Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 ✝ Sigríður, jafn-an kölluð Sigga Matta, fædd- ist á Húsavík 19. maí 1926. Hún and- aðist á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga 15. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Arn- ór Kristjánsson frá Húsavík og Guðrún Elísabet Magnúsdóttir frá Súða- vík. Sigríður var elsta barn þeirra en systkini hennar voru Benóný bóndi og oddviti á Hömrum í Reykjadal, lést 2007, Herdís Þuríður húsmóðir á Húsavík, Kári fv. skólastjóri í Reykjavík og Hörður fv. for- stöðumaður á Húsavík. ur Ragnheiðar var Kevin Hauksson, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. Aðalsteinn átti fyrir þrjár dætur. 3) Sigríð- ur Matthildur, gift Björgvini Ormarssyni, þau eiga þrjár dæt- ur. Björgvin átti fyrir tvo syni. Annar þeirra á tvö börn en hinn eitt. Áður átti Sigríður soninn Ásgeir Arnór, hann á tvö börn. 4) Þóra Kristín gift Andrew Mitchell, þau eiga þrjú börn. Sigríður ólst upp á Húsavík og gekk þar í skóla. Að loknum grunnskóla lauk hún námi við Alþýðuskólann á Laugum og síðar við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Sigríður starfaði lengst af sem deild- arstjóri hjá Kaupfélagi Þing- eyinga en var handavinnukenn- ari við Gagnfræðaskóla Húsavíkur í tvo vetur og einn vetur við Húsmæðraskólann á Laugum. Sigríður verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag, 3. júlí 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Sigríður giftist Sigurjóni Parmes- syni múrarameist- ara á gamlársdag 1964. Sigurjón lést 10. mars 2002. Þau voru barnlaus en áður eignaðist Sig- ríður dótturina Arnrúnu Sigríði Sigfúsdóttur. Faðir hennar var Sigfús Pétursson frá Hall- dórsstöðum í Reykjadal. Arnrún er gift Eiði Guðjohnsen. Börn þeirra eru: 1) Arnór, kvæntur Önnu Borg, þau eiga tvo syni. Fyrri kona Arnórs var Ólöf Ein- arsdóttir, sonur þeirra er Eiður Smári Guðjohnsen; hann á þrjá syni. 2) Ragnheiður, gift Að- alsteini Sigurðssyni. Fyrri mað- Ég kveð tengdamóður mína Sigríði Matthildi Arnórsdóttur, Siggu Möttu eins og hún var jafn- an kölluð, með söknuði. Sigga Matta var allri fjölskyldunni ómetanleg, alltaf tilbúin að styðja okkur á allan hátt. Við höfum átt samleið í yfir fimmtíu ár og það verður mikil breyting án hennar. Með vinsemd og virðingu. Guð blessi minningu hennar. Eiður Guðjohnsen. Elsku yndislega amma Sigga, það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. En mikið er ég þakklát fyrir allar góðu minningarnar og stundirnar sem við áttum saman. Það er ómetanlegt að við fengum að koma til þín norður og náðum að kveðja þig áður en þú kvaddir þennan heim. Það reynist mér afar erfitt að setjast niður og útskýra með orð- um hve stór hluti af lífi mínu þú varst. Allar minningarnar rifjast upp og sorgin hellist yfir. Þú varst svo yndisleg og góð og alltaf til staðar. Líf okkar var líf þitt og þú vildir taka virkan þátt í því og fá að vita hvað var um að vera hjá okkur. Að koma norður á Húsavík var ávallt hápunktur sumarsins. Þú tókst á móti okkur af þvílíkri gestrisni og vildir allt fyrir okkur gera. Ég er þakklát fyrir síðustu sumur þegar við Haffi komum til þín og fórum með þig á rúntinn um sveitina og keyrðum meðal annars upp á Húsavíkurfjall. Það sem þér leið alltaf vel í bíl og naust þess að keyra um landið. Við fórum einnig á Handverkshá- tíðina á Akureyri og það var gam- an að sjá hversu heilluð þú varst af listinni og dýrmætt að fá að gleðja þig með stuttri ferð inn á Akureyri eftir allt sem þú hafðir gert