Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013 Föt og fylgihlutir Meðan flestar okkar eiga eina, hlýja og vandaða vetr- arkápu til að líta vel út í kuldanum virðist Katrín eiga fullan fataskáp af vetrarkápum, eins og prinsessa er von og vísa. Katrín hefur greinilega ekki misst sig í fataverslunum fyrir verðandi mæður og skartar eng- um sirkustjöldum við opinber tækifæri. Enda er erfitt að sjá að hertogaynjan eigi von á sér eftir þrjá mán- uði. Það hefur í raun verið hjákátlegt að skoða vefsíð- ur breskra miðla undanfarið. Hver upphrópunin á eftir annarri lofar myndum af óléttubumbunni en þeg- ar betur er að gáð þarf einbeittan vilja til að sjá ummerki um ófæddan erfingja bresku krúnunnar. Katrín nýtir sér kápur með A-sniði – sem klæða hvers kyns bungur fyrir neðan brjóst af öllum konum – en virðist líka með- vituð um að halda einhverju fyrir framan sig miðja, vitandi að bumban hennar er ein sú eftirsóttasta í veröldinni af ljósmyndurum. Katrín er grönn og nett kona fyrir og því skiljanlegt að óléttubumban sé nett líka en óneitanlega lítur þó út fyrir að hertogaynjan sé snillingur í að klæða af sér óléttuna og angra þar með ljósmyndara og aðra forvitna. Kannski er Katrín Middleton ekki svo ósátt við kalda vorið í Bretlandi þetta árið? Í Skotlandsheimsókn hjónanna á dögunum skipti Katrín yfir í fallega appelsínugula Armani-kápu, sem er mjög svipuð og sú rauða en hneppt með einum hnappi til hliðar og því er rýmra um miðjuna. Ef til vill þarf hertogaynjan að fjárfesta í fleiri hliðarhnepptum yfirhöfnum á næstunni því á síðustu þremur mánuðum meðgöngunnar stækkar kúlan mest. AFPLíklega á eftir að sjást oftar til Katrínar í þessari kápu, eða svipuðum yfirhöfn- um, því fátt felur óléttukúlu betur en A-snið. Auk þess er þessi Goat-ullarkápa vorlega stutt svo ef sumarið kemur einhverntíma eiga yfirhafnir með slíku sniði áreiðanlega eftir að koma í góðar þarfir eftir því sem líður nær fæðingunni. KONUNGLEGIR TÍSKUSTRAUMAR Katrín og kápurnar ÞAÐ FER LÍTIÐ FYRIR HÆKKANDI HITASTIGI Í BRETLANDI ÞETTA VORIÐ, EINS OG SJÁ MÁ Á NÝLEGUM MYNDUM AF KATE MIDDLETON, HERTOGAYNJU AF CAMBRIDGE. Texti: Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Í upphafi Skotlandsheimsóknarinnar klæddist Katrín stuttri kápu með tartan- mynstri, frá fatamerkinu Moloh sem er í miklu uppáhaldi hjá hertogaynjunni. Katrín skartaði hárrauðri, einhnepptri Armani-kápu í kuldanum í Skotlandi nýlega, en sýndi skosku handbragði virðingu með því að vefja handofnum tartan-mynstr- uðum klúti frá D.C. Dalgliesh um hálsinn. Í marsmánuði, þegar Katrín var komin rúma fimm mánuði á leið, sást til hennar opinberlega í London, í blárri ull- arkápu frá danska hönnuðinum Malene Birger. Á köldum vetrardögum er gott að klæðast úlpu eins og Middleton klæðist hér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.