Morgunblaðið - 03.07.2013, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
✝ Andrea Krist-ína Tóm-
asdóttir Winther
fæddist í Vági í
Færeyjum 25.
ágúst 1934. Hún
lést á heimili sínu í
Reykjavík 23. júní
2013.
Andrea var dótt-
ir Tómasar Winth-
er, trésmiðs í Vági
í Færeyjum, f.
1915, d. 1991, og Fríðu Wint-
her húsmóður, f. 1913, d. 2005.
Andrea var elst þriggja systk-
ina, systkini hennar: Jonna
Fanny H. Winther, f. 1943, d.
1991, gift Þorsteini Þorsteins-
syni, f. 1945, börn hennar
Tommy Winther Kjarbo, f.
1961, d. 2008. Marjun Winther,
f. 1963. Lilja Þorsteinsdóttir, f.
1966. Sigurður Þorsteinsson, f.
1976. Tryggvi Winther, f. 1944,
d. 1993, ókvæntur.
Andrea gekk í hjónaband
með Jóni Þorbergi Sveinbjörns-
syni trésmið og bónda, f. 1915,
d. 1991. Jón var fimmti af tólf
systkinum hjónanna Svein-
björns Jónssonar bónda á Ysta-
Skála, f. 1882, d. 1971, og Sig-
björn á tvö börn með Unni Sig-
urbjörnsdóttur, f. 1964, þau
slitu samvistir, börn þeirra eru
tvíburarnir Jón Þorbergur
Sveinbjarnarson og Þóra Torf-
heiður Sveinbjarnardóttir, f.
1991.
Andrea Kristína ólst upp í
Vági í Færeyjum, hún flutti
ung að árum til Þórshafnar og
vann þar við hin ýmsu störf.
Frá Færeyjum fór hún með
vinkonum sínum til Svíþjóðar,
Danmerkur og Noregs, þar
sem hún starfaði á hótelum.
Hún var 23 ára þegar hún kom
til Íslands, vann við fiskverkun
í Keflavík, síðan starfaði hún á
Vífilsstöðum í eitt ár.
Eftir það fór hún að vinna
fyrir Hjálpræðisherinn, en hon-
um hafði hún kynnst í Þórs-
höfn ung að árum og vígðist
þar í Hjálpræðisherinn. Árið
1960 kynnist hún eiginmanni
sínum og giftist honum 1. apríl
1961. Flytja þau þá á Mið-Skála
undir Vestur-Eyjafjöllum og
hefja búskap. Stunda þau bú-
skap til 1981 en eftir það
dvöldu þau í Reykjavík á vetr-
um en á Mið-Skála á sumrin.
Andrea var virk í Hjálpræðis-
hernum öll sín ár og sá um
fataverslun Hjálpræðishersins í
mörg ár.
Útför Andreu verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 3. júlí 2013, og hefst at-
höfnin kl. 15.
ríðar Önnu Ein-
arsdóttur, f. 1885,
d. 1943. Systkini
Jóns: Sigríður
Sveinbjörnsdóttir,
f. 1908, d. 1986.
Þórný Sveinbjörns-
dóttir, f. 1909, d.
1995. Eyþór Svein-
björnsson, f. 1911,
d. 1929. Guðbjörg
Sveinbjörnsdóttir,
f. 1913, d. 1959.
Sveinbjörn Sveinbjörnson, f.
1916, d. 1996. Sigurjón Eyþór
Sveinbjörnsson, f. 1918, d.
1965. Þóra Torfheiður Svein-
björnsdóttir, f. 1921, d. 1987.
Ásta Sveinbjörnsdóttir, f. 1923.
Garðar Sveinbjörnsson, f. 1925.
Svava Sveinbjörnsdóttir, f.
1926. Einar Sveinbjörnsson, f.
1928, d. 2004.
Börn Andreu og Jóns eru
Fríða Jónsdóttir, f. 15. janúar
1962, og Sveinbjörn Jónsson, f.
12. janúar 1963. Fríða er gift
Guðmundi Tómassyni, f. 1964,
börn þeirra eru Jón Andri Guð-
mundsson, f. 1987, Anna Helen
Guðmundsdóttir Vinther, f.
