Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 13
14.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Heiðrún Berglind Finnsdóttir
blaðamaður: „Á mínum með-
göngum var ég svo slæm af
morgunógleði að ég hélt ég
myndi svelta mig og fóstrin.
Fyrsta meðgangan var þó lang-
verst. Ég var alveg komin með
það á hreint hvað væri best að
borða, eða réttara sagt, hverju
væri best að æla. Ég komst að
því að saltkex eins og Ritz kex er
æðislegt í þeim skilningi og að
súr hálf meltuð mjólk er við-
urstyggilegri en hún hljómar,“
segir Heiðrún.
„Svo gerðist það. Maðurinn
minn kom heim með
McDonalds. Lítinn ostborgara
handa mér, kókglas, skammt af
frönskum og tómatsósu. Fyrir
sjálfan sig var hann með van-
illusjeik og tvo ostborgara.
Þarna sátum við yfir kvöldverðarborðinu þegar allt í einu greip mig
óstjórnanleg löngun í sjeikinn hans. Ég mældi manninn minn út og
hugsaði með mér hvort okkar væri sneggra að grípa sjeikinn, ég eða
hann? Ég stökk upp úr stólnum og var fyrri til, hrifsaði til mín drykkinn
og tók fyrsta sopann. Sopinn var ekki nóg. Mig vantaði meira.“
Banhungruð og gripin hömlulausri þrá teygði Heiðrún sig í tóm-
atsósubréfið. „Hægt og rólega opnaði ég tómatsósuna, bætti út í sjeik-
inn og loks þambaði ég þennan hræring minn. Þarna sat ég við eldhús-
borðið og saup á sjeik með tómatsósu bragði! Aldrei hafði ég smakkað
neitt þessu líkt, bragðið, áferðin, kuldinn. Þetta var það besta sem ég
hafði nokkurn tímann fengið.
Ég róaðist niður og varð litið á manninn minn þar sem hann sat, gap-
andi yfir hegðun minni. Skynsemin náði tökum á mér og ég fleygði
boxinu í burtu! Hvað hafði ég gert? Sjeik með tómatsósu! Var ég ekki í
lagi?
Enn gapti maðurinn minn og ekki leið langur tími þar til ég var farin
að háskæla, viss um að nú myndi hann aldrei kyssa mig framar og
myndi biðja um skilnað áður en við fengum færi á að gifta okkur. Mað-
urinn minn hins vegar skellihló að óléttu konunni sinni sem minnti
hann einna mest á soltna vampíru úr lélegri hryllingsmynd.“
Að tveimur dögum liðnum sendi Berglind manninn sinn aftur á
McDonalds eftir sjeik og tómatsósu. „Alla þá meðgöngu lifði ég á þess-
ari blöndu minni.“
HEIÐRÚN BERGLIND FINNSDÓTTIR
Heiðrún Berglind Finnsdóttir lifði á ótrú-
legri blöndu á einni meðgöngunni.
McDonalds-sjeik
með tómatsósu
Harpa Henrysdóttir, kennaranemi og stuðn-
ingsfulltrúi: „Á fyrri meðgöngu minni langaði
mig að borða skánina sem sest efst á uppþorn-
aða drullupolla. Einnig fínt drulluryk sem sest
innan á felgur á bílum. Ég lét það ekki eftir
mér en þurfti að halda aftur af mér.
Á seinni meðgöngunni langaði mig bara í
snjó og var heppin að vera ólétt yfir vetrartím-
ann og ég borðaði því ekkert nema snjó. Þessi
löngun hvarf svo um leið og ég var búin að
eiga. En þess má geta að móðursystur mína
langaði alla meðgönguna að borða sand.“
HARPA HENRYSDÓTTIR
Borðaði snjó og
langaði í mold
Harpa Henrysdóttir var
spennt fyrir uppþorn-
uðum drullupollum.
Ásta Grétarsdóttir, starfsmaður á hjúkr-
unar- og dvalarheimilinu Grund: „Fljót-
lega eftir að ég varð ófrísk fór að bera á
því að ég elskaði alla lykt. Af reyktum mat
og þá sérstaklega reyktum silungi. Þetta
var fyrir átján árum og þá var það ekki
mikið mál að borða reyktan silung. Eins
elskaði ég Lux handsápu, ég bjó hjá föður
mínum á þessum tíma og honum fannst
þetta mjög fyndið - ég þvoði mér um
hendurnar og sat svo og þefaði af þeim.
ÁSTA GRÉTARSDÓTTIR
Hrifin af Lux-sápu
sem aldrei fyrr
Ásta Grétarsdóttir var iðin
við að þvo sér um hendurnar.
Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst
LAGNAEFNI FYRIR
TÖLVUR OG NET
Digitus net lagnaefnið hefur verið á
markaðnum um allan heim
síðan 1994 við góðan orðstýr.
Frá þeim fáum við allt sem
þarf til að gera gott
netkerfi fyrir heimili
eða fyrirtæki.
Mótari sem sendir mynd
frá myndlykli um húsið
með loftnetslögnum sem
eru fyrir í flestum húsum.
TRI
AX
TFM
001
MÓ
TAR
I
NÝJUNG HJÁ OKKUR
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is