Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013
E
inhverra hluta vegna höfðu leiðir
Björns Sveinbjörnssonar og
Svövu Johansen ekki legið saman
áður þegar þau kynntust loks árið
2005. Samt höfðu þau bæði lifað
og hrærst í tískuheiminum, Björn að vísu sem
fyrirsæta erlendis og Svava hér heima í
verslunarrekstri frá því hún var 17 ára. Þegar
þau loks fundu hvort annað skelltu þau sér
saman út í laugina og hafa unnið saman hlið
við hlið síðan. Þrátt fyrir gamanlaust tímabil í
viðskiptum hérlendis síðustu árin segjast þau
nærast á glettni og hafa gleðina í öndvegi. Og
líkt og fyrirliði landsliðsins í handbolta „bíb-
aði“ sig í gegnum Ólympíuleikana hér um árið
segist Svava hafa „secretað“ sig í gegnum
hrunið.
Hún var ekki svo galin líkingin sem blaða-
maður heyrði fyrir nokkrum árum þegar
Svövu Johansen var jafnað saman við Ma-
donnu. Madonna hefur alltaf náð að þróast og
aldrei helst úr lestinni í poppheiminum. Svava
er ein fárra sem hafa á sama hátt náð að
halda íslensku tískuveldi gangandi, þróað það
og ekki misst úr yngstu aldurshópana í NTC-
veldinu, sem fleirum er kannski tamt að kalla
Sautján-veldið. Ótrúlegt en satt: Svava hefur
afgreitt tískufatnað yfir búðarborðið í meira
en þrjátíu ár. Fyrst sem unglingsstelpa í
Karnabæ og þegar hún var aðeins 17 ára hóf
hún eigin rekstur. Hún er heldur ekkert svo
ólík Madonnu, báðar kröftugar og ákveðnar.
Að minnsta kosti er það fljótrist skissa, eðli-
lega, það krefst þróttar að ná langt í við-
skiptum. Björn segist ekki vera öðruvísi en
margir; alveg hafa haft það á hreinu að Svava
væri gribba.
Björn „Ég get sagt það þótt Svava heyri
enda er ég búinn að segja henni það áður. Ég
leit á hana sem algjöra gribbu, hélt að hún
væri bara frek og stjórnaði sínu með harðri
hendi. En svo er það nú þannig og þegar þú
ert kona í viðskiptum, lætur í þér heyra og
ert með skoðanir – að þá heyrist gjarnan:
„Já, þessi frekja þarna.“ Og karlinn í sömu
stöðunni er auðvitað ekkert nema nagli. Ég
viðurkenni það bara; ég féll í þessa gryfju.
Ég var alveg í pakkanum „þetta er sko ekki
kona sem ég myndi þora í“. Ég verð nú að
segja að þú komst mér mikið á óvart. En um
leið og fólk er ekki gungur er ekki þar með
sagt að það sé óbilgjarnt. En auðvitað er
Svava glettilega stjórnsöm. Hún stjórnar
öllu.“ (Björn brosir).
Svava er mikil áhugamanneskja um
stjörnumerkin og þegar hér var komið sögu
hafði hún reiknað það rétt út að blaðamaður
væri í nautsmerkinu.
