Morgunblaðið - 22.05.2013, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
✝ Þórunn Bergs-dóttir fæddist
á Akureyri 9. sept-
ember 1947. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 11. maí
2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón-
ína Sveinsdóttir
húsfrú, f. 18.2.
1917, d. 9.3. 1974,
og Bergur Pálsson
skipstjóri, f. 13.9. 1917, d.
14.11. 1991. Systkini Þórunnar
eru: Guðmundur, f. 1942. Maki
Sigríður Jóhannsdóttir, f. 1946.
Þau eiga þrjú börn og fjögur
barnabörn. Guðný, f. 1944, d.
2012. Fyrri maki hennar var
Hólmar Kristmundsson. Þau
skildu. Seinni maki var Birgit
Reinholdt Nissen, f. 1954, d.
1996. Páll, f. 1945, d. 1992.
Maki Helga Guðnadóttir, f.
1953. Þau eignuðust tvo syni.
Áður átti Páll þrjár dætur.
Barnabörn eru níu. Guðrún, f.
1949. Maki Páll Sigurðarson, f.
1948. Þau eiga tvö börn og
fjögur barnabörn. Bergur, f.
1955. Ógiftur og barnlaus.
Fyrri maður Þórunnar var
Friðrik Steingrímsson, f. 1945.
Börn þeirra eru: 1) Guðrún
Jónína, f. 1967, maki Steinar
þar sem hún lagði stund á sál-
fræði, stjórnun og tengdar
greinar við háskólann í Örebro.
Kennaraferill Þórunnar var
langur. Frá 1975-1985 starfaði
hún í Barnaskóla Akureyrar og
1985-1987 í Lundarskóla á Ak-
ureyri. Þaðan fór hún til Dal-
víkur og starfaði fyrst sem
kennari og síðan skólastjóri frá
1987-1998. Jafnframt gegndi
hún stöðu skólastjóra sjáv-
arútvegsdeildar Dalvíkurskóla í
sex ár. Árið 1998 tók Þórunn
við skólastjórastöðu Lundar-
skóla sem hún gegndi til ársins
2006. Þaðan fór hún í Gilja-
skóla á Akureyri þar sem hún
lauk starfsferlinum. Þórunn
hafði brennandi áhuga á skóla-
málum og var í ýmsu frum-
kvöðull þegar kom að
skólaþróun sem sneri að starfs-
háttum kennara. Þórunn var
alla tíð mikil félagsvera og
sótti mikið í ýmiss konar fé-
lagsskap. Hún var ein af stofn-
endum Delta Kappa Gamma á
Akureyri, starfaði í ýmsum
kórum og spilaði mikið brids.
Á Dalvík stofnaði hún til
kvennablaks og var það mik-
ilvægt framlag til samfélagsins
þar. Hún var líka virk í Golf-
klúbbnum Hamri. Þegar Þór-
unn flutti aftur til Akureyrar
gekk hún í Golfklúbb Akureyr-
ar og starfaði í stjórn og
nefndum félagsins.
Útför Þórunnar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 22. maí
2013, og hefst athöfnin kl.
13.30.
Smári Tryggvason,
f. 1971. Dóttir
Guðrúnar er Sunn-
eva Björk, f. 1993.
2) Steingrímur, f.
1969. Maki Jó-
hanna Freydís
Þorvaldsdóttir, f.
1974. Börn: Frið-
rik, f. 2000, Haf-
rún, f. 2005, og
Þórir, f. 2009. 3)
Guðný, f. 1971.
Maki Þorsteinn Guðbjörnsson,
f. 1966, þau skildu. Börn: Vig-
dís Birna, f. 1996, og Helgi
Hrafn, f. 1998. 4) Hrefna, f.
1973.
Seinni maki Þórunnar var
Helgi Þorsteinsson, f. 1936, d.
2008. Dætur hans eru: 1) Yrsa
Hörn, f. 1968, maki Gunnar
Gíslason, f. 1958. Börn; Jara
Sól, f. 1989, Kolbeinn Höður, f.
1995, Melkorka Ýrr, f. 1998, og
Iðunn Rán, f. 2005. 2) Ylfa
Mist, f. 1974, maki Haraldur
Ringsted. Börn: Björgúlfur Eg-
ill, f. 1994, Birnir, f. 2001, og
Baldur Hrafn, f. 2004.
