Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 27
H
jördís Frímann og Kristján Helgason fluttu
frá Hafnarfirði til Akureyrar fyrir fimm ár-
um. Hjördís segir: „Þetta byrjaði með
koddahjali eitt kvöldið, eftir að ég fór að
finna fyrir pínu heimþrá, og spurði Kristján: Hvernig
væri að flytja til Akureyrar?“
Eiginmaðurinn svaraði stutt og laggott með annarri
spurningu: Hvers vegna ekki?
Hjónin bjuggu í gömlu húsi í Hafnarfirði sem þau
höfðu unnið við að gera upp árum saman. „Þetta hús
beið okkar,“ segir Hjördís um Aðalstræti 16, þar sem
þau eiga miðhæð og kjallara.
Þau vilja eiga gamla muni, bæði húsgögn og annað,
og blanda saman hlutum úr öllum áttum. Hjónin eru
hrifin af sterkum litum, sem leynir sér ekki þegar inn á
heimilið er komið. Dæmi um fallegan grip er spiladós
sem Hjördís gerði til minningar um móður sína, Theó-
dóru Kolbrúnu Ásgeirsdóttur. Framan á skápnum er
mynd sem Hjördís málaði en inni í honum er ferming-
armynd af móður hennar, uppáhaldsbókin hennar (Hvít-
klæddda konan) sem Theódóra Kolbrún merkti sér og
hálsfesti sem hún átti og raunar móðir hennar, Theó-
dóra Einhildur, þar á undan. Nánar um Hjördísi á
heimasíðunni: hjordisfrimann.com.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Spiladós Hjördísar til minningar um móður sína, Kolbrúnu Ásgeirsdóttur.
Litadýrðin er allsráðandi í svefnherbergi hjónanna sem annars staðar.
Hjördís við hluta listaverkanna sem hún sýnir í Ketilhúsinu í maí.
Mikil dýrð litanna
HJÖRDÍS FRÍMANN, MYNDLISTARMAÐUR OG LEIKSKÓLAKENNARI, OG KRISTJÁN HELGA-
SON HLÁTURLEIÐBEINANDI BÚA Í LÍFLEGRI ÍBÚÐ Í GÖMLU HÚSI Á AKUREYRI.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Hjördís og Kristján vilja hafa
sterka liti og blanda saman
ólíkum hlutum. Það tekst vel
í stofunni.
ÓVENJULEGT HEIMILI Í INNBÆNUM Á AKUREYRI
Holið inn af forstofunni og gangur að svefnherbergi og vinnustofu.
Gluggatjöld þurfa ekki að vera eins báðum megin í glugganum.
14.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða
SÖDAHL vörulínan 2013 komin í Höllina!
– fyrir lifandi heimili –