Svava „Heldurðu að þér sé trúað? Blaða-
maðurinn er í nautsmerkinu eins og þú. Naut-
in vita alveg að það eru þau sem stjórna í
raun öllu, þið eruð bara svo skemmtilega
lúmsk og notið augnsvip sem fyllir heilt her-
bergi.“
Björn „Svona án þess að nokkur taki eftir,
meinarðu. Kann ég skil á stjörnuspeki? Nei,
ég veit ekkert um stjörnumerkin nema að
Svava er steingeit því hún sagði mér það.“
Svava „Steingeitin er metnaðargjörn og á
það til að vera stundum stíf. En geitin vill
alltaf vera að klifra upp.“
Björn „Getur hún verið stíf, segirðu?“
Svava „Já, allt í lagi, við getum verið svo-
lítið stífar en við erum nú líka alltaf voða góð-
ar, er það ekki? Sagt er að steingeitin fæðist
gömul en deyi ung. Ég kannast alveg við að
ég tek hlutum ekki eins alvarlega og ég gerði
hér áður og er miklu afslappaðri. Mér líður
mjög vel með að vera steingeit. Svo losnar
um allt og við verðum kærulausari með ár-
unum. Ég finn það sjálf að það hentar mér
mjög vel að vera í kringum létt og skemmti-
legt fólk því ég hrífst auðveldlega með og
kann alveg að hafa gaman.“
Björn „Já… einmitt. Svava vinnur yfirleitt
langt fram á nætur og hún er alltaf með hug-
ann við starfið en mér hefur verið að takast
að ná henni í burtu. Við eigum til dæmis golf-
ið sem sameiginlegt áhugamál. Við spilum
mikið á sumrin og stundum förum við til út-
landa með skemmtilegum vinum á fallega
golfvelli. Eiginlega eru það bestu fríin okkar.“
Svava „Ég er svo sammála því – golfið er
frábært í alla staði. Keppni, samvera með frá-
bæru fólki, útivera. „Getur lífið eitthvað verið
dásamlegra?“ eins og Halli vinur okkar segir
svo oft. Svo fórum við í skíðafrí til Lech núna
í febrúar og það var sérstök og yndisleg upp-
lifun. Ég er ekki mikil skíðamanneskja en ég
fílaði þetta í botn. Að komast upp á fjallstopp
í björtu veðri, það brakar í nýföllnum snjón-
um og sólargeislarnir brjótast út. Þetta er
annað áhugamál sem ég held að við munum
reyna að verja meiri tíma í. Snjór, sól, skíði,
útivera, litlir snapsar og mikill hlátur. Við
elskum þetta eins og golfið.“
Hvaða hugmyndir hafði Svava um Björn
áður en þau urðu hvort á vegi annars? Heils-
uðust þau á förnum vegi eða voru alls
ókunnug hvort öðru?
Björn „Segjum bara eins og er, hún Svava
var búin að vera á eftir mér í mörg ár. Hún
var tjúlluð í mig.“ (Þau skella upp úr).
Svava „Nei, þetta er nú ekki alveg svona,
en þetta var svolítið fyndið. Þegar við hitt-
umst á Akureyri, bæði búin að vera skilin í
nokkra mánuði, spurði ég hann hvort við
hefðum einhvern tímann hist.“
Björn „Og ég sem hafði bæði talað við
hana í heilan hálftíma svona 15 árum áður og
verið í afmælinu hennar!“
Svava „Það datt af mér andlitið þegar hann
sagði mér að hann hefði verið í afmælinu
mínu. Mér fannst ég verða að fullvissa mig og
hringdi í nokkrar vinkonur mínar: „Manst þú
eftir honum Bjössa í afmælinu mínu?“ En
þetta skýrðist allt. Hvað afmælið varðar þá
var ég með 250-300 manna afmælisveislu í
Þjóðleikhúskjallaranum og hann kom þangað,
alveg undir rest í félagsskap eins afmælis-
gestsins og ég hitti hann ekki sjálf. Þess má
geta að ég hafði alveg vitað að það væru tvö
íslensk karlmódel að starfa erlendis og bæði
hétu Björn svo ég var ekki alveg út úr. Ég
hafði kannski séð hann á ljósmynd fyrir tíu
árum eða svo, en sýnilega ekki spáð meira í
það.“
Björn „Auðvitað vissi ég hver hún var. Það
vita allir hver Svava Johansen er, hundrað ár
aftur í tímann.“
Svava „Takk Bjössi … hundrað ár! En svo
ég reki aðeins smáatriðin þá hafði Systa vin-
kona mín sem rekur Kentucky Fried Chicken
boðið mér að koma norður með sér til Akur-
eyrar á skíði, mér og syni mínum. „Þið bara
komið með okkur og við förum á skíði. Þú ný-
skilin og svona.“ Svo kom í ljós að Kentucky
var með árshátíð á föstudagskvöldinu og hún
ætlaði þá bara að koma daginn eftir og hitta
okkur öll í bústaðnum. Nema hvað, hún kem-
ur með Bjössa með sér, sem hún hafði þekkt
í allmörg ár og þegar ég kem fram á náttföt-
unum, sérlega fersk eða þannig, situr hann
þar og kynnir sig.“
Björn „Eins og ég segi, hún féll algjörlega
fyrir mér. Brjáluð í mig síðan!“
Föðurmissir mótaði
Björn og Svava eru bæði Reykvíkingar. Björn
ólst upp í Breiðholtinu, Svava í Laugarnes-
hverfinu, Svava er fædd árið 1964 og Björn
árið 1968. Faðir Svövu var stórkaupmaðurinn
Rolf Johansen og Björn segist hafa alist upp
við allt annað umhverfi en Svava.