1991, og Kristrún Lóa Guð-
mundsdóttir, f. 1995. Svein-
Í dag er sunnudagur, það er
sól og heiðskír himinn, ég sit í
hvíta stólnum þínum á Hörpu-
götunni. Það er vika síðan þú
fórst og sex dagar síðan við
fengum símtalið. Ég var á
bryggjunni í Þorlákshöfn að
sækja Sveinbjörn bróður þegar
það kom. Leiðin til Reykjavík-
ur var löng. Við fundum bæði í
hjartanu að eitthvað væri að,
hjartað svíkur aldrei. Það er
voða erfitt að hugsa til þess að
þú munir aldrei hringja í mig
aftur, aldrei koma í kaffi og
spjall í hús fiðrildanna og láta
okkur Ollu og hina veltast um
af hlátri, þú kemur aldrei aftur
á Hörpugötuna með lifrarpylsu
handa Igor og Abú og hver fær
nú spurningarnar tíu hans
Gumma? Stundum auðvitað
kafnaði maður næstum af ást
þinni og umhyggju en ást þín
var skilyrðislaus, þú gafst allt
en vildir ekkert í staðinn, þú
áttir það sem manneskjan þrá-
ir, þú varst elskuð.
Allir héldu að þú yrðir 100
ára. Krabbinn sem tók systk-
inin þín tvö hefði aldrei náð
þér, þú hlóst of mikið, varst
alltaf kát og kunnir að fá alla
með þér í ótrúlegustu uppátæki
sem leiddu til mikillar gleði,
sem var þér svo eðlislæg. Þú
þekktir svo marga og þeim sem
minna máttu sín varst þú afar
góð. Ég man þegar þú sást um
flóamarkaðsbúð Hjálpræðis-
hersins og ég hjálpaði til í
fyrsta skiptið að flokka föt í
kjallaranum. Þegar ég ætlaði
að taka upp stóra úlpu þá
reyndist hún vera utanum einn
þekktasta utangarðsmann bæj-
arins. Ég öskraði úr mér lung-
un, mér brá svo og hljóp upp
stigann. Á eftir hlógum við öll
ógurlega og fengum okkur svo
kaffi og brauð. Utangarðsmað-
urinn rölti út saddur og sáttur í
nýju úlpunni sinni. Það fengu
margir að halla sér í kjallaran-
um og margir fengu nýja úlpu
og góða skó. Ég veit að þú
fékkst eitt af xl hjörtunum sem
Guð úthlutaði. Það eru bara xl
hjörtu sem geta sinnt ömmu-
hlutverkinu eins og þú gerðir
það, það er fullt starf og rúm-
lega það að fylgjast með hverju
fótmáli fimm ömmubarna, en
þökk sé farsímanum sem létti
undir með þér. Þú gafst barna-
börnunum ekki inneign á
bankabók, þú gafst þeim inn-
eign í símann sem þú hafðir
gefið þeim í skírnargjöf. Þú
varst stóra ástin í lífi þeirra,
fórst með þau í allar þínar ferð-
ir til Færeyja og á öll mót sem
Hjálpræðisherinn hefur haldið
á Íslandi. Þú varst ekki hefð-
bundin mamma, tengda-
mamma, amma, vinkona, vinur.
Þú varst einstök og vökvaðir líf
mitt með einstökum áburði. Nú
tekur við nýtt líf hjá þér, elsku
mamma mín, hjá kærleiksrík-
um Guði á himnum. Þín ást-
kæra dóttir,
Fríða.
Þegar ég fékk að heyra
fréttirnar um að amma mín
myndi ekki hringja á næstunni
fékk ég áfall. Dagleg símhring-
ing var orðin fastur liður í lífi
mínu. Ég lagðist upp í rúm og
fann tárin streyma niður kinn-
arnar. Það er mjög ólíkt mér að
gráta, ég hef ekki grátið síðan
ég tók síðasta latínuprófið mitt,
en það var bara einn dropi í
hafið miðað við flóðið sem kom
núna. Þar sem ég lá fór hug-
urinn að reika gegnum allar
minningarnar sem hún hefur
látið eftir sig. Hún var þar þeg-
ar ég fæddist, missti fyrstu
tönnina, skrúfaði hjálpardekkin
af hjólinu mínu og hún gaf mér
fyrsta símann minn og hringdi
reglulega til þess að vita hvar
ég væri. Hún var sú eina sem
mætti á mitt fyrsta fótboltamót
og hún mætti á allar mínar
danssýningar. Það var alltaf
gleði þegar ég fór til ömmu, og
það þurfti ekki mikið, bara mig,
Önnu, ömmu og Gísla og bunka
af spilum.
