Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 47
14.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 hann betur þegar ég fór að eldast og hversu mikil vinna þetta er. Hann var mikill gleði- maður og þótt hann ofdekraði okkur ekki þá skorti okkur aldrei neitt. Ég hef heyrt marg- ar sögur eftir að hann féll frá af því hve gjaf- mildur og rausnarlegur hann var við fólk. Hann var svolítið hrjúfur á yfirborðinu en með stórt og gott hjarta og gat auðveldlega fyrirgefið fólki. Ég finn þann eiginleika í sjálfri mér. Ég get fyrirgefið voðalega margt ef fólk er innst inni gott.“ Björn segir að fyrst búið sé að tala um það sem ólíkt sé með þeim þá sé mjög margt sem þau eigi sameiginlegt. Þau séu til dæmis bæði ágæt í því sem Svava nefndi síðast – að eygja kjarnann í fólki, þekkja heiðarleika frá óheið- arleika og Björn segir að það gagnist þeim vel í viðskiptum. Bransinn sé á gráu svæði þar sem margt slæmt líðist og þau hafi fundið fyrir því eftir hrun. Björn kemur inn í fyrir- tækið fljótlega eftir að þau Svava byrja sam- an og tekur við framkvæmdastjórastöðu fyr- irtækisins á uppgangstíma í þjóðfélaginu. Svava segist hafa séð strax að þau gætu átt skap saman í starfi. Erfiðari róður tekur við í lok árs 2008. Svava: „Ég keypti Bolla, fyrrverandi mann- inn minn, út úr fyrirtækinu árið 2005. Árin 2006 og 2007 verða svakalega fín ár og 2008 leit vel út en svo kom hrunið. Fyrirtækið var með erlend lán og það tók tvö og hálft ár að semja við bankann og í langan tíma vissi ég í raun ekki hvorum megin línunnar við stóðum. Áttum við fyrirtækið eða áttum við það ekki? Á sama tíma þurftum við að hvetja starfs- fólkið áfram, að lifa eðlilegu lífi og halda áfram að vinna. Sjálfur þurfti maður að sofna á kvöldin og vakna eitt spurningarmerki á hverjum morgni. Ég lærði helling af þessu tímabili og ekki síst hvað það varðar að láta ekki örvæntingu ná tökum á sér og reyna að treysta því að hlutirnir muni fara vel. Það var það eina í stöðunni. Ég hengdi upp fjögur spil með jákvæðum skilaboðum á vegginn í fata- herberginu. Svona „secret“-spil. Á þeim stóð meðal annars: „Þetta á eftir að takast vel“, en á myndinni voru tveir aðilar að handsala eitt- hvað, og „mundu að þú ert heppin“. Ég horfði á spilin á hverjum einasta degi og jú, það má segja að ég hafi tekið secret-pakkann á þetta. Ég fann mína leið til að ná ró og jafnvægi því hvernig áttum við annars að reka fyrirtækið áfram? En það var erfitt að vinna í þessu um- hverfi og margir sópuðust út af markaðnum og aðrir skiptu um kennitölur. Við biðum og vonuðum að við gætum samið, að fara réttu leiðina var prinsipp. Ég hef trú á því að það sé karma í lífinu og góðir hlutir komi til baka, í einhverri mynd.“ Björn „Viðskiptavinir og birgjar Svövu eru gamlir vinir hennar sem ég hef fengið að kynnast eftir að ég kom inn í fyrirtækið og ég hef sjálfur lært mikið. Maður er orðinn sjóaður og er afar fljótur að spotta það út hverjir eru heiðarlegir í geiranum. Við skynj- um það yfirleitt strax á fyrsta fundi ef sam- bandið er ekki okkar tebolli. Við drögumst að hreinu og beinu fólki og við höfum fattað það með árunum að vinir og fólkið í kringum okk- ur hefur allt þessa eiginleika.“ Svört atvinnustarfsemi skemmir fyrir Finnst ykkur, sem eruð í hringiðu viðskipta- lífsins, að hlutirnir séu á uppleið? Svava „Mér finnst erfitt að meta það. Fleiri útlendingar koma til landsins sem get- ur haft áhrif á það að veltan er meiri en það þarf ekki að vera að Íslendingar sjálfir hafi meiri peninga milli handanna. Svo eru tvö hagkerfi í gangi. Það er svarta hagkerfið og svo þetta sem við tilheyrum og við höfum fundið fyrir því að vera að missa starfsfólk því fólk fær borgað svart annars staðar. Það er ekki hægt að keppa við slíkt og við höfum haft samband við Vinnueftirlitið og beðið það að skoða þessi mál nánar.