Morgunblaðið - 22.05.2013, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
✝ Pálína Jóhann-esdóttir fæddist
í Hamarshjáleigu í
Gaulverjabæjar-
hreppi 2. apríl
1925. Hún lést á
Droplaugarstöðum
13. maí 2013.
Foreldrar henn-
ar eru Jóhannes
Ormsson, f. 9.9.
1893, d. 23.12. 1981,
og Sigurbjörg
Helgadóttir, f. 20.2. 1890, d. 3.4.
1976. Systkini hennar eru Anna
Jóhannesdóttir, f. 21.11. 1921, d.
20.6. 2008, Sigurður Helgi Jó-
hannesson, f. 26.7. 1923, d. 2.10.
1959, Sigríður Jóhannesdóttir, f.
3.2. 1928, d. 31.7. 2011, og Helga
Jóhannesdóttir, f. 23.7. 1929.
Pálína giftist 20.9. 1947 á Ísa-
firði Sigurði M. Jónssyni, f. 23.9.
1923, d. 13.8. 1988. Börn þeirra
eru 1) Jón Haukur, f. 12.11.
1949, eiginkona hans var María
Pétursdóttir, f. 21.5. 1949, þau
slitu samvistir, börn þeirra eru
Pétur og Maríanna, barnabörnin
eru fjögur. 2) Benedikt T., f.
27.1. 1951, eiginkona hans er
Ásta Kristín Níelsdóttir, f. 25.2.
1950, börn þeirra eru Hanna
Guðfinna, María Björg og Níels
Sigurðsson, f. 24.7. 1952, börn
þeirra eru Sigrún Hanna og Sig-
urður Ingi, barnabörnin eru
þrjú. 8) Helgi G., f. 6.8. 1960, eig-
inkona hans var Guðrún Magn-
úsdóttir, f. 10.11. 1959, þau slitu
samvistir, synir þeirra eru
Gunnar Páll, Jóhann Örn og Sig-
hvatur Magnús. 9) Einar Már, f.
14.1. 1965, eiginkona hans er
Ellen Baer, f. 21.5. 1965, börn
þeirra eru Jonathan Coleog
Hannah Jane. 10) Guðrún Fann-
ey, f. 30.5. 1966, eiginmaður
hennar er Laurent Nicolas Bont-
honneau, f. 20.4. 1964, dætur
þeirra eru Eyja Camille Pauline
og Telma Jeanne.
Pálína ólst upp á Hamars-
hjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi
með foreldrum sínum, ömmu og
systkinum. Hún var húsmóðir í
Kópavogi og Reykjavík lengst af
en það var ærið starf með allan
þennan barnahóp. Heimili
þeirra hjóna var alla tíð opið fyr-
ir gestum og gangandi og
bjuggu þar oft ættvinir til lengri
og skemmri tíma, því það var
umtalað að þar væri gott að
vera. Í seinni tíð þegar börnin
voru komin á legg tók hún að sér
ýmis hlutastörf til að sitja ekki
með auðar hendur eins og hún
sagði sjálf. Lokastarfsár sín
vann hún á Droplaugarstöðum
þar sem hún bjó síðustu þrjú ár-
in.
Útför Pálínu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 22. maí
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
Pálmar, barnabörn-
in eru sex. 3) Elín
Stella, f. 29.4. 1952,
eiginmaður hennar
er Helgi Hauksson,
f. 19.9. 1952, börn
þeirra eru Erla
Hlín, Sigurður
Heiðar og Sigrún
Ella, barnabörnin
eru fjögur. 4) Erla
Sigurlín, f. 3.5.
1955, d. 8.1. 1957. 5)
Jóhannes Ómar, f. 1.10. 1956,
eiginkona hans er Soffía Krist-
jánsdóttir, f. 7.11. 1953, börn
þeirra eru Herdís Telma, Ester,
Ylfa Björg og Erla Soffía, barna-
börnin eru tvö. 6) Sölvi Ellert, f.
21.3. 1958, sambýliskona hans er
Sigurveig Guðmundsdóttir, f.
13.2. 1952, synir þeirra eru
Daníel Ísak og Alexander Veig-
ar, auk þeirra á Sigurveig fjögur
börn frá fyrra hjónabandi, þau
eru Guðrún Finnborg Guð-
mundsdóttir, Kjartan Óskar
Guðmundsson, Eva Rós Guð-
mundsdóttir og Íris Dögg Guð-
mundsdóttir, barnabörnin eru
sjö. 7) Ása Líney, f. 1.6. 1959, d.
