Morgunblaðið - 03.07.2013, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 3. J Ú L Í 2 0 1 3
Stofnað 1913 153. tölublað 101. árgangur
ORÐ ÓÞÖRF Á
FYRSTA DISKI
EDDU BORGAR
FJÖLLEIKA-
VEISLA FYRIR
SKYNFÆRIN
UNDRAVERÖLD
HAFDJÚPANNA
LJÓSMYNDUÐ
SIRKUSHÁTÍÐ Í VATNSMÝRINNI 38 UNDIRDJÚP ÍSLANDS 10ÚTGÁFUTÓNLEIKAR 39
Kjartan Kjartansson
María Margrét Jóhannsdóttir
Dökk mynd er dregin upp af stöðu
Íbúðalánasjóðs og hún sögð mjög al-
varleg í skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis sem kom út í gær.
Sigurður Hallur Stefánsson, formað-
ur rannsóknarnefndarinnar, sagði á
blaðamannafundi í gær, þar sem nið-
urstöður skýrslunnar voru kynntar, að
sjóðurinn ætti ekki að halda starfsemi
sinni áfram í óbreyttri mynd.
Í skýrslunni segir að rannsóknin,
sem átti að taka sex mánuði en tók 22
mánuði, hafi leitt í ljós að brýn þörf sé
á róttækum breytingum á kerfi hús-
næðislána. Heildartap Íbúðalánasjóðs
nemur 270 milljörðum frá stofnun árið
1999 til 2012. Þar af eru á sjötta tug
milljarða vegna útlána sem veitt voru
frá 2005-2008, í kjölfar þess að rík-
isstjórn Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks breytti lögum um sjóðinn
árið 2004.
Tap vegna lausafjárstýringar er 28
milljarðar, 54 milljarðar vegna upp-
greiðslna og 103 milljarðar vegna upp-
greiðsluáhættu. Stærsti einstaki liður-
inn í tapi vegna lausafjárstýringar er
vegna kaupa á skuldabréfum á árunum
2007-2008, alls fjórtán milljarðar
króna.
Nefndin gagnrýnir það sem hún seg-
ir vera vanhæfi stjórnenda og starfs-
manna Íbúðalánasjóðs og segir að
áhættustýring sjóðsins sjálfs og eftirlit
með honum hafi verið ófullnægjandi.
Þá hafi skeytingarleysi eftirlitsaðila
og stjórnvalda auk pólitískra áhrifa og
ráðninga í stjórnkerfinu ekki hjálpað
til. Ekki sjái enn fyrir endann á kostn-
aði sem falli á þjóðina vegna þeirra al-
varlegu mistaka sem gerð voru.
Milljarðamistök
hjá Íbúðalánasjóði
Ætti ekki að halda áfram
starfsemi að óbreyttu
Morgunblaðið/Golli
Pólitískar ráðningar
og ófullnægjandi eftirlit
Kostnaður sem ekki
sér fyrir endann á
MMilljarðatap vegna vanhæfis »4
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að allt bendi til þess að lánasamningar sem Íbúðalánasjóður gerði á
árunum 2004 til 2005 til að ávaxta umframfé vegna uppgreiðslna á lánum hafi verið ólöglegir. Samtals námu
þessi lán sjóðsins um 95 milljörðum. „Þessi lán juku getu banka og sparisjóða til að veita íbúðaveðlán, sem aft-
ur leiddu til meiri uppgreiðslna hjá sjóðnum. Þær ollu honum tapi auk þess að auka enn á þensluna í hagkerf-
inu. Með lánunum fór sjóðurinn á vissan hátt fram hjá eigin reglum um hámarkslán,“ segir í skýrslunni.
Á blaðamannafundi í gær voru nefndarmenn spurðir hvort eitthvað hefði komið fram um að glæpsamleg
háttsemi hefði átt sér stað í starfsemi sjóðsins. Kirstín Þ. Flygenring, hagfræðingur og einn nefndarmanna,
sagðist ekki telja að svo væri, heldur væri um að ræða gáleysi. Sigurður Hallur Stefánsson, fyrrverandi hér-
aðsdómari og formaður nefndarinnar, sem heldur á skýrslunni á myndinni hér að ofan, sagði að nefndin hefði
ekki haft umboð til að rannsaka málið út frá þeirri hlið.
