Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ínýjasta heftiSkógræktar-ritsins getur
að líta niðurstöður
mats á hnatt-
rænum auðlindum skóga árið
2010. Um er að ræða rannsókn
sem Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna hefur staðið fyrir á fimm
til tíu ára fresti allt frá árinu
1946. Mun matið að þessu sinni
hafa verið það umfangsmesta
frá upphafi. Í rannsókninni
kemur fram að skógar þekja
nærri því einn þriðja af heild-
arflatarmáli lands jarðarinnar.
Þar af eru ræktaðir skógar um
7%. Þar kemur einnig fram að
skógareyðing í heiminum er
enn of mikil en að það hafi hægt
á þróuninni og að markviss
gróðursetning trjáa sé farin að
hafa marktæk áhrif til að draga
úr eyðingunni. Þeirri þróun ber
að fagna.
Ísland er því miður enn í
flokki þeirra landa sem hafa
litla skógarþekju, en innan við
10% af flatarmáli landsins eru
með skóg. Orð Ara fróða um að
landið hafi verið viði vaxið milli
fjalls og fjöru hafa hugsanlega
verið ofmælt, en sú var tíðin
löngu áður en mannanna augu
litu fyrst landið að hér voru
miklir skógar, með tegundum
sem þættu framandi í íslenskri
náttúru í dag. Hér voru stór og
mikil lauftré, beykitré, risafur-
ur og svo mætti
lengi áfram telja.
Kólnandi veð-
urfar og ísaldir
drógu úr fjölbreyti-
leikanum þar til einungis birki-
kjarrið var eftir. Ágengni
mannsins gerði svo illt verra.
Á 20. öld skapaðist snemma
hreyfing skógræktarfólks sem
lagði sig fram af alefli til þess
að vinna landinu gagn með því
að græða þau sár á náttúru
landsins sem skapast höfðu.
Morgunblaðið hefur alla tíð
stutt við þá starfsemi, en Valtýr
Stefánsson, ritstjóri blaðsins til
fjölda ára, sýndi skógrækt mik-
inn áhuga og gegndi for-
mennsku í Skógræktarfélagi
Íslands í 21 ár.
Í rannsókninni kemur fram
sú ánægjulega staðreynd að frá
árinu 1990 hafi flatarmál skóg-
lendis þrefaldast á Íslandi. Ein-
ungis Franska Pólýnesía
mælist með meiri hlutfallslega
aukningu. Þessari þróun ber að
fagna.
Skógar gegna mikilvægu
hlutverki í lífríki jarðarinnar. Í
þeim eiga sér margar dýrateg-
undir skjól og maðurinn getur
einnig haft mikinn hag af sjálf-
bærri nýtingu skóglendis. Það
er því full ástæða til þess að
hvetja íslenskt skógræktarfólk
áfram til dáða. Menningin vex
svo sannarlega í lundi nýrra
skóga.
Sú kemur tíð er
sárin foldar gróa}Ánægjuleg þróun
Fyrir réttu árivar þetta sagt
á þessum vett-
vangi: „Það er sér-
kennilegt að heyra
fréttamenn fjalla
um „lýðræðisbylt-
inguna“ í löndunum við sunn-
anvert Miðjarðarhaf. Lýðræði
stóð vissulega völtum fótum í
Egyptalandi, Túnis og Líbíu
áður en það „voraði“. En lýð-
ræði er síst í vexti í þessum
löndum hvað sem öllu vorhjali
líður.“
Hálfu ári síðar, hinn 23. nóv-
ember 2012, var fjallað um
sama efni í Reykjavíkurbréfi og
bent á að fjarri væri því að síð-
asta leiknum hefði verið leikið í
valdataflinu í Egyptalandi.
„Egypski herinn hefði að vísu
horfið til búða sinna og hefðist
ekki að. Herinn lék biðleik, en
gaf ekki skákina.“ Og Reykja-
víkurbréfinu í árslok 2012 lýkur
með þessum orðum: „Þegar
mótmæli almennings aukast í
Egyptalandi allt þar til svo er
komið að lögreglan ein ræður
ekki lengur við þau, og þegar
einræðistilburðir Morsis verða
komnir upp í kok á valdamönn-
um vestra, er ekki ólíklegt að
egypski herinn haldi aftur út úr
búðum sínum. Það verður
kannski snemma
næsta vor.“
Því miður fóru
mótmæli vaxandi
viku af viku í vor,
þegar árs valdaaf-
mæli Morsis nálg-
aðist. Sú spá gekk eftir. Og nú
um mánaðamótin tilkynnti her-
inn að hann gæfi stjórn-
málamönnum landsins 48
klukkustundir til að hemja ólg-
una og leysa þann bráðavanda
sem Egyptaland stendur
frammi fyrir.
Þegar her í einu landi hefur
gefið út slíka tilkynningu er
tómt mál að tala um að leik-
reglur lýðræðisins gildi lengur.
