Morgunblaðið - 03.07.2013, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Afmælisdagurinn verður kannski ekki mjög hátíðlegur enda erég í vinnu stærstan hluta dags. Vinnufélagarnir eru reyndarmiklir matgæðingar og söngunnendur, svo ég vænti þess
auðvitað að þeir bjóði mér upp á gaul og gúmmelaði. Þegar heim úr
vinnu verður komið tekur svo vonandi við lúðrasveit og eitthvað
lekkert í boði unnustans,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, hér-
aðsdómslögmaður á LEX, en hún fagnar 34 ára afmæli sínu í dag.
„Ég er satt að segja ekki mjög mikið afmælisbarn því ég á mjög
erfitt með að bjóða til veislu sjálfri mér til heiðurs og hef eiginlega
aldrei haldið upp á afmælið mitt. Í það minnsta ekki síðan umsjónin
var í höndum móður minnar,“ segir Heiðrún sem vonast þó til þess
að henni áskotnist hjól á afmælisdaginn. „Það er einhver rómantík í
þeirri hugsun að hjóla. Þetta farartæki yrði frekar nýtt til að skott-
ast en að sækja ósamsettan skáp í IKEA.“
Heiðrún Lind telur þrítugsafmælið vera það eftirminnilegasta en
þá var hún stödd í París. „Það var kannski aðallega af því að þá
fannst mér ég vera að ganga inn í eitthvert nýtt tímabil og verða
fullorðin. Það kom svo reyndar í ljós að maður var nákvæmlega eins
og daginn áður – sem var reyndar dásamlegt.“ Afmælisbarnið vinn-
ur nú seinustu vinnudagana fyrir sumarfrí. „Ég vona því að vinnu-
félagarnir geri eitthvað ógleymanlegt í tilefni dagsins. Ég veit þeir
eiga eftir að sakna mín ógurlega í fríinu.“ aslaug@mbl.is
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er 34 ára í dag
Vonast eftir lúðra-
sveit frá unnustanum
Lögmaður Heiðrún Lind eyðir afmælisdeginum í vinnunni og vonar
að samstarfsmenn sínir syngi fyrir sig og bjóði upp á gúmmelaði.
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Kópavogur Kári
Kristján Hermanns-
son fæddist 8. maí kl.
3.40. Hann vó 4.050
g og var 54 cm lang-
ur. Foreldrar hans eru
Ágústa Gunnars-
dóttir og Hermann
Úlfarsson.
Nýir borgarar
B
jarni fæddist á Akureyri
3. júlí 1963, en er uppal-
inn á Grenivík. Hann
varði æskuárunum jafnt
í trillunni hjá Stebba afa
sínum, í fjörunni og á bryggjunum á
Grenivík sem og í sveitinni hjá móð-
urafa og ömmu á Jarlsstöðum í
Höfðahverfi. Bjarni útskrifaðist með
stúdentspróf af uppeldisbraut frá
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið
1988 og lauk BEd-prófi í tómstunda-
og félagsmálafræði frá HÍ árið 2005.
Rekur ferðaþjónustu á Dalvík
Bjarni hóf snemma störf á frysti-
húsinu á Grenivík en vann frá 1990-
2011 sem íþrótta- og æskulýðs-
fulltrúi í Dalvíkurbyggð. Hann var til
nokkurra ára formaður FÍÆT, Fé-
lags íþrótta-, æskulýðs- og tóm-
stundafulltrúa. Síðan 2011 hefur
Bjarni unnið við afleysingar á sjó, að-
allega á Frosta ÞH frá Grenivík, en
einnig aðstoðað við leiðsögn hjá
hvalaskoðunarfyrirtækinu Arctic Sea
Tours á Dalvík. Hann á og rekur
ferðaþjónustuna „Á Vegamótum“ og
Dalvík Hostel með fjölskyldu sinni á
Dalvík. Fjölskyldan býður gistingu í
Bjarni Gunnarsson, móttökustjóri á Vegamótum – 50 ára
Fjölskyldan Við útskrift Maríu 17. júní sl., frá vinstri: María, Kristín, Bríet Brá, Anna Margrét og Bjarni.
Vinur Bakkabræðra
Feðgin á veiðum Bjarni og Bríet Brá á ýsuveiðum við Grenivík.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Borgartúni 28, sími 553 8331, lyfjaborg.is
– sjálfstætt apótek
Ókeypis
lyfjaskömmtun
Lyfjaskömmtun er ókeypis þjónusta sem
Lyfjaborg býður viðskiptavinum sínum.
Hún hentar einstaklega vel þeim
sem taka að staðaldri nokkrar
tegundir lyfja og vítamína.
Kíktu við hjá okkur í
Borgartúni 28 og fáðu nánari
kynningu á þjónustunni.
Fljótleg Þægileg Örugg Persónuleg