Þórunn ólst upp í Austur-
byggð 4 á Akureyri, gekk í
Barnaskóla Akureyrar og svo
Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Hún lauk kennaraprófi 1981.
Þá bjó hún í Svíþjóð í eitt ár
Elsku mamma, við kveðjum
þig í hinsta sinn með miklum
söknuði og hlýju. Það er fátt
erfiðara en að kveðja móður
sína. Margar góðar og skemmti-
legar minningar koma upp í
hugann sem munu fylgja okkur
um ókomna tíð. Það var ekki til
neitt í orðabók þinni sem hét að
láta sér leiðast enda lifðir þú líf-
inu lifandi og hafðir ávallt eitt-
hvað fyrir stafni. Fjölskyldan,
vinir, golfið, bridsið, matar-
klúbbar og vinnan skipuðu stór-
an sess í lífinu og sinntir þú því
öllu af mikilli alúð. Keppnis-
skapið var einkennandi fyrir þig
á öllum sviðum og minnumst við
þess sérstaklega með bros á vör
þegar þú spilaðir við barna-
börnin. Þegar veikindin börðu
að dyrum kom það einmitt
sterklega í ljós en það var aldr-
ei nett sem hét að gefast upp og
barðist þú hetjulega til síðasta
dags.
Þú lifðir lífinu fallega með já-
kvæðni, bjartsýni, hlýju og góð-
an húmor að leiðarljósi og kaust
að horfa á möguleikana í öllu í
stað þess að horfa á erfiðleika
eða hindranir. Þú varst mikil
kjarnakona og góð fyrirmynd í
alla staði og horfum við til baka
fullar af stolti yfir þeirri mann-
eskju sem þú hafðir að geyma.
Þær eru margar góðar stund-
irnar sem við systkinin getum
rifjað upp saman í framtíðinni
og fyrir það þökkum við þér.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan
skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins
perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Elsku mamma, takk fyrir
allt.
Guð geymi þig,
Hrefna og Guðný.
Elsku besta amma mín. Ég
vil þakka fyrir allar æðislegu
stundirnar sem við áttum sam-
an og allt það góða sem þú hef-
ur gert fyrir mig. Ég man svo
vel eftir því hvað ég hlakkaði
mikið til að komast í sumarfrí
og jólafrí því það þýddi bara að
ég væri á leiðinni norður til þín
í krúttlega ömmuhúsið í Skála-
gerði þar sem alltaf var svo
gaman. Það var líka svo gaman
þegar ég var að keppa í íþrótt-
um á Akureyri og þú komst að
horfa á því að þér fannst svo
gaman að íþróttum enda varstu
í þeim sjálf. Þú ert án nokkurs
vafa sterkasta og duglegasta
manneskja sem ég hef kynnst
og ég gæti ekki verið stoltari og
heppnari að hafa átt þig sem
ömmu. Ég hef og mun alltaf líta
upp til þín. Elska þig og mun
alltaf gera.
Þitt barnabarn
Vigdís Birna.
Elsku stóra systir.
Jæja, systir góð, þú kvaddir
þá næst af okkur systkinum. Þá
erum við bara þrjú eftir. En
svona er lífið, það ræður enginn
sínum næturstað.
Ég man þegar við vorum litl-
ar, þá vorum við kallaðar „litlu
stelpurnar“. Þér fannst móðg-
andi að vera kölluð lítil og vera
í sama flokki og ég, litla systir
þín, en seinni árin höfum við
skemmt okkur yfir þessu og
fundist þetta bara notalegt.
Við erum aldar upp af góðum
foreldrum, bjuggum í stóru og
góðu húsi þar sem oft var glatt
á hjalla og mikið hlegið, slegist
og hamast eins og búast má við
í stórum systkinahópi. Mamma
átt nú ekki alltaf létta daga með
okkur, enda hún oftast ein með
hópinn því pabbi var úti á sjó.
Við vorum ekki alltaf öll sam-
mála um hlutina en alltaf end-
uðu málin þó vel.
