Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Á fáeinum dögum hefur risið sirk- usþorp við Norræna húsið í Vatns- mýrinni, sjö sirkustjöld, stór og smá. Á morgun hefst þar mikil sirkushátíð, sú fyrsta sem haldin hefur verið hér á landi, með sýn- ingum frá hádegi alla daga og fram á kvöld. Á hátíðinni verður boðið upp á sirkus í ýmsum mynd- um, allt frá barna- og fjöl- skyldusýningum yfir í sýningar að- eins ætlaðar fullorðnum og auk þess sirkusnámskeið fyrir börn og fullorðna, sirkusljósmyndasýningu, óvæntar uppákomur, sirkuskaffi- hús og götuleikhús. Skuggaleikir, tálsýnir og jafn- vægislistir á eldspýtum Þekktasti sirkushópurinn á há- tíðinni er Cirkus Cirkör en hann flytur sýninguna Wear it Like a Crown í Borgarleikhúsinu. Í henni „hreyfa sirkuslistamennirnir sig í heimi tálsýna, skuggaleiks, hnífa- kasts, loftfimleika, juggls og leiks. Sex ólíkir persónuleikar, einmana og einir í heiminum að þeim finnst, glíma við krísur sínar“, eins og því er lýst á vef Norræna hússins. Af öðrum má nefna Cirkus Xanti sem sýnir Bastard, sýningu fyrir unga áhorfendur sem snýst um það hvað hendurnar gera og geta gert og fer hún fram í sirkustjaldinu Öskju. Tjöldin bera öll nöfn ís- lenskra eldfjalla, í takt við titil há- tíðarinnar, Volcano eða Eldfjall. Íslendingar eiga líka sína fulltrúa meðal listamanna því Sirkus Ís- lands sýnir Heima er best og af öðrum forvitnilegum má nefna sýningu sem ekki er ætluð við- kvæmum, Fakírakabarettinn með norskum sirkusmönnum sem kalla sig Pain Solution. Sú sýning er sögð gamansöm og innihalda m.a. jafnvægislistir á eldspýtum, flótta úr spennitreyju og eldát. Norðmaðurinn Sverre Waage er í forsvari fyrir Circus Xanti og jafnframt sá sem flutti sirk- usþorpið og hátíðina hingað til lands. Hann rekur fyrirtækið Cir- cus Xanti sem rekur sirkusþorp í Noregi sem nú er komið hingað til lands. Þorpið er styrkt af norska ríkinu og er fyrsta sirkusverkefnið sem hlotið hefur ríkisstyrk þar í landi, að sögn Waage. Þorpið hefur farið milli þriggja borga í Noregi á sumrin; Sarpsborg, Óslóar og Sandvíkur. „Ég hef unnið við sirk- us, leikhús og sviðslistir frá árinu 1980. Ég dýrkaði sirkus þegar ég var ungur drengur og óskaði þess að ég yrði numinn á brott af sirk- ushópi,“ segir Waage og hlær. Honum varð ekki að ósk sinni en hins vegar þróuðust málin þannig að nú starfar hann við þetta æsku- áhugamál sitt, allan ársins hring. Hirðfífl, Chaplin og dada Waage virðist alfróður um hina aldagömlu list kennda við fjölleika og segir áhrif hennar mikil í lista- sögunni, þau megi m.a. greina hjá dada-listamönnum og í þöglum kvikmyndum meistara á borð við Chaplin og Buster Keaton sem hafi í raun verið sirkuslistamenn þótt þeir hafi ekki verið titlaðir sem slíkir. Þá hafi skemmtikraftar konunga til forna, hirðfífl t.d., ver- ið hálfgerðir frum-sirkuslistamenn. Waage ítrekar að um sérstakt sviðslistarform sé að ræða, tengt leiklistinni, sem eigi sér margar og afar fjölbreyttar birtingarmyndir. Og það besta við sirkuslistina sé að hún krefjist engrar sérþekk- ingar af áhorfendum, allir geti not- ið góðrar sirkussýningar. Þessar sýningar sem boðið er upp á eru afar fjölbreytilegar, allt frá hreinum og klárum fjölskyldu- og barnasýningum yfir í sýningar eingöngu ætlaðar fullorðnum … „Já, fólkið í Norræna húsinu lagði áherslu á að sýningarnar væru skemmtilegar af því þetta er haldið hér í fyrsta sinn. Íslend- ingar eru líka alla vega eins og annars staðar í heiminum þannig að sumir vilja sjá tilraunakennda list, aðrir vilja sjá skrípaleik eða eitthvað nautnafullt. Svo eru barna- og fjölskyldusýningar þann- ig að fjölskyldur fá eitthvað við sitt hæfi,“ segir Waage. Þótt engir dansandi fílar eða ljón verði á ferðinni byggi sirkushóparnir sýn- ingar sínar á hinni aldagömlu sirk- ushefð, með göldrum og hnífakasti m.a. og sýningarnar haldnar í hefðbundnum hringlaga sirkus- tjöldum og leikhússal með sama formi. „Allar þessar sýningar eru áhugaverðar á sinn hátt og það góða er að þú þarft ekki að hafa lesið Shakespeare eða Ibsen til að njóta þeirra,“ segir Waage um há- tíðina. „Þetta er fyrir skynfærin.“ Óskaði þess að vera numinn á brott af sirkus  Sirkushátíðin Volcano hefst í Vatnsmýrinni og Borgarleikhúsinu á morgun og stendur í 11 daga  Norðmaðurinn Sverre Waage hefur flutt heilt sirkusþorp frá Noregi til Vatnsmýrarinnar Morgunblaðið/Eggert Æfing Þessir sirkuslistamenn voru að æfa sig í liðinni viku þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði og að sjálfsögðu smellti hann af þeim mynd. Ein af mörgum forvitnilegum sýningum hátíðarinnar er The Stockholm Syndrome eða Stokkhólmsheilkennið, sýning sænsks pönksirkushóps, Burnt out Punks. Um sýninguna segir í bæklingi hátíðarinnar: „Stokk- hólmsheilkennið er eldfim, bensíndrifin, anarkista pönk-sirkussýning. Sýningin stendur yfir í 70 mínútur og mun kynda vel undir áhorf- endum.“ Aðgangur að sýningum, sem fram fara í sirkusþorpinu 6. og 7. júlí kl. 23, er ókeypis, að því er fram kemur í bæklingnum. Kynt undir áhorfendum STJÓRNLAUSIR PÖNKARAR Upplýsingar um sýningarnar á há- tíðinni, dagskrá og miðasölu má finna á vef Norræna hússins, nordice.is, og á miðasöluvefnum midi.is. Eldgleypir Listamaður úr Burnt out Punks á sýningu. Töfraheimur Sverre Waage, forsvarsmaður Circus Xanti, með sirkusþorpið í Vatnsmýrinni í bakgrunni. Boðið verður upp á sýningar og viðburði í tjöldunum frá hádegi og fram á kvöld í ellefu daga. Morgunblaðið/Eggert Sirkushátíðin Volcano í Vatnsmýrinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.