Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 24
RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR SAGÐIST VEL GETA BÆTT ÝMSU FAL- LEGU VIÐ HEIMILI SITT Í HLÍÐAHVERF- INU ÞEGAR HÚN VAR BEÐIN UM AÐ VELJA EINN HLUT Í HVERT RÝMI ÍBÚÐ- AR SINNAR. RAGNHEIÐUR ER SJÁLF VÖRUHÖNNUÐUR OG HEFUR GETIÐ SÉR GOTT ORÐ FYRIR MUNI TIL DAGLEGRA NOTA SEM HÚN HANNAR UNDIR RATDESIGN. ÞÓTT RAGNHEIÐUR BÚI Í REYKJAVÍK ER HÚN ALIN UPP Í SVEIT OG HÚN SÆKIR ÞVÍ GJARNAN INN- BLÁSTUR TIL GAMALLA ÍSLENSKRA HEFÐA Í HÖNNUN SINNI. *Heimili og hönnunMyndlistarmaður og hláturleiðbeinandi hafa komið sér upp líflegu heimili á Akureyri »26 „Utensilo-plasthirsluna, til að geyma snyrtidótið í. Hef alltaf verið hrifin af alls kyns litlum hóflum og hillum undir smádót og held að þessi yrði fín undir blýanta og bursta inni á baði. Dorothee Becker, eiginkona Ingos Maurers, hannaði hilluna víst undir smádót sem hún var orðin þreytt á að tína upp af gólfinu eftir krakkana þeirra. Hún er frá 1969 en stenst algerlega tímans tönn.“ „Það vantar alltaf eitthvað til að tylla sér á í forstof- unni þegar farið er úr skónum. Mér finnst ullar- kollarnir eftir þær í Volka mjög flottir, sérstaklega í einhverjum glaðlegum lit.“ … í forstofuna „Í óraunveruleik- anum mundi ég flytja inn í Gljúfra- stein, bara eins og hann leggur sig, og búa þar eins og fín frú.“ „Ég er að reyna að herða mig í end- urvinnslunni heima og segi sjálfri mér að ég verði duglegri að flokka ef ég geti flokkað í fallegar tunnur. Sá þessa sniðugu grind eftir Helenu Mattila, sem maður hengir einfaldlega bréf- poka eða taupoka á. Gæti kannski orðið draslaralegt þegar pokarnir eru orðnir fullir en samt eitthvað svo einfalt og fyrirferðarlítið.“ … í eldhúsið … í útópískri veröld „Mig hefur lengi langað í einhver flott myndverk á veggina í stofunni. Ég er mjög hrifin af teikningum Ingu Maríu Brynjarssdóttur af alls kyns skordýr- um. Það er eitthvað svo „oldschool“ og svalt við blýantsteikningar og hún er ótrúlega fær teiknari. … í stofuna … í svefn- herbergið „Mig langar í bútasaumsteppi í svefnherbergið. Ég hef alltaf verið svag fyrir bútasaumstepp- um, sennilega sveitastúlkan í mér, og mig dauðlangar í rúm- teppi úr hekluðum eða prjón- uðum bútum. Treysti mér ekki til þess að búa það til sjálf og skömm að segja frá því að ég rétt kann að prjóna og hekla.“ … í barna- herbergið „Finnst þetta afar sniðug koja eftir þau Klaus og El- inu Aalto. Hugmyndin er sótt til tréhúsa og ég get vel ímyndað mér að það sé ævintýralegt að fara að sofa í svona koju.“ „Ég væri vel til í þessi rómantísku hús- gögn í garðinn eftir Patriciu Urquiola. Þau eru úr málmi en samt er ótrúlega létt yfir þeim og skemmtilegt hvernig þau eru fléttuð saman eins og bast- húsgögn frá sjöunda áratugnum. Ég væri til í einhvern hressilegan og sumarlegan lit eins og appelsínugulan eða gulan.“ … í garðinn Mig langar í … … á baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.