Morgunblaðið - 22.05.2013, Page 4
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Þetta eru krakkarnir sem hafa oft-
ar en einu sinni verið vistaðir á
neyðarvistun Stuðla. Mörg þeirra
hafa fengið meðferð á meðferð-
ardeildum og verið á fleiri en einu
fósturheimili. Sum hafa verið í
vímuefnum og afbrotum, þau eru
með greiningar eins og einhverfu,
þroskaskerðingar, geðsjúkdóma, to-
urette, mótþróaþrjóskuröskun eða
ADHD. Þau hafa glímt við erfiðar
félagslegar aðstæður og upplifa
endalausa árekstra því þau passa
ekki inn í kerfið. Þetta eru ein-
staklingar með ýmsa hæfileika en
hafa aldrei náð að blómstra og nýta
sína getu vegna aðstæðna og um-
hverfisins. Þetta eru krakkarnir
sem við viljum ná til.“
Þetta segja Aðalheiður Þóra
Bragadóttir og Jóhanna Flecken-
stein, forstöðumenn Vinakots, nýs
heimilis sem tekur að sér 12-18 ára
börn og unglinga sem eiga í marg-
þættum hegðunarvanda og geta
ekki búið á heimilum sínum af ýms-
um ástæðum.
Þær segja marga af krökkunum
hafa farið á milli meðferða, velkst í
kerfinu og þannig hafi vandi þeirra
stundum aukist. „Þau eiga mörg svo
sorglega sögu. Það er sagt að skóla-
kerfið sé fyrir alla, en þannig er það
ekki í raun. Þessi dæmi sýna það,“
segir Aðalheiður.
Eiga mörg 12-18 ára börn í svona
miklum vanda?
„Við erum að tala um nokkra tugi
barna á höfuðborgarsvæðinu sem
eru í þessum aðstæðum,“ segir Jó-
hanna. Þetta er kannski ekki há
prósentutala, en mörg líf.“
Eignast vini í gegnum neysluna
Þær segja vímuefnavanda barna
með raskanir og fatlanir vanmetinn.
„Það er eins og það sé ekki gert ráð
fyrir því að þessir krakkar fari út í
vímuefni,“ segir Aðalheiður. „En
það verður að hafa í huga að um leið
og barn er komið með svona flóknar
greiningar er það komið í áhættu-
hóp.“ „Sum byrja í neyslu til að
eignast vini, það er tiltölulega auð-
velt að kynnast unglingum í
neyslu,“ segir Jóhanna.
En hvað um foreldrana, hvernig
styðja þeir við börnin sín?
„Bakgrunnur krakkanna er mjög
misjafn. Mörg þeirra eru með marg-
ar og flóknar greiningar og hafa
þurft mikla umönnun sem hefur oft
veruleg áhrif á atvinnuþátttöku for-
eldranna þannig að það er ekki óal-
gengt að litlir peningar séu til á
heimilunum. Svo reynir líka mikið á
fólk að eiga börn sem eru svona erf-
ið, sumir hafa hreinlega ekki verk-
færin sem þarf til að umgangast þau
og hafa lítinn stuðning. Þetta eru
flókin mál,“ segir Aðalheiður.
Áratuga reynsla er í Vinakoti
Aðalheiður er þroskaþjálfi og
kennari og hefur starfað með börn-
um í vanda í mörg ár. Jóhanna hef-
ur starfað að málefnum unglinga í
Hafnarfirði í 14 ár. „Ég hef fundið
það í starfinu á götunni að það er
gríðarlega mikil þörf, kerfið er svo
seinvirkt og á meðan verið er að
fylla út pappíra og skýrslur getur
margt gerst. Þess vegna var ég svo
fegin þegar Aðalheiður stofnaði
Vinakot.“
Starfsemi Vinakots er kynjaskipt,
drengirnir búa í einbýlishúsi í
suðurbæ Hafnarfjarðar, stúlkurnar
eru í öðru húsi í sama hverfi. Þær
segja þetta eina kynjaskipta úrræð-
ið á höfuðborgarsvæðinu og þessi
leið hafi verið valin til að koma í veg
fyrir ýmis vandamál. Samtals starfa
12 starfsmenn á vöktum á báðum
stöðum, meðal þeirra eru sálfræð-
ingur, tómstundafræðingar og ráð-
gjafar.
Vandamálin geta verið umfangs-
mikil og sú spurning vaknar hvort
dagarnir séu ekki stundum erfiðir.
„Við lítum ekki þannig á málin. Þó
að hér sé veitt fagleg þjónusta þá er
þetta fyrst og fremst heimili
barna sem hafa reynt
margt.“
„Þetta er kannski svolítið
eins og óhreinu börnin henn-
ar Evu. Okkur finnst
óþægilegt að vita af
þeim, en þau eru til.
Við viljum að sam-
félagið opni augun
fyrir því að vand-
inn hverfur ekki
nema tekið sé á
honum,“ segir
Jóhanna.
