Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2013 Margrét Thatcher er án efa einn áhrifarík-asti stjórnmálamaður síðari tíma. Húnbreytti sögunni, ekki bara af því að hún var fyrsta og hingað til eina konan sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra Bretlands, held- ur líka af því að fáir stjórnmálamenn hafa verið eins drifnir af eigin sannfæringu og hún. Það er rétt að rifja upp að Thatcher tók við erf- iðu búi þegar hún tók við sem forsætisráðherra árið 1979. Verkalýðsfélög, sem á árunum á undan höfðu átti í harðri baráttu við þáverandi vinstri- stjórn, stjórnuðu samfélaginu að miklu leyti með verkföllum og atvinnulífið var í raun lamað vegna ófriðar á vinnumarkaði. Landið hafði gengið í gegnum djúpa efnahagslægð sem ekki sá fyrir endann á. Breski verkamannaflokkurinn, sem var í raun allt annar flokkur en hann er í dag, hafði hækkað skatta upp úr öllu valdi, lagt stein í götu þeirra sem vildu eignast sitt eigið húsnæði og hafði í raun stuðlað að hnignun landsins á valda- tíma sínum. Það mátti öllum vera ljóst frá fyrsta degi að hennar biði erfitt hlutverk og það áttu fáir von á því að hún myndi snúa Bretlandi til betri vegar. Það gerði hún samt. Það sem er þó merkilegast við Thatcher er að hún hafði sem fyrr segir mikla sannfæringu fyrir því að samfélagið gæti orðið betra á morgun en það væri í dag. Fræg eru orð hennar þegar hún sagði að hver sú kona sem skildi það hvernig reka ætti heimili væri nær því að skilja hvernig ætti að stjórna landinu. Stjórnmálamenn þurfa að hafa sannfæringu fyrir því sem þeir vilja gera og segja, enda eru stjórnmál ekki bara tæknileg úrlausnarefni. Menn og konur sem láta til sín taka á vettvangi stjórn- málanna þurfa að trúa því að samfélagið geti orðið betra – og standa síðan í lappirnar þegar kemur að því að framkvæma það sem þeir trúa á. Stund- um kostar það deilur en flest er hægt að fram- kvæma með samstilltu átaki. Með því að hlusta og eiga samræður við kjósendur, við stjórnarand- stöðu, við hagsmunasamtök þegar það á við en fyrst og fremst með því að leggja sig fram við að skilja fólkið í landinu. Stjórnmálamenn þurfa að skilja þarfirnar og gera sér grein fyrir þeim. Í samtali við breskt dagblað haustið 1981 sagði Thatcher, í lauslegri þýðingu, að hennar stefna væri grundvölluð á því sem hún og milljónir ann- arra hefðu alist upp við; að verðugur væri verka- maður launa sinna, að menn ættu að sníða sér stakk eftir vexti, að fólk gæti komið sér vel fyrir og borgað reikningana sína á réttum tíma. Þetta er í raun ekki flókin hugmyndafræði en hún krefst þess þó að stjórnmálamenn leggi sitt af mörkum til að skapa almenningi þessar aðstæður. Það gerist með vinnu, vinnu og aftur vinnu. Það gerist með því að stjórnmálamenn séu drifnir áfram af eigin sannfæringu. Og það gerist með því að stjórnmálamenn standi í lappirnar þegar á móti blæs. Það gerði Margrét Thatcher. Eigin sannfæring Thatcher * Það sem er þó merkileg-ast við Thatcher er aðhún hafði sem fyrr segir mikla sannfæringu fyrir því að samfélagið gæti orðið betra á morgun en það væri í dag. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Hanna Birna Kristjánsdóttir hannabirnna.kristjansdottir@reykjavik.is Stefán Pálsson, sagnfræðingur og þjóðfélagsrýnir, setti fram kenn- ingu á Facebook um að hægt hafi verið að skipta þjóðinni upp í þrjá hópa fyrir tíð Hvalfjarðarganga. „Ég hef þá kenningu að fram að Hvalfjarðargöngum hafi þjóðin skipst í þrennt: Ferstiklufólk, Þyr- ilsmenn og Botnskálaliðið. Nánast engir skiptu við meira en eina af þessum sjoppum – og það þá helst einhverjir skrítlingar. Kaupið þið hin þessa greiningu mína og hvað réði skiptingunni?