Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaNeytandi vikunnar segist frekar kaupa slátur fyrir hundinn en hundamat því það sé ódýrara Björk Jakobsdóttir, leikkona og höf- undur leikverka, er hætt að nenna að reikna út hvað hún eyðir miklu í mat. Hún reynir bara að spara eins og hún getur. Til heimilismanna og gæludýra teljast 4 manneskjur, ein tík, fjórir hestar og sá fimmti er á leiðinni. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ost og skinku. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Alltof mikið, er hætt að nenna að reikna það út. Reyni bara að spara eins og ég get. Hvar er helst keypt inn? Bónus, Fjarðarkaup og Krónan. Myndi versla meira í Krónunni og Fjarðarkaup ef þeir væru ekki með svona rándýran hundamat. Það er ódýrara að kaupa slátur fyrir hundinn en hundamat í Krónunni og Fjarðarkaup. Bónus klár- lega malar verðlagningu í hundamat, þess vegna fer ég oftast þangað af því að ég nenni ekki að fara í margar versl- anir til að kaupa í matinn. Hvað freistar helst í mat- vörubúðinni? Allt gúrmei-dótið sem þeir bjóða upp á í Fjarðarkaup. Elska heilsu- og lífrænu vörurnar. Vildi bara óska að verðið væri þannig að al- menningur hefði efni á að kaupa það oftar Hvernig sparar þú í heim- ilishaldinu? Með því að hafa allt heimilisfólk í stanslausri megrun!! Nei djók. Aldrei fara svangur í búðina, ekki gera magninnkaup af því það skemmist bara. Kaupa bara það sem maður þarf hverju sinni . Læra svo að búa til góðar eggjakökur úr afgöngum. Hvað vantar helst á heimilið? Heimilisþrif! … en ég bara tími ekki að borga fyrir það og eyði því töluverðum tíma í að röfla og hafa áhyggjur af því að það sé ekki nógu vel þrifið heima hjá mér Eyðir þú í sparnað? Já, ég eyði í sparnað. Ég nenni ekki að vinna eins og geðsjúklingur níræð í göngugrind. Upp- hæðin sem gæti farið í heimilisþrif fer í sparnað. Ég vil frekar hafa ryk í glugga- kistum en að þurfa að hafa áhyggjur af því hvaða leikrit ég set upp næst 95 ára. Þó ég sé hress, sexý og svaka ung- leg þá veit ég ekki hverjir nenna að koma að horfa á mig leika tíræðisaldri. Skothelt sparnaðarráð: Skella sér á Blakkát í Gaflaraleikhúsinu. Ódýr leikhúsmiði með fullt af hlátri og sparar rándýra sálfræði- og áfengismeðferð. NEYTANDI VIKUNNAR BJÖRK JAKOBSDÓTTIR Eyðir of miklu Björk eyðir frekar í röfl en peningum í heimilisþrif. Morgunblaðið/Árni Sæberg Matvöruverslunin Kostur hefur verið til fyrirmyndar í matvöru- tilboðum. Alla virka daga er til- boð á matvörum. Á mánudögum er tilboð á nautahakki, 697 krón- ur kílóið, á þriðjudögum er tilboð á mjólk, öllum sortum og er verðið 80 krónur á lítrann. Á miðvikudögum er heill kjúk- lingur á tilboðsverði eða 589 krónur kílóið. Fimmtudagar eru ávaxta- og grænmetisdagar en þá býðst valið grænmeti og ávextir með 50% afslætti. Á föstudögum er boðið upp á 4 hamborgara, 4 brauð og 2 lítra flösku af Pepsí á 699 kr. Kosturinn við þessi tilboð er að þau eru alltaf í gangi og neytendur ganga að þeim vísum. Sparað með fatalit Ef fólk á uppáhaldsgallabuxur, þessar einu réttu sem draga fram