Týndu börnin fá athvarf í Vinakoti
Þar er veittur faglegur stuðningur en Vinakot er fyrst og fremst heimili Vímuefnavandi barna
með raskanir er vanmetinn Segja börn velkjast á milli úrræða og að sum eigi sér sorglega sögu
Vinakot Þrátt fyrir að þar sé veitt fagleg þjónusta er það fyrst og fremst heimili barnanna sem þar búa sem mörg hafa þurft að reyna margt. Þær Að-
alheiður Þóra Bragdóttir og Jóhanna Fleckenstein segja þörfina mikla, sum barnanna hafa velkst á milli meðferðarúrræða sem hafa gert þeim lítið gagn.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
„Ég hafði aldrei áður hitt neinn
sem trúði á mig. Enginn hafði
sagt við mig; þú getur þetta. Eig-
inlega höfðu allir gefist upp á
mér,“ segir 17 ára stúlka sem býr
í Vinakoti
„Ég væri á götunni ef ég væri
ekki hér og ég held að það sem
hjálpaði mér mest hafi verið að
fá trú á sjálfa mig.“
Saga hennar er lík sögu
margra annarra skjólstæðinga
Vinakots. Hún hefur verið greind
með ýmsar raskanir, ADHD,
mótróaþrjóskuröskun,
tourette og einhverfu.
„Ég var alveg rosa-
lega erfið,“ rifjar hún
upp um
grunnskólaárin.
„Ég var í
fóstri hjá sjö
fjölskyldum
og var líka
í heima-
vistarskóla.
Ég kláraði
engin próf í 10. bekk og síðan
fór ég í ruglið, fór a.m.k. 30
sinnum á Stuðla og 13 sinnum á
Bugl á minna en tveimur árum.
Ég var oft á götunni og svaf í
stigagöngum.“
Af hverju varstu á svona
mörgum fósturheimilum? „Mér
fannst eins og ég væri ekki
neins staðar velkomin, mig lang-
aði svo til að þetta gengi upp, en
ég vissi ekki hvernig ég átti að
fara að því.“
Hálfu ári eftir að hún settist
að í Vinakoti hefur stúlkan lokið
einni önn í framhaldsskóla og
segir þetta vera í fyrsta skiptið
sem hún „klárar eitthvað“. Hún
sýnir blaðamanni gamla frétt þar
sem greint var frá miklum vanda
sem hún átti við að stríða fyrir
nokkru. Spurð að því hvort henni
þyki ekkert óþægilegt að skoða
fréttina og lesa um sjálfa sig og
erfiðleika sína, segir hún svo
ekki vera. „Þetta er ekki ég, ég
er ekki svona lengur.“
Allir höfðu gefist upp á mér
17 ÁRA STÚLKA SNERI LÍFI SÍNU VIÐ Í VINAKOTI
Jóhanna og
Aðalheiður
reka Vinakot.
Vinnueftirlitið mun koma að tækni-
legri rannsókn á þeim tækjum og
búnaði sem var í hjólhýsi hjóna, sem
létust af slysförum sunnudaginn 19.
maí síðastliðinn í Þjórsárdal.
Rannsóknin beinist að miðstöðv-
arbúnaði og loftræstingu í hjólhýs-
inu. Líkur benda til að gasbruni eða
koltvísýringseitrun hafi eytt öllu
súrefni og hjónin látist af þeim sök-
um, að sögn lögreglu.
Vinnueftirlitið hefur áður gert
tæknilega úttekt á búnaði sem hefur
valdið sambærilegum slysum en
vinnueftirlitið hefur markaðseftirlit
með tækjum sem brenna gasi.
„Tryggja þarf nægileg loftskipti
þar sem notað er gas eða opinn eldur
til að hita upp eða lýsa í litlu rými.
Þetta er grundvallaratriði sem fólk
þarf að huga að,“ sagði Steinar
Harðarson, svæðisstjóri Vinnueftir-
litsins.
„Við förum vel yfir alla notkun á
tækjum og búnaði, með kaupand-
anum, þegar við afhendum ferða-
vagna. Við brýnum ávallt fyrir fólki
að tryggja loftskipti í vögnunum
þegar tækin eru notuð,“ segir Þór
Ragnarsson, sölumaður ferðatækja
hjá Ellingsen.
Öryggi og skynjarar
Innbyggt öryggi er á gastækjum í
nýjum ferðavögnum sem Ellingsen
selur. Gasið á ekki að geta flætt
frjálst út, þó að það gleymist að
skrúfa fyrir. Í ferðavögnum frá Am-
eríku eru hins vegar til staðar gas-
skynjarar.
Hægt er að kaupa gasskynjara og
svokallaðan kolsýringsskynjara sem
nemur kolsýringseitrun í rýminu, og
koma fyrir í ferðavögnum til að
tryggja fyllsta öryggi.
thorunn@mbl.is
Tryggja skal loftskipti
Gasbúnaður sem var í hjólhýsi hjóna sem létust af
slysförum á sunnudag er í rannsókn hjá Vinnueftirlitinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðavagnar Hægt er að kaupa gas-
skynjara og koma fyrir í vögnunum.
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á
sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan.
Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur
sínum náttúrulega lit.
GERUM SÓLPALLINN
EINS OG NÝJAN
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
Húsgögn og raftæki
» Heimilin tvö sem tilheyra
Vinakoti eru nýstofnuð og þar
vantar flest af því sem þarf til
heimilis.
» Húsgögn og eldhúsáhöld
vantar, en einnig væru raftæki
vel þegin.
» Þeir sem eru aflögufærir
með húsbúnað eða annað til
heimilis geta sent tölvupóst til
vinakot2@gmail.com