Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Vandaðar innréttingar Sótti um hæli í 21 landi  Edward Snowden segist hafa verið sviptur ríkisfangi utan dóms og laga  Umsóknir hans fá óvíða meðferð þar sem hann getur ekki verið á staðnum Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Tilkynning birtist á heimasíðu Wikileaks í gær þess efnis að uppljóstrarinn Edward Snowden hefði sótt um hæli í 21 landi en stjórnvöld í Rúss- landi sögðu í gærmorgun að hann hefði dregið umsókn sína um hæli þar til baka. Í yfirlýsingu, sem birtist á heimasíðu Wikileaks á mánudag, gagnrýnir Snowden Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrir að beita aðra þjóðarleið- toga þrýstingi til að hafna hælisumsóknum sínum og segist enn trúr sannfæringu sinni. „Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið sakfelldur fyr- ir neitt hefur hún [ríkisstjórn Baracks Obama] einhliða afturkallað vegabréfið mitt, gert mig að einstaklingi án ríkisfangs,“ segir Snowden m.a. í yfirlýsingunni en þar segir hann einnig að yfirvöld í Bandaríkjunum óttist ekki uppljóstrara á borð við hann sjálfan, Bradley Manning eða Thomas Drake, heldur upplýstan, reiðan almenning. Umsókn send til sendiráðsins í Moskvu Forseti Frakklands, Francois Hollande, sagði í gær að Evrópusambandið þyrfti að taka afstöðu til þess hvernig það ætlaði að taka á ásökunum um að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, hefði njósnað um bandamenn í Evrópu. Hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að stjórnvöldum í París hefði borist hælisumsókn frá Snowden en Frakkland var eitt ríkjanna sem Wikileaks sagði að hælisumsóknir hefðu verið sendar til. Talsmaður utanríkisráðuneytisins á Indlandi sagði í gær að stjórnvöld þar í landi sæju enga ástæðu til að verða við hælisbeiðni Snowdens. Þá staðfesti Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, að þarlendum stjórnvöldum hefði borist hælisumsókn og að hún myndi fara í lög- formlegt ferli en sagðist jafnframt ekki geta ímyndað sér að hún yrði samþykkt. Holland, Noregur, Austurríki, Finnland og Spánn eru einnig meðal þeirra landa þar sem Snowden sótti um hæli en þar, líkt og á Íslandi, þarf umsækjandi að vera í landinu til að umsóknin sé tekin til meðferðar. AFP sagði frá því í gær að utanríkisráðuneyti Íslands hefði staðfest að sendiráði þess í Moskvu hefði borist hælisumsókn frá Snowden og að henni hefði verið komið áfram til innanríkisráðu- neytisins. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og Rússland hefðu skuldbundið sig til þess að efna til friðarráðstefnu um Sýrland en hún yrði líklega ekki haldin fyrr en í haust. Kerry átti fund með utanríkis- ráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, í smáríkinu Brúnei í gær en sagði að honum loknum að þeir hefðu verið sammála um að æskilegt væri að halda ráðstefnuna fyrr en seinna til að finna friðsamlega lausn á átök- unum í Sýrlandi. Kerry lauk í gær tólf daga ferða- lagi þar sem hann leitaði eftir stuðn- ingi við uppreisnarmenn í Sýrlandi. Rússland og Íran eru helstu banda- menn forsetans sýrlenska Bashars al-Assads en Kerry sagði í gær að hann og Lavrov deildu þeirri skoðun að farsælasta lausnin á deilunni í Sýrlandi væru pólitísk umskipti, þar sem bæði stjórnvöld í landinu og stjórnarandstaðan skipuðu fulltrúa í bráðabirgðastjórn. Kerry hefur kallað eftir auknum stuðningi til handa uppreisnar- mönnum, þar sem hann telur ólík- legt að Assad fáist að samningaborð- inu ef hann eygi möguleika á sigri. Efna til frið- arráðstefnu í haust  Safnar stuðningi Friðarumleitun John Kerry Fimm ráðherrar sögðu af sér í Egyptalandi í gær, þeirra á meðal utanrík- isráðherrann Mohammed Kamel Amr, í kjölfar þess að herinn gaf forset- anum Mohamed Morsi 48 klukkustunda frest til þess að koma til móts við kröfur fólksins í landinu. Milljónir mótmælenda fylktu liði í borgum og bæjum víða um Egyptaland í gær en í tilkynningu frá forsetaembættinu sagði að embættið myndi áfram leitast við að mynda þjóðarsátt. Viðmæl- endur AFP-fréttastofunnar í Kaíró í gær sögðust óttast að átök brytust út í kjölfar yfirlýsingar hersins og að stuðningsmenn Morsi myndu berjast þar til yfir lyki. Talsmenn helsta bandalags stjórnarandstæðinga, Þjóðfrels- isfylkingarinnar, sögðust ekki myndu styðja valdarán hersins. Fimm ráðherrar Morsi segja af sér AFP Evrópuþingið samþykkti í gær að aflétta frið- helgi Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylking- arinnar í Frakk- landi, en hún á yfir höfði sér ákæru í Lyon fyrir að hafa líkt bænagjörð músl- ima við hernám nasista í seinni heimsstyrjöldinni á fundi með stuðningsmönnum Þjóðfylking- arinnar árið 2010. Áður en atkvæðagreiðsla um málið fór fram sagðist Le Pen vera andófsmaður og að hún hefði að- eins verið að nýta sér tjáningar- frelsið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Evrópuþingið samþykkir að aflétta friðhelgi þingmanna en faðir Le Pen, Jean-Marie Le Pen, fyrrver- andi leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, var m.a. sviptur friðhelgi árið 1998 þegar hann sagði að gasklefar nas- ista væru „smáatriði“ í sögu heims- styrjaldarinnar. EVRÓPUÞINGIÐ Þingið afléttir frið- helgi Marine Le Pen Marine Le Pen Nítján létust þegar farþegaþyrla með þrjá áhafnarmeðlimi og tutt- ugu og fimm farþega innanborðs brotlenti í barrskógabeltinu í Aust- ur-Síberíu í gær. Af farþegunum tuttugu og fimm voru ellefu börn. Þyrlan var á leið frá bænum Deputatsky til bæjarins Kazachye þegar slysið varð og voru um 240 björgunarmenn og átta þyrlur sendar á slysstað en aðstæður til björgunar voru erfiðar sökum veð- urs. RÚSSLAND 19 látnir í þyrluslysi í Austur-Síberíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.