Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Gott er í sólinni að gleðja sig Þessi glaðlynda og vaska stúlka hefur nóg fyrir stafni í sumarleyfinu og hér notfærir hún sér sumarblíðuna til að bregða á leik á velli við Hlíðaskóla í Reykjavík. Eggert Nú hefur félags- málaráðherra lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um breytingar á almanna- gtryggingum og lög- um um málefni aldr- aðra. Þetta frumvarp ef að lögum verður hækkar skerðing- arhlutfall atvinnu- tekna eldri borgara til samræmis við það sem öryrkjar hafa, en það er í dag hjá öryrkjum 109.600 kr. á mánuði en er samkvæmt núgildandi lögum 40.000 kr. á mánuði hjá eldri borg- urum. Hjá eldri borgurum var það lækkað árið 2009 til að draga úr atvinnuþátttöku eldri borgara, vegna þess að aukið atvinnuleysi var fyrirsjáanlegt í kreppunni. Þetta varð til þess að verulega dró úr atvinnuþátttöku eldri borgara, sem sáu engan ávinning af því að vera að afla tekna, sem aðeins urðu til skerðingar á bótum al- mannatrygginga á margvíslegan hátt. Með þessu ákvæði í frum- varpinu er verið að draga þessa skerðingu frá 2009 til baka, og eldri borgarar hafa þá sama frí- tekjumark í atvinnutekjum og ör- yrkjar. Rétt er að halda því til haga að atvinnutekjur hafa engin áhrif á greiðslu grunnlífeyris hjá frændum okkar Norðmönnum. Grunnlífeyrir fyrir alla Annað í frumvarpi félagsmála- ráðherra lýtur að því að draga til baka þá skerðingu sem kom til fram- kvæmda 1. júlí 2009 þegar lífeyrissjóðs- tekjur voru taldar til tekna við ákvörðun grunnlífeyris al- mannatrygginga. Áður höfðu fjármagnstekjur og atvinnutekjur skert grunnlífeyrinn. Lands- samband eldri borg- ara hefur strax frá upphafi mótmælt þessari ráðstöfun harkalega og vitnað þar til þess að grunnlífeyrir aldr- aðra var alltaf hugsaður sem rétt- indi þeirra sem komnir væru á líf- eyrisaldur og greiðslur úr lífeyrissjóðum væru þar til við- bótar. Um þetta má lesa í samn- ingum milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, þegar verið var að koma á lífeyrissjóðakerfi fyrir alla landsmenn. Þessi grunnlífeyrir hefur svo alltaf verið að lækka að krónutölu frá því það samkomulag var gert, en tekjutrygging, heim- ilisuppbót og framfærsluuppbót fengið meira vægi, sérstaklega til þeirra sem hafa lágar lífeyr- istekjur. Með þessari breytingu á almannatryggingarlögum er því verið að draga til baka þá skerð- ingu á grunnlífeyri sem átti að vera tímabundin í þrjú ár, en hefur nú verið í fjögur ár. Það bætir kjörin hjá um 7.000 eftirlaunaþeg- um. Og aftur skal minnt á að bæði í Danmörku og Noregi er öllum líf- eyrisþegum greiddur grunnlífeyrir. LEB hefur lýst yfir stuðningi við þetta frumvarp félagsmálaráð- herra, enda þarna verið að byrja á því að draga skerðingarnar frá 2009 til baka. En jafnhliða því að draga til baka skerðingar á kjörum eldri borgara frá árinu 2009 þarf að hækka bætur almannatrygginga til samræmis við hækkun launa í landinu. Við minnum á að bætur almannatrygginga hækkuðu ekki á sl. fjórum árum til samræmis við hækkun verðlags eða samkvæmt vísitölu neysluverðs, í samræmi við 69 gr. almannatryggingalaga. Líf- eyrisþegar eiga því inni talsverða hækkun sem aðrir láglaunahópar hafa fengið. Einfalda þarf almannatryggingar Árið 2008 var lögfest svokölluð framfærsluuppbót sem hækkaði líf- eyri þeirra sem verst voru settir um 20%. Þessi framfærsluuppbót er hins vegar því marki brennd að hún skerðir allar aðrar tekjur 100% og heldur fólki þannig í fá- tæktargildru, það kemst ekki upp úr þeim rúmlega 211.000 kr. fyrir skatt, sem í dag eru hámarkslíf- eyrir þeirra sem búa einir og hafa þessa uppbót. Það er mál sem til- heyrir ekki skerðingarákvæðunum frá 2009, en er nauðsynlegt að taka á. Á því var tekið í því frum- varpi sem starfshópur um endur- skoðun almannatrygginga náði samkomulagi um og skilaði af sér í október 2012. Þar átti að lækka þetta skerðingarhlutfall úr 100% í 45% á fjórum árum og þá væri framfærsluuppbótin orðin sam- einuð ellilífeyri. Þetta frumvarp veltist á milli ráðuneyta í fimm mánuði og kom allt of seint fram til að fá afgreiðslu á Alþingi. Það þótti of dýrt fyrir ríkissjóð. Nauð- synlegt er að þessi vinna starfs- hópsins verði nýtt í framtíðinni við lagfæringar á stagbættu almanna- tryggingarkerfi. Nú hefur þó verið stigið skref í þá átt að draga til baka skerðingar ársins 2009 gagn- vart lífeyrisþegum. Alltaf má deila um hvort þar sé rétt forgangs- röðun eða ekki. Ég fagna því að eitthvað sé verið að gera til úr- bóta. Ég vænti þess að eins og segir í athugasemdum með nýja frumvarpinu sé þetta aðeins fyrsta skrefið í að bæta kjör eft- irlaunaþega og öryrkja og um næstu áramót munum við sjá að skerðing tekjutryggingar úr 45% í 38,35% verði að veruleika, en það mun bæta kjörin hjá stórum hópi þeirra sem þiggja eftirlaun í dag. Eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur » LEB hefur lýst yfir stuðningi við þetta frumvarp félagsmála- ráðherra, enda þar verið að byrja á því að draga skerðingarnar frá 2009 til baka. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Höfundur er formaður Lands- sambands eldri borgara. Hluti skerðinga á kjörum eldri borgara dreginn til baka Morgunblaðið/Ómar „Ég vænti þess að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í að bæta kjör eftirlauna- þega og öryrkja,“ segir greinarhöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.