Ég viðurkenni það að hún
var enginn kokkur, en steiktur
fiskur hjá ömmu var í miklu
uppáhaldi hjá mér og ferðir á
KFC, sem var uppáhaldsstað-
urinn hennar. Við fórum líka
oft í Kolaportið og keyptum
lukkupakka og fengum okkur
rjómabollu. Svo fórum við alltaf
á Hjálpræðisherinn og þar
sagði amma oft brandara og
gerði prakkarastrik. Hún var
minn eigin verndarengill og
passaði mig í gegnum súrt og
sætt. Hún var með stórt hjarta
og það var opið fyrir öllum. Ég
elska þig amma mín og þú
munt alltaf eiga stórt pláss í
hjarta mínu.
Lóa.
Andrea Kristina Winther var
amma mín en einnig stærsta
persónan í mínu lífi. Hún ól
mig nánast upp og átti því allt í
mér. Þetta er minn mesti miss-
ir og ekki veit ég hvernig mað-
ur á að lifa þegar svona stór
partur af lífinu er allt í einu
horfinn. Síðasta skiptið sem ég
var með ömmu sátum við sam-
an á uppáhaldsstaðnum okkar,
KFC. Ömmu fannst fátt betra
en góður kjúklingur með mikilli
kokteilsósu. Við sátum lengi og
spjölluðum um allskonar hluti
og hlógum. En það ótrúlega var
að við töluðum um hvernig
jarðarför hún myndi vilja hafa.
Mér finnst eins og ég sé að
kveðja þrjár manneskjur. Mína
bestu vinkonu, móður mína
númer tvö og ömmu Andreu.
Þessi einstaka kona var mér
allt.
Það eru svo óteljandi minn-
ingar sem við áttum og ég get
ekki sagt hver er best. En hún
verður alltaf brúna litla krútt-
lega konan með bros á vör sem
lét mér líða vel, sama hvað kom
upp á.
Við amma áttum ótrúlegt
samband, ég 22 ára og er 2 og
20 á hæð og hún gömul kona og
var einn og ekki neitt. Við rif-
umst eins og köttur og hundur
en elskuðum hvor aðra meira
en allt. Fólki blöskraði oft þeg-
ar það heyrði okkur tala sam-
an, bæði vegna þess að húmor
okkar var svo óþroskaður og
grófur og vegna þess að við töl-
uðum svo brussulega hvor við
aðra, svo hlógum við að því og
amma sagði alltaf að samband
okkar væri svona aðeins vegna
þess hversu heitt við elskuðum
hvor aðra.
Það voru endalaus kvöld sem
ég hringdi í hana seint og bað
hana um að sækja mig heim og
fara með heim til sín, því ég
vissi ekkert betra en að liggja í
fanginu hennar á hendinni
hennar sem var mótaður eins
og hinn fullkomnasti koddi.
Amma tók öllu fólki eins og
það var, hún var góð við alla.
Ég held og veit að engin mann-
eskja hefur snert jafn mörg líf
á þann hátt sem hún gerði.
Húmor var hennar líf og það
besta sem hún gerði var að
koma fólki til þess að hlæja.
Svo var ekkert meira smitandi
en hláturinn hennar. Ef maður
var fúll eða pirraður þá kom
alltaf bros á varirnar á manni
þegar hún hló. Hún var gleði-
gjafi. Hún var best. Það eru til
svo mörg orð sem lýsa henni að
það er ótrúlegt. Allir sem
kynntust henni eiga a.m.k. eina
mjög góða og fyndna Andreu-
sögu og ættu allir að halda fast
í þá sögu og geyma á góðum
stað í minningabankanum. Ég
sagði við hana að ef hún myndi
deyja á undan mér þá myndi
hún fá hina fullkomnu jarðarför
og við ræddum lengi um það og
komumst svo að því að ekkert
væri leiðinlegra en niðurdrep-
andi sorgleg jarðarför. Hún
vildi enga sorg og grát heldur
aðeins hlátur og grát.
Ég elska þig, nafn þitt er rit-
að bak við eyrað á mér og ég
mun hugsa um þig á öllum
mögulegum stundum.
Kveðja,
Anna Helen Vinther.
Elsku amma, nú ertu farin
frá okkur til afa á himnum svo
ekki verða heimsóknirnar fleiri
til þín, en árin sem við fengum
með þér voru skemmtileg, sög-
urnar sem þú sagðir okkur úr
sveitinni og þegar þú varst lítil
stelpa og lékst þér í Færeyjum.
Ferðirnar í Kolaportið með þér
voru líka skemmtilegar nema
þegar þú fékkst stöðumælasekt
á bílinn þinn.
Elsku besta amma okkar, við
biðjum að heilsa.
Kveðja,
Jón og Þóra.
