Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is
Ágúst Alfreðsson og fjölskylda hafa
fært Landspítala að gjöf tæki til
mælinga á köfnunarefnisoxíði í út-
öndunarlofti hjá einstaklingum
með bólgusjúkdóma í lungum.
Tækið er af gerðinni NIOX
MINO að verðmæti 2 milljónir
króna. Það verður á lungnarann-
sóknarstofu Landspítala Fossvogi.
Fram kemur á vef Landspítala að
svona tæki hafi ekki verið til á spít-
alanum. Með því sé hægt að mæla
köfnunarefnisoxíð (NO) í útönd-
unarlofti og greina með nákvæmari
hætti en áður um hvers konar bólgu
er að ræða í öndunarfærum. Hækk-
un á köfnunarefnisoxíði bendi til
loftvegabólgu sem sé næm fyrir
meðferð með bólgueyðandi lyfjum,
svokölluðum sterum. Þess háttar
bólga sé algeng hjá einstaklingum
með astma.
Rannsókn Nýja tækið prófað.
Gáfu tæki til
lungnarannsókna
Rússneska sendi-
ráðið í samstarfi
við Hernáms-
setrið að Hlöðum
í Hvalfjarð-
arsveit mun á
föstudag klukk-
an 14 halda at-
höfn í tilefni af
því að 71 ár er
liðið frá því ráð-
ist var á PQ-17
skipalestina þegar hún var á leið
frá Hvalfirði til Arkangelsk.
Í Hernámssetrinu eru til sýnis
margir munir frá stríðsárunum.
Rússneska sendiráðið mun afhenda
einkennisbúninga úr seinni heims-
styrjöld frá rússneska, bandaríska
og breska hernum ásamt eftirlík-
ingum af skotvopnum þessa tíma.
Minnast PQ-17
skipalestarinnar
Úr Hernámssetrinu
að Hlöðum.
Fyrirlestur um Breska sjálfstæð-
isflokkinn, Íhaldsflokkinn og við-
horf Breta til Evrópusamrunans
verður í stofu 101 í Lögbergi í dag
og hefst klukkan 12.
Fyrirlesturinn er á vegum Al-
þjóðamálastofnunar HÍ. Fyrirles-
arar eru stjórnmálafræðingarnir
Philip Lynch og Richard Whitaker
lektor, sem starfa við háskólann í
Leicester. Ólafur Þ. Harðarson pró-
fessor er fundarstjóri.
Rætt um viðhorf til
Evrópusamrunans
STUTT
„Ég var búinn að vera atvinnulaus í
þrjú ár og var að fara að detta út af
bótum, þegar ég loksins fékk vinnu,“
segir Þórarinn Sigurjónsson sem
fékk vinnu í gegnum samstarfsverk-
efni stjórnvalda og aðila vinnumark-
aðarins um atvinnusköpun fyrir
langtímaatvinnuleitendur. „Ég er
ekki menntaður og er kominn ágæt-
lega á aldur og er þetta því oft ansi
strembið,“ segir Þórarinn sem datt
niður á starf hjá Toyota í gegnum
Vinnumálastofnun sem leit út fyrir
að henta honum vel.
Atvinnuleysistryggingasjóður
greiðir styrk með hverri ráðningu
fyrir þau störf sem verða til í sumar.
Atvinnurekandi gerir síðan hefð-
bundinn ráðningarsamning við at-
vinnuleitanda og greiðir honum laun
samkvæmt kjarasamningi.
Markmið Liðsstyrks eru að eng-
inn falli af atvinnuleysisbótum án
þess að fá tilboð um starf, en að auð-
velda um leið atvinnurekendum ný-
ráðningar með niðurgreiðslu á stofn-
kostnaði nýrra starfa.
Breytti miklu að fá vinnu
Þórarinn segist gríðarlega ánægð-
ur í nýju vinnunni. Hann vinnur sem
aðstoðarmaður á bílasölu og gengur
í ýmis verkefni fyrir sölumennina og
fer í sendiferðir. Hann er í fullri
vinnu.
„Þetta breytti miklu fyrir mig.
Mér líkar mjög vel við starfið og
þetta hentar mér vel,“ segir Þór-
arinn og bætir við að það hafi ekki
verið erfitt að byrja að vinna aftur.
„Það var ekkert vandamál þó ég hafi
verið atvinnulaus í þrjú ár því ég
hélt alltaf minni rútínu að vakna
snemma og nýta daginn.“
Þórarinn byrjaði hjá Toyota í apríl
og hefur nú unnið þar í þrjá mánuði.
Verkefnið er sex mánuðir og getur
fyrirtækið þá ákveðið hvort það
framlengir ráðninguna.
„Ég tel mig vera mjög heppinn og
hlakka til framhaldsins,“ segir Þór-
arinn. aslaug@mbl.is
Auðvelt að
byrja að vinna
Búinn að vera atvinnulaus í þrjú ár
Fékk vinnu í gegnum Liðsstyrk
Morgunblaðið/Ernir
Starf Fékk vinnu á bílasölu í gegn-
um samstarfsverkefnið Liðsstyrk.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Veiðum á úthafsrækju lauk í fyrra-
kvöld og hefjast ekki aftur fyrr en
með nýju fiskveiðiári. Óljóst er hvern-
ig veiðunum verður hagað, en Sigurð-
ur Ingi Jóhannsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að honum þyki ljóst að
veiðarnar þurfi að lúta stýringu á ný á
næsta fiskveiðiári.
Áður en ákvörðun um framtíðar-
skipulag verður tekin verði farið yfir
ýmsa þætti málsins, m.a. með því að
ræða við hagaðila og leitast við að fá
niðurstöðu í lagaleg úrlausnarefni.
Aflamark var illa nýtt
„Þau eru helst hvernig réttur
þeirra sem höfðu yfir hlutdeild í út-
hafsrækju að ráða þegar veiðarnar
voru gefnar frjálsar sé og hver réttur
þeirra sem veiðarnar hafa stundað
undir frjálsa fyrirkomulaginu er,“
skrifar ráðherrann á heimasíðu sína.
Sigurður Ingi rifjar upp að veiðar á
úthafsrækju voru
gefnar frjálsar frá
og með upphafi
fiskveiðiárs 2010/
11 en höfðu áður
stýrst af aflahlut-
deildarkerfinu.
„Rök þáverandi
ráðherra með
þeirri ákvörðun
voru þau að afla-
mark hafði verið
illa nýtt til veiða og taldi hann því eðli-
legt að gefa veiðarnar frjálsar með
það að markmiði að hvetja til betri
nýtingar á úthafsrækjustofninum
þannig að sem mestum verðmætum
yrði náð,“ skrifar Sigurður Ingi.
Fram kemur í skrifum ráðherra að
stöðvun veiðanna komi sér vitaskuld
illa fyrir þá aðila sem gera út á úthafs-
rækju. „Það er þó svo að úthafs-
rækjuafli er nú kominn 2.500 tonn
umfram veiðiráðgjöf og því er nauð-
synlegt að bregðast við.“
Sigurður Ingi segir að aflahlut-
deildarkerfið hafi marga kosti og aðra
galla. „Einn augljós kostur er sá að
útgerðum er gert kleift að haga veið-
um og vinnslu eftir hentugleika og
markaðsskilyrðum. Það er ljóst að
frjálsar eða ólympískar veiðar bjóða
illa upp á þennan möguleika og verða
seint taldar hagkvæmasti kosturinn.“
Óvissa veldur vanda
Í fréttatilkynningu frá Kampa ehf.
á Ísafirði segir að stöðvun veiða nú og
sú óvissa sem er uppi varðandi stjórn-
un veiðanna á næsta og næstu fisk-
veiðitímabilum valdi flestum rækju-
vinnslum á Íslandi verulegum vanda.
„Nú eru starfræktar sex rækju-
vinnslur á landinu og er Kampi ehf. á
Ísafirði þeirra stærst. Stöðvun veið-
anna nú hefur strax bein áhrif á
starfsfólk Kampa og sjómenn þeirra
útgerða sem leggja upp hjá Kampa,
alls um 120 manns. Ótalin eru þá þau
áhrif sem þetta hefur á þau afleiddu
störf sem þessar veiðar og vinnsla
leiða til.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Veisluhöld Flest þau skip sem stunduðu rækjuveiðar fyrir Kampa lönduðu á Ísafirði í gær. Af því tilefni bauð
Kampi til „sjávarveislu“ og kynnti um leið starfsemi sína, afleiðingar stöðvunar og óvissunnar sem er framundan.
Skoða lagalegar hliðar
á stjórnun rækjuveiða
Veiðum á úthafsrækju lokið Stýring í stað frjálsra veiða
Sigurður Ingi Jó-
hannsson
Samstarfsverkefnið Liðsstyrkur gengur vel og hafa nú um 750 atvinnu-
leitendur sem allir hafa verið án vinnu lengur en þrjú ár verið ráðnir til
nýrra starfa innan verkefnisins og greiðir Atvinnuleysistryggingasjóður
styrk með hverri ráðningu.
Með verkefninu skapast ný tækifæri bæði fyrir atvinnulífið og þá ein-
staklinga sem í hlut eiga sem með þessu fá tækifæri til innkomu á
vinnumarkað að nýju. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Liðsstyrk
eru 84% atvinnuleitenda ánægð með starfið og aðeins einn af hverjum
tíu atvinnurekendum óánægðir.
Um 100 atvinnuleitendur höfnuðu tilboði um störf og misstu rétt sinn
innan verkefnisins.
750 fá vinnu í gegnum Liðsstyrk
NÝ TÆKIFÆRI FYRIR ATVINNULÍFIÐ