Morgunblaðið - 22.05.2013, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Á Norðurlöndum ríkir almenn sam-
staða á vinnumarkaðnum um að út-
flutningsgreinar í alþjóðlegri sam-
keppni séu leiðandi (undanfarar) í
launamyndun og gerð kjarasamn-
inga í hverri lotu og skapi fordæmi
fyrir aðra. Kjarasamningar í öðrum
greinum eru nánast undantekninga-
laust innan ramma sem settur er af
útflutningsgreinum.“
Þetta kemur fram í skýrslu vinnu-
hóps aðila vinnumarkaðarins um
hvernig staðið er að undirbúningi og
gerð kjarasamninga annars staðar á
Norðurlöndum, sem kynnt var í
gær. Um 170 fulltrúar allra stærstu
samtaka launafólks, stéttarfélaga og
samtaka vinnuveitenda á almennum
og opinberum vinnumarkaði komu
saman til fundar í gær þar sem farið
var yfir þann lærdóm sem draga má
af gerð kjarasamninga annars stað-
ar á Norðurlöndunum vegna und-
irbúnings að næstu lotu kjaravið-
ræðna í haust.
Fulltrúar stærstu launþegasam-
taka, Samtaka atvinnulífsins, Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og
fjármálaráðuneytisins auk
ríkissáttasemjara heimsóttu fjögur
Norðurlandanna í febrúar sl. til að
fræðast um skipulag vinnumarkað-
arins og hvernig staðið er að kjara-
samningagerð í þessum löndum.
Meðal þess sem fram kemur í
skýrslunni um ferðina er að annars
staðar á Norðurlöndunum er al-
menn samstaða um að launahækk-
anir allra kjarasamninga verði að
vera innan þess ramma sem iðnað-
urinn ræður við. ,,Ákveðið svigrúm
er fyrir sveigjanleika í útfærslum en
ekki til kostnaðarfrávika.“
Norðurlöndin glímdu við mikla
verðbólgu á níunda áratugnum og
launahækkanir voru mun meiri en í
samkeppnislöndunum. „Á níunda
áratugnum hækkuðu laun mikið á
Norðurlöndum en kaupmáttur jókst
ekki að sama skapi. Á tíunda ára-
tugnum og fyrsta áratug þessarar
aldar jókst kaupmáttur launa meira
en á þeim níunda þrátt fyrir að
launahækkanir væru mun minni
vegna þess að það dró úr verðbólgu.
Þessar niðurstöður geta bent til
þess að sterkt samband sé á milli
aukins kaupmáttar og efnahags-
stjórnar sem stuðlar að lítilli verð-
bólgu,“ segir í skýrslunni.
Þó að staðið sé að gerð kjara-
samninga með mismunandi hætti í
þessum löndum kemur fram í
skýrslunni að Norðurlöndin eiga
sameiginlegt að mikið er lagt upp úr
vönduðum undirbúningi fyrir kjara-
samninga. Sumsstaðar s.s. í Noregi
er löng hefð fyrir þríhliða samstarfi
stjórnvalda og heildarsamtaka á
vinnumarkaði, þó að launamyndunin
sé dreifstýrð. Aðilar vinnumarkað-
arins eiga einnig með sér náið sam-
starf um tölfræðiupplýsingar við
undirbúning samninga s.s. launatöl-
fræði fyrir mat á því svigrúmi sem
er til launahækkana á hverjum tíma.
„Þegar kemur að samningsferlinu
er unnið eftir umsömdum tímaáætl-
unum og t.a.m. þurfa kröfur um
breytingar á kjarasamningi að koma
fram fyrir ákveðinn tíma og eftir það
er ekki hægt að koma fram með nýj-
ar kröfur,“ segir í skýrslunni.
Einnig kemur fram að á Norður-
löndunum hafa samtök atvinnurek-
enda og stéttarfélög í atvinnugrein-
um í alþjóðlegri samkeppni gert
svonefnda iðnaðarsamninga um
hvernig staðið er að kjarasamning-
um, sameiginlegum markmiðum að-
ila, samvinnu, menntun, rannsókn-
um, nýsköpun og jafnrétti.
