Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Page 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Page 39
Sjá sölustaði á istex.is Íslenska ullin er einstök Skoðaðu litaúrvalið í næstu verslun 7.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Þ að voru óöruggar kynsyst- ur sem lögðu af stað frá Reykjavík til Suðureyrar með það markmið að njóta hluta af páskunum í faðmi vestfirskra fjalla. Að yfirgefa borg óttans og fara út í óvissuna framkallaði ofsafengin viðbrögð. Þegar góðærisjeppinn renndi í hlað heima hjá mér var ég tilbúin með ferðatösku á hjólum líkt og við værum að fara í Parísar- ferð … en ekki til Suðureyrar. Daginn áður en haldið var í hann þurfti að hringja mörg sím- töl, sms-a og „snapchata“ til að leggja á ráðin. Það var alls ekki til að skipuleggja hvað við ætluðum að borða í ferðinni. Nei! Það var til þess að koma í veg fyrir að við myndum verða okkur til skammar þarna á Vestfjörðunum. Það er nefnilega ekkert eins vandræða- legt og svona „spari-guggur“ í aðstæðum þar sem allir eru í lopa- peysum. Að lokum pökkuðum við skíða- fötum, síðum nærbrókum, göngu- skóm og auðvitað fengu háhæluðu Hunter-stígvélin að fljóta með. Fyrrnefnd stígvél voru keypt í Svíþjóð á köldum nóvemberdegi og hafa oft bjargað málunum þeg- ar ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara … Þegar ég hnaut um háhæluðu gúmmístígvélin var ég á ferð með gamalli vinkonu og vorum við tvær sammála um að „spari-guggan“ gæti eiginlega ekki dregið andann nema eignast þau. Ég get reyndar ekki sagt að stígvélin séu í stöð- ugri notkun, en það koma alltaf „mó- ment“ þar sem lífs- nauðsynlegt er að draga þau fram. Því miður hefur það fylgt mér síðan á ung- lingsaldri að verða alltaf hálf „lost“ þegar ég er komin upp fyrir Ártúns- brekkuna, það er að segja ef Hádegismóar 2 eru mínusaðir frá. Ég var til dæmis eini ung- lingurinn á hælaskóm á tjaldstæðinu á Halló Ak- ureyri 1990 og eitt- hvað … Og þegar það Hunter- stígvél með fyllt- um hæl. Hunter-stígvél eru aðalmálið. „Spari-guggur“ á Suðureyri þarf að gera grín að einhverjum í menntaskólavinkvennahópnum er þessi saga dregin fram og ein- hvern veginn verður hún alltaf verri og verri eftir því sem hún er sögð oftar. En aftur að Suðureyri 2013. „Spari-guggurnar“ gerðu nokkuð góða hluti á Vestfjörðum og náðu með magnaðri útsjónarsemi að skilja alla sparikjóla og fínerí eft- ir í bænum. Í stað þess náði undirrituð að fara á tónleika og á ball í bleikri jogging-peysu án þess að finnast neitt vera að því. Hugsanlega er þetta þó elli- merki því eldri konur eru flestar orðnar vel sigldar eftir allan ölduganginn sem lífið hefur upp á að bjóða og löngu hættar að hugsa eins og unglingar. Ég er samt ennþá að meta það hvort það er gott eða slæmt … martamaria@mbl.is Það segir enginn að það megi ekki vera með bleikan varalit úti á landi. Þessi er frá MAC. Bleik jogging-peysa frá J. Crew passar við öll tækifæri.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.