20.7. 2011, dóttir Ásu er Linda
Rós Pálsdóttir, eftirlifandi eig-
inmaður Ásu er Þorgrímur Óli
„Hvert örstutt spor var auðnuspor
með þér.“
(H.K. Laxness.)
Þau voru allmörg sporin,
mamma mín, sem þú tókst á átta-
tíu og átta ára ferðalagi þínu á
þessari jörð.
Sum tókstu dansandi í glitrandi
ballkjólum, önnur voru erfiðari að
taka, með sorg í hjarta og börn í
gröf.
En áfram hélstu og gerir enn.
Og nú ertu stokkin aftur af stað
í þitt næsta ferðalag. Næsta segi
ég því þú átt örugglega eftir að
ferðast um fleiri heima en þá sem
kunnir eru okkur sem hér á jörðu
búa.
Ferðinni nú er heitið til Sum-
arlandsins. Þú undirbjóst það
ferðalag vel enda skipulögð kona.
Þar vissir þú að pabbi biði eftir þér
með nýja húsið sem hann lofaði að
smíða handa þér og þig var farið
að lengja eftir að fá að flytjast inn
í.
Fyrir nokkrum mánuðum
hélstu svo að allt væri klappað og
klárt. Þú kvaddir mig eitt kvöldið
ákveðin á svip og baðst mig um að
skila kveðju til allra. Svo ákveðin
varstu að fara, enda vön að gera
og ganga frá hlutunum strax. En
eitthvað seinkaði ferðinni og kom
að því að þér fór að leiðast biðin.
Einn morguninn vaknaðir þú og
sagðir okkur að sennilega væri
hann pabbi okkar ekki tilbúinn
með nýja heimilið og þú sagðist
vera hætt við að fara. „Þeir vilja
mig ekki strax,“ sagðir þú, byrj-
aðir að stokka spilin og skipu-
leggja næstu listaverk.
Þú vissir svo margt og þú kunn-
ir svo margt. Það er ofar mínum
skilningi hvernig þú fórst að því að
hafa allt í röð og reglu með okkur
systkinin níu skoppandi í kringum
þig og allan vinahópinn sem þeim
fylgdi. Kannski smelltir þú saman
fingrum eins og Mary Poppins og
þvotturinn af öllum hvarf hreinn
og samanbrotinn niður í skúffur,
eldhússkáparnir fylltust af góm-
sætum kanilsnúðum, prjónarnir
tikkuðu, saumavélin sló taktinn og
flóknar flíkur urðu til, útsaums-
dúkar skreyttu stofuborð og eld-
húsborðið fylltist gómsætum
kræsingum þar sem ávallt var
hægt að sitja þéttar og koma fyrir
aukadiskum fyrir vinahópinn.
Kannski smelltirðu saman fingr-
um þegar við sáum ekki til.
Þú lifði fyrir heimilið og börnin,
barnabörnin, barnabarnabörnin,
barnabarnabarnabörnin og öll
aukabörnin sem þú tókst að þér að
passa þegar við Einar vorum orð-
in nógu stór til að bursta tennurn-
ar sjálf. Heimilið var þitt fyrirtæki
og þú varst framkvæmdastjórinn.
Verkefnin voru mörg og gott
skipulag nauðsynlegt. Þú kenndir
eldri börnunum að sjá um þau
yngri og þau yngri unnu sér inn
aur með því að skutlast fyrir þau
eldri. Allir höfðu sitt hlutverk og
sinntu sínum verkum.
Og lífsþræðirnir margfölduð-
ust. Eitt af öðru flugum við úr
notalega hreiðrinu sem þið pabbi
umvöfðuð okkur með til að búa til
okkar eigin, með ferðatösku fulla
af ráðleggingum og visku, bjart-
sýn með bros á vör.
Nú er þitt spunaverk hér á
jörðu fullunnið en þú gekkst svo
frá endum að þræðirnir sem þú
spannst spinna áfram í gegnum
ókomna tíð. Allt sem þú kenndir
okkur kennum við okkar börnum
og barnabörnum, þó að enn hafi
ég ekki almennilega náð tökum á
að smella saman fingrum eða
segja „Supercalifragilisticexpia-
lidocious“.
Góða ferð, elsku mamma mín.
Guðrún Fanney
Sigurðardóttir (Dúna).
Þegar ég hugsa til baka um
mömmu birtast margar myndir í
huga mér, hún í eldhúsinu í Víði-
hvammi 3 í Kópavogi þar sem við
ólumst upp, að gefa krakkaskaran-
um skyrhræring í morgunmat, á
útitröppunum að kalla okkur inn í
mat og með pabba að fara á gömlu
dansana, eins og böllin sem þau
sóttu voru kölluð.
