Morgunblaðið - 22.05.2013, Síða 36

Morgunblaðið - 22.05.2013, Síða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú vilt tileinka þér einhver djúp sann- indi í dag og nemur þau hugsanlega í gegnum fjölmiðil, æðri menntun eða kennara. Það eru breytingar framundan sem verða þér til góðs. 20. apríl - 20. maí  Naut Sýndu þolinmæði og gefðu þér tíma til þess að leita þess rétta. Mundu að nú er ekki rétti tíminn til að tala hreint út um hlutina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Aðrir eru reiðubúnir að veita fjár- hagslega aðstoð svo þú getir framkvæmt áform þín. Gefðu þér tíma til að spjalla því þú hittir ekki slíkt fólk á hverjum degi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reyndu að halda aftur af þér í sam- tölum við aðra; þeir þurfa líka að komast að með sín sjónarmið. Þú ert kannski ekki um- kringdur því fólki sem þarfnast hæfileika þinna núna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Varðveittu undrun þína yfir eiginleikum makans, þótt þið hafið verið saman í óralang- an tíma. Varastu samt að ganga of langt svo ekki komi til eftirmála. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn einkennist af fjaðrafoki. Núna er rétti tíminn fyrir þig að ákveða hvað þú ætlar að rækta – bæði líkamlega og ekki síður það sem snýr að innri fegurð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einfaldaðu, á hvaða hátt sem þú getur, líf þitt. Stoppaðu, brettu upp ermarnar og taktu á þeim málum sem þú verður að leysa. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hrapaðu ekki að ályktunum og allra síst í viðkvæmum einkamálum. Byggðu þig frekar upp fyrir framtíðina. Stundum eru hlutirnir hreint ekki eins og þú áttir von á. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að koma hjartans máli á framfæri og hefur ekki tíma til að vera list- rænn eða klár. Samræður verða áhugaverðar þar sem hugur þinn leitar inn á ófyrirsjáan- legar brautir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stundum þarf að grípa til sér- stakra aðgerða til þess að vekja athygli sam- ferðamannanna. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki reyna að þröngva foreldri eða fjölskyldumeðlimi til þess að vera sammála þér í dag. Gættu þess jafnan að gera ekkert það sem er öndvert samvisku þinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það væru mistök af þinni hálfu að leita að einhverjum til að halda uppi fjörinu, því þú ert sá sem ýtir undir hlátur um þessar mundir. Opnaðu augun. Davíð Hjálmar Haraldsson varheima í sveitinni 4. maí síðast- liðinn og var þar óvenjumikill snjór miðað við árstíma eða eins og hann lýsti því: „... girðingarstaurar á kafi og hvergi örlar á fjárréttinni. Í brekkunni sunnan við íbúðarhúsið er skafl sem ég gæti trúað að sé 10 metra þykkur. Farfuglarnir voru ósköp umkomulausir þarna á sköfl- unum. Bláhvítt hjarnið felur flóa, fjall og mel og hverja laut. Ein á hólnum hímir lóa, hungruð, köld og fótablaut.