Morgunblaðið - 22.05.2013, Síða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2013
Hið viðamikla og metnaðarfulla
verkefni sem nefnist Rýmin &
skáldin hófst á Listahátíð í gær-
kvöldi, þegar nýtt leikrit Auðar
Övu Ólafsdóttur, Lán til góðverka,
var flutt í sviðsettum leiklestri í Að-
alsafni Borgarbókasafns. Alls
verða sex ný verk flutt í útibúum
safnsins, í þessu samstarfsverkefni
Listahátíðar, Borgarbókasafns og
Útvarpsleikhússins.
Í kvöld, þriðjudag klukkan 20,
verður leikverkið Rökrásin eftir
Ingibjörgu Magnadóttur flutt í Ár-
safni í Árbæ. Leikstjóri er Harpa
Arnardóttir. Verkið er um 50 mín-
útur í flutningi og fjallar um hjón á
sjötugsaldri sem reka útvarpsstöð
heima hjá sér. Inn hringja fasta-
gestir, sumir fastir í árshátíðum,
aðrir í samböndum, segir í lýsingu á
leiknum. Seinni leiklestur á Rök-
rásinni verður í Ársafni á laugar-
daginn kemur klukkan 17.30.
„Bókasöfnin eru í sex hverfum og
eru einskonar menningar-
miðstöðvar; menningarhlið inn í
hverfin,“ segir Viðar Eggertsson
útvarpsleikhússtjóri um verkefnið.
„Þetta eru verk í vinnslu,“ bætir
hann við. Í kjölfar þessa flutnings
gefst höfundum tækifæri til að þróa
verkin áfram og þá verða þau hljóð-
rituð til flutnings í Ríkisútvarpinu.
Ljósmynd/Rafael Pinho
Samvinna Leikstjórinn Harpa Arnar-
dóttir og Ingibjörg Magnadóttir.
Rökrás Ingibjargar
flutt í Ársafni
Tíu frumflutt íslensk verk eru í far-
vatninu hjá Útvarpsleikhúsinu. Í
þessari viku og næstu eru í samstarfi
við Listahátíð í Reykjavík sýnd sex
ný verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur,
Ingibjörgu Magnadóttur, Ragnheiði
Hörpu Leifsdóttur, Braga Ólafsson,
Steinunni Sigurðardóttur og Sigurð
Pálsson.
Næsta vetur verða síðan fjögur ný
útvarpsleikrit frumflutt í Útvarps-
leikhúsinu, en þau eru:
Árshátíð vatnsveitunnar eftir
Gunnar Gunnarsson í leikstjórn
Guðmundar Inga Þorvaldssonar;
Best í heimi eftir Maríu Reyndal í
leikstjórn höfundar; Hér eftir Krist-
ínu Ómarsdóttur í útvarpsleikgerð
og leikstjórn Bjarna Jónssonar og
loks Skáldið gleymda eftir Árna
Kristjánsson, sem unnið er í sam-
vinnu við Leik-
félag Akureyrar.
Verkið fjallar um
Davíð Stefánsson
skáld og verður
flutt sem hljóð-
verk með leik-
rænni innsetn-
ingu í Davíðshúsi
á 50 ára dán-
arafmæli skálds-
ins, 1. mars 2014, og síðan frumflutt
í Útvarpsleikhúsinu. Viðar Eggerts-
son mun leikstýra bæði útvarpsgerð-
inni og innsetningunni í Davíðshúsi.
Samkvæmt upplýsingum frá Út-
varpsleikhúsinu mun því á næsta
leikári takast að jafna hlut karla og
kvenna í hópi leikskálda og leik-
stjóra, þannig að ekki séu færri en
40% af hvoru kyni fyrir sig.
Mikil gróska hjá Útvarpsleikhúsinu
Viðar Eggertsson
Átta fræðimönnum hefur verið út-
hlutað fræðimannsíbúð Húss Jóns
Sigurðssonar til afnota frá ágúst-
lokum 2013 til ágústloka 2014.