Á hverju sumri þegar ég var
krakki fórum við fjölskyldan í
ferðalög um landið og heimsóttum
vini og ættingja og á ég góðar
minningar frá þeim ferðum. Þar sá
hún um að okkur vantaði ekkert.
Þegar við krakkarnir vorum ung
var hún heimavinnandi og stjórn-
aði heimilinu en pabbi var alltaf að
vinna eins og þá var siður. Ekki
man ég eftir að hún væri ströng en
það var einhvernveginn þannig að
maður fór eftir því sem hún sagði
eða lagði fyrir. Hún hafði metnað
fyrir okkar hönd varðandi nám og
fór vel yfir allar einkunnirnar og
bar saman við einkunnir eldri
systkina. Það var sem sagt gerð ár-
angursmæling. Varðandi skóla-
göngu okkar þá gerði hún kröfu
um gagnfræðapróf eða sambæri-
legt að lágmarki. Við höfðum þó val
um að hætta eftir skylduna en þá
sagðist hún rukka um fullt verð
fyrir fæði og húsnæði, sem var frítt
meðan á skólagöngu stóð. Valið var
því ekki erfitt þó að nám væri ekki í
fyrsta sæti hjá mér sem unglingi og
öll lukum við systkinin námi á
framhalds- eða háskólastigi. Þetta
var dæmigerður stjórnunarstíll hjá
henni, hún kláraði með lagni það
sem hún ætlaði sér.
Ferðalög til sólarlanda voru
mikið áhugamál hjá henni og
pabba eftir að börnin fóru að heim-
an og eftir að hún varð ekkja rúm-
lega sextug var hún dugleg að fara
með vinkonunum sínum til Kanarí
og Spánar. Síðustu utanlandsferð-
ina fór hún haustið 2008 með okkur
Soffíu til New York þar sem Einar
bróðir býr, en stuttu síðar fór heils-
an að bila og hún fluttist á hjúkr-
unarheimili.
Hún var alla tíð mikið fyrir
hannyrðir og handverk og var af-
kastamikil á því sviði nánast fram í
andlátið sem bar að með friðsælum
hætti.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhannes Ómar Sigurðsson.
Elsku mamma, þegar ég hugsa
til baka þá var lífshlaup þitt ótrú-
legt, allt það sem þú afrekaðir á
þinn hljóðláta hátt. Þú hafðir yndi
af allri handavinnu og liggja mörg
verk eftir þig hjá okkur systkinun-
um. Þú passaðir upp á alla afmæl-
isdaga hjá öllum þínum afkom-
endum og væntanlega fellur það í
minn hlut að halda því áfram.
Þú varst mjög berdreymin og
vissum við alltaf ef það var barn
eða barnabarn á leiðinni í fjöl-
skyldunni, ég veit ekki hver tekur
við því hlutverki.
Núna ertu komin í sumarlandið
þitt, þú hafðir þá trú að það væri
líf eftir þetta líf og þú varst farin
að þrá að hitta þá sem voru farnir
á undan þér.
Ég veit að pabbi, Ása og Erla
taka vel á móti þér og er gott að
vita af þér í þeirra höndum.
Takk fyrir allt, mamma mín.
Þín dóttir
Stella.
Pálína
Jóhannesdóttir
HINSTA KVEÐJA
Yndislega kona, orð fá
ekki lýst hvað ég var hepp-
inn að þú varst móðir mín.
Ég kveð þig með ljóði
Stefáns frá Hvítadal.
Erla, góða Erla!
Ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð,
því kveldsett löngu er.
Helgi.
✝ Guðrún Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
3. ágúst 1928. Hún
lést á líknardeild-
inni í Kópavogi 12.
maí 2013.
Hún var dóttir
Ingveldar Ágústu
Jónsdóttur, f. 24.8.
1902, d. 3.10. 1997
og Guðmundar
Gíslasonar, f. 14.11.
1898, d. 14.5. 1968. Eftirlifandi
systkini Guðrúnar eru Gísli, f.
1925, og Jóhann, f. 1936.
Guðrún giftist árið 1950 Klem-
enzi Jónssyni leikara, f. 29.2.
1920, d. 22.5. 2002. Guðrún og
Klemenz eignuðust þrjú börn. 1)
Ólafur Örn, f. 30.7. 1951, hag-
fræðingur. Maki Inga Aðalheiður
Valdimarsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur. Þeirra börn: a) Guðrún, f.