“ Mikið var rætt um afmæli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Ís- lands í hópi hagyrðinga, en sama dag varð Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum sextugur. Friðrik Steingrímsson orti: Veðrið er með versta brag og von að úti snjói, því afmæli þeir eiga í dag Ólafur og Jói. Hjálmar Freysteinsson bregður á leik í limru: Teitur jarðaði tíkina – taldi þágufallssýkina, afleitan vana, er varð henni að bana – norðan við Neslandavíkina. Sigrún Haraldsdóttir kastaði líka fram limru: Herjólfur húkti við lindina, horfði í spegilmyndina, þarna hann hékk þar til hann fékk kröftugan krampa í þindina. Ingólfur Ómar Ármannsson kast- ar fram hringhendum sléttubönd- um: Ljóðin glettin hljóma hér, heldur léttist öndin, óðinn fléttar vísna ver, vandar sléttuböndin. Grá Skeggur segir erfitt að halda sér í kjörþyngd: Oft er staut í heimi hér að halda sínu striki, og torveld þraut að taka af sér 2 kíló af spiki. Ármann Þorgrímsson lýsir lífs- hlaupi sínu svona: Stýrði á móti straumi oft, stundum vel á bátinn gaf, það var í mér þingeyskt loft, þess vegna ég lifði af. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af limrum, afmælum og 2 kílóum af spiki Í klípu EKKI NÁÐIST Í GÚSTA VIÐ VINNSLU FRÉTTARINNAR. EN ÞAÐ HEFÐI VERIÐ NOTALEGT EF EINHVER HEFÐI REYNT. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „AÐRA LEIÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... diskódraumur. INNRITUN ÞESSI HÓPUR VAR SÉRVAL- INN Í EINSTAKLEGA ERFIÐA OG KREFJANDI RÁNSFERÐ! ERUÐ ÞIÐ TILBÚNIR, HÖRKUTÓL? ÉG ÞARF Á KLÓSETTIÐ! Í FRAMTÍÐINNI MUNU KETTIR STJÓRNA HEIMINUM. ENNÞÁ.Víkverji dagsins hefur tamið sér aðstanda við skrifborðið sitt í stað þess að sitja. Hann tók upp á þessum ósið vegna þess að langar setur áttu til að hlaupa í bakið á honum. Eftir að hann stóð upp hefur bakið hins vegar að mestu leyti verið í lagi. Vík- verji fer stundum í ræktina og þá hleypur hann á bretti. Hann rak hins vegar í rogastans þegar hann sá mynd í tímaritinu New Yorker af manni á bretti við skrifborðið sitt. x x x Maðurinn á brettinu heitir JamesLevine og leiðir rannsóknir í aðgerðaleysi við Mayo-heilsugæslu- stöðina í Scottsdale í Arizona. Le- vine gerði rannsókn árið 1999 á því hvers vegna sumir virtust bæta á sig aukakílóum á meðan aðrir væru ónæmir þótt þeir borðuðu nákvæm- lega jafn mikið. Sextán manns tóku þátt í rannsókninni. Þeir fengu ná- kvæmlega það sama að borða og var fylgst með hegðun þeirra út í hörgul. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir, sem ekki þyngdust, voru á stöðugu iði, fiktuðu, gengu um, hreyfðu fæturna. Þessi hreyfing, sem lítið fór fyrir, hafði í för með sér að umrætt fólk brenndi allt að 800 kaloríum meira á dag en hinir. x x x Við frekari rannsóknir komst Le-vine að því að það væri slæmt að sitja mikið, jafnvel fyrir þá, sem væru í góðu formi. Einstaklingi, sem fer í ræktina þrisvar í viku, kann að líða vel, en efnaskiptin eru ekki í lagi. Við að sitja fara vöðvarnir í eins konar dvala, rafboð stöðvast og framleiðsla ensímsins, sem brýtur niður fitu í blóði, leggst af. Efna- skiptin fara niður í um eina kaloríu á mínútu, sem „er aðeins örlítið meira en væri maður dauður“ eins og segir í grein um málið í New Yorker. Bandaríska krabbameinsfélagið gerði rannsókn árið 2006 þar sem kom fram að karlar, sem sitja sex klukkustundir á dag eða lengur, eru tuttugu prósent líklegri til að deyja af „einhverjum völdum“ en þeir, sem hreyfa sig. Samkvæmt breskri rann- sókn eru konur í sérstakri hættu ef þær sitja mikið. Víkverji sér stólinn í nýju ljósi eftir lesturinn á greininni í New Yorker. víkverji@mbl.is Víkverji En helgið Krist sem Drottin í hjörtum ykkar. Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir von- inni sem þið eigið. (Fyrra Pétursbréf 3:15) GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.