fyrir okkur í gegnum árin. Þú varst sjálf svo mikil lista- kona, prjónaðir fallegustu flík- urnar og saumaðir út svo flotta púða, pottaleppa og fleira. Það var líka sérstaklega gaman að upplifa hversu stolt þú varst þeg- ar ég fór að reyna við prjónana og heklið. Þú varst svo ánægð og gafst mér garn svo ég gæti prjón- að lopapeysu á mig. Brosið sem þú gafst mér þegar ég sýndi þér peysuna mína veitti mér meiri hlýju en peysan sjálf. Ég er svo þakklát fyrir að stelpurnar mínar fengu að hitta þig og kynnast, Ragnheiður Birna á eftir að sakna þín. Elsku amma Sigga ég á eftir að sakna þín, en ég veit að þú ert komin á betri stað þar sem þið afi Diddi eruð saman á ný. Elsku amma Arnrún og afi Eiður, ég bið Guð að vera með ykkur og styrkja í sorginni. Takk fyrir allt. Arnrún Sveina. Elsku amma mín, mikið var ég búin að kvíða fyrir þessum degi. Amma, sem harkaði alltaf af sér, sama hversu veik hún var. Ég var farin að hugsa að kannski ætti hún 10 ár eftir, hún var svo lifandi og dugleg. Ekki er langt síðan hún þræddi búðirnar í Reykjavík, hún hafði gaman af því að kaupa sér falleg föt, enda mikil smekk- kona. Það er stutt síðan við skellt- um okkur í Smáralindina, hún í hjólastól, þar sem hún átti erfitt með gang og bað mig ekki sjaldan að bakka stólnum til að skoða flík- urnar aðeins betur. Elsku amma mín, sem ég var svo stolt af, fannst hún svo tignarleg og flott kona, með fallegu hendurnar sín- ar þaktar gulli. Sumrin á Húsavík sem krakki eru mér minnisstæð og voru þau mér og mínum ómetanleg. Nota- legt þegar allir bæjarbúar brunuðu heim úr vinnunni í há- deginu í hádegismat og þar á meðal amma. Hún var ekki lengi að hrista fram úr erminni hlað- borð með graut, brauði og alls- konar meðlæti. Að vakna á laug- ardagsmorgnum við óskalög sjúklinga, amma syngjandi og þrífandi um allt hús. Ilmurinn af steikinni í hádeginu á sunnudög- um. Tilhlökkunin að vakna 17. júní, tilbúin fötin sem amma hafði saumað á okkur og pússaðir skór frammi í forstofu og svo mætti lengi telja. Á veturna nutum við líka hlýju og umhyggju ömmu og afa. Alltaf kom jólasending með jólanáttfötum, jólafötum o.fl. Fyrir utan ferðirnar sem þau komu suður í tíma og ótíma og einungis til að sjá börnin, barna- börnin og barnabarnabörnin sín. Amma og afi fóru gjarnan til Kan- arí á veturna og þau nutu þess að koma heim og gleðja okkur með gjöfum og skemmtilegum sögum úr ferðinni. Amma gaf okkur gott vega- nesti, hún var góðhjörtuð kona. Ég gleymi því ekki þegar krakkar börðu að dyrum og voru að selja eitthvað til styrktar hinu og þessu. Alltaf tók amma vel á móti þeim með fallega brosi sínu og hikaði ekki við að kaupa af þeim. Svona vildi ég verða þegar ég yrði stór, hugsaði ég með mér með að- dáun. Amma var metnaðarfull og var mikið í mun að okkur barna- börnum og barnabarnabörnum gengi vel í skóla og alltaf fylgdist hún vel með og spurði um ein- kunnir okkar og að gleðja ömmu hvatti okkur áfram í að standa okkur. Amma var líka mikil handavinnukona af Guðs náð og eru til heilu listaverkin eftir hana, kjólar, peysur, dúkar, púðar, teppi og lengi mætti telja og njót- um við börnin góðs af. Við eigum öll góðar minningar um heimsóknir til Húsavíkur síð- ustu ára. Alltaf tók amma vel á móti okkur af mikilli gestrisni, elskaði að bjóða okkur út að borða og fara í smá bíltúr kannski í leið- inni. Það var oft erfitt, sérstak- lega síðustu árin, að vera svona langt frá ömmu og verð ég æv- inlega þakklát frændfólki mínu á Húsavík fyrir hvað þau voru natin