Gamli einvaldurinn Mubarak er
ferjaður reglubundið á sjúkra-
börum úr fangaklefa í dómsal
til að svara til saka fyrir að lög-
regla hafi beitt of mikilli hörku
gagnvart mótmælendum síð-
ustu valdavikur hans. Einn-
kennilegt að geta ekki fundið
neitt annað á forsetann eftir
áratuga alræðisvald í landinu.
En það sem er lakara fyrir
Morsi, að hann situr sjálfur
uppi með enn meiri óeirðir og
ekki minni varnarviðbrögð lög-
reglu. Kannski fær Mubarak
ekki að vera í einsmannsklefa
mikið lengur.
Það var enginn sér-
stakur vorbragur á
andófinu fyrir botni
Miðjarðarhafsins}
Þessu var spáð
Þ
að tíðkaðist í fyrndinni, eða í það
minnsta í minni barnæsku, að
börn voru send í sveit á sumrin.
Iðulega var það til ættingja sem
enn stunduðu búskap, eða til
vandalausra, bæði til að fá smá frið á heim-
ilið og svo til þess að börnin kynntust lífinu í
sveitinni. Þá var það líka títt að börn voru
send á barnaheimili, líkt og það sem rithöf-
undurinn Guðmundur L. Friðfinnsson rak á
Egilsá í Skagafirði, en þangað vorum við
bræðurnir, ég, Steini og Nonni, sendir þeg-
ar ég var á sjöunda árinu.
Ég hef það fyrir satt að við bræður höf-
um verið villingar, eins og það var kallað
þá. Rétt er þó að taka fram að ég var ljósið
á heimilinu, þægur og blíður sem sannast
á mér í dag, en leiddist út í óknytti fyrir
atbeina þeirra Steina og Nonna sem voru eldri en
ég. Ég þykist enda vita að foreldrar okkar hafi
kunnað að meta það að vera laus við okkur í smá
tíma.
Það var iðulega fjölmenni á barnaheimilinu á Eg-
ilsá, þegar mest var voru þar 85 börn, piltar og telpur,
og börnunum skipt niður á herbergi eftir aldri og
hegðun. Því voru bræður mínir settir í herbergi þar
sem óstýrilátustu piltarnir voru, en mér skipaður sess
með englunum. Getur nærri að ég kunni því illa, og
linnti ekki látum þar til ég var kominn í sama herbergi
og bræður mínir, enda var þar mesta fjörið.
Í herbergjum á Egilsá voru kojur og lið-
ur í skemmtiatriðum kvöldsins var ýmis
fíflagangur sem varla er orð á hafandi. Eitt
af því sem mér þótti merkilegt var þegar
stóru strákarnir, 10 til 12 ára, fóru í skylm-
ingar, en svo kölluðu þeir það þegar þeir
krupu hvor framan við annan með beinstíf
typpi og skylmdust. Ekki var það kynferð-
isleg athöfn að mér finnst í minningunni,
enda þurfti á stundum að gera hlé í miðjum
klíðum til að hífa sprellann upp.
Þessi skemmtilega sumarsaga rifjaðist
upp fyrir mér þegar ég las óbirta grein
Örnólfs Thorlaciusar, Kynlíf dýra. Í þeirri
grein segir svo frá að á suðurbakka Kon-
gófljóts í Mið-Afríku búi mannapategund
sem kallast bónobóapar. Að sögn Örnólfs
eru þeir merkilegir fyrir það meðal annars að kvenap-
ar ráða því sem þarf að ráða, en ekki karlarnir. Einnig
að bónóbóapar leysa flestan félagslegan vanda með
kynlífi, stundi það að ríða en ekki stríða og meðal
þeirra sé minna um árekstra og átök en í hópum ann-
arra mannapa.
Eitt af því sem bónobóapar grípa til er að þegar vin-
ir hittast heilsast þeir oft með mökun. Þau mök geta
verið margskonar og ein af þeim aðferðum sem þeir
beita er að fara í typpaskylmingar, rétt eins og strák-
arnir á Egilsá forðum daga. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Upp með typpið!
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Jón Heiðar Gunnarsson
jonheidar@mbl.is
Færri sem gera meira, end-ar það ekki alltaf þannig,“segir Margrét Sverris-dóttir, formaður fram-
kvæmdastjórnar Samfylking-
arinnar. Flokkurinn fækkaði
starfsmönnum sínum nýlega niður í
tvo en áður var flokkurinn með fjög-
ur og hálft stöðugildi fyrir fasta
starfsmenn á aðalskrifstofu sinni.
Ljóst er að fyrrverandi ríkis-
stjórnarflokkar, Samfylking og
Vinstri grænir, þurfa að laga sig að
breyttum fjárhagslegum aðstæðum í
kjölfar 27,7% fylgistaps í síðustu Al-
þingiskosningum en ríkissjóður
greiðir fjárframlög til flokka í sam-
ræmi við fylgi og fjölda þingsæta.
Flutningur aðalskrifstofu
Samfylkingin hefur endur-
skipulagt starfsemina að hluta til, að
sögn Margrétar. „Það gefur auga-
leið að tekjur flokksins hafa aðeins
dregist saman. Við bregðumst við
því af yfirvegun og skynsemi. Það er
sífelld hagræðingarkrafa hjá okkur
og því er þetta oft til umræðu. Við
viljum bara vera skynsöm og að-
haldssöm í rekstrinum. Það sem
breytist í kjölfar fylgistapsins er
kannski það að eitthvað færri munu
koma að einhverjum verkefnum og
svo framvegis,“ segir Margrét.