Björn „Ég held að bakgrunnur okkar
Svövu sé eins ólíkur og hann geti verið. Ég
fæddist í Reykjavík, faðir minn, Sveinbjörn
Kristinsson, var kjötiðnaðarmaður, mamma,
Björg Margrét Sigurgeirsdóttir, er sjúkraliði
og vann lengst af á Landspítalanum, en við
bjuggum í Breiðholtinu. Að vísu fluttumst við
til Ástralíu þegar ég var eins árs og þar
bjuggum við þangað til ég var sjö ára. Ætli
við höfum ekki verið ósköp venjuleg fjöl-
skylda en ég fann svolítið að fótunum var
kippt undan manni þegar pabbi dó þegar ég
er tvítugur. Hann hafði alltaf verið til staðar
og alveg í bókstaflegri merkingu því hann
vann aðeins nokkur hundruð metra frá heim-
ilinu – í Ásgeirskjöri. Maður heldur alltaf að
þetta komi fyrir einhverja aðra og ég var
lengi að yfirvinna söknuðinn og ég sé það
núna hvað ég var ungur. Maður var að byrja
lífið, á fullu í fótboltanum og spenntur fyrir
því sem framundan var. Það var skrýtið að
hafa hann ekki lengur sér við hlið. En hvað
varðar bakgrunn okkar Svövu þá var faðir
hennar auðvitað einn helsti kaupmaður lands-
ins svo þetta hefur væntanlega verið mjög
ólíkt hjá okkur.“
Svava „Vissulega hefur það verið ólíkt en
pabbi hafði það alltaf í forgrunni í okkar upp-
eldi að maður yrði að hafa fyrir hlutunum.
Sjálfur kom hann efnalítill frá Reyðarfirði,
byggði upp sitt viðskiptaveldi, Rolf Johansen
& Co, sem er nú rekið af bróður mínum Ás-
geiri. Ég var því farin að vinna 11 ára gömul
í sjoppu, komin í matvörubúð 12 ára og end-
aði svo hjá Gulla í Karnabæ 14, 15 og 16 ára
gömul. Það þótti sjálfsagt að maður ynni sér
inn pening. Samviskusamlega lagði ég pening-
inn minn inn á reikning í Landsbankanum
sem var á Langholtsvegi og kom reglulega
við til að skoða eignastöðuna! En auðvitað
naut maður fjárhagslegs öryggis frá pabba og
móðir mín, Kristín Ásgeirsdóttir, veitti okkur
öruggt skjól í sínu uppeldi. Ég var heppin,
mér finnst ég hafa verið mjög lánsöm með
foreldra. Pabbi vildi að við kynnum ensku vel
því sjálfur þekkti hann hve miklu máli tungu-
málakunnátta skiptir í viðskiptum. Við fórum
því öll sex systkinin í enskuskóla, ég fór fjög-
ur sumur og það var dýrmæt reynsla. Ég
fann hvað ég hafði alltaf verið mikil pabba-
stelpa þegar hann lést fyrir nokkrum árum.
Minn áhugi á viðskiptum, framkvæmdagleðin
og sá hraði sem þeim fylgir, sem ég kann vel
við, er án efa kominn frá honum. Ég skildi
Feiminn
og frökk
SVAVA JOHANSEN OG BJÖRN SVEINBJÖRNSSON ÁTTU BÆÐI LANGAN
FERIL AÐ BAKI Í TÍSKUHEIMINUM ÞEGAR ÞAU LOKS KYNNTUST ÁRIÐ 2005.
SÍÐAN ÞÁ HAFA ÞAU STARFAÐ HLIÐ VIÐ HLIÐ OG ERU JAFNFRAMT BESTU
FÉLAGAR. ÞAU SEGJAST GETA VERIÐ ÖFGAKENND OG ÞOLI EKKI AÐ VERA
NÚMER TVÖ. EN ÞAU ERU EINNIG ÓLÍK, HANN FEIMINN OG HÚN FRÖKK.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
„Í langan tíma vissi ég í raun ekki
hvorum megin línunnar við stóð-
um. Áttum við fyrirtækið eða átt-
um við það ekki,“ segir Svava Joh-
ansen um árin eftir hrun.
Viðtal