Okkar líf hefur alltaf verið
samtvinnað og höfum við meiri
hlutann af lífi okkar búið ná-
lægt hvor annarri með fjöl-
skyldur okkar. Við áttum mörg
góð ár saman við fjögur, þið
Helgi og við Palli. Við fórum í
mörg ferðalög út um allt land,
austur, vestur og suður um
landið og oftast var nú golf inni
í ferðinni seinni árin, þegar allir
í hópnum voru farnir að spila
golf. Mikið var oft gaman og við
samtaka um að skemmta okkur
á góðan máta. Við fórum reglu-
lega saman í sumarbústað á
haustin, þar sem sú regla var
viðhöfð að ræða ekki vandamál
gagnvart vinnu eða fjölskyldu.
Þar var grillað, lesið, spilað,
púslað og farið í golf og göngu-
túra ef veður var til þess. Sann-
arlega var þá verið að hlaða
batteríin fyrir veturinn. Við
hjónin heimsóttum ykkur til
Svíþjóðar þegar þið voruð þar í
árs námsleyfi, þaðan ókum við
til Kaupmannahafnar í heim-
sókn til Guðnýjar systur. Það
var dásamlega skemmtileg ferð
sem gleymist seint.
Takk fyrir allar góðar sam-
ræður og rökræður um lífið og
tilveruna. Takk fyrir allar góðu
ferðirnar okkar. Takk fyrir öll
matarboðin. Takk fyrir allar
góðu samverustundirnar heima
og að heiman. Takk fyrir allan
stuðning síðustu árin í gegnum
mín veikindi. Takk fyrir allar
góðar stundir í lífinu okkar
saman. Ég kem til með að
sakna þín mikið.
Guð veri með börnum þínum
og gefi þeim styrk til að komast
í gegnum þessa miklu sorg og
halda áfram að lifa sínu lífi.
Elsku systir, ég veit að það
verður vel tekið á móti þér og
þú berð þeim öllum kveðju mína
eins og við ræddum um.
Takk fyrir allt og allt, guð
veri með þér og hvíl í friði.
Guðrún systir og fjölskylda.
Tóta vinkona okkar var
óvenjulega vel gerð og vel gefin
kona. Hún var góð mamma
barna sinna og amma barna-
barna og var þeim góð fyrir-
mynd. Hún hafði til að bera
mikla stjórnunarhæfileika sem
fram komu í lífsstarfi hennar
við kennslu og skólastjórnun.
Það má segja að allt hafi leikið í
höndunum á Tótu. Hún var góð-
ur teiknari, söng vel, spilaði
bæði brids og golf og hún bjó til
veislu þegar kom að matargerð.
Ekki er hægt að minnast Tótu
án þess að nefna Helga. Hann
kom inn í líf hennar þegar bæði
voru komin á miðjan aldur. Með
þeim var jafnræði og áttu þau
góð og skemmtileg ár saman.
Þau deildu áhugamálum sínum
og nutu lífsins. Þau voru höfð-
ingjar heim að sækja hvar sem
þau bjuggu. Minningarbrot
kemur upp í hugann þegar þau
komu hingað suður til Þor-
bjargar og kepptu hvort þeirra
gæti matreitt betri villibráð fyr-
ir okkur sunnan-bridskonur.
Kvöldið er ógleymanleg og
stemmningin sem með fylgdi.
Ekki eru síðri minningar heim-
sóknir til þeirra á Dalvík og síð-
ar á Akureyri. Alltaf var slegið
upp dásamlegum veislum og
síðan sest við bridsborðin.
Við minnumst Tótu vinkonu
okkar með þakklæti og gleði yf-
ir að hafa fengið að njóta sam-
vista við hana og vottum að-
standendum hennar okkar
dýpstu samúð.
Guðrún Jónasdóttir,
Kristín Jónsdóttir,
Kristín Pálsdóttir,
Þorbjörg Snorradóttir
Fetaðu eftir slóð regnbogans,
fetaðu eftir ljúfri laglínunni
og fegurðin mun ljóma allt um kring.
Til er leið út úr dimmri þokunni
fetaðu slóð regnbogans.
(Sönglag Navahó-indíána)
Regnboginn er brú á milli
heima. Yfir þá brú hefur Tóta
nú fetað og við óskum henni
góðrar heimferðar.
