Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013 Þ að er óhjákvæmilegt þegar Hrafn Gunn- laugsson er heimsóttur að spyrja þennan þekkta kvikmyndaleik- stjóra hvort hann ætli sér að gera fleiri kvikmyndir. „Það getur vel verið, en sú mynd yrði að koma að innan,“ segir Hrafn. „Það væri reyndar vegleg ögrun að gera kvikmynd sem gerðist á tímum ásatrúarinnar, búa til mannlegt samfélag undir augliti Óðins og Þórs þar sem fóstbræðralagið var æðst skuldbindinga, og eins á ég eftir að gera rómantíska ástar- mynd, og pólitíska mynd um an- arkismann eins og ég sé hann. Óvæntir atburðir stöðvuðu mína kvikmyndagerð á sínum tíma um sinn. Ef sonur minn Aron hefði ekki komið óvænt til sögunnar á Kúbu – þá væri ég trúlega búinn að gera einhverja af þessum myndum. En það var mitt val að vilja fá Aron til Íslands og láta hann vaxa úr grasi hér og um leið að gerast sjálfur það sem næst gengur að vera einstæð móðir. Á seinni árum hefur því verið stungið oftsinnis að mér að koma aftur til Svíþjóðar og gera þar myndir en ég hef ekki viljað rífa Aron úr því umhverfi sem hann er í hér á Íslandi. Hann er tvítyngd- ur og er að festa rætur á Íslandi svo það væri mikill ábyrgðarhluti að flytja með hann aftur til út- landa og ekki vil ég fara frá hon- um.“ Ránið á Besta flokknum Þú býrð hér í Laugarnesinu og gerðir á sínum tíma mynd um skipulagsmál í Reykjavík og kaust Besta flokkinn. Hvernig finnst þér sá flokkur hafa staðið sig? „Það er eins og Besta flokknum hafi verið rænt af embættis- mannakerfinu. Þessir góðviljuðu krakkar hafa látið hafa sig út í að moka flórinn eftir fyrri valdhafa með miklum látum, og til að lækka hallann svokallaða á borg- arsjóði, hafa þau hækkað kostnað fjölskyldufólks í borginni og gert þjónustu við almenning dýrari, öf- ugt við það sem að var stefnt á stefnuskrá. Eins vildi Besti flokk- urinn skyndilega rétta hallann á Orkuveitu Reykjavíkur með látum, – vanda sem aðrir höfðu búið til. Svona mætti nefna ótal dæmi, þar sem manni finnst nánast þessir krakkar hafa verið plataðir. Auðvitað hafa verið gerðir ein- staka fallegir og elskulegir hlutir í tíð þessa Besta flokks, en um leið virðist embættismannakerfið vera svo þungt og yfirþyrmandi fyrir þessa krakka að þau ráða ekkert við það, og enn síður hina póli- tísku refi. Ég er sammála Jóni Gnarr um að Reykjavík megi vera skemmti- legri, það er kannski meginvanda- mál borgarinnar hvað hún er oft grá og drungaleg. Ég sendi tillögu til fyrirbærisins Betri Reykjavík um að styttan af Ingólfi Arnarsyni yrði merkt og lýst upp, eins og flestar þjóðir myndu gera við slíkt mónúment. Þessi hugmynd fékk góðar undirtektir hjá þátttak- endum á Betri Reykjavík og ég eignaðist vopnabróður í Benóný Ægissyni, en þessi tillaga var að þvælast óendanlega lengi í kerfinu. Loks fékk ég bréf frá því sem mig minnir að nefnist Menningar- og ferðamálanefnd borgarinnar og þar var mér tilkynnt að hug- myndin hefði verið tekin út af Betri Reykjavík þar sem styttan af Ingólfi Arnarsyni væri ekki eign Reykjavíkurborgar heldur hefði Iðnaðarmannafélagið gefið ís- lensku þjóðinni styttuna á sínum tíma og hún heyrði því undir ríkis- valdið. Við Benóný höfum skrifað Ólafi Ragnari Grímssyni forseta bréf því hann virðist eina raun- verulega virka ríkisvaldið og beðið hann um að gera eitthvað fyrir þennan fyrsta Reykvíking. Von- andi svarar hann okkur fyrr en síðar. En svo haldið sé áfram að ræða skipulag, hvað Arnarhól varðar er spurning hvort ekki megi lagfæra hólinn og gera hann að því sem hann er æ meir að verða; sem er áhorfendastúka fyrir atburði hand- an Kalkofnsvegar og hafa þar hið varanlega lista-útisvið Reykjavíkur – byggja varanlegt svið, eins og gert var á 200 ára afmæli borg- arinnar. Ég er að vona að það rætist úr Besta flokknum þetta síðasta ár og það væri gaman að sjá þessa krakka nota tækifærið og skilja eftir mark sitt á borginni, sem þyrfti ekki að vera dýrt. Hvað með Árbæjarsafnið í Hljóm- skálagarðinn? Þótt ekki væri nema eitt hús – bara að byrja! Auglýsa byggingalóðir í eyjunum – Viðey og Engey? Það er ekki víst að það komist aftur svona skemmtilegir æringar í stjórn þessarar borgar.