Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013 Alþingiskosningar nálgast og val- kostirnir á kjörseðlinum hafa sjaldan verið fleiri. Í Sunnudags- blaði dagsins er birt nýstárlegt próf sem hægt er að nota til að taka ákvörðun í kjörklefanum. Prófið byggist á því að nota sið- fræðina við ákvarðanatöku og get- ur virst flókið í fyrstu en gagnast vonandi einhverjum, einkum þeim sem nú um stundir klóra sér í höfðinu yfir fjölda framboða og vilja taka upplýsta ákvörðun um hvernig ráðstafa skal atkvæðinu. Konur upplifa ótrúlegustu hluti á meðgöngu, eins og úttekt Sunnudagsblaðsins leiðir í ljós. Sumar fá fíkn í mold meðan aðrar þrá ekkert frekar en að finna lykt af bensíni. Hrafn Gunnlaugsson talar um barneignir í viðtali í blaðinu í dag en hann á von á sínu sjötta barni kominn á sjötugsaldur. Hann seg- ist vel geta hugsað sér að gera fleiri kvikmyndir en lætur þó ekk- ert uppi um hvort hann er með mynd í smíðum. Svava Johanssen og maður hennar Björn Sveinbjörnsson eru oft milli tannanna á fólki en hafa reynt á eigin skinni að lífið er ekki alltaf beinn og breiður vegur. Í viðtali við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins segja þau frá því hvernig föðurmissir hefur markað þau bæði á ólíkum æviskeiðum og lýsa þeirri óvissu sem hrunið hafði í för með sér. Eftir hrun vissu þau ekki frá degi til dags hvort fyr- irtæki þeirra NTC hefði það af. Eftirköst hrunsins hafa eflaust áhrif á atkvæði margra í kosning- unum framundan. Við reynum að gerast spámenn og sjá fyrir okkur hvaða flokkur eða flokkar eru lík- legastir til að bæta okkar hag. Framboðin eru fjölmörg en hitt er annað mál hvort spurn er eftir öllu því fólki sem telur sig þess umkomið að leiða þjóðina. Því verður svarað á kjördag. RABBIÐ Val á val ofan Eyrún Magnúsdóttir Veður hefur verið gott víða um land undanfarið en nú bregður til beggja vona og eins gott að búa sig vel um helgina. Maðurinn sem spígsporaði við Reykjavíkurhöfn síðdegis í gær, föstudag, hefur líklega fylgst vel með veðurspánni. Frostið kleip þá borgarbúa eins og aðra landsmenn, vindurinn var að norðan og gert er ráð fyrir ansi kaldri norðanátt alla helgina, töluverðum vindi og éljum hér og þar. Yfirvofandi vorið hefur því verið sett á biðlistann al- ræmda um stundarsakir og aðstæður minna líklega meira á vetrarbyrjun en aðdraganda sumars fram í miðja næstu viku. Því er óhætt að stinga stutt- ermabolnum aftur upp í skáp en hafa frekar skíðagallann og tilheyrandi græjur tilbúnar. Hugsanlega gefur til skíðaiðkunar næstu daga en ef allt um þrýtur verður í það minnsta væntanlega mögulegt að fara út á lóð og reisa snjóhús með börnunum eða börnum þeirra. skapti@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Kristinn HAUSTLEGT VOR FARFUGLARNIR ERU FARNIR AÐ TÍNAST TIL LANDSINS, SÓLIN HEFUR KYSST KINN UNDANFARIÐ OG VEÐRIÐ VERIÐ BÝSNA FALLEGT – AÐ MINNSTA KOSTI SÉÐ ÚT UM GLUGGANN INNAN ÚR HLÝJUNNI. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað: Útgáfutónleikar Ólafar Arnalds. Hvenær: Kl. 21.30 á laugardag. Hvar: Í Þjóðmenningarhúsinu. Útgáfutónleikar Hvað: Maggi Eiríks og KK á tónleikum. Hvenær: Kl. 22.00 á laugardag. Hvar: Græni hatt- urinn á Akureyri. Maggi Eiríks og KK Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað: Leikritið Ormstunga. Hvenær: Kl. 20 á laugardag og sunnu- dag. Hvar: Í Borgarleikhúsinu. Ormstunga Hvað: Stórsveit Reykjavíkur flytur efnisskrá eftir saxófónleikarann og tónsmiðinn Stefán S. Stef- ánsson. Hvenær: Kl. 16.00 á sunnudag. Hvar: Kaldalóni. Stórsveit Reykjavíkur Hvað: Undanúrslitaleikir ÍBV og Fram, og Vals og Stjörnunnar. Hvenær: Á sunnudag klukkan 15.00 og 16.00. Hvar: Í Vestmannaeyjum og í Mýrinni. Úrslitakeppni kvenna Hvað: FH og Fram og Haukar og ÍR eigast við í úrslitakeppninni í handbolta. Hvenær: Kl. 15.00 og 17.00 á laug- ardag. Hvar: Kaplakriki og Schenkerhöllin. Úrslitakeppni * Forsíðumyndina tók Árni Sæberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.