Morgunblaðið - 22.05.2013, Page 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
allt var ennþá handskorið. Eftir-
sóknin eftir slíkri vandaðri þjónustu
var gífurleg og maður kynntist fjöld-
anum öllum af skemmtilegu og dug-
miklu fólki.
Ég hafði alltaf meira en nóg að
gera og maður sló aldrei af. Að lok-
um varð þetta of mikil vinna í of
langan tíma. Ég sá að þetta gekk
ekki lengur, fór til læknis sem spurði
mig hvers konar lífi ég lifði eiginlega
og hvað ég héldi að ég væri – og
lagði til að ég söðlaði alveg um.
Þá skrifaði ég grein í Morgun-
blaðið sem varð fræg að endemum.
Þetta var árið 1997 og greinin hét
Útkeyrða ofurkonan. Hún vakti
feikileg viðbrögð. Í kjölfarið tók Val-
gerður Jónsdóttir við mig langt við-
tal í Morgunblaðið og á fjölmennri
ráðstefnu um heilbrigðismál varð ég
að einhvers konar yfirskrift ráðtefn-
unnar þar sem birtist af mér mynd í
supermanbúningi. Ég hefði getað
skapað mér heilmikla vinnu vegna
greinarinnar en féll nú samt ekki í
þá gryfju.
Þess í stað fór ég í nudd, lærði
sjálf nudd árið 1998 og lærði síðan
jóga. Ég flutti austur á mínar heima-
slóðir um aldamótin og hef síðan
verið búsett í Miðtúni í nábýli vð
bróður minn sem er þar organisti,
kórstjóri og tónlistarkennari.
Frá því ég flutti austur hef ég
kennt alhliða líkamsrækt og hef ver-
ið með líkamsrækt á Hótel Rangá
frá 2005. Ég hef nóg að gera en gæti
þess auðvitað að hafa ekki of mikið
að gera. Það verður hver og einn að
finna sinn takt.“
Um 2005 fékk Katrín nöfnu sína,
Katrínu Briem, til að halda teikni-
námskeið fyrir austan. Í kjölfarið fór
Katrína svo að teikna hross og hefur
nú síðastliðin fjögur ár unnið mikið
við gerð portrettmynda.
Fjölskylda
Eiginmaður Katrínar Jónínu er
Eysteinn Fjölnir Arason, f. 23.4.
1938, fyrrv. kaupmaður sem starf-
rækti Faco við Laugaveg. Hann er
sonur Ara Jónssonar klæðskera og
Heiðbjartar Pétursdóttur sem bæði
eru látin.
Börn Katrínar eru Ríkharður, f.
11.11. 1980, smiður í Reykjavík en
kona hans er Karen Halldórsdóttir
og á hann tvær dætur og eina fóstur-
dóttur; Ívar, f. 26.12. 1982, tónlistar-
maður, búsettur í Njarðvík en kona
hans er Elín Þorvarðardóttir og á
hann tvö börn, og Rebekka, f. 8.1.
1988, tónlistarmaður, söngkona og
ljósmyndari, búsett í Reykjavík en
maður hennar er Magnús Haralds-
son.
Systkini Katrínar eru Margrét
Óskarsdóttir, f. 4.4. 1949, skrif-
stofumaður hjá Landsvirkjun, bú-
sett í Reykjavík; Valgerður Ósk-
arsdóttir, f. 31.5. 1957, kennari,
búsett í Reykjavík; Guðjón Halldór
Óskarsson, f. 8.1. 1966, organisti,
kórstjóri og tónlistarkennari, bú-
settur í Miðtúni.
Foreldrar Katrínar: Óskar
Karelsson, f. 31.7. 1925, d. 31.3. 2001,
bóndi í Miðtúni í Hvolshreppi, og
k.h., Ingigerður Margrét Guðjóns-
dóttir, f. 29.1. 1927, lengst af hús-
freyja í Miðtúni, nú búsett á Kirkju-
hvoli á Hvolsvelli.