“ Bland kynslóðanna Snúum okkur að sjálfum þér og atburðum er varða þitt líf. Móðir þín Herdís Þorvaldsdóttir leikkona lést nýverið. Hvernig minnistu hennar? „Hún var mikið orkuver og kröfuharður harðjaxl og mér fannst kannski ekki alltaf auðvelt að vera sonur hennar, enda enginn leikur að ala mig upp. En hún átti til örlátt hjarta og yfirþyrmandi umhyggju um leið. Svo mýktist hún með árunum, eins og ég hef reyndar líka gert. Það er ótrúlegt hvað maður getur orðið meyr út af litlu tilefni þegar aldurinn fær- ist yfir mann, og tekið tittlingaskít nærri sér. Nú þegar mamma er farin finnst mér eins og ég hafi misst ákveðið jarðsamband. Ég spyr mig æ oftar: Hvert fer maður? Til hvers var allt þetta grín? Er þetta bara DNA-sýran á einkaferðalagi í gegnum kynslóðirnar að gera sín prívat experiment? Er til einhver framþróun? Ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu, en þegar ég horfi í kringum mig og sé hvernig aldurinn hefur farið með fólk þá er kannski eitt sem ég óttast mun meir en dauðann, og það er að deyja en geta ekki dáið. Ég hef séð menn sem hafa raunverulega verið dánir en ekki fengið að deyja og haldið áfram að lifa þrátt fyrir að vitundarlífið væri löngu farið. Þá hef ég hugsað: Ef við förum til himna eftir dauðann, hvernig birtumst við þá á himn- um? Birtumst við eins og við vor- um þegar við vorum best á okkur komin eða eins og skarið sem við vorum þegar við kvöddum? Ég hallast æ meir að því að lífinu ljúki bara eins og skemmtilegri skáldsögu eða bíómynd. Og mað- urinn hafi skapað Guð í ólíkum myndum, en Guð ekki manninn. Ég er líka orðinn forvitnari um forfeður mína. Hópur af ættinni hefur á seinni árum tekið sig sam- an og farið á slóðir forfeðranna í Norðvestur-Ítalíu þaðan sem amma mín, Ellen Sveinsson, kona Þórðar á Kleppi, var ættuð. Árið 2006 eða 2007 fórum við 30 manna hópur í rútu upp í þessi fjallaþorp. Sum þessara þorpa eru það af- skekkt að þau hverfa vegna nú- tímans, það er eiginlega enginn orðinn eftir. Fáeinum árum síðar var svo farið á þýskar slóðir og enn aftur á danskar slóðir og til að reka botninn í þetta verður í vor farið til Frakklands þar sem hægt er að finna legsteina með nöfnum löngu liðinna ættingja. Þessar ferðir eru kallaðar Klepp- araferðir en afi Þórður var yf- irlæknir á Kleppi. Það er geysi- lega skemmtileg lífsreynsla að koma á slóðir forfeðranna og mað- ur fer að hugsa um hið kynlega bland kynslóðanna. Sennilega er þessi ástríðufulla taug sem er í ættinni komin frá Ítalíu og Frakk- landi.“ Ábyrgur fyrir mannslífi Svo er kúbverska blóðið í Aroni syni þínum. „Aron býr yfir þeim eiginleika sem við Íslendingar höfum að mörgu leyti glatað, sem er að kunna að gleðjast. Ég, sem var al- veg búinn að týna hæfileikanum að geta glaðst, varð allt í einu full- ur af lífsgleði og orku þegar ég fékk þennan hlýja og lífsglaða dreng í fangið. Ég held að Aron hafi fært mér meiri þolinmæði og ég skynjaði gleði með honum sem ég hafði aldrei skynjað áður. Það var um leið þessi yndislega tilfinn- ing að vera ábyrgur fyrir manns- lífi sem ég var með í höndunum. Ég var oft í barnapíuvandræðum, Mýkist með árunum HRAFN GUNNLAUGSSON RÆÐIR Í VIÐTALI UM KVIK- MYNDIR, SKIPULAGSMÁL, LÍF OG DAUÐA OG GLEÐINA SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ VERA ÁBYRGUR FYRIR MANNSLÍFI. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is *Ég held að Aron hafi fært mér meiriþolinmæði og ég skynjaði gleði meðhonum sem ég hafði aldrei skynjað áður. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.