Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.2013, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUM HÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erum með fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Von er á fjölda gesta sem nemur tvöföldun á íbúafjölda Vest- mannaeyja á goslokahátíð um næstu helgi. Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, rekstrarstjóra Herj- ólfs, er von á því að fjögur til fimm þúsund manns sigli með skipinu til Eyja af þeim sökum. Hann segir að miðað við bókanir sé fyrirséð að mest álag verði á sunnudeginum en þá er gert ráð fyrir því að 2.500 manns yfirgefi Vestmannaeyjar með Herjólfi. Að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, er von á rúmlega 8.400 manns í bæ- inn nú um helgina en Eyjamenn fagna því að nú eru 40 ár frá gos- lokum. Þó flestir verði í bænum vegna hátíðarinnar segir Elliði einnig von á nokkrum fjölda vegna knattspyrnuleikja karlaliðs ÍBV. Liðið leikur í Evrópukeppninni á fimmtudag og gegn toppliði KR á sunnudag. „Svo er stór hluti Eyja- manna sem blanda hátíðinni við sumarfrí sín og eru því ekki bara að koma vegna hátíðarinnar.“ Að öllu jöfnu eru farnar fimm ferðir á dag á milli lands og Eyja, nema á þriðjudögum þegar ferð- irnar eru fjórar. Gunnlaugur segir að ferðir hafi gengið vel það sem af er sumri og engin vandræði hafi verið við aðkomu að Land- eyjahöfn. 13 ferðir felldar niður Hann segir að af 272 ferðum til Eyja í maí og júní hafi 13 ferðir verið felldar niður. „Við siglum mikið og það er eðlilegt þegar einstaka ferð fellur niður. Í öllum tilfellum er það vegna sjólags,“ segir Gunnlaugur. Jafngildir tvöföldun á íbúafjölda í Eyjum  Um 5 þúsund manns á goslokahátíð Morgunblaðið/Styrmir Kári Herjólfur 13 ferðir hafa verið felld- ar niður síðustu tvo mánuði. 100 ÁRA VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fjörutíu ár eru nú liðin frá því að al- mannavarnanefnd sendi frá sér yfir- lýsingu um að eldgosinu í Heimaey væri formlega lokið. Var þar með á enda „ein harðasta viðureign, sem Íslendingar hafa háð við náttúruöfl- in,“ að mati leiðarahöfundar Morg- unblaðsins sunnudaginn 8. júlí 1973. Hrósaði leiðarahöfundur þeim sem hefðu sinnt björgunarstörfum í nátt- úruhamförunum og vakti sérstaka athygli á þeim vísinda- og hand- verksmönnum sem hefðu heft fram- rás hraunsins með vatnskælingu. Þar hefði verið unnið frækilegt af- rek. Nú stæðu fyrir dyrum nýir og krefjandi tímar, sem vissulega myndu krefjast mikilla átaka. Mannslíf og byggð í hættu Elín Pálmadóttir, sem þá var blaðamaður Morgunblaðsins, gerði eldgosinu í Heimaey góð skil á sín- um tíma í blaðinu. „Ég var á fyrstu mínútu á öllum eldgosunum á seinni hluta 20. aldarinnar,“ segir Elín og bendir á að öll eldgosin hafi verið mismunandi að gerð. „Eftirminni- legast er auðvitað alltaf gosið í Vest- mannaeyjum, því þar var svo mikið í húfi, um bæði mannslíf og byggð að tefla,“ segir Elín. Þegar gosið hófst fóru Elín og Ólafur K. Magnússon ljósmyndari í flugi til Eyja. Þrátt fyrir erfið skilyrði tókst þeim að lenda á flugvellinum. „Þetta var ógleymanleg sjón,“ segir Elín. „Það var alveg heiðskírt og ekkert ösku- gos komið, og maður sá þessa löngu sprungu sem var nánast frá enda flugvallarins og alla leið niður í höfn- ina.“ Fólk hafði áhyggjur af því að sprungan myndi teygja sig yfir höfnina og loka henni áður en tækist að bjarga fólkinu úr Eyjum. „Allt fólk í Vestmannaeyjum, það gekk bara rólegt og varla klætt niður á höfnina. Bátarnir voru allir í landi, við sáum þá sigla með ljósum út fyr- ir höfnina, þeir voru eins og perlur á festi,“ segir Elín og bætir við að þetta hafi verið mögnuð upplifun. Elín fór svo í land aftur og skrifaði þar greinar í sérstaka hádegisútgáfu Morgunblaðsins sem fjallaði um eld- gosið. Elín sneri síðan fljótt aftur til Eyja og lenti í ýmsu. Einn daginn fór hún í bað í Hótel Bergi þar sem hún dvaldi. Þar sem engin var sund- hetta setti Elín upp hjálm í staðinn. Hún var ekki fyrr staðin upp úr en grjót flaug í gegnum rúðuna og beint þar sem hún hafði áður hallað höfði í baðkarinu. Elín hlær við: „Hefði það ekki verið dramatískt, hefði ég fallið í starfi, allsnakin með hjálm?“ Elín segir að hún trúi því varla ennþá hversu vel það tókst að stöðva hraunflæðið í lok mars þegar vatni var sprautað á það með háþrýsti- vatnsdælum. Menn hefðu varla þor- að að vona að þetta myndi heppnast. Elín segir að ritstjórar Morgun- blaðsins hefðu nánast talið að um aprílgabb væri að ræða þegar frétt Elínar að kvöldi 31. mars bar fyr- irsögnina: „Undanhaldið stöðvað.“ Að lokum segir Elín að hún hafi alla tíð síðan dáðst að Vestmannaeying- um fyrir æðruleysi þeirra. „Það var alveg ótrúlegt.“ Nærri því dáin í baðkarinu  Fjörutíu ár frá formlegum goslokum  Elín Pálmadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, var ein af þeim fyrstu sem fóru til Vestmannaeyja  Bátarnir eins og „perlur á festi“ þar sem þeir sigldu frá Eyjum Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Fjörutíu ár frá goslokum Elín Pálmadóttir stendur á gjóskuhaug með hjálm á höfði í Heimaey á þriðja degi Vest- mannaeyjagossins. Elín komst varla út úr húsi um morguninn vegna gjóskunnar sem hafði fallið um nóttina. „Þessi frétt og staðfesting er gleðilegasta frétt sem ég hef heyrt um ævina og reyndar get ég ekki lýst gleði minni með orðum,“ sagði Magnús H. Magnússon, þáverandi bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum, í viðtali við Morgunblaðið 4. júlí 1973. Magnús sagði að tíð- indin væru uppörvandi. Þó væri ljóst að mikil vinna væri framundan í Vestmannaeyjum. „Það eru hrikaleg verkefni framundan, en þau eru skemmtileg. Það er spennandi fyrir Eyjafólkið að sigra erf- iðleikana með harðfylgi,“ sagði Magnús. Uppbyggingin hófst þegar í stað því neðar á baksíðunni er frétt um að Fiskiðjan hf. hefði sótt um lóð fyrir stærra frystihús. MORGUNBLAÐIÐ Baksíða Moggans 4. júlí 1973 Sigra með harðfylgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.