Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Side 40
Fötin frá Malene Birger fást í Evu og Kultur.Prada tískuhúsið með óvenjulegt blómamunstur. Frá sýningu Roberto Cavalli á tískuviku í Mílanó. H elstu tískuhönnuðirnir sýndu blómamunstur á tískupöllunum þegar sumartískan 2013 var kynnt síðasta haust. Blóma- munstur hönnuðanna hafa ýmsar birtingar- myndir. Hið klassíska ítalska tískuhús Gucci sýndi heillandi línu þar sem grunn- urinn er hvítur en blómamunstrin eins og í villigarði. Hin villtu munstur keyra upp sumarstemninguna og segja okkur að það sé betri tími framundan með villtum og óvæntum uppákomum. Í línunni eru ekki bara flíkur heldur skór og töskur. Opnir Gucci-hælaskór væru til dæmis dálítið flottir við litríkar buxur og gallaskyrtu og taskan passar náttúrlega við allt því í sumar eigum við ekki að vera of stíliser- aðar heldur leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. Það er hægt að fara ýmsar leiðir í blómatískunni. Þær sem vilja vera með en ekki of áberandi fá sér létta sumarskyrtu með blómamunstri en ef þú vilt taka „gelluna“ á þetta þá eru grænar Michael Kors-buxur málið. Við þær er farið í þröngan hlýrabol, sem er girtur ofan í buxurnar, og sjóliðajakka við. Ekki má gleyma brúnum leðursandölum. Það verða allar skvísur að eiga eitt par af slíkum skóm í sumar. Muna bara að lakka tá- neglurnar og skrúbba dauðar húðfrumur af fótunum. Þá ætti þetta að steinliggja. Blómlegar buxur frá Michael Kors. Ítalska tískuhúsið Gucci notar blómamunstur á töskur, skó og kápur. SUMARTÍSKAN Blómamunstur koma sterk inn BRÚNIR LEÐURSANDALAR OG BLÓMAMUNSTUR ERU MÁLIÐ Í SUMAR. Marta María Jónasdóttir martamaria@mbl.is Emmy Rossum mætti í Gucci blómakjól á frum- sýningu í New York á dögunum. 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 Föt og fylgihlutir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.