Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 38
*Föt og fylgihlutir Kate Middleton hertogaynja hefur klæðst kápum undanfarið enda lætur vorið bíða eftir sér »40
Ein klassísk – hver hafa verið
bestu kaupin þín fatakyns?
Held að bestu fatakaupin sem ég
man eftir í augnablikinu sé Armani
Exchange-úlpa sem ég keypti mér í
London í vetur. Elska hana.
En þau verstu?
Verstu eru sennilega grænn Ever-
last-jogginggalli sem ég keypti mér
þegar ég var svona 13 ára. Guð
minn góður hvað hann var ljótur.
Hvar kaupir þú helst föt?
Hérna heima versla ég aðallega í
Vero Moda, Gallerí 17, Kiss Kringl-
unni og Júník Smáralind. Úti versla
ég mikið í Forever 21 og þannig
búðum. Armani Exhange er líka í
mjög miklu uppáhaldi.
Hver er flottasta búð sem þú hef-
ur komið í?
Flottasta búð sem ég hef komið inn
í er sennilega Louis Vuitton-búð í
Kína. Hún var á mörgum hæðum og
algjörlega geðveik.
Manstu eftir einhverjum tískuslys-
um sem þú tókst þátt í?
Þau hafa nú verið nokkur en ætli ég
nefni ekki bara fjólubláu Buffalo-
skóna mína sem ég gekk mikið í
þegar ég var unglingur.
Hvað hefurðu helst í huga þegar
þú velur föt?
Ég hef helst í huga þegar ég vel föt
að ég fíli mig í þeim. Ætli það sé
ekki svona það sem ég spái oftast í.
Litadýrð eða svart/hvítt?
Svart og hvítt. Ég er ekki mikið í
litum en bleikt er samt í mjög miklu
uppáhaldi, annars geng ég ekki
mikið í litum.
Hefurðu augastað á einhverju fal-
legu fyrir sumarið?
Já, langar í nýja fallega bleika arm-
bandið fra Sif Jakobs.
Hvaða þekkta andlit finnst þér
með flottan stíl?
Nicole Scherzinger. Hún er svo flott
og með mjög góðan stíl.
Áttu þér einhvern uppáhalds-
fatahönnuð?
Ég á mér engan sérstaka fatahönn-
uð, en ég á mér nokkra uppáhalds
þegar kemur að fylgihlutum, tösk-
um, úrum og skarti, og þá aðallega
Sif Jakobs, Bulgari, Louis Vuitton
og Michael Kors.
Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á
verðmiðann, hvaða flík eða fylgi-
hlut myndirðu kaupa?
Úff, það er svo margt sem ég
myndi kaupa.
Ef þú fengir aðgang að tímavél
sem gæti flutt þig aftur til árs að
eigin vali og þú fengir dag til að
versla, hvaða ár myndirðu velja
og hvert færirðu?
Ætli ég myndi ekki bara velja árið
2012 þegar ég fór í verslunarmið-
stöð í San Francisco, væri til í það
aftur.
Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir.
Ein sú færasta í sínu fagi.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Hver getur gleymt Buffalo-skónum? Ekki nokkur maður.
Sif Jakobs hönnuður.
Nicole Scherzinger er töffari. Louis Vuitton-búðin í Kína er flottasta búð sem Sigurlaug hefur komið í.
SIGURLAUG DRÖFN FÖRÐUNARFRÆÐINGUR
Átti eitt sinn
fjólubláa
Buffalo-skó
SIGURLAUG DRÖFN BJARNADÓTTIR, HÁRGREIÐSLUNEMI
OG FÖRÐUNARFRÆÐINGUR, ER NÝKOMIN FRÁ LOS ANG-
ELES ÞAR SEM HÚN FARÐAÐI SJÁLFA INGRID ROMERO
FITNESS-DROTTNINGU. SILLA ER SMEKKKONA SEM HEFUR
ÞÓ GENGIÐ UM Í BUFFALO-SKÓM.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is