Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 9
14.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Þ egar Agla Egilsdóttir var að fara í gegnum dánarbú föður síns ásamt dóttur sinni, Sig- rúnu Tryggvadóttur, ár- ið 1996, rákust þær á flík sem hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir Öglu – fermingarkjólinn hennar. Hann hafði hún síðast séð vorið 1953. Úr varð að Sigrún tók að sér að geyma kjólinn og féll hann fljótlega aftur í gleymsku. Það var svo núna eftir áramótin að Sigrún var að taka til á heimili sínu á Laufásveginum í Reykjavík að hún kom niður á kunnuglegan kassa. „Sjáðu, þetta er fermingarkjóllinn hennar ömmu þinnar,“ sagði hún við dóttur sína, Öglu Þóru Briem, sem gekk einmitt til spurninga um þær mundir. „Má ég ekki máta hann?“ spurði Agla Þóra, móður sinni til undr- unar. Sjálf er hún forfallin áhuga- manneskja um gamla hluti en vissi ekki til þess að dóttir sín hefði erft þann áhuga. Viti menn, kjóllinn smellpassaði. „Á ég ekki bara að fermast í honum?“ spurði Agla Þóra. „Ég varð mjög bljúg þegar ég heyrði þetta,“ segir Sigrún. Það var Þorgerður Hallgríms- dóttir sem saumaði kjólinn á Öglu eldri en hún fermdist í Dómkirkj- unni í Reykjavík vorið 1953. „Það var engin unglingatíska á þessum tíma, maður klæddi sig bara í það sem foreldrar manns keyptu,“ segir Agla en bætir við að hún hafi verið afskaplega ánægð með kjólinn. „Móðir mín, Ásta Dahlmann, hafði mikið fyrir þessu en perlur úr henn- ar eigu eða ömmu minnar, Ingi- bjargar Dahlmann, voru saumaðar í kjólinn.“ Kjóllinn var saumaður ári áður en fermingarkyrtlarnir komu til sögunnar. Þess vegna var hann hvítur og síður. Þegar Agla Þóra hafði óskað eftir að fá að fermast í kjólnum var farið með hann í hreinsun. Þar var þeim tjáð að brugðið gæti til beggja vona en til allrar hamingju kom kjóllinn eins og nýr úr hreinsuninni. Þeim var þó ráðlagt að taka aðeins neðan af honum vegna lítils háttar skemmda. „Þá fórum við til mömmu að biðja um leyfi, fannst annað ekki hægt enda þótt gaman hefði verið að koma henni á óvart á fermingar- degi Öglu Þóru,“ segir Sigrún. „Þið megið gera það sem þið viljið við kjólinn,“ sagði Agla. Dásamlegt að sjá hana í kjólnum Kjóllinn vakti mikla athygli á ferm- ingardaginn, fyrst í kirkjunni meðan Agla Þóra var að klæða sig í kyrtil- inn og ekki síður í veislunni. Honum var hrósað í bak og fyrir. Agla Þóra fann að hún skar sig úr hópnum í kirkjunni. „Flestar hinar stelpurnar voru í stuttum og ermalausum kjól- um. Minn kjóll var allt öðruvísi.“ Amma hennar brosir. „Það var al- veg dásamlegt að sjá hana í kjóln- um. Ég er virkilega stolt af því að hún skyldi vilja fermast í honum – og að hann skyldi passa svona vel,“ segir hún. Sigrún sagði veislugestum sögu kjólsins og mæltist uppátækið afar vel fyrir. „Smám saman áttaði ég mig á því að þetta væri ef til vill svolítið merkilegt. Fólk hendir nefnilega öllu í dag. Nema ég,“ seg- ir hún og skellir upp úr. „Það er einhver strengur í öllu gömlu. Ég geng til dæmis óhikað í kjólum og kápum af ömmum mínum.“ „Þú ert líka svolítið sérstök,“ seg- ir Agla eldri og glottir. Annars tek- ur hún undir þetta sjónarmið. „Það þarf ekki alltaf að fara út í búð og kaupa nýtt.“ Algengt er að skírnar- og brúðar- kjólar séu varðveittir en líklega er minna um að það sé gert við ferm- ingarkjóla. Þess má geta að börn Sigrúnar þrjú voru öll skírð í fjöl- skylduskírnarkjólum. „Skírnarkjóll- inn í minni fjölskyldu er frá 1916 og sá fyrsti sem klæddist honum var elsti bróðir pabba, Andrés Ás- mundsson læknir og sonur Ásmund- ar Guðmundssonar biskups og Steinunnar Sigríðar Magnúsdóttur. Skírnarkjóllinn í fjölskyldu manns- ins míns er frá árinu 1912.“ Það var ekki bara kjóllinn sem hafði reynslu af fermingu því Agla Þóra fermdist í fermingarskóm móður sinnar. „Ég fékk nýja sokka,“ flýtir hún sér að segja, áður en hún er spurð. Þær skellihlæja. Kjóllinn góði fer nú inn í skáp. En hvað bíður hans næst? „Blasir það ekki við,“ segir Agla Þóra sposk. „Ég mun eignast dóttur og hún mun fermast í honum!“ Sigrún Tryggvadóttir, Agla Þóra Briem, í kjólnum góða, og Agla Egilsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Fermdist í kjól ömmu AGLA ÞÓRA BRIEM SKAR SIG ÚR FERMINGARHÓPNUM Í HALLGRÍMSKIRKJU UM LIÐNA HELGI. HÚN VAR Í SEXTÍU ÁRA GÖMLUM KJÓL SEM AMMA HENNAR OG NAFNA, AGLA EGILSDÓTTIR, KLÆDDIST Á FERMINGARDEGI SÍNUM 1953. VAKTI HANN ÓSKIPTA ATHYGLI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Agla Egilsdóttir, apríl 1953. Agla Þóra Briem, apríl 2013. Sjá sölustaði á istex.is Íslenska ullin er einstök Skoðaðu litaúrvalið í næstu verslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.