurshóp á haustin.“ BORGA FYRIR AÐ FÁ AÐ KOMA Á STÓRMÓTIÐ Stofnað 1957 Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda árin, en það er þveröfugt hjá krökkum í deildinni hjá okkur: Mamma, þú verður að mæta. Ein- hver verður að mæla langstökkið og taka tímann! Margrét segir aðspurð að deildin hafi ekki á að skipa neinum laun- uðum starfsmanni öðrum en þjálf- urum. Það er hugsanlega einsdæmi að deild með jafn mikil umsvif í mótahaldi og öðru sé rekin þannig, að minnsta kosti afar sjaldgæft. „Hjá ÍR er starfsfólk á skrif- stofu og við fáum aðstoð þar við ýmislegt, m.a. launagreiðslur; við reiknum að vísu sjálf út laun þjálf- ara og leggjum inn hjá ÍR, en launafulltrúi félagsins sér um skattahliðina. Það er gott að nýta þá sérfræðiþekkingu.“ Mottó að allir borgi Hún segir að hver hópur innan fé- lagsins eigi að standa undir sér. „Ef við myndum fella niður æf- ingagjöld fyrir elsta fólkið, jafnvel frá unglingsaldri, þyrftum við pen- inga annars staðar í reksturinn og okkur finnst ekki sanngjarnt að foreldrar yngri barna greiði kostn- að fyrir meistaraflokk. Á þeim tíma sem krakkar eru að flytja að heim- an og byrja að reka eigið heimili finnst sumum þeir ekki hafa efni á þessu, en þá er oft brugðist við með því að fólk tekur að sér ákveð- in verkefni fyrir deildina. Segja má að það vinni af sér, en mottóið hjá okkur er að allir borgi æf- ingagjöld.“ Margrét segir nokkur mjög vel- viljuð fyrirtæki styðja við bakið á deildinni en mikil breyting hafi orðið þar á 2008. „Það eru ekki miklir peningar í frjálsíþróttum á Íslandi en einstaka fyrirtæki styrkja einstaka íþróttamenn sem er vel.“ Eyði ekki tíma en ver tíma Hvað sem öðru líður blómstrar starfið og margar hendur vinna létt verk. „Ég er oft spurð hvernig ég nenni að eyða svona tíma í starf deildarinnar. Ég lít þó aldrei svo á að ég að sé að eyða tíma í ÍR, en ég ver hins vegar miklum tíma í félagið. Það er mikill munur þar á. Mér finnst við vera svo miklu rík- ara samfélag ef okkur tekst að halda úti vönduðu íþróttastarfi fyr- ir krakka, það er mikilvægt fyrir þá að hafa eitthvert val því við er- um ekki öll eins. Það er skemmti- legt að fá að taka þátt í svona öfl- ugu starfi þar sem fólk hefur hugsjónir,“ segir Margrét. Morgunblaðið/Kristinn 7.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) • Kópavogi • sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is ÞÉR ER BOÐIÐ Í FRÍA LEGU- GREININGU Rúmgott er eini aðilinn á Íslandi sem býður upp á legugreiningu. ÍS LE N SK GÆ I60 ÁR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.