Úr frændgarði Katrínar Jónínu Óskarsdóttur
Katrín Jónína
Óskarsdóttir
Margrét Bárðardóttir
húsfr. á Syðri-Rauðalæk
Halldór Halldórsson
b. á Syðri-Rauðalæk
Margrét Halldórsdóttir
húsfr. í Arabæ og á Hellu
Guðjón Þorsteinsson
b. í Arabæ og síðar smiður á Hellu
Ingigerður Margrét
Guðjónsdóttir
húsfr. í Miðtúnum, nú á
Kirkjubóli á Hvolsvelli
Þorsteinn Þorsteinsson
b. á Berustöðum í Holtum,
systursonur Guðmundar, afa
Nínu Sæmundsdóttur listakonu
Guðbjörg Guðnadóttir
húsfr. á Brekkum
Guðjón Jóngeirsson
b. á Brekkum í Hvolhreppi
Katrín Jónína Guðjónsdóttir
húsfr.
Karel Ingvarsson
sjóm. sem fórst með bv. Jóni Ólafssyni
Óskar Karelsson
bóndi í Miðtúni í Hvolhreppi
Diðrika Jónsdóttir
húsfr. í Hvíld
Ingvar Karelsson
form. í Hvíld á Stokkseyri
Guðríður Ingvarsdóttir
húsfr. í Bakkakoti
Ingigerður Runólfsdóttir
húsfr. á Berustöðum
Árni
Runólfsson
b. á Áshóli
Hróbjartur
Árnason
forstjóri Bursta-
gerðarinnar
Jón Dalbú
Hróbjartsson
sóknarprestur í
Hallgrímskirkju
Guðmundur Halldórsson
b. á Sandhólaferju
Gunnar
Guðmundsson
iðnskólakennari
Guðmundur
Gunnarsson
forstjóri
Hjónin Katrín og Eysteinn Fjölnir.
Heimsins öflugasta Hersluvél
1057Nm 20Volt
Iðnaðarvélar
fyrir fagmenn
Síðumúla 11, 108 Reykjavík,
sími 568 6899, vfs@vfs.is
www.vfs.is
W7150 ½ Rafhlöður
2* 3,0 Ah Li-Ion
Létt og þægileg
aðeins 3,1 kg
Páll Ragnar Karlsson hefur varið
doktorsritgerð sína í læknisfræði –
„Morphological assessment of nerve
fibers from skin biopsies in healthy
individuals and patients with small
fiber neuropathy“ – við dönsku
verkjarannsóknamiðstöðina, deild
klínískra læknisfræða við Háskólann
í Árósum.
Páll notaði í verkefninu þrívíddar-
greiningu til að rannsaka taugatre-
fjar (sársaukanema) í húð sjúklinga
sem þjást af taugakvillu. Einkenn-
andi fyrir sjúkdóminn er að sjúkling-
ar hafa fáar taugatrefjar og þjást
oft af langvarandi verkjum og skynt-
ruflunum sem erfitt er að með-
höndla. Taugatrefjarnar virka sem
eins konar sársaukanemar og hafa
þann tilgang að senda upplýsingar
um hitastig, snertingu og sársauka
til miðtaugakerfisins.
Með notkun þrívíddargreining-
arinnar sýndi Páll Ragnar fram á að
sjúklingar hafi ekki aðeins færri
skyn-taugatrefjar í húðinni, trefj-
arnar séu einnig styttri samanborið
við heilbrigt fólk.
Verkefnið styrkti tilgátur enn
frekar um að taugatrefjar gangi í
gegn um verulega hrörnun í sjúk-
lingum með taugakvillu.
Niðurstöðurnar geta gefið upplýs-
ingar um hvers vegna sumir sjúk-
lingar eru með eðlilegan fjölda
skyn-taugatrefja, en eru samt með
klínísk einkenni taugakvillu. Verk-
efnið getur einnig verið grundvöllur
nýrra aðferða við greiningu á þess-
um sjúklingum.
Foreldrar Páls Ragnars eru Karl
Eskil Pálsson ritstjóri og Jóhanna
Hlín Ragnarsdóttir hárgreiðslu-
meistari. Páll er búsettur í Hammel
í Danmörku. Hann er kvæntur
Árúnu Ósk Guðgeirsdóttur kjóla-
klæðskera og eiga þau saman tvær
dætur.
