Morgunblaðið - 22.05.2013, Side 1

Morgunblaðið - 22.05.2013, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 2. M A Í 2 0 1 3  Stofnað 1913  117. tölublað  101. árgangur  INGIBJÖRG HELGA SKER ÞJÓÐSÖGUR ÚT Í LINDITRÉ LEIKA Í NIÐAMYRKRI VÆNTANLEG ÍSLENSK TEIKNIMYND SELDIST VEL Í CANNES STRENGJAKVARTETT Í HÖRPU 39 GUNHIL OG LÓUUNGINN 38LANDNÁMSSETUR 10 Baldur Arnarson Kjartan Kjartansson Ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir for- sæti fyrrnefnda flokksins tekur að líkindum við völdum á morg- un. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknar- flokksins funduðu í gærkvöldi og samþykktu ríkisstjórnar- samstarf flokkanna en stjórnarsáttmáli þeirra verður kynntur á Laugarvatni kl. 11.15 í dag. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður ESB-umsóknarferlið stöðvað og ekki tekið upp á ný nema að undangenginni þjóð- aratkvæðagreiðslu. Veiðigjöldum verður breytt, skattkerfið ein- faldað og skattar lækkaðir. Þá verða hækkanir á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu dregnar til baka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar- flokksins og verðandi forsætisráðherra, segir að tillaga hans að ráðherraskipan flokksins verði ákveðin á þingsflokksfundi í kvöld og býst við að ný stjórn taki við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðdegis á morgun. Til að byrja með verða framsóknarmenn með fjögur ráðherraembætti og sjálfstæðismenn fimm en til skoðunar er að skipta upp ákveðnum ráðuneytum eða sameina og jafnvel stofna nýtt ráðuneyti. Hvor flokkur verði þegar upp verður staðið með fimm ráðuneyti. Framsóknarflokkurinn fær forsætis-, utan- ríkis- sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, félagsmálaráðu- neytið og umhverfisráðuneytið. Sjálfstæðismenn taka hins vegar fjármála-, innanríkis-, heilbrigðis-, menntamála- og iðnaðarráðu- neytið. Sigmundur Davíð vildi ekki fjölyrða um hvaða verkefni ný ríkisstjórn tæki sér fyrst fyrir hendur fyrr en búið væri að kynna stjórnarsáttmálann. Hann sagði þó að fyrstu mál á dagskrá vörð- uðu hag heimilanna. „Ég geri ráð fyrir því að menn verði sam- mála um að sumarþingið verði nýtt til þess að koma í gegn nokkr- um málum sem tengjast stöðu heimilanna en eðli málsins samkvæmt þá taka sum þeirra mála lengri tíma en svo að þau verði kláruð á sumarþinginu,“ sagði hann. Einfaldari og lægri skattar Morgunblaðið/Golli Valhöll Bjarni Benediktsson var glaður í bragði á flokksráðsfundi sjálfstæðismanna. Morgunblaðið/Kristinn Framsókn Sigmundi Davíð var vel fagnað þegar hann mætti til miðstjórnarfundarins.  ESB-viðræðunum verður hætt og veiðigjöld endurskoðuð  Ný ríkisstjórn tekur líklega við á morgun M Færist ekki of mikið í fang »2  Slæm efna- hagsstjórnun og tillitssemi gagn- vart hagsmunum erlendra kröfu- hafa varð fráfar- andi ríkisstjórn að falli. Sú ákvörðun ís- lenskra kjósenda að veita henni ekki áframhaldandi brautargengi í kosningunum var því rökrétt. Þetta segir Jón Daníelsson, for- stöðumaður rannsóknarstofnunar um kerfislæga áhættu á fjár- málamörkuðum við LSE, í nýrri grein sem hann hefur ritað. »18 Þjónkun við kröfu- hafa felldi stjórnina Jón Daníelsson  „Ég væri á götunni ef ég væri ekki hér,“ segir 17 ára stúlka sem greind hefur verið með ýmsar rask- anir og býr í Vinakoti, heimili fyrir 12-18 ára börn og unglinga sem eiga í margþættum hegðunarvanda og geta ekki búið á heimilum sínum af ýmsum ástæðum. Mörg barn- anna hafa farið á milli meðferða og velkst í kerfinu. »4 Hafa velkst í kerfinu og fá skjól í Vinakoti Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífs- ins telja skynsamlegt að samið verði til skamms tíma við gerð næstu kjarasamninga vegna óvissu sem uppi er í efnahagsmálum. Kjara- samningar á almennum vinnumark- aði renna út í lok nóvember og hafa forystumenn SA sett fram þá hug- mynd að skammtímasamningar gætu t.d. gilt til áramóta 2014-15. Tíminn fram að því verði notaður til að leggja grunn að samkomulagi til lengri tíma. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir mikla óvissu um gengisstöðugleika á næstu árum. „Við höfum verið efins um að það séu forsendur til þess að reyna að ráðast í gerð langtímasamnings við þessar kringumstæður,“ segir Þor- steinn í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum velt fyrir okkur ýms- um möguleikum. Eitt þeirra vanda- mála sem við stöndum frammi fyrir er sú mikla óvissa sem er um þróun hagkerfisins næstu misserin, hvern- ig við munum bera okkur að og hvernig til tekst með samninga við kröfuhafa bankanna,“ segir hann. Mikilvægast sé að koma á stöðug- leika í gengismálum og að ríkisfjár- málin stuðli að því að náð verði og viðhaldið efnahagslegum stöðug- leika. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að við þær flóknu aðstæður sem uppi eru geti verið rétt að byrja á því að ganga frá einhvers konar skammtímasamningi á meðan menn átta sig á hver þróunin verður og hvernig ný ríkisstjórn ætlar að taka á verkefnunum, áður en menn skuld- binda sig til lengri tíma. En spurn- ingin sé sú hvort menn beggja vegna borðsins sjá verðmæti í því fólgin fyrir sína hópa að nota kjarasamn- inga og samráð við stjórnvöld til að koma hér á stöðugleika. »16-17 SA vilja semja til skamms tíma  Forseti ASÍ telur skammtímasamning koma til greina Þorsteinn Víglundsson Gylfi Arnbjörnsson Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og Bjarni Bjarnason, forstjóri fyrir- tækisins voru ekki einhuga um þátt- töku OR í Hrafnabjargavirkjun. Meirihluti stjórnar samþykkti að selja hlut fyrirtækisins á fundi í síð- asta mánuði, gegn atkvæði Kjartans Magnússonar. Í bókun Kjartans kemur fram að Bjarni hafi lýst full- um áhuga á þessum virkjunarkosti í bókun á fundi í stjórn Hrafnabjarga- virkjunar í fyrrasumar, svo framar- lega sem vel tækist til með umhverf- ismálin. »14 Morgunblaðið/BFH Stjórn OR og forstjóri ekki einhuga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.