Andrea Kristína
Winther
✝ Bjarni Ásgeirs-son skipstjóri
fæddist í Skógum í
Mosdal í Arnarfirði
1. október 1935.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 24.
júní 2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Ásgeir
Bjarnason sjómað-
ur á Siglufirði, f.
27. sept. 1900 í Stapadal, Arn-
arfirði, d. 6. apríl 1970, og
Guðný Þorvaldsdóttir, f. 28.
mars 1908 á Rauðsstöðum í Arn-
arfirði, d. 4. nóv. 1985. Systkini
Bjarna: Margrét, f. 21. ágúst
1928 í Skógum, Arnarfirði;
Kristrún Jóhanna, f. 4. ágúst
1930 í Skógum, Arnarfirði, d.
23. des. 2009; Helga, f. 4. mars
1942 á Siglufirði; Haraldur, f. 6.
apríl 1945 á Siglufirði, d. 31.
janúar 1986.
Bjarni kvæntist 26. des. 1958
Guðlaugu Matthildi Rögnvalds-
dóttur, f. á Siglufirði 17. júní
1937, d. 3. sept. 2008. Foreldrar
1962. Dætur þeirra eru: Guð-
laug Matthildur, f. 16. júlí 1987, í
sambúð með Davíð Þór Óðins-
syni, f. 19. ágúst 1986, og Hulda
Guðrún, f. 30. mars 1994. Sonur
Bergþóru er Garðar Ingi Garð-
arsson, f. 19. júní 1982, í sambúð
með Rán Bachmann Ein-
arsdóttur, f. 1. október 1986.
Börn þeirra eru Einar Valur, f.
2008, og Alexander Valur, f.
2012.
Bjarni og Guðlaug hófu bú-
skap í Reykjavík 1960 en áttu
lengst af heimili í Garðabæ og
síðustu árin á Krókahrauni í
Hafnarfirði. Bjarni fluttist með
foreldrum sínum og eldri systr-
um úr Arnarfirðinum til Siglu-
fjarðar árið 1936. Þar gekk
hann í barna- og gagnfræða-
skóla. Að loknu gagnfræða-
skólaprófi 1952 helgaði hann líf
sitt að mestu farmennsku. Hann
fór fyrst til sjós á bátum og tog-
urum en frá 1955 á farskipum
Eimskips til 1962. Hann lauk
prófi frá farmannadeild Stýri-
mannaskólans 1959. Hann var
stýrimaður og skipstjóri á skip-
um Hafskips 1962-1973. Varð
síðan stýrimaður og skipstjóri
hjá Samskipum þar til hann lét
af störfum 2001.
Útför Bjarna Ásgeirssonar
fer fram frá Hafnarfjarð-
arkirkju í dag, 3. júlí 2013, kl. 13.
hennar voru Rögn-
valdur Sveinsson, f.
9. mars 1908, d. 11.
janúar 1974, og
Margrét Jóhanns-
dóttir, f. 19. okt.
1914, d. 9. júní
1978. Systkini Guð-
laugar: Hafdís, f.
13. okt. 1941; Krist-
inn, f. 21. júní 1945,
d. 9. júlí 2003; Jó-
hanna, f. 10. okt.
1946. Synir Bjarna og Guð-
laugar eru: 1) Ásgeir, smiður
búsettur í Bandaríkjunum, f. 16.
jan. 1960, maki: Modest Gonza-
les Bjarnason, f. 17. des. 1956.
Synir þeirra eru: Bjarni Alexius,
f. 2. apríl 1988, og Emilio Aron,
f. 7. des. 1996. Synir Modest eru
Ivan Kári Sveinsson, f. 19. sept.
1978, kvæntur Amaliu Samuel-
son, f. sept. 1979, og Óskar Guð-
brandsson, f. 15. júní 1984, í
sambúð með Elísu Björk Björg-
vinsdóttur, f. 5. júní 1991. 2)
Rögnvaldur Sigurður, stýrimað-
ur, f. 8. feb. 1963, maki: Berg-
þóra Garðarsdóttir, f. 8. feb.
Elsku afi. Þær eru óteljandi
minningarnar sem ég á um afa
og voru síðustu dagarnir okkar
saman alveg ómetanlegir. Hann
svaf mjög mikið en þegar ég
kom í heimsókn fann hann smá-
orku og við spiluðum nokkra
óslen ólsen, hann kallaði mig
svindlara og brosti síðan þegar
ég svaraði að ég hefði lært af
meistaranum, honum sjálfum.