1982. Maki: Bjarni Þór Gíslason.
Guðrún ólst upp í Reykjavík,
fyrstu árin við Bergþórugötu og
síðan við Brávallagötu. Hún sótti
menntun sína í Austurbæjarskól-
ann og lauk prófi frá Kvennaskól-
anum. Að skólagöngu lokinni hóf
hún störf hjá Almennum trygg-
ingum. Guðrún vann hjá Ríkis-
sjónvarpinu fyrstu ár þess allt til
1969. Árið 1972 hóf hún störf á
skrifstofu Þjóðleikhússins, sem
ritari og síðar fulltrúi og vann
þar óslitið fram á eftirlaunaldur.
Tónlist og kórastarf var Guðrúnu
afar hugleikið, og starfaði hún í
mörg ár með Þjóðleikhúskórnum,
sat í stjórn hans og tók þátt í
fjölda sýninga með kórnum.
Lengst af bjuggu Guðrún og
Klemenz á Bræðraborgarstíg 26,
allt fram til ársins 1995 þegar þau
fluttu að Eiðismýri 30 á Seltjarn-
arnesi. Þar tók Guðrún þátt í öllu
því góða félagsstarfi sem bæjar-
félagið býður upp á, námskeið í
bókbandi og bútasaum, sem hent-
aði henni afar vel þar sem henni
fór ekki vel að sitja auðum hönd-
um.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 22. maí
2013, kl. 11.
Þeirra börn: Ingunn
Erla og Ólafur Kári.
b) Valdís, f. 1986.
Sambýlismaður
Thomas Lorentzen.
c) Valdimar, f. 1989.
Soninn Sigurð Jök-
ul, f. 1973, eignaðist
Ólafur Örn með Sig-
ríði Sigurðardóttur,
f. 1952. Sambýlis-
kona Sigurðar Jök-
uls er: Kristbjörg
Hildur Guðmundsdóttir, f. 1983.
Soninn Alex Þór eignaðist Sig-
urður Jökull með Dagnýju Erlu
Gunnarsdóttur. 2) Sæunn, f. 8.10.
1956, starfsmaður Landsbanka
Íslands. Maki Hallur Helgason
vélstjóri og starfsmaður Þjóð-
leikshússins. Þeirra barn: Hallur,
f. 1980. Maki: Valdís Hrund
Hauksdóttir. Þeirra sonur: Brynj-
ar Örn. 3) Guðmundur Kristinn, f.
9.11. 1969, svæfingalæknir.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
(Hugrún.)
Amma mín var einstök kona;
sönn fyrirmynd. Hún var ein sú
klárasta sem ég hef þekkt og bjó
yfir óbilandi fróðleiksþorsta.
Amma var listamaður. Hvort sem
um ræddi teikningu, matargerð,
prjóna- eða saumaskap, það lék
allt í höndum hennar.
Minningar af heimili ömmu og
afa á Bræðraborgarstígnum eru
afar margar enda vorum við
systkinin þar tíðir gestir. Amma
spilaði klassíska tónlist og Gufuna
og fór í sólbað á svölunum. Hún
laumaði að okkur pening til að
fara í sjoppuna á móti og kaupa
nammi. Hún fór með okkur í Þjóð-
leikhúsið og ferðalög. Hún bauð
upp á ristað brauð með osti og
marmelaði, vanilluís með appelsíni
og fjöldamargar tegundir af kök-
um og öðru sætmeti. Samveru-
stundirnar voru jafnmargar eftir
að þau hjónin, amma og afi, fluttu
út á Nes. Amma bauð skaranum
gjarnan í mat og gerði fram yfir
áttrætt. Hún var alltaf svo dugleg;
hún hélt góðu sambandi við vin-
konur sínar, fór nánast daglega í
sund, hélt heimilinu óaðfinnan-
legu, stundaði leikfimi, sinnti tóm-
stundum og ferðaðist, bæði innan-
og utanlands. Hún var sannarlega
kona í heimsklassa.
Amma var ekki eingöngu besta
amman heldur var hún börnunum
mínum tveimur besta langamman.
Hún hafði unun af því að fá lang-
ömmubörnin og hundinn í heim-
sókn; stjanaði við þau sem mest
hún mátti og var alltaf tilbúin að
hlusta á allt það sem þau höfðu að
segja, knúsa þau og kyssa, segja
þeim sögur og hlusta á montsögur
af þeim. „Þetta er sko besta amm-
an!“ var setning sem féll í einni
heimsókninni. Amma hét „Amma
sem bakar pönnukökur“ í huga
barnanna en það nafn ber hún
með rentu.