“ spyr Stefán sem sjálfur var Botnskálamaður. Hörður Magnússon íþróttafréttamað- ur lagði orð í belg um knatt- spyrnudómgæslu á Twitter en eins og gengur hafa komið upp umdeild atvik að undanförnu. „Menn hljóta að fara að splæsa í dómgæslu pistla eða hvað? Annars er lausnin einföld TV ref. Tekur örfáar sekúndur. #TVREF. Fréttamaðurinn Sölvi Tryggva- son er á ferð um Asíu. „7 tíma flug í tveggja hæða þotu með netteng- ingu í háloftunum, vali um þúsundir bíómynda, þrírèttuðu, meira plássi og alls kyns öðrum fríðindum er ódýrara en hvaða flug sem er í 3 tíma frá Íslandi til Evrópu þar sem maður þarf að borga fyrir heyrnar- tól og dagblöð í fullkomnum þrengslum. Alvöru samkeppni er lúxus!“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá Fáðu já, var ánægð með veru mbl.is á morgunverðar- fundi kvennaathvarfsins. „Takk, mbl.is, fyrir að vera eini fjölmiðillinn sem mætti á morg- unverðarfund Kvennaathvarfsins með fulltrúum stjórnmálaflokk- anna, um kynbundið ofbeldi. Hér er greinargóð samantekt af fundinum í morgun.“ AF NETINU Kristjánsson annast lýsingu og hljóðmynd semur Frank Þórir Hall. Tyrfingur er hrifinn af fyrirkomulaginu. „Maður veit aldrei að hverju maður gengur þegar nýtt verk er sett upp í leikhúsi og smekkur manna misjafn. Með þessum hætti eru meiri líkur á því að leikhúsgestir finni eitthvað við sitt hæfi.“ orri@mbl.is „Þetta var ofboðslega skemmtileg og vel heppnuð samvinna,“ segir Tyrfingur Tyrf- ingsson, eitt ungu leikskáldanna þriggja sem eiga verk í sýningunni Núna! sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Verk Tyrfings nefnist Skúrinn á sléttunni en hin verkin eru Skríddu eftir Kristínu Eiríks- dóttur og Svona er það þá að vera þögnin í kórnum eftir Sölku Guðmundsdóttur. „Það mæddi svo sem ekki mikið á okkur höfundunum á lokasprettinum en álagið á leikstjórann, Kristínu Eysteinsdóttur, og leik- arana var þeim mun meira. Þetta small allt saman,“ segir Tyrfingur. Raddirnar í verkunum eru ólíkar en þau eiga það sameiginlegt að vera fersk og djörf og bregða upp áhugaverðri mynd af lífi Ís- lendinga í dag, að því er fram kemur í kynn- ingu leikhússins. Tyrfingur tekur undir þetta, verkin séu ólík en samt tengi einhverjir þræðir þau saman. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað það er, kannski er það bara gáfa leikstjórans.“ Hann nefnir líka ofbeldi. „Verkin eru öll mismunandi stef við ofbeldi. Samt er engin byssa í sýningunni og enginn sleginn. Ég er að tala um andlegt ofbeldi. Fólk notar það sem tæki til að lifa af. Það er ákveðið meðvit- undarleysi í gangi.“ Hann er hæstánægður með framlag leik- aranna í sýningunni, þeir hafi verið mjög opnir og reiðubúnir að kafa djúpt. „Leik- ararnir lögðu mikið á sig.“ Leikarar eru Unnur Ösp Stefánsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Valur Freyr Ein- arsson, Sigurður Þór Óskarsson, Hanna María Karlsdóttir og Þröstur Leó Gunn- arsson. Helga I. Stefánsdóttir hannar leik- mynd og búninga, Björn Bergsteinn Guð- mundsson leikmynd, Magnús Helgi Ólík stef við ofbeldi Leikskáldin Kristín Eiríksdóttir, Salka Guðmundsdóttir og Tyrfingur Tyrfingsson. Morgunblaðið/Ómar Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.