Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 24
RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR
SAGÐIST VEL GETA BÆTT ÝMSU FAL-
LEGU VIÐ HEIMILI SITT Í HLÍÐAHVERF-
INU ÞEGAR HÚN VAR BEÐIN UM AÐ
VELJA EINN HLUT Í HVERT RÝMI ÍBÚÐ-
AR SINNAR. RAGNHEIÐUR ER SJÁLF VÖRUHÖNNUÐUR OG HEFUR
GETIÐ SÉR GOTT ORÐ FYRIR MUNI TIL DAGLEGRA NOTA SEM HÚN
HANNAR UNDIR RATDESIGN. ÞÓTT RAGNHEIÐUR BÚI Í REYKJAVÍK
ER HÚN ALIN UPP Í SVEIT OG HÚN SÆKIR ÞVÍ GJARNAN INN-
BLÁSTUR TIL GAMALLA ÍSLENSKRA HEFÐA Í
HÖNNUN SINNI.
*Heimili og hönnunMyndlistarmaður og hláturleiðbeinandi hafa komið sér upp líflegu heimili á Akureyri »26
„Utensilo-plasthirsluna, til að geyma snyrtidótið í. Hef
alltaf verið hrifin af alls kyns litlum hóflum og hillum undir
smádót og held að þessi yrði fín undir blýanta og bursta
inni á baði. Dorothee Becker, eiginkona Ingos Maurers,
hannaði hilluna víst undir smádót sem hún var orðin
þreytt á að tína upp af gólfinu eftir krakkana þeirra. Hún
er frá 1969 en stenst algerlega tímans tönn.“
„Það vantar alltaf eitthvað
til að tylla sér á í forstof-
unni þegar farið er úr
skónum. Mér finnst ullar-
kollarnir eftir þær í Volka
mjög flottir, sérstaklega í
einhverjum glaðlegum lit.“
… í forstofuna
„Í óraunveruleik-
anum mundi ég
flytja inn í Gljúfra-
stein, bara eins og
hann leggur sig, og
búa þar eins og fín
frú.“
„Ég er að reyna að herða mig í end-
urvinnslunni heima og segi sjálfri mér
að ég verði duglegri að flokka ef ég
geti flokkað í fallegar tunnur. Sá þessa
sniðugu grind eftir Helenu Mattila,
sem maður hengir einfaldlega bréf-
poka eða taupoka á. Gæti kannski
orðið draslaralegt þegar pokarnir
eru orðnir fullir en samt eitthvað svo
einfalt og fyrirferðarlítið.“
… í eldhúsið
… í
útópískri
veröld
„Mig hefur lengi langað í einhver flott
myndverk á veggina í stofunni. Ég er
mjög hrifin af teikningum Ingu Maríu
Brynjarssdóttur af alls kyns skordýr-
um. Það er eitthvað svo „oldschool“
og svalt við blýantsteikningar og hún
er ótrúlega fær teiknari.
… í stofuna … í svefn-
herbergið
„Mig langar í bútasaumsteppi í
svefnherbergið. Ég hef alltaf
verið svag fyrir bútasaumstepp-
um, sennilega sveitastúlkan í
mér, og mig dauðlangar í rúm-
teppi úr hekluðum eða prjón-
uðum bútum. Treysti mér ekki
til þess að búa það til sjálf og
skömm að segja frá því að ég
rétt kann að prjóna og hekla.“
… í barna-
herbergið
„Finnst þetta afar sniðug
koja eftir þau Klaus og El-
inu Aalto. Hugmyndin er
sótt til tréhúsa og ég get
vel ímyndað mér að það
sé ævintýralegt að fara að
sofa í svona koju.“
„Ég væri vel til í þessi rómantísku hús-
gögn í garðinn eftir Patriciu Urquiola.
Þau eru úr málmi en samt er ótrúlega
létt yfir þeim og skemmtilegt hvernig
þau eru fléttuð saman eins og bast-
húsgögn frá sjöunda áratugnum. Ég væri
til í einhvern hressilegan og sumarlegan
lit eins og appelsínugulan eða gulan.“
… í garðinn
Mig langar í …
… á baðherbergið