Missir okkar er meiri en orð fá
lýst og munum við sakna ömmu og
langömmu óheyrilega, hún var
okkur allt og er verulega drjúgt
skarð hoggið í fjölskylduna.
Guðrún, Ingunn Erla og
Ólafur Kári.
Mér finnst heimurinn mun fá-
tækari eftir að amma mín yfirgaf
hann. Hún var sannarlega einstök
og sterk kona. Amma mín kenndi
mér afskaplega margt um lífið.
Hún kenndi mér mikilvægi já-
kvæðni og vinnusemi. Hún kenndi
mér mikilvægi hreyfingar og þess
að maður skuli ekki láta aldurinn
halda aftur af sér í þeim málum.
Hún synti daglega í Seltjarnar-
neslaug og fór auk þess í leikfimi.
Hún var hressasta 84 ára kona
sem ég hafði kynnst, þegar veik-
indin náðu henni. Hún kenndi mér
um heimagerða tísku og mikil-
vægi þess að setja á sig andlitið.
Amma kenndi mér að teikna, enda
var hún mikill listamaður í sér,
hvort sem það sneri að handverki,
að því að mála eða teikna. Hún
studdi mig alltaf heilshugar í námi
mínu og átti stóran þátt í því, bæði
í grunnskóla og menntaskóla. Ég
var nefnilega svo heppin að fá
meira eða minna að flytja inn hjá
henni um jólin og á vorin, þegar
próf voru, og fékk góðu ömmu
mína til að dekra við mig. Hún hélt
mér líka við efnið og ég fékk ekki
að slæpast of lengi frammi í pás-
unum mínum. Inni á gömlu skrif-
stofunni hans afa sat ég stundum
vikum saman, sérstaklega í stúd-
entsprófunum en þá var ég hjá
henni í tæpa tvo mánuði. Þetta
þykir mér ómetanlegur tími núna.
Amma var mér sannur og dýr-
mætur innblástur fyrir hvernig
lifa á lífinu. Hún lifði fyrir ferða-
lögin sín og hafði ferðast mikið
þegar hún féll frá. Hún var svo
klár hún amma, hún lærði á gam-
alsaldri á internetið og miklaði
ekki fyrir sér að bóka ferðir til
Kína, Rússlands og Ítalíu, alger-
lega ein á netinu – á áttræðis- og
níræðisaldri! Hún naut þess að
lesa bækur, fara á tónleika og að
sinna handverki sínu og ég get
ekki talið hversu hversu oft hún
sagði við mig að hún „léti sér aldr-
ei leiðast“. Hún var sannur
nautnaseggur og kunni einstak-
lega vel að meta góðan mat, enda
sérstaklega góður kokkur. Hún
kynntist rauðvíni á Spáni á ferða-
lögunum sínum þangað og naut
þess að fá sér gott rauðvínsglas
við tilefni. Hún kenndi mér að
borða vanilluís með appelsíni á
heitum degi, að dýfa kringlu ofan í
kaffi, að borða brauðsúpu og mik-
ilvægi góðs frómass. Amma var
fæddur og alltaf tignarlegur gest-
gjafi. Allar máltíðir hjá henni voru
veisla. Og byrjuðu alltaf á slaginu
sjö.
Það er hjartaskerandi að hafa
misst ömmu mína fyrir aldur
fram, því ég var búin að ákveða að
hún yrði hundrað ára. Hún sýndi
mér hvernig hægt er að lifa með
reisn, bæði í með- og mótlæti. Hún
mótaði mig að svo mörgu leyti og
ég er þakklát fyrir það. Ég er
þakklát fyrir öll skiptin þegar hún
sagði „hvað heldur þú“, þegar ég
spurði hana hvort ég mætti fá mér
eitthvað eða koma í heimsókn. Ég
er þakklát fyrir alla nammimol-
ana, alla kossana og brúnu lag-
terturnar. Ég er þakklát fyrir að
hafa náð að kveðja hana í hinsta
sinn. Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst henni og fyrir öll árin okk-
ar saman. Heimurinn verður ekki
samur án elsku ömmu minnar.
Valdís Ólafsdóttir.
Guðrún
Guðmundsdóttir
Smáauglýsingar
Gisting
Gisting Akureyri
Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm
einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að-
staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að
h f h d í Skó hlíð E ð fl i i
Geymslur
Málarar
Málarar
Tökum að okkur alla málningar-
vinnu. Tilboð eða tímavinna. Aðeins
faglærðir málarar
Upplýsingar í síma 696 2748
Húsviðhald
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf grein-
in að hafa borist á hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skila-
frests.
Minningargreinar