Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Side 34
International Harvester Scout II Árgerð: 1973. Breyttur: Fyrir 44 tommu dekk. Vél: Chrysler-mótor. Hlutföll: 3:18. Eyðsla: Eyðir öllu sem sett er á hann. Morgunblaðið/Árni Sæberg É g er að vinna hjá Arctic Trucks sem sá um þessa ferð fyrir Top Gear USA. Það var safnað saman fjölda af bílum sem þeir gátu valið um og þeir völdu meðal annars þennan,“ segir Herjólfur Guð- bjartsson sem á þennan glæsilega Scout-bíl. Scout-inn er frá 1973 og er því kominn til ára sinna en hann ber aldurinn vel. Yfirskrift þáttanna var að gamlir amerískir jeppar kæm- ust upp að Eyjafjallajökli en auk bílsins hans Herjólfs var Bronco og GMC pallbíll. Rutledge Wood þáttastjórnandi keyrði Scout-inn. „Hann er upprunalega hvítur en var filmaður svona appelsínugulur til að hann myndaðist betur í snjónum. Ég fór ekki með en það fóru nokkrir frá okkur í ferðina. Þetta var mikill leiðangur sem tók viku að taka upp.“ Þeir félagar í Top Gear USA, Tanner Foust, Rutledge Wood og Adam Ferrera fóru meðal annars í sandspyrnu við Eyrarbakka áður en keyrt var að toppnum. Þátturinn verður sýnd- ur í sjónvarpi vestan hafs í næstu viku. Bíllinn er búinn allra nýjustu tækni og ber aldurinn vel. 40 ÁRA GAMALL SCOUT Á BARMI HEIMSFRÆGÐAR Stjarnan í Top Gear USA LIÐSMENN ÞÁTTANNA TOP GEAR USA KOMU HINGAÐ TIL LANDS Í MIKLA ÆVINTÝRAFERÐ. VÖLDU ÞRJÁ GAMLA EN GÓÐA AMERÍSKA JÁLKA TIL AÐ KEYRA UPP AÐ EYJAFJALLA- JÖKLI. MEÐAL ANNARS VÖLDU ÞEIR SCOUT, ÁRGERÐ 1974. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is *Græjur og tækniBörn geta vel lært að nota spjaldtölvur en ráðlegt er að foreldrar fylgist með notkuninni »36 brún efst og neðst á símanum, efst fyrir myndavélarlinsu, hátalara, gaumljós og ljósskynjara, og neðst fyrir hljóðnema. Annar hljóðnemi er á bakhlið símans, en þar er líka myndavélarlinsa, leifturljós og NFC-skynjari. Síminn er eilítið kantaður í útliti, ef svo má segja, þ.e. ekki eins rúnnaður og til að mynda Samsung Gaxy SIII, en svipar frekar til iPhone 5, svo dæmi sé tekið. Hann er þó mun breiðari en iPhone, álíka breiður og SIII, en held- ur hærri en sá síðarnefndi. Eitt það fyrsta sem maður tekur eftir þegar síminn er handleikinn er hnappur um miðja hægri hlið hans, en sá er notaður til að kveikja á síman- um / skjánum, eftir því sem við á og líka til að slökkva á síma / skjá. Mér fannst þetta ankanna- legt til að byrja með en það vandist fljótt og mjög þægilegt í sjálfu sér því að þá veit höndin altaf hvernig síminn snýr þegar hann er dreginn upp úr vasanum. Skjárinn á símanum er framúrskarandi, eins og getið er um hér að ofan og betur skýrt til hliðar, en myndavélin er ekkert slor heldur, 13 MP vél með LED-flassi og hristivörn, en á framhlið er 2,2 MP myndavél. Hægt er að taka 1080p HD vídeó á 30 römmum á sek., með ljósi og hristivörn. Þó lítið hafi borið á Sony á farsímamarkaði undanfarin ár hefurfyrirtlækið átt sína spretti á því sviði, þá helst með Xperia-símalínuna. Fyrsti Xperia-síminn kom á markað 2008 og þá sem Sony Ericsson Xperia X1. Á síðasta ári hvarf Ericsson- vörumerkið af farsímamarkaði og eftir stóð Sony Xperia, nú síðast Xperia Z sem kom á markað í febrúar. Á pappírnum er Xperia Z magnaður sími, og hann er það líka í raun, fer vel í hendi, er mjög sprækur í allri vinnslu og með frá- bæran skjá. Þegar svo við bætist að hann er vatns- og höggvarinn er þar kom- ið einkar forvitnilegt appa- rat. Síminn er býsna stór um sig, þ.e. að flatarmáli, 13,9 x 7,1 cm, enda er skjár- inn 5", en rúmmálið ekki ýkja mikið enda er hann mjög þunnur, ekki nema 7,9 mm. Hann er 146 g að þyngd. Örmjór kantur er til hliðanna við skjáinn og smá FRÁBÆR SONY-SÍMI FARSÍMAR FRÁ SONY HAFA EKKI VERIÐ ÁBERANDI Á SÍÐUSTU ÁRUM, EN FYRIRTÆKIÐ ÆTLAR GREINILEGA AÐ SÆKJA FRAM AF KRAFTI EINS OG SJÁ MÁ Á NÝJUM FRÁBÆRUM SONY-SÍMA, XPERIA Z. Græja vikunnar * Stýrikerfið á símanum erAndroid 4.1.2, en hann bauð upp á BaseBand-uppfærslu frá Sony um leið og kveikt var á honum, Örgjörvinn er fjögurra kjarna Snapdragon S4 Pro, með 1,5 Ghz tiftíðni og 2GB vinnsluminni. 16 GB minni er í vélinni og líka rauf fyrir microSD minniskort - já mic- roSD, ekki Micro Memory Stick, þó síminn sé frá Sony. Kortið get- ur verið allt að 32 GB. * Upplausnin á skjánum erævintýraleg; 1920x1080 dílar sem gefur ríflega 440 díla á tommu. Til samanburðar er iPhone 5, sem er með Retina-skjá, 1136×640 dílar eða 326 dílar á tommu. Tvímæla- laust besti skjár sem ég hef séð á síma og skilar ótrúlegum gæðum þegar myndir eru skoðaðar, vídeó eða bíómyndir. Algrímin sem Sony notar til að sýna vídeó á símanum eru sérþróuð af fyrirtækinu og kallast Bravia Engine eftir sjón- varpslínu Sony. Það hefur sjálfsagt eitthvað að segja með hve vídeó koma vel út á skjánum, en skjár- inn er þó í aðalhlutverki. ÁRNI MATTHÍASSON

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.