allar bestu hliðar eigandans er hægt að hressa upp á útlit þeirra með því að fjárfesta í fatalit sem var besti vinur þeirra fatasjúku hér á árum áður. Þetta sparnaðar- ráð og fleiri má finna í bókinni Þú ert snillingur. Þó er tekið fram að hafa skal í huga að ef buxurnar eru orðnar slitnar þá er ekki víst að aðgerð þessi sé ráðleg heldur sé eina ráðið að kaupa nýjar. Fatalit er oft að finna í efnalaug- um. púkinn Aura- Fín tilboð hjá Kosti S íðustu ár hafa æ fleiri bíl- eigendur nælt sér í svo- kallaðan bensínlykil, vild- arkerfi olíufélaganna sem veitir afslátt af lítraverði elds- neytis. Kosturinn við að hafa slík- an lykil undir höndum er sá að afslátturinn kemur fram strax við dæluna. Þá eru kaupin skuldfærð beint af reikningi viðkomandi og því engin ástæða til að þvælast með veskið á bensínstöðina og í sumum tilfellum fást vildarpunktar fyrir viðskiptin sem hægt er að nota til kaupa á vöru og þjónustu hjá viðkomandi félagi. En er allt sem sýnist í þessum málum? Ef olíufélögin hafa efni á að veita afslátt allt upp í 12 krón- ur af lítranum, hvers vegna er verðið ekki einfaldlega lækkað til allra sem þessu nemur því svo virðist að svigrúm sé til verðlækk- unar? Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, var inntur álits á þessum málum. „Samkeppnin í dag milli félag- anna kemur fyrst og fremst fram í afsláttarlyklunum. Ég merki það með því að þegar lyklarnir fóru að vera áberandi hækkaði með- alálagning olíufélaganna. Flestir eru með 3 krónur í afslátt en svo er það allur gangur á því hvaða kjör fólk er með og við hvaða verð er miðað. Sumir miða við lægsta verð eins og atvinnubíl- stjórar sem eru kannski með 10 krónur í afslátt frá því verði og svo eru aðrir sem miða afsláttinn við verð á heimasíðu viðkomandi félags svo dæmi sé tekið. Ég myndi segja að kerfi sem þetta dragi úr gagnsæi við verðmyndun eldsneytis.“ Alltaf einhverjir sem greiða fullt verð „Það eru alltaf einhverjir sem borga fullt verð alveg eins og var með byggingarvöruverslanirnar hér áður fyrr. Iðnaðarmenn fengu ríflegan afslátt af vörum en svo komu Jón og Gunna úti í bæ inn í verslunina og greiddu fullt verð fyrir sömu vöru. Þetta breyttist svo allt þegar nýr aðili kom inn á markaðinn og hinir lækkuðu þá afsláttinn og líka verðið almennt. Allir högnuðust á því.“ Segir Run- ólfur. „Annað sem hefur breyst er að verðmunurinn milli stöðva og þeirra sem bjóða fulla þjónustu og sjálfsafgreiðslustöðva er mjög lítill. Hann er ekki nema 20-30 aurar á milli stöðva. Í október 2007 mun- aði 2 krónum á lítranum eftir því hvort menn völdu þjónustu- eða sjálfsafgreiðslustöð,“ segir Run- ólfur Ólafsson að lokum. SAMKEPPNI Á ELDSNEYTISMARKAÐI Bensínlyklar, böl eða blessun? SAMKEPPNI MILLI OLÍUFÉLAGA FER FRAM Í FORMI AFSLÁTTARLYKLA. FRAMKVÆMDASTJÓRI FÍB SEGIR LÍTINN MUN ORÐ- INN Á ÞVÍ AÐ TAKA ELDSNEYTI Á STÖÐVUM MEÐ ÞJÓNUSTU OG SJÁLFSAFGREIÐSLUSTÖÐVUM. Hólmfríður Þórisdóttir holmfridur.thoris@gmail.com Margir eru ósáttir við bensínverð og litla samkeppni olíufélaganna. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.