Tóta var ein af „stýruhópn-
um“ okkar. Sá félagsskapur á
sér rætur í hópi skólastjórn-
enda á Akureyri en þar vorum
við „kvennadeildin“. Skóla-
stjórahópurinn var frábær og
stundum buðum við „strákun-
um“ að vera með okkur. Einu
sinni röðuðum við saman mynd-
um af okkur öllum á barnsaldri
og fengum þá til að spreyta sig
á því að þekkja okkur í frum-
bernsku. Þeim var fyrirgefið þó
að þeir rugluðu okkur öllum
saman en myndirnar góðu eig-
um við ennþá og varðveitum
vel.
Margar ógleymanlegar minn-
ingar streyma fram í hugann.
Bókaleikurinn líður okkur ekki
úr minni, né heldur ferð skóla-
stjórnenda til Noregs. Þar
missti kvennadeildin sig örlítið í
langri heimsókn í Hadeland-
glerverksmiðjuna. Á síðustu
stundu ákvað Tóta að kaupa sér
stóran, appelsínugulan disk sem
hún pakkaði vel inn á meðan
óþolinmóður karlpeningurinn
beið úti í rútu. Hún hélt svo á
diskinum í fanginu alla leið
heim og síðan höfum við horft á
hann í stofuglugganum hjá
henni og minnst þessarar ferðar
með gleði.
Í upphafi voru miklar um-
ræður um skólamál í klúbbnum
okkar en smám saman hefur
það breyst og umræðuefnin
hafa orðið fjölbreytt og óþrjót-
andi. Tóta var alltaf til í að
skipuleggja utanlandsferðir og
hluti hópsins fór með henni í
ferðir til Riga, Tallinn og Prag.
Þær sem heima sátu fengu góð-
ar gjafir þegar ferðalangarnir
sneru til baka og allar getum
við skartað hinum skrautleg-
ustu svuntum sem þær stöllur
færðu okkur eftir einhverja
heimkomuna.
Tóta var mikill golfari og átti
ófá sporin á ýmsum golfvöllum,
innanlands og utan. Oft var hún
líka búin að bjóðast til að leiða
okkur fyrstu sporin á vellinun.
Við vorum eitthvað tregar í
taumi og höfum enn ekki fylgt í
fótspor hennar þar, hvað sem
síðar verður. Tilhlökkunin var
hins vegar alltaf mikil þegar
kom að heimboði Tótu í mat-
arklúbbnum okkar. Hún klikk-
aði aldrei og var frábær kokkur.
Eftir að hafa setið við snark-
andi arineldinn og dreypt á
rauðvínstári var boðið til borðs,
þar sem Tóta töfraði fram dýr-
indis humar og gæs með öllu
tilheyrandi. Yfir slíkum krásum
gátum við setið langt fram á
kvöld.
Að leiðarlokum þökkum við
fyrir vináttu og ógleymanlegar
stundir og sendum fjölskyldu
Tótu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Þótt enga vængi Guð þér gefið hafi
og gert þér hafi ekki flugið kleift,
í hjarta þínu átt þú andans vængi
og öllu skiptir þá að geta hreyft.
Þú getur með þeim hafið þig til
himins,
til hæða látið stíga þína sál,
með augum fuglsins nýjar víddir
numið
og náð að lesa hjartans tungumál.
(Svavar A. Jónsson)
Þorgerður, Halldóra,
Sigríður Ása, Magna,
Bryndís, Svanhildur
og Helga.
Kveðja frá starfsmönnum
og nemendum Giljaskóla
Þórunn Bergsdóttir hóf
kennslu við Giljaskóla haustið
2006. Hún átti þá þegar að baki
langan og farsælan feril sem
skólastjóri og þar áður kennari.
Tóta var eljusöm baráttukona
sem hugsaði vel um skjólstæð-
inga sína og hafði trú á að þeim
væru allir vegir færir ef þeir
legðu sig fram. Hún var fylgin
sér og samviskusöm og þrátt
fyrir erfiða baráttu við krabba-
mein síðustu árin var uppgjöf
aldrei í hennar huga. Hún
skyldi aftur til vinnu, eða að
spila golf, sinna fjölskyldu og
vinum.
Skapgerð þín var hrein og heið.
Örlát mundin vinum veitti,
viðmótshlýju ekkert breytti
alla þína ævileið.