við að sinna ömmu. Það verður tómlegt að koma til Húsavíkur þegar amma er ekki til staðar, en góðar minningar og hlýja mun alltaf fylgja þessum litla bæ. Nú er amma komin í faðm Drottins. Blessuð sé minning hennar. Elsku mamma og pabbi, Guð styrki ykkur, varðveiti og blessi. Ragnheiður Guðjohnsen. Elsku amma Sigga er nú farin. Vonandi tók annar heimur við þar sem afi Diddi, afi Nóri, amma Guðrún (Hinamma), Benni og aðrir ættingjar og vinir, sem hún hefur saknað, tóku á móti henni. Amma varð 87 ára, hún var glæsi- legur fagurkeri sem ávallt leit vel út. Heilsuleysi hrjáði hana mest- alla ævi en aldrei heyrði ég hana kvarta heldur sagði hún „ þetta er bara svona“ eða „þetta lagast allt“ og síðan reif hún sig upp úr veikindunum. Æðruleysi, dugn- aði, metnaði, góðu siðferði, kurt- eisi, umhyggju, virðingu og mörgu fleira bý ég vel að eftir nærveru ömmu í gegnum árin. Amma Sigga var amma með stóru A-i, hún átti einnig lang- ömmu- og langalangömmubörn og er elskuð og mikið saknað af okkur öllum. Yndislegar minn- ingar geymi ég í hjarta mínu um ömmu Siggu og afa Didda sem ég dreg fram í hugann þegar ég þarf á að halda. Ömmu kveð ég með miklum söknuði þar sem minningar um einstaka ömmu eiga eftir að lifa með mér og minni fjölskyldu. Sigríður Matthildur Guðjohnsen. Elsku besta fallega amma Sigga. Nú ertu búin að kveðja þennan heim og kannski, að ég vil trúa, komin til afa Didda heitins. En samt ertu hjá okkur, þökk sé Guði kemstu ekki langt úr minning- unni. Þvílík forréttindi að hafa al- ist upp og átt hlutdeild í lífi fólks eins og ykkar afa. Öll æskusumr- in hjá ykkur á Húsavík voru og eru enn ómetanleg. Allar þessar notalegu og litríku stundir. Þið hefðuð ekki getað dekrað meira við okkur en þið gerðuð. Ég stend mig nú að því í tíma og ótíma ým- ist að stara út í loftið, gráta eða skella upp úr þegar minningarnar hrynja yfir mig. Eins sárt og það er að kveðja þig, amma mín, vil ég halda í þessar yndislegu minning- ar. Takk fyrir alla samveruna elsku amma Sigga. Þóra Kristín Guðjohnsen. Elsku amma mín, orð fá því ekki lýst hversu mikið ég mun sakna þín. Þú varst svo frábær í alla staði. Glæsilegri konu er vart hægt að finna. Þú varst alltaf svo gjafmild á allan hátt, þú gafst mér svo margt og ávöxt þess mun ég bera alla ævi. Sú tilhugsun að hafa engan afa Didda né ömmu Siggu á Húsavík er mér óskiljan- leg þessa stundina. Minningarnar frá Húsavík munu verða mér svo minnisstæðar og dýrmætar. Ég á eftir að sakna þess svo mikið að hafa þig spennta „á hliðarlínunni“ að fylgjast með skólagöngu minni. Þér var mikið umhugað um hvernig stúdentsdagurinn minn færi fram, í hverju ég yrði og ekki síst hvaða skartgripi ég kæmi til með að bera og þótti mér afar vænt um það. Stoltið sem þú sýndir mér á þessum tímamótum mínum er mér ógleymanlegt. Metnaðurinn sem þú hafðir fyrir okkur, börnunum þínum, í einu og öllu var ólýsanlegur. Ég mun aldrei gleyma brosinu sem þú gafst mér á dánarbeði þínum þeg- ar ég sagði þér að ég væri komin inn í Háskóla Íslands. Elsku amma Sigga mín því kveð ég þig með þessu ljóðabroti, með tár í augum og söknuð í hjarta. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. (Einar Benediktsson) Góða ferð elsku amma mín. Megir þú hvíla í friði í faðmi Guðs. Elsku amma Arnrún, megi al- máttugur góður Guð styrkja þig í gegnum þína miklu sorg. Sandra Dögg Björgvinsdóttir. Ég sá hana síðast á tónleikum Sólseturskórsins á Húsavík fyrir nokkrum vikum sléttleita og fal- lega. Við heilsuðumst með kossi eins og alltaf, hún spurði frétta af fólkinu því sá var vani hennar og ég greiddi úr eftir bestu getu. Við sem til þekktum töluðum oft um það nú seinni árin þegar frænka barst í tal að fótaburðurinn væri orðinn sá sami og hjá föður henn- ar þegar hann hniginn á efri ár kom upp hjá Árholti og fór fetið eftir langan vinnudag í fiskað- gerð. Þannig var ekki leiðum að líkjast og þar að auki hallaðist höfuðið örlítið í ættina eins og ekki var óalgengt hjá okkur þessu fólki. Þess utan fannst mér Sigga Matta lengst af líkjast Guðrúnu móður sinni að vallarsýn fremur en föður. Hún ólst upp við ilminn af fyrri skrefum verkalýðsbarátt- unnar sem laut að því að hafa í sig og á auk húsaskjóls, því faðir hennar var lengi fremstur í fram- línu þeirrar baráttu á Húsavík eins og margir vita enn, og jafnan bjó að þeirri gerð. Það er bjart yf- ir minningu af þessu tagi þegar ég nú lít um öxl. Ég tel ekki á neinn afkomenda afa okkar og ömmu hallað, þótt ég segi hér að hún hafi borið af okkur hinum þegar að akri frændrækninnar kom því hún í orðsins fyllstu merkingu fylgdist með skyldfólki sínu nær og fjær til hinsta dags. Einnig gerði hún sér far um að heimsækja þann hluta ættingj- anna sem fjærst bjuggu og við flest þekktum ekki nema af af- spurn. Svona ræktaði hún frænd- garðinn. Þetta var Sigga Matta; þannig munum við hana og þann- ig minnumst við hennar. Það fólk sem var börn í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar og enn lifir stendur nú flest ferðbúið og leggur senn upp í síðasta áfang- ann því „enginn stöðvar tímans þunga nið“. Við sem eftir stönd- um horfum með eftirsjá því meiri, sem stærra verður skarðið í hinn grisjaða skóg. Þessi brosmilda frænka mín og ættargæslukona hefur nú lotið hinu hljóða lögmáli um fardaga og vistaskipti. Hún var elst fimm systkina og eign- aðist eina dóttur, Arnrúnu jafn- öldru mína og leikfélaga í æsku, og síðan stóran hóp vel búinna niðja, sem nú fóta sig hver öðrum betur í lífsins ólgusjó. Sigga Matta missti Sigurjón mann sinn fyrir allmörgum árum og hefur síðan búið í Hvammi, heimili aldr- aðra á Húsavík. Að leiðarlokum þakka ég frænku minni hlýleik- ann gegn um tíðina og óska henni fararheilla þangað sem vinir bíða í varpa. Við systkinin sendum Arnrúnu og hennar fjölskyldu, systkinum og öllum þeim sem næst standa kveðjur samhygðar. Kristján Pálsson. Kæra föðursystir. Þá hefur þú kvatt okkur í bili og ekki var ég hissa að þú skyldir velja 15. júní, sama mánaðardag og pabbi fyrir sex árum, til að yfirgefa okkur því mér fannst þið alltaf svo náin og er það bót í sárum söknuði að nú eruð þið saman ánægð og frísk. Fyrstu minningarnar eru þegar þú komst fram í Hamra seinni- partinn í ágúst og fórst á morgn- ana upp í Ás, komst svo með fleiri fleiri lítra af aðalbláberjum heim um kvöldið. Fyrir litla stúlku var þetta eins og galdrar. Og svo að koma til þín í vefnaðarvörudeild KÞ, fá stórt faðmlag og kossa og að fara á bak við, þá leið mér eins og prinsessu. Eins að koma til ykkar Didda á Fossvellina. Ekki fannst mér ég vera neitt minni þá, allt sem ég vildi fékk ég. Það er svo margs að minnast og þakka fyrir mín kæra Sigga Matta. T.d. að þú varst ekki lengi að sauma brúðarkjólinn minn enda algjör meistari í höndunum. Og það er ótrúlegt hvað þið Diddi voruð dugleg að heimsækja okkur Kobba á Álftárós, í Þjórsárdal. Og í Hvalfjörð komuð þið heldur betur færandi hendi með siginn fisk og 10 l af krækiberjum. Tala nú ekki um þegar við vorum sam- tímis á Kanarí, það sem þið