Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þökulagnir - Sólpallasmíði - Hellulagnir ofl.
Haraldur Hjálmarsson, ljósmyndari um borð í
Áskeli EA, tók þessa mynd af ísjökum á Hala-
miðum í gær. Halamið eru fiskimið við enda
Djúpáls sem liggur út frá Ísafjarðardjúpi norð-
vestur af Vestfjörðum. Áætlaður ísjaðar er 39
sjómílur út af Gelti, samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu Íslands. Búist er við norðan- og norð-
austanáttum næstu daga þannig að ísinn ætti
heldur að fjarlægjast landið.
Hafís vekur athygli sjómanna á Halamiðum
Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson
Hafís við enda Djúpáls sem liggur út frá Ísafjarðardjúpi norðvestur af Vestfjörðum
BAKSVIÐ
Lára Halla Sigurðardóttir
larahalla@mbl.is
Innanríkisráðuneytið leggur til að
tímabundin stöðugildi fjögurra lög-
fræðinga vegna sérstaks átaks í
stjórnsýslu- og búsetumálum hælis-
leitenda verði framlengd.
Þetta kemur fram í minnisblaði
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan-
ríkisráðherra til ríkisstjórnarinnar
um stöðu hælismála hér á landi sem
kynnt var á Alþingi í gær.
Átak til úrbóta
Í upphafi árs 2013 varð mikil fjölg-
un umsókna um hæli á Íslandi. Í kjöl-
farið samþykkti
ríkisstjórnin þá
tillögu Ögmundar
Jónassonar, þá-
verandi innanrík-
isráðherra, að
efna til sérstaks
átaks í stjórn-
sýslu- og búsetu-
málum hælisleit-
enda. Markmiðið
var tvíþætt, ann-
ars vegar að stytta málsmeðferðar-
tíma og ná niður fjölda mála sem voru
til meðferðar hjá stjórnvöldum og
hins vegar að setja fram tillögur um
skilvirkara fyrirkomulag til framtíð-
ar. Ráðinn var verkefnisstjóri, skipuð
verkefnisstjórn og stöðugildum fjölg-
að tímabundið um fjögur til fjögurra
mánaða, tvö hjá Útlendingastofnun
og tvö hjá innanríkisráðuneyti.
Kostnaður lækkar
Verkefnisstjórn átaksverkefnisins
leggur nú lokahönd á greiningu á nú-
verandi stöðu og verða tillögur til úr-
bóta kynntar fljótlega.
Lagt er til að tímabundin stöðugildi
lögfræðinganna fjögurra verði fram-
lengd til næstu áramóta.
Kostnaður vegna þessarar fram-
lengingar er áætlaður 13,8 milljónir
króna og jafnframt er reiknað með 5
milljónum vegna verkefnastjórnunar
og áframhaldandi vinnu við að koma á
umbótum í málefnum hælisleitenda.
Lagt er til að fjárveitingin, samtals
18,8 milljónir, komi af fjárlagalið hæl-
isleitenda.
„Við erum að hraða málsmeðferð,
tryggja að hælisleitendur þurfi að
bíða skemur og þá lækkar kostnaður-
inn,“ segir Hanna Birna Kristjáns-
dóttir innanríkisráðherra um tillögur
sem koma fram í minnisblaðinu.
Í minnisblaðinu segir að með sam-
þykkt þessara tillagna verði unnt að
halda átakinu áfram, stytta málsmeð-
ferðartíma og draga þannig úr kostn-
aði sem af langri málsmeðferð hlýst.
Á móti komi umtalsverður sparnaður
sem felst í styttri málsmeðferð. Ráðu-
neytið mun í haust móta stefnu til
framtíðar um fyrirkomulag hælis-
mála á grundvelli tillagna verkefnis-
stjórnar átaksverkefnisins.
Lengja átak í hælismálum
Fjórir lögfræðingar starfa áfram vegna hælismála Verkefnisstjórn skilar
fljótlega tillögum Auka fjármagn til að stytta tíma málsmeðferðar hælisleitenda
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
„Það er eins og ekkert hafi verið
slegið, ef maður keyrir um borgina,“
segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir,
skrifstofustjóri á umhverfissviði hjá
Reykjavíkurborg, en hún segir or-
sakavaldinn vera mikla vætutíð.
„Við höfum verið heppin síðustu
ár þar sem lítið hefur rignt en nú
hefur bara rignt og rignt og það
flækir hlutina.“
Starfsmenn Reykjavíkurborgar
hafa nú þegar slegið grasið í stórum
hluta borgarinnar einu sinni en á
minni svæðum er ennþá verið að
vinna í fyrstu umferð. Guðjóna segir
grasið vaxa hratt í slíku árferði og að
sláttudeildin komist hægar yfir en
ella þegar blautt gras er slegið.
„Nú er allt okkar fólk og öll okkar
tæki algjörlega á fullu að reyna að
koma þessu í rétt horf. Við biðjum
fólk um að sýna þolinmæði í ljósi
stöðunnar en hingað til hefur fólk
verið mjög umburðarlynt.“
jonheidar@mbl.is
„Eins og ekkert hafi verið slegið“
Morgunblaðið/Golli
Órækt í Reykjavík Hátt gras getur valdið vegfarendum vandræðum.
Mikil vætutíð
veldur vandræð-
um Allt á fullu
Annarri umræðu um frumvarp um
lækkun veiðigjalda lauk um klukk-
an tíu í gærkvöldi. Umræður um
frumvarpið hafa staðið í rúmlega
21 klukkustund, þ.e. fyrsta og önn-
ur umræða. Fluttar hafa verið 54
þingræður og 145 athugasemdir.
Ræðutími við þriðju og síðustu
umræðu verður mun styttri vegna
ákvæða í þingskapalögum.
Sá sem talað hefur lengst er
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrver-
andi atvinnuvegaráðherra, sem tal-
aði samtals í 106 mínútur. Næstur
honum kom Jón Gunnarsson, for-
maður atvinnuveganefndar, sem
talaði í 79 mínútur.
Annarri umræðu
lauk í gærkvöldi
Píratar stinga saman nefjum.
Á fyrri helmingi þessa árs
hefur ákvörðunum og úr-
skurðum stjórnvalda fjölgað
umtalsvert frá síðasta ári. Á
fyrstu fimm mánuðum þessa
árs tók Útlendingastofnun 92
ákvarðanir á móti 70 ákvörð-
unum allt árið 2012. Þá voru
úrskurðir ráðuneytisins 57
hinn 1. júní síðastliðinn á
móti 30 úrskurðum allt árið í
fyrra. Á sama tíma hefur
náðst árangur í að stytta
meðalmálsmeðferðartímann.
Á fyrstu fimm mánuðum árs-
ins hefur hann styst um 155
daga, miðað við árið 2012, og
farið úr 548 dögum í 393
daga.
Stytta máls-
meðferðina
BIÐIN ÚR 548 Í 393 DAGA
Drengurinn sem féll fram af þaki
skólabyggingar í Hafnarfirði síð-
astliðinn miðvikudag liggur enn á
gjörgæsludeild Landspítalans.
Samkvæmt upplýsingum frá lækni
á gjörgæslu er líðan hans stöðug en
honum er haldið sofandi í önd-
unarvél.
Drengurinn sem er átta ára gam-
all var fluttur alvarlega slasaður á
Landspítalann eftir að hafa fallið
átta metra.
Líðan stöðug en
haldið sofandi