Þeirra á meðal eru Hrafnhildur
Schram sem mun vinna verkefni
um Nínu Sæmundsson, fyrsta ís-
lenska kvenmyndhöggvarann; Jón
Ólafsson sem mun vinna verkefni
um Íslendinga í danska Komm-
únistaflokknum og samskipti hans
við KFÍ og Sósíalistaflokkinn á Ís-
landi 1930 til 1968 og Sigurður
Gylfi Magnússon sem mun vinna
verkefni er nefnist „Hugmynda-
fræði hversdagslífsins á 19. öld“.
Í útthlutunar-
nefnd eiga sæti
prófessorarnir
Ágúst Einarsson
og Anna Agnars-
dóttir sem er for-
maður nefndar-
innar, en ritari
er Jörundur
Kristjánsson, al-
þjóðaritari hjá
Alþingi. Alls bárust 32 umsóknir.
Fræðimannsíbúðin er skammt frá
Jónshúsi í Sankt Pauls Gade 70, en
fræðimaðurinn hefur vinnustofu í
Jónshúsi.
Átta fræðimenn fá aðstöðu í Jónshúsi
Jón Ólafsson
Sýning á nýjum verkum eftir Darra
Lorenzen stendur nú yfir í galleríi
ÞOKU að Laugavegi 25. Darri held-
ur áfram tilraunum sínum á skynj-
un og upplifun í rými, eins og því er
lýst í tilkynningu. „Darri notar
hanska úr samtímanum sem hafa
ákveðinn tilgang og birtast þeir í
mörgum endurteknum myndum og
veltir hann fyrir sér, með vísun í
brotakenndan sýndarheim hins
stafræna, hvernig rými þeirra og
ytra borð getur tekið á sig ólík
gervi,“ segir m.a. um sýninguna.
Hanskar Darri sýnir í ÞOKU.
Tilraunir á skynjun
og upplifun í rými
Lagið „War“ eftir íslensku lagahöf-
undana Gísla Kristjánsson og Sig-
urð Sigtryggsson var flutt í spjall-
þætti grínistans Jimmy Fallon, Late
Night with Jimmy Fallon, í fyrra-
kvöld af bandarísku hljómsveitinni
Ahmir. Textann við lagið samdi
danska söngkonan Victoria Han-
sen. Þáttur Fallons er einn vinsæl-
asti spjallþáttur Bandaríkjanna og
hljómsveitin Ahmir mun eiga all-
miklum vinsældum að fagna þar í
landi þessa dagana en hún leikur
R&B-tónlist. „War“ er fyrsta smá-
skífan af væntanlegri breiðskífu
hljómsveitarinnar. Gísli hefur
starfað sem lagahöfundur og upp-
tökustjóri í Lundúnum undanfarinn
áratug eða svo, m.a. unnið með
heimskunnum tónlistarmönnum á
borð við Duffy og Jamie Cullum og
íslenskum, m.a. Elizu Newman og
Þórunni Antoníu. Útgáfufyrirtækið
EMI hefur gefið út tvær breiðskífur
með tónlist Gísla og hann hefur
starfað fyrir fyrirtækið sem laga-
höfundur. Þess má einnig geta að
hann er einn af höfundum lagsins
„Ég syng!“ sem náði 2. sæti í
Söngvakeppninni í ár. Gísli býr nú á
Íslandi og vinnur að þriðju sóló-
plötu sinni.
Grínisti Jimmy Fallon stýrir einum
vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna.
Íslenskt lag í þætti
Jimmy Fallon
AFP
Þjónusta og síur
fyrir allar tegundir
af loftpressum
ÞRÝSTILOFT FYRIR ALLAN IÐNAÐ
LOFTPRESSUR – SÍUR – LOFTÞURRKARAR
idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is | Smiðjuvegur 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700
Gott ú
rval á
lager
ÞÝSKAR GÆÐA
PRESSUR
Komdu
í bíó!
Þú finnur upplýsingar um
sýningartíma okkar og miðasölu á
www.emiði.is og www.miði.is
EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS!
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
:40
- T.K.
kvikmyndir.is
H.V.A
-Fréttablaðið
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
12
12
12
16
FAST AND FURIOUS 6 Sýnd kl. 5:20 - 8 - 10:40(P)
STAR TREK 3D Sýnd kl. 5:20 - 8 - 10:40
MAMA Sýnd kl. 8
OBLIVION Sýnd kl. 5:30 - 10:30
Stórmyndin
sem tekin
var upp
á Íslandi