voruð dugleg og hjálpfús að sýna okkur bestu matsölustaðina, búðirnar og svo ekki sé minnst á ferðina okkar saman til Las Palmas. Þá tók nú steininn úr. Ég vil samt mest þakka þér fyrir alla þá ást og hlýju sem þú sýndir mér og mínum alltaf. Elsku Arnrún, Dísa, Kári, Höddi og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að geyma ykkur. Elsku Sigga Matta, takk fyrir allt og allt. Minning þín lifir. Guðrún Arnhildur Benónýsdóttir. Vegna vinskapar móður minn- ar og Siggu Möttu ólst ég upp við að eiga hana að eins og auka- frænku. Hún lét sér jafnannt um okkar fjölskyldu eins og hún ætti í okkur og við í henni. Þeir voru fáir staðirnir þar sem maður var meira velkominn en einmitt hjá henni. Á síðustu árum sótti mamma hana auk þess reglulega heim á Baughól þar sem setið var tímunum saman við spjall og handavinnu, gat orðið kátt á hjalla ef fleiri gestir litu inn og ekki virtist Siggu Möttu leiðast það sérstaklega enda félagslynd selskapskona. Ég mun sakna þess að geta ekki rætt oftar við hana því að fáa hef ég þekkt sem jafnauðvelt var að spjalla við um allt milli himins og jarðar. Hvað sem bara á góma, alltaf sýndi hún áhuga og var með á nótunum. Sigga Matta var manna fyrst til að átta sig og taka þátt þegar grínið tók yfir alvöruna í samræð- um. Ég mat þann eiginleika henn- ar mikils og vissi að ef hún var ná- lægt var mér óhætt að krydda með tvíræðni eða kaldhæðni. Það var þó ekki síður stálminni henn- ar og skarpskyggni sem gerðu hana skemmtilegan félagsskap. Ekki er langt síðan að ég mætti Siggu Möttu fyrir tilviljun á förn- um vegi og hún byrjaði samræð- urnar á að óska mér til hamingju með bróður minn. Það kom aðeins á mig því að ég mundi varla sjálf að það væri afmælisdagur hans. Þetta hefði þó ekki átt að koma mér á óvart því að þegar kom að okkur systkinunum var hún með allt á hreinu. Mamma mátti gefa henni skýrslu í fimm liðum þegar þær hittust og við vorum öll fjar- verandi. Eitt síðasta skiptið sem við hittumst gaf hún mér forláta vettlinga sem ég veit að hún hafði lagt mikið á sig til að prjóna sér- staklega handa mér og þeirra mun ég gæta sem gulls. Í stofunni heima má og finna fjölmörg lista- verk eftir hana sem eru til marks um hlýhug hennar í okkar garð. Fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka ég Siggu Möttu góða sam- veru og dýrmætar minningar. Aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Þórdís Edda Jóhannesdóttir. Sigríður Matthild- ur Arnórsdóttir Blómasmiðjan Grímsbæ v/Bústaðaveg S: 588 1230 Samúðarskreytingar Útfaraskreytingar ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, fyrrverandi aðalvarðstjóri á Siglufirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar föstudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 5. júlí kl. 14.00. Sigríður Björnsdóttir, Björn S. Ólafsson, María Jóhannsdóttir, Kjartan S. Ólafsson, Þóra Sigurgeirsdóttir, Sigrún G. Ólafsdóttir, Sigríður E. Ólafsdóttir, Guðbrandur J. Ólafsson, J. Sóley Ólafsdóttir, Björn Z. Ásgrímsson, Ólafur Á. Ólafsson, Pamela C. Ólafsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGVALDI SIGURÐSSON hárskeri, Valdi rakari, Furulundi 55, Akureyri, lést sunnudaginn 23. júní. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. júlí kl. 13.30. Karólína Kristinsdóttir, Auður Sigvaldadóttir, Jón Karlsson, Bjarney Sigvaldadóttir, Gísli Kristinsson, Kristín Sigvaldadóttir, Sveinn Guðmundsson, Regína Sigvaldadóttir, Árni Birgisson, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.