“ Björn „Við sjáum aukningu hjá okkur og okkur finnst við sjá ljós við enda þessara ganga en ég hugsa að margt spili þar inn í, það eru til dæmis kosningar framundan. Það sem vill hins vegar oft gleymast er að at- vinnulífið er í höndum fyrirtækjanna í landinu og það er virkilega þungur róður að reka fyr- irtæki í dag. Ríkið rekur ekki Ísland heldur eru það fyrirtækin og það þarf að skapa þeim umhverfi sem þau geta fótað sig í.“ Svava „Það er svo margt sem hefur gert það að verkum að mörg fyrirtæki geta ekki lengur skapað fólki atvinnu. Hinir ýmsir skattar á fyrirtæki og tryggingagjöld hafa verið hækkuð mikið fyrir utan aðra skatta á einstaklinga, auðlegðarskatturinn er til að mynda ekkert annað en þjófnaður, verið er að seilast í vasa fólks eftir peningum sem búið er að borga af og fólk á – hvað er það? Vegna þessa hefur fólk sem á eitthvað aukreitis flutt af landi brott. Vissulega er þó alltaf eitthvað jákvætt í svona ástandi – við sjáum til dæmis að fólk metur það mikils að hafa vinnu og leggur sig miklu meira fram við að standa sig. Starfsmannahópurinn okkar er um 160 manns, í 17 verslunum, og sá hópur fær aldr- ei nóg hrós, traust og gott fólk sem ber hag fyrirtækisins fyrir brjósti.“ Björn „Auðvitað höfum við skoðun á þessu því við lifum og hrærumst í framlínunni. Fyr- irtækin í landinu eru í kröggum og það hefur mistekist að skapa þeim umhverfi sem þau geta starfað í.“ Svava „Útflutningurinn hefur bjargað efna- hagnum. Krónan kom okkur að einhverju leyti í okkar ógöngur en um leið hefur hún átt stóran þátt í að horfurnar eru betri. Við seljum vörur út og fáum „margar krónur“ fyrir, þannig að viðskiptajöfnuðurinn okkar er jákvæður. Það er það sem er að bjarga okkur en ekki aðgerðir ríkisstjórnar. En ef ég tek bara mið af okkar rekstri þá finnum við að viðskipti við erlenda ferðamenn, sérstaklega á Laugaveginum, muna miklu. Dýrari versl- anirnar okkar, Eva og Kultur, Kultur menn ganga mjög vel og við erum að færa Sautján aftur í það horf sem hún var; milliverð á merkjavöru, með vinsæla skandinavíska hönn- un, þar á meðal íslenska. Eftir hrun gerðum við hana talsvert ódýrari og fluttum inn önn- ur merki. Hún hefur alltaf verið vinsæl versl- un með mikla veltu en sveiflaðist í hruninu, aðallega dömumegin. Það hefur verið okkur kappsmál og skemmtilegt verkefni að ná henni á þann stað sem hún er að komast aft- ur á núna.“ Björn „Við Svava erum bæði þannig að við viljum sjá árangur. Við viljum alltaf gera bet- ur og ég held að það sé smitandi. Kannski er- um við Svava svolítið öfgakennd, erum varla búin að landa einu verkefni þegar næsta og þarnæsta er komið á teikniborðið. Vinnan okkur er skemmtileg af því að við höfum bæði áhuga á henni. En við gerum líka ólíka hluti. Svava er á kafi í tískunni, fylgist ná- kvæmlega með öllum straumum, sniðum og litum – ár fram í tímann – en ég tek ekki áhættu og er í sömu klassísku fötunum ár eft- ir ár. Ég er að vísu kominn úr svörtum fötum í blá og grá. En svo er svartur víst að koma aftur inn svo það er allt í lagi að vera í svörtu. En þetta eru sko hlutir sem ég sé alls ekki fyrir.“ Það er farið um víðan völl þennan eftir- miðdag í Fossvoginum þar sem Björn og Svava búa með 16 ára syni Svövu, Ásgeiri Frank, og hundinum Lucas. Það liggur í loft- inu að þrátt fyrir að þau vinni fram á kvöld, oft saman í tölvunum eftir kvöldmat, kunni þau að grípa daginn. Björn „Við tökum lífið ekkert of alvarlega, það er aldrei leiðinlegt hjá okkur, bara skemmtilegt. Heldurðu að öðrum finnist við ekki örugglega líka skemmtileg, Svava? (Björn setur upp einkennilegan svip). Ég er eiginlega nokkuð viss um það.