Umræður um flutning skrif-
stofu Samfylkingar hafa verið í
gangi að sögn Margrétar en flokk-
urinn er með aðstöðu á Hallveig-
arstíg. Hún ítrekar að allar slíkar
ákvarðanir séu enn á umræðustigi.
„Við erum í mjög hentugu hús-
næði og það er ekki útlit fyrir flutn-
ing úr því eins og er,“ segir Margrét
en hún segir slíkan flutning ekki
byggjast á sparnaðaraðgerðum.
„Við veltum upp þeim mögu-
leika að tengja betur saman flokk og
þingflokk og það getur vel verið að
við skoðum einhverja möguleika í
því tilliti. Við veltum vöngum um
hvort við gætum verið ennþá nær til
að tryggja að þingflokkurinn væri
beintengdur flokknum. Þótt ekki sé
langt upp á Hallveigarstíg er prakt-
íst að vera nálægt enda alltaf verið
að kalla þingmenn inn í þingsal.“
Fækkun starfsmanna hjá VG
„Við fækkum starfsmönnum,“
segir Auður Lilja Erlingsdóttir,
framkvæmdarstýra Vinstri grænna,
aðspurð út í aðhaldsaðgerðir í kjöl-
far fylgistaps.
„Við vorum svo sem aldrei með
marga starfsmenn í vinnu. Við vor-
um tvær í vinnu fyrir flokkinn mið-
lægt í október síðastliðnum en nú er
ég bara ein eftir,“ segir Auður.
„Við fórum bara yfir þetta eftir
kosningar og það er reyndar búið að
endurskipuleggja starfið svona með
tilliti til þess sem við reiknum með
að fá á næsta ári.“
Hún reiknar með að flokkurinn
haldi skrifstofuhúsnæði sínu í Suð-
urgötu í Reykjavík.
„Það hefur legið fyrir lengi að
við erum að skoða að selja í Hamra-
borginni í Kópavogi en það er svo
sem ekkert beint tengt þessu,“ segir
Auður en flokkurinn hefur einnig
verið með húsnæði á Akureyri, Eg-
ilsstöðum og í Hafnarfirði.
Ríkissjóður greiðir fjárframlög
til stjórnmálaflokka sem hafa fengið
a.m.k. einn mann kjörinn á þing
eða náð 2,5% atkvæða.
Um framlög ríkis til
stjórnmálasamtaka gilda
lög nr. 162/2006 en lög-
unum var breytt árið 2010
til að auka gegnsæi.
Greiðslur til flokka eru
samkvæmt ákvörðun fjár-
laga hverju sinni og því er
óljóst hverjar fjárhæðirnar
verða á næsta ári.
Greiðsla fer
fram í ársbyrjun.
Draga saman seglin
vegna fylgistaps
Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka
2010-2013
Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Framsóknar-
flokkurinn
Frjálslyndi
flokkurinn
Sjálfstæðis-
flokkurinn
Borgara-
hreyfingin
Lýðræðis-
hreyfingin
Sam-
fylkingin
Vinstri-
hreyfingin
Samtals
2010 2011 2012 2013 Samtals
24.856.567 22.604.985 21.928.768 21.542.358 90.932.678
50.928.474 46.315.223 44.929.724 44.138.011 186.311.433
- - - - -
- - - - -
102.518.859 93.232.397 90.443.394 88.849.678 375.044.329
81.582.272 74.192.308 71.972.880 70.704.635 298.452.095
74.613.828 67.855.087 65.825.234 64.665.318 272.959.466
334.500.000 304.200.000 295.100.000 289.900.000 1.223.700.000
Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu (ÖSE) segir íslenska
stjórnmálaflokka vera mjög
háða opinberu fjármagni. Það
fjármagn sem flokkarnir hafi úr
að spila komi að 70-95% úr rík-
issjóði..
Einkaaðilar mega styrkja
flokka um hámarki 400.000
krónur en ÖSE gagnrýnir að
ekkert komi í veg fyrir að farið
sé í kringum reglurnar með því
að mismunandi fyrirtæki, í eigu
sama aðila, veiti flokkum sam-
anlagt hærri styrki.
Til viðbótar þeim greiðslum
sem koma fram í töflunni hér að
ofan bætist við árlegt framlag
til þingflokka samkvæmt
ákvæðum í fjárlögum. Það
framlag skiptist þannig að
greitt er einingaverð fyrir
hvern þingmann, eitt ein-
ingaverð fyrir hvern þing-
flokk og tólf einingaverð til
flokka utan ríkisstjórnar.
Heildarframlög ríkisins til
stjórnmálaflokka voru
342 milljónir árið
2013.
Flokkar háðir
ríkisframlagi
GAGNRÝNA FJÁRMÖGNUN
Margrét
Sverrisdóttir