„Markmiðið er að tryggja hóflegar
launa- og verðhækkanir í samræmi
við þróun í viðskiptaríkjunum og
stuðla að samkeppnishæfu rekstrar-
umhverfi atvinnulífsins,“ segir þar.
Annaðhvort allir eða enginn
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir gagnlegt að sjá hvernig staðið
er að samningum annars staðar á
Norðurlöndunum. Aðferðfræðin sé
Íslendingum þó ekki ókunn, þar sem
byggt er á tiltölulega breiðu sam-
komulagi á vinnumarkaðinum, því
hún hafi á sínum tíma legið til
grundvallar þjóðarsáttarsamning-
unum 1990.
„En jafnframt er ljóst að grund-
völlur svona samninga sem við höf-
Útflutningsgreinar
leiða launamyndun
Aðilar vinnumarkaðar draga lærdóm af Norðurlöndunum
Kaupmáttarþróun á Íslandi og öðrum
Norðurlöndum 1990-2012
150
140
130
120
110
100
90
144
136
Heimild: OECD, Hagstofa Íslands
1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012
Norðurlönd Ísland
Málstofa um Ísland og norðurslóðir
verður haldin á föstudag í stofu 101
í Lögbergi, Háskóla Íslands, klukk-
an 12-13.30 á vegum Rannsóknaset-
urs um norðurslóðir, Háskólans á
Bifröst og Norðurslóðanets Íslands.
Fram kemur í tilkynningu, að á
málþinginu verði rætt um þær
áskoranir sem ríki og samfélög á
norðurslóðum standi frammi fyrir,
svo sem loftslagsbreytingar, örygg-
ismál og fiskveiðideilur en einnig
um norðrið sem samfélagslegt
sköpunarverk. Þá verði Norður-
slóðanet Íslands sérstaklega kynnt
ásamt tímaritinu Samtíð. Norður-
slóðanetinu er ætlað að auka sýni-
leika og skilning á málefnum norð-
urslóða.
Málstofan fer öll fram á íslensku.
Fundarstjóri verður Jón Ólafsson
prófessor.
Morgunblaðið/Einar Falur
Á pólnum Íslendingurinn Haraldur Örn
Ólafsson á norðurpólnum árið 2000.
Málstofa um Ísland
og norðurslóðir
Jarðhitaháskóli
Sameinuðu þjóð-
anna og Háskól-
inn í Reykjavík
hafa samið um
að um að Jarð-
hitaháskólinn
styrki nemendur
úr skólanum til
meistaranáms
við Háskólann í Reykjavík.
Samkvæmt samningnum mun
Jarðhitaskólinn beita sér fyrir því
að afla styrkja til MSc-náms fyrir
nemendur sem hyggja á fram-
haldsnám. Tækni- og verk-
fræðideild HR mun veita að há-
marki þremur nemendum árlega
sem koma á vegum Jarðhitahá-
skólans í framhaldsnám við deild-
ina styrk sem nemur skólagjöldum
í framhaldsnámi.
Gera samning um
meistaranám
Rauði krossinn er þessa dagana að
senda sérmerkta fatapoka á öll
heimili í landinu. Er þetta liður í ár-
legu fatasöfnunarátaki Rauða
krossins um næstu helgi.
Gámum verður komið fyrir við
sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu.
Á landsbyggðinni er tekið á móti
fötum á móttökustöðvum Eimskips
Flytjanda og í merktum fatagámum
Rauða krossins.
Rauði krossinn með
fatasöfnun
STUTT
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 3. júní.
Í blaðinu verður
fjallað um tískuna
sumarið 2013 í fatnaði,
förðun og snyrtingu auk
umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira.
Tíska & förðun
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Tísku & förðun
föstudaginn 7. júní
...alveg með’etta
Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga