Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Page 23
7.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Rannsóknir benda til áhrifaríkrar virkni piparmintu til lækninga. Þykir hún t.d. hafa mjög róandi áhrif á maga og koma í veg fyrir meltingartruflanir og draga úr vindgangi, og þykir piparmintute virka sérstaklega vel við þessum einkennum. Þá finnst mörgum piparminta draga úr ferðaveiki og ógleði auk þess sem hún er eitt þekktasta meðalið við kvefi þar sem hún dregur úr slímmyndun í nefi, höfuðverk, hita, brjóstsviða og svefnleysi. Hún hefur einnig sýnt virkni í baráttunni við krabbamein. Útvortis getur hún gagnast þeim sem þjáðir eru af vöðvabólgu og lið- og stoðkerfisverkjum þar sem hún hefur staðdeyfandi áhrif og getur dregið úr kláða og bólgum eftir skordýrabit. Piparminta hefur einnig góð áhrif á andlega heilsu en innöndun pipar- mintuolíu er talin draga úr spennu og kvíða. Piparminta hefur bakteríudrepandi áhrif og virðist geta haldið veirum á borð við herpes simplex í skefjum. Piparmintu er hægt að nálgast á margvíslegan máta svo sem í brjóst- sykri, hylkjum, seyði, laufblöðum, olíu, sírópi og tinktúrum. Skaðleg áhrif eru lítil og verður helst vart eftir ofneyslu. Þó ber að hafa í huga að neysla óblandaðs mentóls er stórhættuleg og getur verið banvæn. Þá skal forðast að nýta lyfjablöndur sem innihalda piparmintuolíu fyrir börn, en hún getur valdið köfnunartilfinningu og komið þeim í lost vegna lyktarinnar og staðdeyfiáhrifanna. PIPARMINTA, MENTHA X PIPERITA Lækningajurt gegn kvefi og kláða Morgunblaðið/Ásdís J apanskir taugasérfræðingar hafa unnið að því að lesa úr innihaldi drauma með hjálpa heilaskanna. The Guardian greinir frá þessum rannsóknum vísindamann- anna við ATR taugarannsóknastofnunina í Kyoto en þeir notuðust við einhvers konar stafrænt segulómunartæki, tengt við mynd- hermi og heilabylgjur voru skráðar með heilariti. Niðurstöðurnar voru kynntar á ráð- stefnu í New Orleans í október en voru birt- ar opinberlega í vísindaritinu Science. Rannsóknin fór þannig fram að vísinda- mennirnir vöktu þátttakendur fyrst á fyrstu stigum draumsvefnsins, en það stig sáu þeir út frá heilaritinu. Þátttakendur greindu frá því hvað þá hefði verið að dreyma og fóru svo aftur að sofa. Þetta var endurtekið allt að tíu sinnum hjá hverjum þátttakanda, á mismunandi dögum en í hvert skipti voru rannsóknarefnin vakin allt að tíu sinnum á klukkustund. Flestir draumarnir snerust í kringum daglegt líf einstaklinganna og end- urspegluðu hversdaginn þeirra. Aðrir inni- héldu óvenjulegri sýnir, stundum kvik- myndastjörnur og þekkta einstaklinga. Algengustu draumtáknin voru valin úr draumunum en japönsku vísindamennirnir notuðu gagnagrunn sem kallast WordNet til að kortleggja hver lykilorð draumanna voru. Má þar nefna orð eins og bíll, kona og tölva. Með því að skoða hvers konar heilabylgjur birtust þegar þessi sömu orð voru nefnd í vöku var hægt að bera saman hvers konar heilastarfsemi sást á heilaritanum þegar þessi fyrirbæri komu fyrir í draumi. Vísindamennirnir, með Yukiyasu Kamitani í fararbroddi, segja að með þessari tækni sé hægt að afkóða heilabylgjurnar og sjá fyrir mörg þeirra fyrirbæra sem birtast í draum- um fólks. Að sjá fyrir hvað fólk dreymir með hjálp þessara tóla er þó bundið við að skoða starf- semi heilans akkúrat níu sekúndum áður en fólk vaknar og áreiðanleiki niðurstaðnanna er í kringum 75-80 prósent. Þess má þó geta að ekki er hægt að sjá fyrir nákvæmlega hvernig hlutirnir birtast hinum sofandi. Ef ljóst er að bíl ber fyrir í draumnum er ekki víst hvernig bíll það er eða hvaða hlutverki hann gegnir í draumnum. Kortleggja drauma NIÐURSTÖÐUR ÚR RANNSÓKNUM JAPANSKRA VÍSINDAMANNA Á DRAUMUM ÞYKJA MARKA TÍMAMÓT. NIÐURSTÖÐURNAR VORU NÝVERIÐ BIRTAR OPINBERLEGA. Stafrænt segulómunartæki, tengt við myndhermi var notað í rannsókninni og heilabylgjur voru skráðar með heilariti níu sekúndum áður en þátttakendur vöknuðu. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.