Ólöglegir samningar en ekki glæpsamleg háttsemi
„Í fyrsta lagi er
ljóst að menn
hafa tekið rang-
ar ákvarðanir og
verið á rangri
braut um nokk-
urt skeið án þess
að hafa gert sér
grein fyrir því og
þrátt fyrir aðvör-
unarorð. Það er
mjög alvarlegt
þar sem Íbúðalánasjóður er rekinn
með ríkisábyrgð,“ segir Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra
varðandi skýrslu rannsóknar-
nefndar um Íbúðalánasjóð sem
kynnt var í gær.
„Ríkisábyrgð er ekki alltaf lausn
allra vandamála þegar menn eru að
finna leiðir til að mæta þörfum
fólksins í landinu, ríkisábyrgð er
engin töfralausn.“
Bjarni segir stjórnvöld enn eiga
eftir að útfæra bestu leiðina til að
takast á við greiðsluvanda Íbúða-
lánasjóðs. „Að sjálfsögðu er vonast
til þess að lánardrottnar sjóðsins
sýni því skilning ef eftir því verður
leitað að endursemja um skilmála
skuldabréfasjóðsins.“
Hann segir mikilvægt að finna
leið til þess að vandi Íbúðalánasjóðs
haldi ekki áfram að vinda upp á sig.
„Það gæti verið skynsamlegt að
leita markaðslausna á þessum
vanda í staðinn fyrir að byggja
hann á ríkisábyrgð, en hvernig við
spilum úr því er enn óleyst,“ segir
Bjarni en hann segir það vera verk-
efni stjórnvalda að vinna að betri
framtíðarlausn fyrir húsnæðis-
markaðinn.
„Það er alltaf auðvelt að vera vit-
ur eftir á en við verðum að draga
þann lærdóm af þessu máli að huga
betur að aðvörunarorðum sem voru
höfð uppi á þessum tíma og ekki
var tekið nægilega mikið tillit til.“
jonheidar@mbl.is
Voru á
rangri
braut
Ríkisábyrgð er
engin töfralausn
Bjarni
Benediktsson
Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkis-
sjóðs vegna hælisleitenda verði 550
milljónir króna á þessu ári. Þá er
ekki meðtalinn stjórnsýslukostnaður
vegna málaflokksins. Upphæðin er
áætlun Útlendingastofnunar og
kemur fram í minnisblaði Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur innanríkis-
ráðherra til ríkisstjórnarinnar um
stöðu hælismála hér á landi sem
kynnt var á Alþingi í gær.
Í minnisblaðinu kemur fram að
hækkunin skýrist af auknum fjölda
hælisleitenda og lengri málsmeð-
ferð. Varlega er áætlað að umsókn-
um um hæli hér á landi fjölgi um
100% frá árinu 2012 og verði 230 í ár.
Því má gera ráð fyrir heldur meiri
kostnaði vegna málaflokksins. Í
fyrra var kostnaður vegna hans 221
milljón og umsóknir um hælisvist
hér á landi 115. »2
Hælisleitendur
kosta 550 milljónir
Hækkun í kjölfar fleiri umsókna
Við könnun á hrygningu makríls í
síðasta mánuði fundust makrílegg
í meira mæli í íslenskri lögsögu en
í sambærilegum leiðangri fyrir
þremur árum. Hrygningar varð
vart suður af Vestmannaeyjum og
egg fundust vestar og norðar en
áður, samkvæmt upplýsingum
Björns Gunnarssonar leiðang-
ursstjóra.
Endanlegar niðurstöður eiga að
liggja fyrir í september, en um
fjölþjóðlegt verkefni er að ræða.
Ætisgöngur makríls hafa síðustu
ár aukist mjög norðar og vestar og
ekki er talið ósennilegt að einnig
sé um að ræða sams konar til-
færslu á hrygningarsvæði makríls.
Mælingar sunnar á hrygningar-
svæði makrílsins benda til þess að
hrygning sé seinna á ferðinni en
áður hefur sést. »12
Makrílegg vestar
og norðar en áður
Aukin hrygning í lögsögunni
Ljósmynd/Björn Gunnarsson
Vísindi Makríllinn rannsakaður.
270
milljarða króna
heildartap frá
1999 til 2012
87
milljarðar vegna
taps á útlánum og
fullnustueignum
3,5
milljarðar vegna
reiknivillu í skulda-
bréfaskiptum
TAP
ÍBÚÐALÁNASJÓÐS
»