Morgunblaðið - 22.05.2013, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.05.2013, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 ford.is Ford Fiesta Trend 5 dyra, 1,0i bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 99 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Ford Fiesta Titanium 5 dyra, 1,6i bensín 105 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 138 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. BEINSKIPTUR FRÁ SJÁLFSKIPTUR FRÁ FORD FIESTA 2.390.000 KR. 3.090.000 KR. KOMDU OG PRÓFAÐU SJÁLFSAG T MÁL! NÝR FORD FIESTA VILT’ANN SJÁLFSKI PTAN? MEST SELDA SMÁBÍL Í HEIMI Óprúttnir einstaklingar stálu um 500 lítrum af olíu af flutninga- bifreið Olíudreifingar þar sem hún stóð í stæði við Austurveg á Sel- fossi aðfaranótt 15. maí síðastlið- inn. Óskar lögreglan á Selfossi eft- ir upplýsingum frá almenningi sem gætu orðið til að upplýsa stuldinn. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni hafa olíuþjófnaðir verið nokkuð tíðir að undanförnu en erfiðlega hefur gengið að ná þeim sem þessa ólögmætu iðju stunda. Um 500 lítrum af olíu stolið á Selfossi Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það er ekki nokkur spurning að með bættum vegi yrðu áhrifin mjög jákvæð fyrir ferðaþjón- ustuna, svæðin fyrir norðan og sunnan Kjalveg og allan almenn- ing,“ segir Trausti Valsson, arki- tekt og skipulagsfræðingur, sem mun halda erindi um byggðaáhrifin af endurbættum Kjalvegi á mál- þingi á Hótel Sögu á morgun. Að málþinginu standa áhuga- menn um endur- bætur á Kjalvegi en ástand veg- arins hefur farið hríðversnandi undanfarin ár. Eftir hrunið hef- ur Vegagerðina skort fjármagn til að halda veginum betur við en hann er enn lokaður vegna mikillar aurbleytu. Á málþinginu verða haldin 14 stutt erindi, m.a. af aðilum í ferða- þjónustu, Vegagerðinni, veð- urfræðingum, sveitarfélögum og fleirum. Málþingið er öllum opið og fer fram í salnum Heklu í norður- enda Hótel Sögu á 2. hæð milli kl. 10 og 14 á morgun. Fundarstjóri er Guðni Ágústsson, fv. ráðherra. Vilja fara hringleið „Viðhald á veginum hefur verið vanrækt í peningaleysinu. Ástand- ið á Kjalvegi er hörmulegt og þetta er að gerast á sama tíma og allir tala um ferðaþjónustuna sem vaxtarbrodd í okkar þjóðfélagi. Það verður að gefa almenningi og ferðamönnum kost á að ferðast um landið og skoða annað en Gullna hringinn á Gullfoss, Geysi og Þing- völl. Við þurfum að geta boðið ferðamönnum fjölbreyttari vöru og dreifa álaginu um landið. Til þess þarf að laga helstu ferðavegina,“ segir Trausti og bendir á að ferða- menn vilji helst ekki fara sama veginn fram og til baka, meira spennandi sé að fara hringleið. „Með bættum Kjalvegi væri hægt að fara um Vesturlandið norður í land og þaðan yfir Kjöl til baka. Þannig gefst færi á að upp- lifa allt annað en sveitalandslagið, eins og jöklana og eyðimerkusanda og fleiri náttúruperlur. Í bakaleið- inni taka síðan við staðir eins og Gullfoss, Geysir, Skálholt og Þing- vellir,“ segir Trausti ennfremur. Kjalvegur liggur framhjá vinsæl- um áningarstöðum ferðamanna eins og Hveravöllum og Kerling- arfjöllum. Hann segir vegabætur einnig vera náttúruverndarráðstöfun þar sem aukin hætta sé á utanvega- akstri þegar vegurinn sé illfær vegna aurbleytu. Með því að bæta Kjalveginn sé hægt að flýta opnun hans um jafnvel mánuð á vorin og lengja tímabilið álíka mikið að hausti. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæð- inu hafa miklar áhyggjur af ástandi Kjalvegar, eins og kom fram í yfirlýsingu þriggja fyr- irtækja í Morgunblaðinu í gær. Vegurinn í þessu ástandi ógnaði ferðaþjónustunni og gæti skaðað ímynd Íslands. Endurbættur Kjalvegur hefði mikil og jákvæð byggðaáhrif  Ástandið á Kjalvegi „hörmulegt“  Áhugamenn með málþing á morgun Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjalvegur Vegurinn er enn lokaður vegna aurbleytu og óvíst hvenær Vegagerðin getur opnað hann. Mynd úr safni. Trausti Valsson Notkun reiðhjólahjálma hefur aukist um 11% frá því í fyrra samkvæmt könnun VÍS en 85% hjólreiðamanna nota hjálm nú samanborið við 74% í fyrra. Í tengslum við átakið Hjólað í vinnuna var hjálmanotkun athuguð á fjór- um mismunandi stöðum í Reykjavík. Sam- tals átti 1.691 hjólreiðamaður leið fram hjá telj- urum VÍS sem er mikil fjölgun frá sama tíma í fyrra þegar þeir voru 1.143. „Notkun hjálma var nokkuð mismunandi eftir staðsetningu eða frá 74%-91%. Kannanirnar hafa sýnt að þeir sem hjóla lengri vegalengdir nota mun frekar hjálm og sýnileikafatnað en aðrir. Þriðjungur þeirra, sem hjóluðu fram hjá Geirsnefni og við göngubrúnna í Fossvogi, var í sýnileikafatnaði,“ segir á heima- síðu VÍS en einnig var hjálma- notkun könnuð við Kringluna og N1 við Hringbraut. Stöðugt fleiri nota reiðhjólahjálma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.