Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 37
14.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Google býður nú upp á nýja þjónustu sem sér um að
farga þeim upplýsingum sem þú geymir hjá þeim við
andlát þitt, eða koma þeim í hendur aðila sem þú
treystir.
Margir geyma mikið magn upplýsinga hjá Google
fyrirtækinu, í gegnum Gmail, Google+, Google Drive,
Blogger eða Picasa svo eitthvað sé nefnt. Google býð-
ur nú upp á nokkuð sem kallast „Inactive Account
Manager“ sem hjálpar þér „undirbúa þig fyrir staf-
ræna eftirlífið,“ eins og það er orðað í fréttatilkynn-
ingu frá Google.
Ef þú skráir þig ekki inn á Google reikninginn þinn
í ákveðinn tíma (þú getur stillt það á 3, 6, 9 eða 12
mánuði) mun Google reyna að ná sambandi við þig í
annað netfang eða síma. Ef það gengur ekki, hefst
fyrirfram skilgreint ferli. Ef þú ákveður að skilja þess-
ar upplýsingar eftir handa aðstandendum býðst þeim
að hlaða niður gögnunum, en ef þú vilt síður að aðrir
fái aðgang að þeim verður öllum upplýsingum þínum
eytt.
GOOGLE UPPLÝSINGUM EYTT VIÐ ANDLÁT
Google fyrir framliðna
DEYR FÉ, DEYJA FRÆNDUR - SEGIR Í HÁVAMÁLUM - OG SJÁLFUR IÐ SAMA. EN ORÐSTÍR,
HANN DEYR EKKI. OG EKKI NETFANGIÐ ÞITT HELDUR. EN ÞAÐ ER AÐ BREYTAST.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Google býður nú val um að aðstandendur geti hlaðið niður gögnum eftir andlát eða þeim verði eytt.
AFP
Morgunblaðið/Ómar
Eftirspurn eftir forriturum hefur aldrei verið
meiri. Enda má segja að það sé nú til tölva á
hverju heimili, og á sumum heimilum fleiri en
ein. Veftímaritið The Next Web plægði nýlega
16 milljónir starfsauglýsinga á netinu til þess að
komast að því eftir hvers konar forriturum væri
mest eftirspurn. Niðurstaðan er á þessa leið:
1. SQL
2. Java
3. HTML
4. JavaScript
5. C++
6. XML
7. C#
8. C
9. Perl
10. Python
11. PHP
12. Objective-C
13. AJAX
14. ASP.NET
15. Ruby
Forritarar vinsælir
Að kunna forritun getur komið sér vel.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
MEST EFTIRSPURN VIRÐIST VERA EFTIR FORRITURUM SEM KUNNA SQL EF
MARKA MÁ ÚTTEKT Á STARFSAUGLÝSINGUM Á NETINU
Opnunartímar:
Smáralind
Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18
Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330
Laugavegi 182
Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300
iPad
mini
Haltu á hinum stafræna
heimi í einu undratæki sem
smellpassar í lófann.
Verð frá:59.990.-