Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Við fundum makrílegg í meira mæli í
íslenskri lögsögu í þessum leiðangri en
í síðasta leiðangri, sem var farinn árið
2010 og mun vestar og norðar en við
höfum séð áður,“ segir Björn Gunn-
arsson, sjávarlíffræðingur og leiðang-
ursstjóri um borð í Bjarna Sæmunds-
syni í alþjóðlegum makrílleiðangri
sem er nýlokið.
Björn segir að vestast hafi fundist
nýhrygnd egg um 40 mílur suður af
Vestmannaeyjum og segir að það
hafi komið sér á óvart hversu vest-
arlega hafi orðið vart hrygningar. Í
lok leiðangursins fundust nokkur egg
á sýnatökustað í grennd við Meðal-
landsbugt, en Björn segir þar aðeins
hafa verið um örfá egg ræða og vart
marktækt í stóra samhenginu. Enn á
eftir að vinna úr nokkrum sýnum úr
leiðangrinum.
Umræddur leiðangur er skipu-
lagður af Alþjóða hafrannsókna-
ráðinu, ICES, á þriggja ára fresti og
hefur verið grundvöllur við mat á
stærð hrygningarstofns makríls allt
frá árinu 1977. Verkefnið er að telja
egg eða hrogn makríls á útbreiðslu-
svæði hans í Norðaustur-Atlantshafi
og er um umfangsmikið verkefni að
ræða allt frá Biskaya-flóa inn í ís-
lenska lögsögu. Fyrir þremur árum
tóku 13 skip frá löndum Evrópusam-
bandsins, Noregi, Færeyjum og Ís-
landi í 17 aðskildum leiðöngrum þátt
í verkefninu.
Byggt á mikilli reynslu
Sýni eru tekin með svifháfi frá
yfirborði sjávar niður á 200 metra
dýpi og síðan er reiknað út miðað við
fjölda eggja á hrygningarsvæði mak-
rílsins hversu margir fiskar hrygndu
það árið. Til grundvallar liggja marg-
víslegar upplýsingar, meðal annars
úr fyrri leiðöngrum.
Hafrannsóknastofnunin fékk það
verkefni að kanna hrygningu makríls
norður af Bretlandi og í færeyskri og
íslenskri lögsögu, það er að dekka
norður- og vesturmörk hrygningar-
innar. Fimm rannsóknamenn voru
um borð í Bjarna Sæmundssyni.
Björn segir að bráðabirgðaniður-
stöður um hrygningu makríls í Norð-
austur-Atlantshafi eigi að liggja fyrir
í september. Í leiðangri fyrir þremur
árum hafi innan við 1% af hrygning-
unni verið innan íslenskrar lögsögu.
Of snemmt sé að segja hvort þetta
hlutfall hafi aukist, það liggi ekki fyr-
ir fyrr en ljóst sé hver heildarhrygn-
ingin hafi verið og þá hvort aukning
hafi orðið á öllu hrygningarsvæðinu.
Mælingar sunnar á hrygningar-
svæði makrílsins benda jafnframt til
þess að hrygning sé seinna á ferðinni
en áður hefur sést. Hitastig virðist
eitthvað lægra þetta árið samanborið
við 2010.
Síðustu ár hafa ætisgöngur mak-
ríls aukist mjög norður og vestur á
bóginn og talið er að yfir ein milljón
tonn af makríl hafi verið í íslenskri
lögsögu sumarlangt síðustu ár. „Þess
vegna er ekki ósennilegt að um sé að
ræða tilfærslu í vestur og norður á
öllu hrygningarsvæði makríls,“ segir
Björn. „Það sem liggur fyrir á þess-
ari stundu er að það fannst meira af
makríleggjum á rannsóknasvæði
Bjarna Sæmundssonar en áður.“
Ljósmynd/Björn Gunnarsson
Fjölþjóðlegt verkefni Rannsóknamennirnir Kristín Valsdóttir og Agnes Eydal við vinnu sína um borð í Bjarna Sæmundssyni.
Aukin hrygning makríls í lögsögunni
Kom leiðangursstjóra á óvart hversu vestarlega makrílegg fundust „Ekki ósennilegt að um sé að
ræða tilfærslu í vestur og norður á öllu hrygningarsvæði makríls“ Endanlegar niðurstöður í september
Rannsóknasvæðið
Bjarni Sæmundsson
Ísland
Færeyjar
Bretland
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
hrærivélar
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
Drive-HM-140 1600W -
14 cm hræripinni - 2 hraðar
19.990,-
Lescha steypurhrærivél SBM
P150 150 lítra (hægt að taka
í sundur - þýsk gæði)
59.900,-
Lescha steypuhrærivél SM 145S
140 lítra (þýsk gæði)
71.900,-
Steypu
Í norskum hluta leiðangursins
fannst mun minna af makríleggj-
um en í undanförnum leið-
öngrum. Á heimasíðu norsku
Hafrannsóknastofnunarinnar er
haft eftir Svein Iversen leiðang-
ursstjóra, að ástæðan kunni að
vera lægra hitastig í hafinu en áð-
ur, en á hrygningarsvæðinu hafi
það verið 1,5-2 stigum lægra en
fyrri ár.
Norðmenn rannsökuðu hrygn-
ingu vestur af Skotlandi og Ír-
landi, en samkvæmt venjunni fer
þar fram umfangsmikil hrygning
og mikið finnst af eggjum. Hita-
stigið þarf ekki að vera eina
ástæða færri eggja á norska svæðinu, breytt göngumynstur makríls gæti
hafa leitt til breytinga á hrygningarsvæðinu. Einnig gæti hrygning verið
minni í ár og seinna á ferðinni. Skotar og Hollendingar könnuðu svæðið fyr-
ir sunnan Íslendingana á sama tíma og var hrygning þar enn í fullum gangi
og var því seinna á ferðinni en áður hefur sést.
Í öllum leiðöngrunum eru tekin sýni af fullorðnum makríl með trolli. Sýni
eru síðan tekin úr hrognasekkjum hrygna og með vefjafræðilegum aðferð-
um er hægt að áætla hversu mörg egg hver hrygna framleiðir það árið.
RANNSÓKNIR NORÐMANNA
Vísindi Skoðað í smásjá í leiðangrinum.
Fundu mun færri egg