“ Svava „Haha, jú ég vona það, annars er það þá þeirra vandamál! Áhugamálin okkar? Við spilum auðvitað golf og svo veiðum við lax, eigum yndislega fjölskyldu og skemmti- legan vinahóp. Við grípum oft í spil og spilum jafnvel upp á peninga á kvöldin og þegar við förum til London finnst okkur hrikalega gam- an að kíkja í spilavíti.“ Björn „En Svava sér um allt þetta heilsu- dæmi. Hún er með blóðflokkamataræðisbók á náttborðinu og ég borða bara það sem mér er sagt að borða.“ Svava „Ég bað hann að athuga í hvaða blóðflokki hann væri og sagði honum að ég væri í B- sem væri frekar sjaldgæfur blóð- flokkur. Hann var auðvitað viss um að fyrst sá blóðflokkur væri eitthvað spes þá væri hann pottþétt í honum líka. Svo kom á dag- inn, mörgum árum síðar, að hann hafði rétt fyrir sér. Þannig að þetta var mjög hentugt að geta verið á sama mataræði. Eitthvað sem við megum ekki borða? Ýmiss konar kjöt, ma- ís og tómatar. Sú fæða fer beint inn í tauga- kerfi okkar, sem er mjög viðkvæmt en aðrir blóðflokkar mega hins vegar borða þann mat. Ég fann til dæmis fyrir sterkum fjörfiski í auga í marga mánuði, þrjú ár röð, frá janúar fram í maí ár hvert. Ég leitaði til margra lækna en enginn fann neitt út úr þessu. Ég fór eftir blóðflokkamataræðinu og er allt önn- ur og hef ekki fengið þennan fjörfisk eftir það nema þá Bjössa minn!“ Ætla þau að standa í framlínunni áfram? Svava „Ég get sagt að ég upplifði svolítið sérstakt í skíðaferðalagi í vetur sem við fór- um í með yndislegum íslenskum hjónum til Lech í Austurríki. Við heimsóttum þar eina flottustu lífsstílsverslun sem ég hef séð – fimm hæða skíðahátískuverslun sem var með alls konar húsmuni, spil, fatnað og hatta. Það iðaði allt af lífi, smekkfull verslun alla daga af mjög efnuðu fólki að versla og ég sagði við Bjössa að ég yrði ekki söm þegar ég kæmi heim. Ég er svo mikil búðarkona að ég hrein- lega elskaði þetta. Þegar við vorum á leið út úr búðinni sáum við litla sæta konu með svart hár og blik í augum, örugglega ekki hærri en 150 cm, milli sjötugs og áttræðs.“ Björn „Ég er svo feiminn og til baka oft, vil helst ekki stökkva á fólk, en Svava er mun frakkari og ég vissi ekki fyrr en Svava var búin að spyrja hana hvort hún væri eigandinn og það reyndist vera rétt. Hún átti þá allt heila dæmið og bauð okkur á kampavínsbar- inn og sagði okkur sólarsöguna. Hún og eig- inmaður hennar sem var látinn höfðu byrjað í Lech með lítið hótel, nokkur herbergi og end- uðu svo á að kaupa allt húsið.“ Svava „Að lokum áttu þau alla Lech, allar skíðalyfturnar, aðalhótelin og stórt landsvæði. Ég sagði gömlu konunni að þetta væri ein fal- legasta búð sem ég hefði komið í, ég var upp- numin og snortin af þessari sögu. Hún er þá búin að afgreiða alla kónga og drottningar í Evrópu og hafði yndislegar sögur að segja. En það sem hún sagði og er kannski það sem ég fann til svo sterkrar samkenndar með var að hún hefði aldrei náð þessum mikla árangri og getað verið að í svona langan tíma ef hún hefði ekki gert þetta af einlægum áhuga og ástríðu.“ Björn „Já, og geta alltaf séð hlutina í kringum eins og það væri í fyrsta sinn. Við getum til dæmis endalaust talað saman, og alltaf um eitthvað nýtt. Að vísu tala ég minna, Svava talar miklu meira en ég.“ Svava „Nú þú heyrir það!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg *Ég leit á hana sem algjöra gribbu, hélt að húnværi bara frek og stjórnaði sínu með harðrihendi. En svo er það nú þannig og þegar þú ert kona í viðskiptum, lætur í þér heyra og ert með skoðanir – að þá heyrist gjarnan: „Já, þessi frekja þarna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.