Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013 Föt og fylgihlutir Meðan flestar okkar eiga eina, hlýja og vandaða vetr- arkápu til að líta vel út í kuldanum virðist Katrín eiga fullan fataskáp af vetrarkápum, eins og prinsessa er von og vísa. Katrín hefur greinilega ekki misst sig í fataverslunum fyrir verðandi mæður og skartar eng- um sirkustjöldum við opinber tækifæri. Enda er erfitt að sjá að hertogaynjan eigi von á sér eftir þrjá mán- uði. Það hefur í raun verið hjákátlegt að skoða vefsíð- ur breskra miðla undanfarið. Hver upphrópunin á eftir annarri lofar myndum af óléttubumbunni en þeg- ar betur er að gáð þarf einbeittan vilja til að sjá ummerki um ófæddan erfingja bresku krúnunnar. Katrín nýtir sér kápur með A-sniði – sem klæða hvers kyns bungur fyrir neðan brjóst af öllum konum – en virðist líka með- vituð um að halda einhverju fyrir framan sig miðja, vitandi að bumban hennar er ein sú eftirsóttasta í veröldinni af ljósmyndurum. Katrín er grönn og nett kona fyrir og því skiljanlegt að óléttubumban sé nett líka en óneitanlega lítur þó út fyrir að hertogaynjan sé snillingur í að klæða af sér óléttuna og angra þar með ljósmyndara og aðra forvitna. Kannski er Katrín Middleton ekki svo ósátt við kalda vorið í Bretlandi þetta árið? Í Skotlandsheimsókn hjónanna á dögunum skipti Katrín yfir í fallega appelsínugula Armani-kápu, sem er mjög svipuð og sú rauða en hneppt með einum hnappi til hliðar og því er rýmra um miðjuna. Ef til vill þarf hertogaynjan að fjárfesta í fleiri hliðarhnepptum yfirhöfnum á næstunni því á síðustu þremur mánuðum meðgöngunnar stækkar kúlan mest. AFPLíklega á eftir að sjást oftar til Katrínar í þessari kápu, eða svipuðum yfirhöfn- um, því fátt felur óléttukúlu betur en A-snið. Auk þess er þessi Goat-ullarkápa vorlega stutt svo ef sumarið kemur einhverntíma eiga yfirhafnir með slíku sniði áreiðanlega eftir að koma í góðar þarfir eftir því sem líður nær fæðingunni. KONUNGLEGIR TÍSKUSTRAUMAR Katrín og kápurnar ÞAÐ FER LÍTIÐ FYRIR HÆKKANDI HITASTIGI Í BRETLANDI ÞETTA VORIÐ, EINS OG SJÁ MÁ Á NÝLEGUM MYNDUM AF KATE MIDDLETON, HERTOGAYNJU AF CAMBRIDGE. Texti: Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Í upphafi Skotlandsheimsóknarinnar klæddist Katrín stuttri kápu með tartan- mynstri, frá fatamerkinu Moloh sem er í miklu uppáhaldi hjá hertogaynjunni. Katrín skartaði hárrauðri, einhnepptri Armani-kápu í kuldanum í Skotlandi nýlega, en sýndi skosku handbragði virðingu með því að vefja handofnum tartan-mynstr- uðum klúti frá D.C. Dalgliesh um hálsinn. Í marsmánuði, þegar Katrín var komin rúma fimm mánuði á leið, sást til hennar opinberlega í London, í blárri ull- arkápu frá danska hönnuðinum Malene Birger. Á köldum vetrardögum er gott að klæðast úlpu eins og Middleton klæðist hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.