Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 34
*Græjur og tækniAllir ættu að geta búið til eigin heimasíðu Einföld umsjónarkerfi fyrir vefsíður víða »37 Það er kannski til marks um nýja tíma á fjarskiptamarkaði á Íslandiað annað fyrirtæki en Síminn sé fyrst með nýja tækni – Nova varðfyrst fyrirtækja til að kynna tilraunaþjónustu fyrir fjórðu kynslóð farsímakerfa, þá sem kallast jafnan 4G, og 4.4. síðastliðinn, kl. 4.04, nema hvað, opnaði Nova 4G net sitt fyrir viðskiptavinum. „Fjórða kynslóðin er framtíðin,“ segir í fyr- irsögn sem birtist í Morgunblaðinu á síðasta ári, en það hefur þó tekið tímana tvo að koma 4G þjónustu á hér á landi. Fréttin a tarna birtist einmitt í til- efni af því að Póst- og fjar- skiptastofnun kynnti loks útboð á tíðni- heimildum fyrir 4G-þjónustu, en þess má geta að eitt símafyrirtækjanna ís- lensku, Nova byrjaði með 4G tilraunir haustið 2011 og margir orðnir langeygir eftir þjónustunni. Ég hafði nasasjón af tilraunum þeirra Nova-manna á 4G á sínum tíma, fékk kynningu hjá Nova og síðan lán- aðan netpung. Framan af var sambandið aðeins á tilteknum svæðum í Reykjavík, en er nú komið út um allt höfuðborgarsvæðið og ég get borið vitni um það að 4G náðist býsna vel á heimaslóðum mínum í Hafnarfirði, framúrskarandi vel í 101 í Reykjavík og mjög vel í Árbænum. Græjurnar sem ég prófaði voru það sem Nova menn kalla Box, þráðlaus beinir með WiFi nettengingu og einnig LAN- og símatengi, og svokallaða Hnetu, lítinn ferðabeini sem allt að fimm tæki geta notað í einu (sjá mynd). Gagnaflutningar um 4G eru umtalsvert hrað- virkari en um 3G kerfi enda er það hannað til að flytja gögn fyrst og fremst, símaþjón- ustan er nánast aukageta (sem rímar við það að ekki nema um 20% af daglegri notkun farsíma er símtöl). 4G-kerfi bjóða upp á allt að 100 Mb á sek. á sek gagna- flutning í dag (deilið með 8 til að fá út MB), sem er nokkuð meira en boðið er upp á í dag í ADSL-kerfum svo dæmi sé tekið, en báðum tilfellum, bæði með 4G og ADSL, er miðað við bestu skil- yrði og aðstæður. Þess bera að geta að þegar 4G græja nær ekki 4G-sambandi skiptir hún sjálfkrafa yfir í 3G. NÝIR TÍMAR Á FJARSKIPTAMARKAÐI NOVA BRAUT BLAÐ Í ÍSLENSKRI SÍMASÖGU UM DAGINN ÞEGAR FYRIRTÆKIÐ KYNNTI 4G ÞJÓNUSTU SÍNA FYRST SÍMAFYRIRTÆKJA. 4G, EÐA FJÓRÐA KYNSLÓÐ SÍMKERFA, BÝÐUR MARGFALDAN HRAÐA SAMANBORIÐ VIÐ 3G. * Aftan á boxinu er tengingfyrir netsnúru, Ethernet-tengi (LAN), en því miður aðeins eitt. Til þess að ná hámarkshraða alla leið þarf maður eiginlega að vera með netsnúru frá beini í tölvu, annars verður þráðlausa netið flöskuháls. (WiFi 802.11g er með að hámarki 54 Mb á sek, en í raun um 22 Mb á sek.) Ég hefði viljað hafa fleiri Ethernet-tengi. * Vissulega er hvert megabætidýrara í 4G-kerfi en í ADSL við fyrstu sýn, en ekki má gleyma að taka með í reikninginn línugjald vegna ADSL-þjónustu, leigu á beini og oftar en ekki gjald fyrir heimasíma. Sá sem er með 4G farsíma eða spjaldtölvu, nú eða fartölvu, þarf ekki að borga nema fyrir gögnin og getur verið hag- stætt þegar upp er staðið. * Ég rakst á þá samlíkinguað líkja megi 4G við þyrlu, en ADSL við vegi; 4G sé ekki bundið af línum og beinum, en flutningur um ADSL öruggari. Þeir sem eru orðnir leiðir á að bíða eftir ljós- leiðara ættu að skoða 4G. ÁRNI MATTHÍASSON Græja vikunnar V ið vildum kvikmynda sem mest án þess að nota tölvutæknina þannig að okkur fannst rökrétt að smíða geimskipið í fullri stærð,“ segir Joseph Kos- inski leikstjóri kvikmyndarinnar Oblivion sem beðið er með mikilli eftirvæntingu hér á landi. Tæknin á bak við eina Hollywood-risamynd er gríðarleg en meðal annars hannaði fólkið á bak við myndina nýtt hljóð- kerfi. Skiptu út Dolby digital yfir í Dolby Atmos sem á að skila sér í betri hljómgæðum. Nýverið kom út kynning- armyndband þar sem farið er yfir tæknina á bak við mynd- ina. Téð geimskip hefur fengið mesta hrósið. Enda átti aðal- leikarinn, Tom Cruise, vart orð þegar hann sá skipið í fyrsta sinn. Sjálfur hafði hann sitt hvað að segja með hönnun skips- ins enda vanur flugmaður. „Hann kom nálægt því hvar takk- arnir væru, hvar fótstigið væri og stýrið líka. Hann vildi að þetta liti sem best út í myndinni,“ bætti Kosincy við. „Þarna er hugsað út fyrir kassann. Allt er glæsilegt við þetta skip. Hönnunin er frábær og manni fannst þetta vera skip úr framtíðinni,“ sagði Cruise. Smíðað var eitt stórt skip og flugstjórnarklefi sem var á tjökkum sem gátu snúið skipinu í allar áttir hratt og örugg- lega. Olga Kurylenko sem leikur í myndinni var hrædd þegar hún prófaði þetta í fyrsta sinn. „Hún segir ábyggilega núna að hún hafi ekki verið hrædd en ég get alveg staðfest að hún var mjög hrædd,“ sagði Cruise í myndbandinu. „Þetta er mjög fallegt skip þegar það stendur á jörðinni og er kyrrt en það var ekkert sérstakt að vera þarna inni í klefanum þegar það snérist í allar áttir,“ sagði Olga. Geimskipið og mótorhjólið sem voru sérhönnuð fyrir myndina. Bláskjár og flugstjórnarklefi. Toppblanda. Geimskipið naut sín í íslenskri náttúru. TÆKNIN Á BAK VIÐ OBLIVION Smíðuðu geimskip í fullri stærð ÞEGAR HOLLYWOOD ER ANNARSVEGAR ER ALMENNT EKKI FARIÐ HÁLFA LEIÐ. FÓLKIÐ Í HOLLY- WOOD FER ALLA LEIÐ. Í MYNDINNI OBLIVION, SEM TEKIN VAR UPP AÐ MIKLU LEYTI HÉR Á LANDI, VAR ÁKVEÐIÐ AÐ SMÍÐA HEILT GEIMSKIP. ALLT FYRIR MYNDEFNIÐ. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Tom Cruise og leikstjórinn Joseph Kosinski á góðri stundu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.