Ég leit alltaf mikið upp til
hans, hann var aðalmaðurinn
og ef eitthvað var að gat maður
alltaf hringt í hann afa, hvort
sem maður þurfti ráð, huggun
eða bara einhvern að tala við.
Ég var fyrsta barnabarnið
hans afa og ef satt skal segja
missti hann sig aðeins í gleðinni
þegar hann vissi að von væri á
fyrsta afabarninu. Það var ekki
löngu eftir að ég var komin í
heiminn að afi var búinn að
smíða sandkassa og rólusett úti
í garði hjá sér, einnig sá afi um
að gefa mér fyrsta dúkkuvagn-
inn minn og ég gleymi því aldr-
ei þegar ég fékk fyrsta hjólið
mitt, pínulítið bleikt reiðhjól
með hjálpardekkjum og hvítri
körfu að framan, ég var algjör
prinsessa í kastalanum hjá afa
og ömmu.
Þeir sem þekkja vel til hans
afa vita að hann skrollaði og
þegar ég var lítil talaði ég eins
og afi, ég var send í talkennslu
í grunnskóla því ég kunni ekki
að segja „r“. Ég lærði líka mitt
fyrsta blótsyrði hjá afa. Ég var
um borð með honum, tveggja
eða þriggja ára gömul, þegar
afi kallar uppyfir sig „djöfulsins
gámurinn“ og þar sem afi var
aðalmaðurinn át ég þessi orð að
sjálfsögðu upp eftir honum.
Þegar ég var átta ára fóru
afi og amma með mig í mína
fyrstu utanlandsferð sem var til
Ameríku til systur hennar
ömmu. Í þessari tveggja mán-
aða heimsókn upplifði ég al-
gjörlega draum hvers manns-
barns; ég fór í Disneyland,
hjólaskautadiskó, Sea World og
dýragarða með dýrum sem ég
hafði aldrei séð á ævinni, ég fór
á ströndina, á hjólabát og var
dregin á belg með spíttbáti
ásamt því að eignast fullt af
vinum og læra tungumálið, en
ég var mjög vel enskumælandi
eftir þessa ferð.
Þegar ég varð 12 ára fór ég í
mína fyrstu löngu siglingu með
afa, við fórum í 12 daga túr og
fór ég til sjö nýrra landa í
þeirri ferð. Afi fór með mig í
land á flestum stöðum og sýndi
mér ýmislegt sniðugt, hann
sagði líka að hann væri búinn
að vera svo lengi á sjónum að
hann væri með sjó í blóðinu og
sagði alltaf að ég væri með salt
í blóðinu frá föðurættinni.
En þetta er nú bara brot af
okkar minningum saman og
þegar ég lít til baka sé ég að ég
hef ekki bara misst yndislegan
afa, heldur líka kæran vin.
Þegar ég var smákrakki gaf
ég afa silfurhálsmen með bæn
sjómannsins, þetta hálsmen bar
hann frá því að hann fékk það
og var það ekki tekið af honum
fyrr en hann kvaddi okkur og
þykir mér við hæfi að kveðja
þig, elsku afi, með þessum orð-
um.
Mitt skip er lítið, en lögur stór
og leynir þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né sjór
því skipi, er Jesús má verja.
(Þýð. Vald. V. Snævarr)
Hvíldu í friði elsku yndislegi
afi minn, ég sakna þín enda-
laust mikið og við sjáumst þeg-
ar þar að kemur og spilum þá
nokkra ólsen eins og okkur ein-
um er lagið.
Þín
Guðlaug Matthildur
(Hildur).
Bjarni átti langan og farsæl-
an feril í farmennskunni hjá
Hafskip og víðar og sigldi ég
með honum síðustu árin hans
hjá Samskip.
Bjarni var góður fagmaður
og vildi hafa hlutina í lagi og
þeir sem ekki stóðu sig nógu
vel að hans mati fengu að heyra
hans álit og þá var ekki töluð
nein tæpitunga.
En enginn beið af því skaða
og það var þroskandi fyrir
yngri menn að sigla með sér
eldri og reyndari mönnum sem
höfðu metnað og færni í starfi.
Það gaf sjómennskunni líf að
sigla með mönnum eins og
Bjarna og ekki var síðra að
eyða með honum tíma utan
vinnunnar, en nokkrar veiði-
ferðir fórum við saman sem
gaman er að minnast. Þar leið
honum vel og kunni til verka.
Ég vil þakka þér Bjarni fyrir
samveruna í leik og starfi, og
votta aðstandendum samúð
mína.
Kjallarakötturinn,
Trausti
Ingólfsson.
Bjarni
Ásgeirsson