Þú varst hetja að hinstu stund,
hugrökk kona, hress í anda,
horfðir beint mót hverjum vanda,
djörf í fasi, létt í lund.
(Gunnar Einarsson)
Samleik eru systurnar,
sorg og gleði háðar.
Ef þú leitar annarrar,
oft þú finnur báðar.
(Höf. ók)
Við gleðjumst yfir að hafa
kynnst henni Tótu, söknum
góðs starfsfélaga og þökkum
henni kærlega samstarfið og
það sem hún lagði af mörkum
til starfsins í Giljaskóla. Við
sendum fjölskyldu Þórunnar
samúðarkveðjur og fallegar
hugsanir á þessari sorgar-
stundu. Blessuð sé minning
Þórunnar Bergsdóttur.
Jón Baldvin Hannesson.
Umhyggjusöm, glaðleg, já-
kvæð, traust, hlýleg og fé-
lagslynd eru þau orð sem koma
fyrst í hug samstarfsfólks Þór-
unnar úr Lundarskóla þegar
hennar er minnst. Einnig víð-
sýni, atorkusemi og kraftur.
Þessi orð segja mikið um hvaða
mann Þórunn hafði að geyma.
Þessir eiginleikar nýttust henni
vel þegar hún tók við stjórn
Lundarskóla árið 1998. Í skóla-
stjóratíð hennar tók skólinn
miklum breytingum. Í hennar
stjórnartíð breyttist Lundar-
skóli í heildstæðan hverfisskóla
fyrir 1.-10. bekk. Hún lagði sig
fram við að byggja upp ung-
lingadeildina og naut sín í sam-
starfi við unglingana. Vegna
fjölgunar nemenda í skólanum
var byggt við hann og það voru
ófáir fundir sem Þórunn átti
vegna þess. Í hennar skólastjó-
ratíð var gefin út ný aðalnám-
skrá sem setti nýjar skyldur á
herðar skólans og Þórunn
skipulagði þær breytingar af
miklum myndarbrag.
Hún hafði forgöngu um ým-
iss konar þróunarstarf innan
skólans og fékk sérfræðinga í
fremstu röð til ráðgjafar. Það
skipti hana miklu máli að í skól-
anum væru viðhafðir fjölbreytt-
ir kennsluhættir og góð sam-
vinna væri milli allra. Henni var
ekki einungis umhugað um fag-
legan styrkleika Lundarskóla
heldur var henni ekki síður um-
hugað um vellíðan nemenda og
starfsmanna og að í skólanum
væri góður starfsandi. Hún vissi
að leiðin að hjarta mannsins
liggur í gegnum magann og hún
kom starfsfólki oft á óvart með
því að leggja kræsingar á borð.
Þannig þakkaði hún fólki fyrir
vinnusemi og jákvæðni. Hún
var líka virk í félagslífi starfs-
fólks og var alltaf tilbúin til að
skemmta samstarfsfólki og taka
þátt í eða jafnvel skipuleggja
saklausa stríðni. Þannig var
hún bæði faglegur og félagsleg-
ur leiðtogi, hvort sem var hér
innan lands eða í námsferðum
erlendis.
Það var ekki alltaf lognmolla
í kringum hana og oft var tekist
á um strauma og stefnur í mál-
efnum skólans án þess þó að
það hefði eftirköst og Þórunn
stóð alltaf þétt að baki kenn-
arahópnum þegar á reyndi. Það
var bæði styrkleiki og veikleiki
hennar sem stjórnanda hversu
vel hún vildi fylgjast með öllu
sem sneri að skólastarfinu
þannig að það var ótalmargt
sem hvíldi á hennar herðum
sem kostaði bæði tíma og orku.
Fólk sem vann með henni
minnist hennar með hlýju og
brosi á vör. Hún setti sann-
arlega mark sitt á skólastarfið
og hafði djúpstæð áhrif á þá
sem kynntust henni. Starfsfólk
Lundarskóla vottar aðstandend-
um Þórunnar samúð sína.
Blessuð sé minning hennar.
Starfsfólk Lundarskóla 1998-
2006,
Helga R. Gunnlaugsdóttir.
Þórunn
Bergsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Minningargreinar
Blómasmiðjan Grímsbæ
v/Bústaðaveg
S: 588 1230
Samúðarskreytingar
Útfaraskreytingar