Doktor
Doktor í læknisfræði
90 ára
Baldur Sigurðsson
Jytte Inge Árnason
Steinunn A. Bjarnason
85 ára
Guðrún Jónsdóttir
Ragnheiður Ásgrímsdóttir
Sveinn Rafn Eiðsson
80 ára
Margrét Margeirsdóttir
María Björk Þórsdóttir
75 ára
Arnar S. Guðmundsson
Emil Vilmundarson
Guðbrandur Árnason
Jósefína Friðriksdóttir
Magnús Vilmundarson
Ólöf Hulda Karlsdóttir
Þóra Minerva
Hreiðarsdóttir
70 ára
Atli Ásmundsson
Áslaug Þorleifsdóttir
Helgi Vigfús Karlsson
Jónína Davíðsdóttir
Karólína Þorgrímsdóttir
Kristín R.H. Benediktsdóttir
Kristján Þórarinsson
60 ára
Atli Viðar Jónsson
Ásdís Gunnarsdóttir
Berta Sigrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Hilmar Þór Pálsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jakob Gunnar Hjaltalín
Jón Guðbjörnsson
Stefanía Borghildur
Ólafsdóttir
50 ára
Bozena Sobiecka
Eðvarð Rúnar Lárusson
Helga Guðjónsdóttir
Íris Elfa Haraldsdóttir
Kristín Björk Friðbertsdóttir
Ragnheiður L. Eyjólfsdóttir
Sigurvin B. Hafsteinsson
Skarphéðinn Reynisson
Steindór Kristinn Ívarsson
Þorleifur Kristinn Karlsson
40 ára
Bjarney Sigrún
Lúðvíksdóttir
Bryndís Sigurðardóttir
Guðmundur Skúlason
Guðmundur Þór
Brynjólfsson
Guðrún Ósk Sigurðardóttir
Hallur Kristmundsson
Heiða Ingólfsdóttir
Helga Árnadóttir
Hólmar Már Gunnlaugsson
Janusz Wojciechowski
Joomjan Kongkham
Olaf Ronhardt Ludek
Sunneva Flosadóttir
Vernharður Reynir
Sigurðsson
30 ára
Alda Björg Sveinsdóttir
Andri Árnason
Anna Þóra Sveinsdóttir
Arturs Mikusans
Eggert Árni Kristjánsson
Ellert Jósteinsson
Erla Hjördís Torfadóttir
Halldór Örn Tulinius
Lilja Birgisdóttir
Ragnhildur Ingibjörg
Bjarnadóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Ösp lauk BA-prófi
í bókmenntafræði frá HÍ,
B.Ed.-prófi frá HA og
starfar í tæknisamn-
ingadeild Actavis.
Maki: Jón Grétar Leví
Jónsson, f. 1981, starfsm.
hjá Odda.
Synir: Hreiðar Ægir Leví,
f. 2007, og Óðinn Logi
Leví, f. 2010.
Foreldrar: Ásgeir Guðna-
son, f. 1947, vélstjóri, og
Bryndís Símonardóttir, f.
1956, kennari.
Ösp
Ásgeirsdóttir
30 ára Halla Karen ólst
upp í Reykjavík, lauk BA-
prófi í félagsráðgjög frá HÍ
og stundar nú MA-nám í
náms- og starfsráðgjöf
við HÍ.
Maki: Andri Már Óttars-
son, f. 1983, rafvirki.
Dætur: Embla Eir, f.
2004, og Hekla, f. 2008.
Foreldrar: Jón Halldór
Guðmundsson, f. 1962,
hárskeri, og Erla Arnars-
dóttir, f. 1964, d. 2012,
var bókari.
Halla Karen
Jónsdóttir
30 ára Þóra ólst upp í
Reykjavík, hefur búið og
starfað í London við að
leikstýra tónlistar-
myndböndum á und-
anförnum árum. Hún lauk
prófum í listrænu kvik-
myndanámi frá Central
St. Martins í London og
hefur verið að vinna að
stuttmynd um þessar
mundir.
Foreldrar: Kristín Ingva-
dóttir flugfreyja og Hilmar
Karlsson blaðamaður.
Þóra
Hilmarsdóttir
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón