Morgunblaðið - 03.07.2013, Síða 15

Morgunblaðið - 03.07.2013, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Opið: mán.-fös. 12:30 - 18:00, opið laugardaga 12:00-16:00 Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi - S. 517 7727 - nora.is Matardiskur Tilly, verð nú kr. 1.672 Sumarútsalan hefst í dag Húsgögn -30% Smávara -20% Púðar m. fiðurfyllingu, verð nú frá kr. 7.200 Pottar, verð nú frá kr. 1.192 Ávaxtaskálar kr. 3.590, nú kr. 2.872 Traktorskönnur kr. 3.900, nú kr. 3.120 Matardiskur Gharmille, verð nú kr. 1.432 „Þetta er mjög sérstakt. Ég hef bara einu sinni á ævinni séð æðar- blika skjótast á hreiður, og það var í nokkrar sekúndur á meðan kollan fór af,“ segir Sigurður Ægisson fuglaáhugamaður, sem náði afar sjaldgæfum myndum af æðarblika á hreiðri í æðarvarpi á Siglufirði. Örlygur Kristinsson, eigandi æðar- varpsins, segir fuglinn hafa legið á hreiðrinu í nokkra daga, en hann hefur aldrei séð neitt þessu líkt áð- ur. Blikinn lá á hreiðri með þremur eggjum sem líklega komu undan kollu af sömu tegund, en þrjú egg telst fremur lítið. „Það er alveg furðulegt að hann skuli hafa gert þetta. Annaðhvort hefur kollan hans verpt og farið af og síðar verpt annars staðar eða þá að hann hefur tekið hreiður kollu sem var byrjuð að verpa,“ bætir Sigurður við. Fuglarnir verpa einu sinni á ári og það í maí, og segir Sigurður að ennþá séu æðarkollur í varpinu. „Mig grunar að flestar hafi verpt síðustu vikuna í maí. Það telst frem- ur seint á landsvísu, enda var ekk- ert vor hérna fyrir norðan,“ segir Sigurður að lokum. agf@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Æðarbliki á hreiðri Mjög sjaldgæft er að þetta gerist og ef til vill einsdæmi. Æðarbliki lá sem fastast á hreiðri sínu  Afar sjaldgæft að þetta gerist Þrjú Æðareggin í hreiðrinu. Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Grunnnemum í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri fækkar um tæplega 54% á milli ára, en 60 um- sóknir hafa borist í ár samanborið við 129 umsóknir í fyrra. Miklar sveiflur hafa verið í fjölda umsókna um námið en árið 2011 sóttust 92 nemendur eft- ir skólavist og 116 árið áður. Alls er því fækkun um tæplega 50% frá árinu 2010. Bragi Guðmundsson, formaður kennaradeildarinnar, segir umsókna- fjöldann segja takmarkaða sögu. Hann segir að umsækjendur sæki oft einnig um í öðrum skólum og því liggi nemendafjöldi ekki fyrir fyrr en stað- festingargreiðslur hafi allar skilað sér. Þá segir hann jafnframt að ekki standist allir umsækjendur inntöku- skilyrði skólans. „Margir sækja um án prófs úr framhaldsskóla og ná ekki neinum lágmörkum, en svo er hitt að fólk stenst oft lágmörk en þá er ekki nein trygging fyrir því að það hefji nám.“ Fjölgun á meistarastigi Þróun á nemendafjölda á meistara- stigi við HA er þó andstæð því sem sést á grunnnáminu. Í ár hafa 134 nemendur sótt um, en 168 nemendur sóttu um í fyrrahaust. Þetta er mikil aukning frá árunum þar áður, en árið 2011 sóttu 78 nemendur um og 77 ár- ið áður. Alls er aukningin frá árinu 2010 því 42,5%. Bragi segir ástæðuna fyrir þessu líklega þá að árið 2012 var innritað í fyrsta skipti í svokallað M.Ed.-nám, en það er skyldunám til kennararéttinda í dag. Nemendum hafi fjölgað mikið sem vilja öðlast slík réttindi. Þá segir hann einnig að stór hluti umsækjenda sé einstaklingar með háskólapróf sem vilja bæta við sig þessari meistaragráðu til þess að öðlast kennsluréttindi á framhalds- skólastigi. Enn er opið fyrir umsóknir í kenn- aranám Háskólans á Akureyri. Sveiflur í kennara- náminu á Akureyri  Grunnnemum fækkar en meistaranemum hefur fjölgað Umsóknir í kennaradeild Háskólans á Akureyri 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 2010 2011 2012 2013 Umsækjendur um grunnnám Umsækjendur um nám ámeistarastigi 116 92 129 60 77 78 168 134 Umsóknir í tölum » Alls hafa 60 nemendur sótt um grunnnám í kennara- fræðum við HA í haust, en það er 54% fækkun frá því í fyrra. » Í ár hafa 134 umsóknir bor- ist í meistaranám, en það er rúmlega 42% fjölgun frá árinu 2010 þegar 77 sóttu um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.